Morgunblaðið - 21.05.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.05.2007, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FLOKKARNIR OG LANDBÚNAÐARPÓLITÍKIN Eitt af því, sem áreiðanlega ertil umræðu í stjórnarmynd-unarviðræðum Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar þessa dagana eru landbúnaðarmálin, sem alltaf hafa verið visst ágreiningsefni á milli Sjálfstæðisflokks og þeirra flokka, sem kenna sig við jafnaðarstefnuna. Í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bæði nú á síðustu 12 árum og fyrr á tíð, var Sjálfstæð- isflokkurinn í því hlutverki að sækja á um breytingar en Framsóknar- flokkurinn leit á það sem sitt verkefni að verjast öllu nema hóflegum breyt- ingum. Og sú hefur staðan verið síð- ustu 12 árin en fjögur árin þar á und- an gekk Alþýðuflokkurinn býsna hart fram í því að krefjast breytinga en Sjálfstæðisflokkurinn gerðist mál- svari hagsmuna landbúnaðarins. Nú má ganga út frá því sem vísu, að Samfylkingin muni í stjórnarmynd- unarviðræðunum sækja á um veru- legar breytingar á landbúnaðarstefn- unni og þá fyrst og fremst að frelsi verði aukið í innflutningi á landbún- aðarvörum. Ef að líkum lætur verða nú hlutverkaskipti á ný og Sjálfstæð- isflokkurinn líti á það sem sitt hlut- verk að verjast þeirri ásókn og reyna að halda breytingum í skefjum, þótt flokkurinn muni vafalaust samþykkja einhverjar breytingar, sem ekki hefði verið hægt að ná fram í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Staða landbúnaðarins til þess að verjast breytingum er mun veikari en áður. Í fyrsta lagi vegna þess, að breytt kjördæmaskipun þýðir að sveitirnar hafa ekki sama vægi á Al- þingi og áður fyrr. Í öðru lagi vegna þess, að landbúnaðurinn skiptir miklu minna máli í þjóðarbúskap okkar en áður og í þriðja lagi vegna þess, að innan landbúnaðarins sjálfs eru skiptari skoðanir en áður um landbúnaðarstefnuna og yngri bænd- ur margir hverjir telja að núverandi landbúnaðarpólitík eigi að heyra for- tíðinni til. Eftir sem áður er það svo, að viss sveitarfélög á landsbyggðinni eiga mikið undir blómlegum landbúnaði og þjónusta við hann er mikilvæg fyr- ir afkomu fólks í þessum sömu sveit- arfélögum. Í stjórnarmyndunarviðræðunum, sem nú standa yfir, hanga landbún- aðarmálin saman við önnur mál, sem tekizt er á um. Ef sjálfstæðismenn knýja Samfylkinguna til þess að slaka á kröfum um að hægja á stóriðju- stefnu en neita að borga fyrir það með því að koma til móts við Samfylk- ingu í ESB-málum, svo að dæmi sé nefnt, getur verðið, sem Sjálfstæðis- flokkurinn verður að greiða fyrir opnari stóriðjustefnu, verið opnari landbúnaðarstefna en flokkurinn kann að telja æskilega. Stjórnarmyndunarviðræður eru alltaf að einhverju leyti viðskipti af þessu tagi, eins og koma mun í ljós. RÚSSLAND OG NÁGRANNARNIR Það er spenna í samskiptum Rússaog nágranna þeirra á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Rússar líta svo á að Atlantshafsbandalagið sé að breiða út starfsemi sína um of til austurs og þeir lýsa þungum áhyggj- um af áformum Bandaríkjamanna um eldflaugastöðvar í Mið-Evrópu. Þeir hafa í hótunum við nágranna sína í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega við Eista um þessar mundir og eru yf- irleitt mjög erfiðir í samskiptum. Sumir tala um að nýtt kalt stríð sé að skella á en svo er auðvitað ekki. Þó er athyglisvert að fylgjast með breyttri tóntegund Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands, í samskiptum við Rússland. Undanfarna áratugi hefur verið kært með flestum leiðtog- um Þýzkalands og Rússlands og þar áður Sovétríkjanna. Þau nánu sam- skipti hafa byggzt á miklum sameig- inlegum hagsmunum, sem eru til staðar, kannski í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr. Angela Merkel hefur breytt um tón. Hún leggur mikla áherzlu á góð samskipti við Rússland en hún er tilbúin til að gagnrýna Pútín forseta og ríkisstjórn hans fyrir mannrétt- indabrot, sem kanslarar