Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is EF LUNDAVARPIÐ í ár verður jafn rýrt og tvö síðustu ár verður enginn ungfugl til að veiða í Vestmannaeyjum sumarið 2009. Uppi- staðan í veiðistofninum er tveggja til fjögurra ára gamlir fuglar og ef örfáir ungar komast á legg þriðja árið í röð er veiðum sjálfhætt innan skamms. Ástæða þess að viðkoma fuglanna hefur verið svo lítil er að sandsílastofninn er í mikilli lægð, en í hann sækja margar tegundir sjófugla sér æti. Það er enn ekki ljóst hvers- vegna sílum hefur fækkað svo mjög, en líkleg- asta skýringin er sú að þau þoli ekki umhverf- isbreytingar í hafinu sem eiga orsök í hlýnun loftslags. Örlög fuglanna velta á því hvort sandsílastofninn nær sér á strik aftur eða er varanlega horfinn úr sjónum í kringum landið. Sjófuglar um allt land hafa átt erfitt upp- dráttar síðustu ár, en þeir fuglar sem lifa að- allega á sandsíli hafa orðið verst úti. Meðal þeirra eru lundi, kría og sílamáfur, en hann sækir nú mikið í mannabyggðir í ætisleit eins og sést til dæmis við Tjörnina í Reykjavík. Óljóst hvað varð af sandsílunum Ýmsar skýringar hafa verið nefndar á hvarfi sandsílanna. Nefnt hefur verið að hrefna lifi að miklu leyti á þeim og því væri ráðlegt að auka veiðar á henni. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur á Stokkseyri segir ekki hægt að kenna hrefnu um hversu lítið er af sandsíli. „Ég hef enga trú á því að hrefnan éti svo mikið að hún aféti fuglana.“ Ofveiði hefur valdið hruni í stofninum m.a. við Fær- eyjar og Shetlandseyjar, en sandsíli hafa ekki verið veidd hér við land. Einnig er ekki útséð með að sjúkdómar í sílunum gætu haft þessi áhrif. Erpur Snær Hansen, doktor í vistfræði, tel- ur að skýringuna sé að finna í umhverfisbreyt- ingum í hafinu. „Það eru breytingar að eiga sér stað í hafinu, Golfstraumurinn er að verða heitari og saltari, Grænlandsjökull bráðnar hraðar en áður og þessi blöndun í sjónum hef- ur áhrif á lífríkið.“ Nýjar tegundir smáfiska finnast nú í stað sandsílanna, þar á meðal svo- kallaður þangprjónn. Lundinn hefur reynt að fæða unga sína á honum með litlum árangri, því þangprjónninn er mjög næringarsnauður. Hann segir ekki hægt að fullyrða um þessi mál fyrr en frekari rannsóknir liggja fyrir, en bætir við: „Því miður eru vísbendingar í þá átt að það fuglalíf sem við þekkjum við Ísland heyri fortíðinni til.“ Lundinn í Eyjum kemur ekki upp ungum Erpur segir allt stefna í að lundavarp í Eyj- um bregðist aftur í ár því lítið hafi sést af síli. Ef svo fer mun vanta þrjá árganga í stofninn og því verði enginn ungfugl til veiða eftir tvö ár. Hann segir sportveiðar á borð við þær sem Eyjamenn stunda hafa lítil áhrif á stofninn, enda séu þeir meðvitaðir um að ganga ekki of nærri stofninum. „Við vitum í rauninni ekki annað en að það er algjör fæðubrestur. Stóra spurningin er hvað það er sem hrellir sandsílið og mönnum finnst líklegt að það séu breyt- ingar á hitastigi og seltu í sjónum vegna hlýn- unar jarðar. Ef það er tilfellið, sem allir vona að sé ekki, þá blasir við algert hrun til fram- búðar“. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Há- skólasetursins í Vestmannaeyjum stýrir Pysjueftirlitinu en það felst í því að börn í Vestmannaeyjum skrá upplýsingar um fjölda og þyngd pysja sem bjargað er í bænum. Að sögn Páls skiluðu aðeins örfáar pysjur sér í fyrra og ástandið var síst betra árið á undan. Það er of snemmt að skera úr um hvernig varpið fer nú í ár, en Páll segir að mikið af lunda hafi komið í eyjarnar til varps í vor. Að- spurður hvaða áhrif það hefði á mannlífið í Eyjum ef lundaveiðar legðust af segir hann: „Ég hugsa nú að menn myndu áfram fara út í eyjar og fá sér í staupinu og skemmta sér í kofunum þó veiðarnar yrðu litlar. Þetta er ekki lengur atvinnustarfsemi, en þetta er hefð og hluti af menningu Vestmannaeyja“. Halldór Sveinsson, lögreglumaður og lunda- veiðimaður í Álsey, segir menn ekki bjartsýna fyrir sumarið. Þeir hafa fundað og þó að ekki hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hætta veiðum eða minnka þær eru menn sam- mála um að fylgjast vel með ástandinu á fugl- inum og fara mjög varlega í veiðar. Það kemur þó fyrir lítið ef fuglinn finnur ekki æti fyrir ungana. Vannærð kría verpir ekki Ólafur Torfason fuglaáhugamaður hefur rannsakað ástand kríustofnsins á Álftanesi síðustu ár í samstarfi við vísindamenn á Nátt- úrufræðistofnun. Að hans sögn varð fyrst ljóst að ekki væri allt með felldu síðla sumars árið 2005. Varpið um sumarið gekk sinn vanagang, en ungarnir drápust úr sulti vegna þess að ekki var nóg til af sandsíli. Síðasta sumar verpti krían seint og lítið, svo að ekki komust upp nema örfáir ungar. Í vor viktuðu Ólafur og félagar kríur