Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Mikilvægar niðurstöður  Bandarísku læknasamtökin hafa heiðrað Gunnar H. Gíslason, lækni í Kaupmannahöfn, og samstarfsmenn hans og segja að niðurstöður rann- sókna þeirra á notkun gigtarlyfja séu þær næstmikilvægustu sem birtar hafi verið opinberlega á síðasta ári. » Forsíða Málefnasamningur  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar voru á Þingvöllum um helgina og funduðu um mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna. For- menn þeirra, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sögðu að viðræðurnar hefðu gengið vel og fyrst og fremst væri verið að vinna að orðalagi stjórnarsáttmála. » 2 Ungir gerendur  Kynferðisafbrot þar sem ung- menni eru í hlutverki geranda eru vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og staðreyndin er sú að ungmenni eru sá hópur gerenda sem fer örast vaxandi í kynferðisbrotamálum. Ro- bert E. Longo flytur erindi um málið í vikunni. » 4 Harmleikur  Fjölskylda 75 ára gamallar banda- rískrar konu varð vitni að því ásamt fleirum þegar brimalda hreif konuna á haf út úr Reynisfjöru með þeim af- leiðingum að hún drukknaði og tveir ferðafélagar hennar lentu í hættu við björgunartilraunir. » 6 Aukinn vatnsbúskapur  Með því að styrkja gróðurþekju Íslands verður vatnsbúskapur fram- tíðarinnar efldur til muna og því ber að huga að þessum ávinningi þegar rætt er um landgræðslu og skógrækt sem leið til að binda koldíoxíð. Þetta segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. » 8 SKOÐANIR» Ljósvaki: Kosningakerfi …? Staksteinar: Breytt afstaða? Forystugreinar: Flokkarnir og landbúnaðarpólitíkin | Rússland og nágrannarnir UMRÆÐAN» Lög eða skynsemi? Furðuskrif Morgunblaðsins Hvað er DRM? Kjósum Kristínu Á. Guðmundsdóttur Heitast 10° C | Kaldast 1° C  Suðlæg átt á landinu, víða 5-8 metrar á sek- úndu. Skúrir eða hagl- él sunnan og vestan til. » 10 Martin Regal fór á Cymbeline í með- förum Cheek by Jowl og fannst eitt- hvað skorta á töfrana. » 36 LEIKLIST» Bretarnir töfruðu ekki LISTIR» Skiptar skoðanir um veggjakrot. » 37 www.allmusic.com er helsta uppflettirit tónlistaráhuga- manna og -fræðinga á vefnum nú um stundir. » 39 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Tónlistar- vefsíða TÓNLEIKAR» Goran Bregovic var skemmtilegur. » 35 FÓLK» Jakob Frímann eignaðist aðra dóttur. » 33 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Valur sigraði Fylki 2:1 2. Longoria erfið 3. Mikil stemning í Laugardalshöll 4. Árni og Björn færast niður … Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KONUR eru nú í meirihluta í stjórn Skák- sambands Íslands og telur Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, sem var endurkjörin formaður sam- bandsins á aðalfundinum um helgina, að það sé einsdæmi í skákheiminum. Framkvæmdastjóri sambandsins er einnig kona, Ásdís Bragadóttir. Frábært fólk Guðfríður Lilja segir að hún hafi ætlað að hætta sem formaður en hún hafi fengið miklar áskoranir um að halda áfram í eitt ár og hún hafi orðið við þeirri beiðni. Hún segir að hún hafi unnið með frábæru fólki í stjórninni og starfið hafi gengið mjög vel en miklu máli skipti fyrir hreyfinguna að fleiri konur séu virkar inn- an hennar. „Það skiptir langmestu máli að hafa gott fólk og það skiptir líka máli að fleiri konur láti til sín taka,“ segir hún. Fylgja börnunum Guðrún Sóley Guðjónsdóttir á tvö börn, tví- tugan son og 14 ára dóttur, sem hafa verið í skákinni og hefur hún fylgt þeim eftir á þeirri braut í 15 ár. „Það er tímabært að hafa bein áhrif á það sem er gert og það sem er ekki gert,“ segir hún um þá ákvörðun sína að taka sæti í stjórninni. Hjördís Bragadóttir hefur verið í varastjórn undanfarin tvö ár. Hún segir að óskað hafi verið eftir þátttöku foreldra skákbarna í stjórninni og hún hafi orðið við þeirri ósk en sonur hennar er Hjörvar Steinn Grétarsson, einn efnilegasti skákmaður landsins. „Þetta leggst vel í mig,“ segir Hjördís. Guðfríður Lilja segir að mikil vinna sé fram- undan hjá Skáksambandinu, mörg verkefni blasi við og ekki síst í sambandi við áframhaldandi uppbyggingarstarf. Stefnt sé að mótahaldi úti á landi og frekari þátttöku barna- og unglinga í stórmótum erlendis. Börnin toga í mæðurnar  Konur í meirihluta í stjórn Skáksambands Íslands í fyrsta skipti í sögunni  Áframhaldandi uppbyggingarstarf framundan og mörg verkefni ráðgerð Morgunblaðið/Ómar Skákdrottningar Frá vinstri Guðrún Sóley Guð- jónsdóttir, Ásdís Bragadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Hjördís Björk Birgisdóttir. Í HNOTSKURN » Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaðurSkáksambandsins, bar fram tillögu um næstu stjórn og var hún samþykkt. » Í stjórninni með henni eru HelliskonurnarHarpa Ingólfsdóttir, fyrrverandi Íslands- meistari í skák, Hjördís Birgisdóttir og Guð- rún Sóley Guðjónsdóttir. » Auk þeirra eru í stjórninni Óttar FelixHauksson frá Taflfélagi Reykjavíkur, Karl Gauti Hjaltason úr Taflfélagi Vestmannaeyja og Björn Þorfinnsson úr Helli. ÞRJÁR nýjar ís- lenskar óperur sem eru í smíð- um voru kynntar á Óperudeiglu Íslensku óper- unnar á föstu- daginn. Óperu- deiglan var stofnuð fyrir um einu og hálfu ári, í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir tilraunastarf og nýsköpun á sviði óperulistar og stuðla að því að samdar verði nýjar óperur fyrir al- menning. „Óperuformið hefur þörf fyrir nýjar óperur því annars á það á hættu að verða gamaldags,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld sem sér um framkvæmd Óperudeiglunnar ásamt Ingólfi Níels Árnasyni. Óp- erudeiglan var haldin í tengslum við óperustjóraþing sem haldið var í Íslensku óperunni en þar voru við- staddir óperustjórar annars staðar af Norðurlöndum og frá Eystra- saltsríkjunum. Yfirskrift þingsins í ár var „Nýsmíði ópera“. | 14 Þrjár nýj- ar íslensk- ar óperur Óperudeiglan ýtir undir nýsköpun Daníel Bjarnason LIÐSMENN hljómsveitarinnar frægu U2 mættu á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes til að kynna þrívíddarmyndina U2 3D sem sýnd er á hátíðinni og er upptaka frá tónleikum sveitarinnar. Gömlu brýnin létu sér ekki nægja að ganga rauða dregilinn heldur voru hljóðfærin dregin fram á honum miðjum og teknir nokkrir vel valdir slagarar, hátíð- argestum til mikillar gleði. Með U2 á myndinni er Catherine Owens sem leik- stýrði kvikmyndinni ásamt Mark Pellington. | 34, 36 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins U2 á rauða dreglinum í Cannes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.