Þýzkalands hafa horft fram hjá seinni árin. Telja má víst, að staðfesta Angelu Merkel í að gagnrýna mannréttinda- brot í Rússlandi eigi rætur að rekja til þess, að hún ólst upp í austurhluta Þýzkalands í valdatíð Sovétríkjanna og þekkir þess vegna af eigin raun úr æskuumhverfi sínu vinnubrögðin, sem notuð eru til þess að halda fólki niðri. Það er mikilvægt fyrir friðinn í okkar heimshluta að samskiptin á milli Rússlands og nágranna þeirra séu góð. Til þess að svo megi verða þurfa viðskipti á milli þessara ríkja að ganga sem næst snurðulaust fyrir sig. En það er líka mikilvægt að ná- grannaríkin horfi ekki þegjandi á þegar mannréttindi eru brotin á fólki í Rússlandi og láti ekki kúga sig með hótunum frá Moskvu. Pútín forseti tók við erfiðu verkefni þegar hann tók að sér að leiða Rússa á erfiðum tímum. Að sumu leyti er hægt að skilja að hann telji nauðsyn- legt að stjórna Rússlandi með festu. En að öðru leyti er ljóst að hann hef- ur gengið of langt í að þagga niður í andstæðingum sínum. Það er skiljanlegt að Pútín hafi lagt áherzlu á að berja niður veldi ólígark- anna í Rússlandi, sem komust yfir miklar eignir fyrir lítið. En það er ekki hægt að skilja að hann brjóti lög rússneska lýðveldisins til þess að ná þeim markmiðum eða teygi þau og togi. Nágrannar Rússa verða að finna einhvern hæfilegan meðalveg til þess að tryggja góða sambúð við þennan stóra nágranna. Sá meðalvegur verð- ur að byggjast bæði á staðfestu og sveigjanleika. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Rögnu Sigurðardóttur ragnahoh@gmail.com Nú stendur yfir í Lista-safni Íslands sýninginCobra Reykjavík, yf-irlitssýning á 120 verkum 29 Cobra-listamanna sem spanna liðlega 30 ára tímabil. Sýningin í Listasafninu er sam- starf listastofnana í Danmörku, Noregi og á Íslandi og þar er leit- ast við að birta samskipti nor- rænu listamannanna, sérstaklega er list Svavars Guðnasonar í sam- hengi við Cobra í brennidepli á sýningunni hér á landi. Sýning- arstjóri er Per Hovdenakk, fyrr- verandi safnstjóri Onstad-safnsins í Ósló. Hann hefur persónulega fylgst með mörgum Cobra- listamannanna í gegnum tíðina, ekki síst Asger Jorn og þekkir vel til verka þeirra. Það var nokkur þrekraun að ná saman þeim verk- um sem sjá má í Listasafninu, en flest eru í eigu einkasafnara. Helsta afrekið er þó myndin Upp- söfnun, eftir Egil Jacobsen, talin fyrsta Cobra-málverkið. Myndin er í eigu Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn og hefur ekki farið úr landi í þrjá áratugi fyrr en nú. Það fer ekki á milli mála að fengur er að sýningunni hingað til lands, ekki síst með tilliti til þeirrar áherslu sem lögð er á að sýna verk Svavars Guðnasonar í samhengi við verk erlendra sam- tíðarmanna. Í hádeginu á laugardag var haldið málþing um valda kafla í sögu Cobra í Listasafninu. Norð- angarrinn blés hryssinglega í miðbænum en fólk lét það ekki aftra sér og salurinn var nær full- setinn þegar þau Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir listfræðingur og Halldór Björn Runólfsson, ný- skipaður safnstjóri, héldu erindi sín. Hanna fjallaði um tiltölulega lítt þekktan kafla í sögu Cobra, ljósmyndun og þá sérstaklega samvinnu belgísku listamannanna Christian Dotremonts, eins af stofnendum hópsins, og Serge Vandercam sem tókst á mark- verðan máta að birta áherslur Cobra á hið sjálfsprottna, frjálsa og bernska í ljósmyndum sínum. Halldór Björn hélt erindi um af- drif og áhrif Cobra með áherslu á verk hollenska listamannsins Con- stant Nieuwenhuys sem á sjöunda áratugnum vann töluvert í anda situationistanna frönsku. Guðni Tómasson listsagnfræðingur stjórnaði umræðum. Í myndunum margir ábúendur Hanna Guðlaug skrifaði MA- ritgerð um Serge Vandercam og verk hans, sérstaklega ljósmynd- irnar. Hún sagði frá heimsókn sinni til listamannsins áður en hann lést og ekki spillti fyrir að hafa lítinn skúlptúr sem Vander- cam færði henni að gjöf á staðn- um. Hanna reifaði stuttlega tilurð Cobra-hópsins