á Álftanesi og komust að því að þær voru mjög magrar, aðeins rétt yfir hundrað grömm. Kríur af sama svæði voru fyrir nokkrum árum 130-140 grömm á þyngd. Þegar krían er sjálf vannærð er hún ekki fær um að verpa og því er allt útlit fyrir að kríu- varpið í ár verði jafn slæmt og í fyrra. „Ég er sannfærður um að kríuvarp í ár verður hvorki fugl né fiskur,“ segir Ólafur að lokum. Um mitt sumar hyggst Hafrannsóknastofn- un senda út leiðangur til að kanna ástand sandsílastofnsins og kemur þá betur í ljós hvort ástandið sé eins alvarlegt og menn telja. Einnig er í bígerð að koma af stað verkefni í Vestmannaeyjum þar sem merkingagögn frá Náttúrufræðistofnun verða borin saman við veiðidagbækur og þannig fengin gleggri hug- mynd um ástand lundastofnsins. Lundaveiði í Eyjum gæti lagst af  Lundavarp í Vestmannaeyjum hefur brugðist síðustu tvö ár  Útlitið svart fyrir varp í sumar  Hlýnun jarðar gæti verið rót vandans  Hafrannsóknastofnun hyggst kanna ástand sandsílastofnsins Morgunblaðið/Ómar Lundavarp Varp lunda í Vestmannaeyjum hefur brugðist síðustu tvö ár. Ungar sem koma úr eggjum drepast í hreiðrum vegna þess að lítið er um æti. Í HNOTSKURN »Lundastofninn hefur verið á hægriniðurleið allt frá 1970. »Áhrif breytinga á hitastigi og seltuhafsins á lífríkið í kringum Ísland eru að mestu ókönnuð. BJÖRN Ingi Hrafnsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins og stjórnarformaður Faxaflóahafna, spurði í sjómannadagsræðu sinni hvort ekki væri rétt að nýta fiski- stofnana í sjónum til þess að skjóta styrkari stoðum undir þær byggðir í landinu sem standi höllum fæti. „Í dag er ís- lenskt samfélag, íslenskt efna- hagslíf og íslenskt atvinnulíf í allt öðrum sporum en þegar núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi var komið á. Þá voru eggin öll í sömu körfu, nú hefur fleiri stoð- um verið skotið undir okkar sam- félag, stoðum eins og áliðnaði, fram- sæknum fjármálafyrirtækjum, öflugum þjónustugreinum, sívaxandi ferðaþjónustu,“ sagði Björn Ingi m.a. í ræðu sinni. Hann benti á að núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi hefði verið sett á sem lausn fyrir annað samfélag en nú væri og hefði skilað þeim árangri sem að var stefnt. Af- drifaríkasta breytingin sem gerð hefði verið á kerfinu væri frjálst framsal aflahlutdeildar. Nú þegar við blasti að verulegur samdráttur yrði í aflaheimildum spurði Björn Ingi hvort ekki væri tímabært að stjórnvöld skoðuðu þann möguleika að þegar aðstæður leyfðu að hámarskafli yrði aukinn á ný, myndi þeirri viðbót ekki verða skipt sjálfvirkt milli eigenda aflahlutdeild- ar heldur skoðað með hvaða hætti mætti styrkja stöðu þeirra byggða sem allt sitt ættu undir fiskveiðum. „Ég spyr mig þannig hvort ekki sé rétt að taka þá pólitísku ákvörðun að íslenskt samfélag vilji fyrst og fremst að nýta þá sameign sína, sem eru fiskistofnarnir í sjónum, til þess að skjóta styrkari stoðum undir þær byggðir í landinu sem standa höllum fæti og hafa ekki að öðru að hverfa. Að við tökum þá pólitísku ákvörðun að fiskveiðiauðlindin sé undirstaða og forsenda nýrrar byggðastefnu.“ Stjórnvöld ættu að senda þau skila- boð út að framtíðarsóknarfæri ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja væru fyrst og fremst erlendis. Jafnframt gagnrýndi Björn Ingi þá sem reyndu að afgreiða umræðuna um byggðir landsins sem sjálfsagða hagræðingu, breytta búsetuhætti, nýja tíma og þarfir markaðarins. Vill láta skoða breytta úthlutun aflaheimilda Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fiskur Það var margt að skoða niðri við Reykjavíkurhöfn í gær. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá á Hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn Björn Ingi Hrafnsson Björgun Björgunarmenn náðu manninum fljótlega upp úr sjónum. SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg æfði björgun úr sjó á Hátíð hafsins í Reykjavíkurhöfn í gær. Fólk fylgdist með öruggum við- brögðum björgunarmanna þegar bjarga þurfti manni úr sjónum. Landsbjörg veitti jafnframt ár- lega viðurkenningu sína til áhafna sem sótt hafa námskeið hjá Slysa- varnaskóla sjómanna og hafa öðr- um fremur sýnt góða öryggisvit- und að mati kennara skólans. Að þessu sinni fékk áhöfn Bylgju VE viðurkenninguna, sem nú var afhent í þriðja sinn. Viðurkenningin er farandbikar sem afhentur er til varðveislu um borð í viðkomandi skipi í eitt ár ásamt veggskildi til eignar. Á bik- arinn og veggskjöldinn eru árituð nöfn skipa sem hljóta viðurkenn- inguna og ártal. Kennarar og skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna leggja mat á hverjir verð- skulda viðurkenninguna hverju sinni. Bylgjan VE hlaut viðurkenningu í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.