og áhrif súrreal- ismans á listamennina en þau voru töluverð, ekki síst í Belgíu. Þar sem málverk eru jafnan mið- punktur Cobra-sýninga hafa margir undrast hvernig hægt hafi verið að útfæra markmið hópsins í ljósmyndum. Hanna rýndi í sköpunarferli og hugsun Vander- cam og sýndi dæmi um ljós- myndir hans frá árunum 1948 -’51. Vandercam var sjálflærður ljósmyndari undir áhrifum frá súrrealisma en fór þó sínar eigin leiðir í myndum sínum. Hann til- einkaði sér hið hráa efni og vinnuaðferð hans má líkja við að elta slóð, finna hluti, mynstur, slettur, eins konar náttúrulegt graffiti og mynda það. Í myndum hans skilur á milli þess sem við þekkjum og þess sem hann sér en hann hróflaði aldrei við neinu sem hann fann, járnarusli eða öðru fundnu myndefni. Vandercam lagði áherslu á að vera ekki ab- strakt listamaður og sagði myndir sínar fullar af ábúendum. Þannig má í gaddavírsflækju finna fugls- form, nokkur strá mynda lifandi fígúrur og ljóðræn stemning ein- kennir járnarusl í sandi. Samvinna listamanna Hanna Guðlaug sagði frá fleiri ljósmyndurum í Cobra-hópnum og frá samstarfi Poul Petersen og Asger Jorn en sá fyrrnefndi kynnti Jorn svokallaðar ljósteikn- ingar sem hann þekkti frá Pi- casso. Dotremont vann einnig slíkar ljósteikningar, gerðar með því að sveifla vasaljósi fyrir fram- an myndavél sem tekur mynd á tíma. Vinnuaðferðin smellpassaði við sífellda leit Cobra-listamann- anna að krafti hins sjálfsprottna og ósjálfráða, en ávallt á meðvit- aðan máta. Síðar fór Vandercam að mála og vinna höggmyndir og á seinni tímum varð hann þekkt- ari fyrri þau verk sín en ljós- myndirnar frá miðri öldinni. Cobra-listamenn voru hlynntir samstarfi og Vandercam vann t.d. allmörg verk í samstarfi við Christian Dotremont þar sem þeir máluðu hvor ofan í verk ann- ars. Báðir unnu að list sinni í anda Cobra til æviloka. Halldór Björn fjallaði í erindi sínu um áhrif og afdrif Cobra, að- allega um verk hollenska Cobra- listamannsins Constant Niu- wenhuys sem eins og Jorn gekk til liðs við situationistana frönsku á sjötta áratugnum. Það var Frakkinn Guy Debord sem var forsprakki situationistanna og lagði út af frelsi mannsins í iðn- væddu samfélagi. Einn áh valdanna var Johan Huizi skrifaði ritið Homo Luden urinn leikur sér, og fjallað trú sína að með aukinni sj virkni fengi fólk mun mei tíma. Við því yrði að breg koma í veg fyrir að almen yrði að hlutlausum neyten Constant þekkti þessar hu myndir þegar hann var á Ítalíu og sá þar m.a. sígau byggð sem hafði töluverð hann. Uppbygging sígaunasam ins innan borgarinnar Alb Piedmonte heillaði hann o til þess að hann fór að sk ríkara mæli borgarskipula byggingarfræðileg líkön, með tilliti til hlutskiptis e staklingsins innan þeirra, hugmynda Debord um að ættu að skapa sér sitt eig Hin nýja Babýlon Constant kallaði borgarlík sem hann útfærði bæði í t ingum, á málverkum og í Hina nýju Babýlon. Hér l Halldór Björn áherslu á þ reynd að í vinnuferlinu va teikningin sem var undan myndarinnar, frá einföldu um skissum og málverkum vafalítið byggðu á vinnuað innan Cobra, vann listama sig fram til flókinna borga Nafn borgarinnar var í an franska listamannsins Isid upphafsmanns Lettristann kölluðu sem voru undanfa tuationistanna, og unnu m runa leturs og mynda. Iso dreymdi um að skapa nýt heimsmál sem allir skildu fyrir tíma Babelsturnsins Borgir Constant áttu að fyrir ofan yfirborð jarðar lagði ekkert upp úr tengs náttúruna, þættir eins og og hitastig yrðu á valdi m með nýrri tækni. Ennfrem auðvelt að flytja sig á mil staða, tilveran einkenndis Órannsakaðar ur CoBrA-hóps Ophobning eftir Egil Jacobsen Verkið hefur orðið að lykilverki ar til seinna stríðs sem var yfirvofandi þegar það var málað. Þau leiðu mistök urðu í Lesbókargrein Rögnu um Cobra á laugar að mynd eftir Asger Jorn var sögð vera Ophobning eftir Egil Jac Málþing um valda kafla í sögu CoBrA var haldið í List

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.