Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er komin aðstoð við að leysa úr Johnsens-flækjunni, hr. bæjarstjóri. VEÐUR Bílar stóðu í ljósum logum oggrjóti, flöskum og Molotov- kokkteilum rigndi í Rostock á laug- ardag þegar mótmæli vegna G8- leiðtogafundarins, sem hefst þar skammt frá á fimmtudag, fóru úr böndunum svo um munaði. Talið er að gera hafi þurft að sárum allt að þúsund manns eftir átökin. 20 mót- mælendur særðust alvarlega og 500 lítillega. Á þriðja tug lögreglu- manna hlaut alvarleg sár og er þá átt við beinbrot og þaðan af alvar- legri miska. Gera þurfti að sárum 433 lögreglumanna. Lögreglan sagði lán að enginn úr þeirra röð- um hefði látist í átökunum.     Að mótmælunum standa hópar afýmsum toga. Þar má finna kristileg samtök, anarkista og allt þar á milli og er tilgangurinn að mótmæla hnattvæðingu og fátækt í heiminum. Flestar aðgerðir mót- mælendanna eru friðsamlegar og aðeins brot þeirra lætur ófriðlega. Hins vegar er einnig á ferð hópur manna, sem gagngert reynir að efna til átaka. Í honum eru um tvö þúsund manns og kennir hann sig við róttæka vinstrimennsku.     Eftir átökin á laugardag er sagtað hreyfing mótmælenda sé klofin. Talsmaður róttæku vinstri- mannanna segir að ekki sé útilokað að til frekari átaka muni koma í kringum fund leiðtoga helstu iðn- ríkja heims í Þýskalandi. Þeir sem eru friðsamari vilja hins vegar ekki sjá að öfgahópurinn taki þátt í sín- um aðgerðum. Það er engin furða. Óafsakanlegt ofbeldi yfirgnæfir boðskapinn og kemur óorði á mót- mælendurna alla, hvort sem þeir eru friðsamir eða ekki. STAKSTEINAR Róstur Alelda bíll og rauður fáni. Róstur í Rostock SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -                           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   !      :  *$;<                                   !  " #   $  %& '(        )         **  "      $   *! $$ ; *! " #  $ % # %  &  '%  (' =2 =! =2 =! =2 " &%$  )  ! *+ ', >2?         =   - %' $".$. , /   %  '% 0 ' !# '%  !10&   ,  #  2. !    ".$ 1.%*     "3. 3. ! 1  "2. ! ,   % '4  ' ! 2'  ( '%5 , /   6 2  "2.%*      !". 3. ! 1 # # 3. (!   6  5$   ' $  4. 2. ! 1  %('% ,  #         7/ '88 '%3 ' ')  ! 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C 1 1             1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1               Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einar Sveinbjörnsson | 3. júní 2007 Landið fýkur burt Nú er þarna S- og SV- strekkingsvindur og þá fýkur þurr og laus jarðvegurinn auðveld- lega sunnan frá hinum víðfeðmu auðnum Ódáðahrauns og Mý- vatnsöræfa. Á Grímsstöðum hefur verið gefið upp moldrok eða sandfok í veð- urathugunum frá því á fimmtudag, en það er ekki fyrr en nú sem mökk- urinn er orðinn það þéttur að skyggni er takmarkað. Meira: esv.blog.is Kristín M. Jóhannsdóttir | 3. júní 2007 Mikilvægi gúmmíhanska Að lokum gat hún ekki meira því hún var kom- in í keng á gólfinu. Í töskunni sinni er hún alltaf með svolítið sjúkraskrín og í því eru gúmmíhanskar. Sonya vippaði sem sagt út öðrum gúmmíhanskanum og pissaði í hann. Þetta vakti mikla umræðu og við komumst að því að nú væri klósett- vandamál liðsins leyst. Meira: stinajohanns.blog.is Pétur Tyrfingsson | 3. júní 2007 Ekki-frétt um kyndeyfð karla En segjum sem svo að það sé eitthvað til í því að karlmenn séu farnir að kvarta oftar yfir kyndeyfð en áður. Hver gæti verið líkleg- asta skýringin á því? Það þarf ekki að seilast mjög langt og alger óþarfi að blanda inn í það einhverri poppaðri hundalógíkk um breytt hlutverk kynjanna og af- leiddar kröfur og væntingar. Okkur nægir að vita að þunglyndi er al- gengara vandamál meðal þeirrar kynslóðar sem nú er á besta aldri en þeirri sem á undan fór. Þetta er þróunartilhneiging á Vesturlöndum síðustu 40 árin eða svo. Ef kyndeyfð fer vaxandi meðal karla á það líklega rætur sínar að rekja til sömu orsaka og þeirra sem valda auknu þunglyndi í þjóðfélag- inu. Meira: peturty.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 2. júní Klámið í Kópavogi Nýtt tímarit Ísafoldar er víst að verða uppselt ég er ekki hissa en greinin um meint man- sal í tengslum við nekt- arstaðinn Goldfingers vekur upp fjölmargar spurningar og ætti án efa að verða til þess að lögreglan rannsaki málið. Það sem fram kemur í greininni staðfestir það sem við femínistar höfum haldið fram lengi að á nekt- arstöðunum séu konur sem vegna neyðar sinnar leiðist út í þau „störf“ sem þar eru stunduð. Bak við „löglega“ nektarstaði er stundað ólöglegt vændi og jafnvel mansal eins og staðhæft er í grein Ísafoldar. Ég reikna ekki með öðru en að lögreglan geri nú rannsókn á málinu enda ekki líðandi að konur séu lok- aðar inni og eigendur nektarstaða taki af þeim flugmiða eða vegabréf. Að mínu mati ættu íslensk stjórn- völd að sýna sóma sinn í að loka þessum búllum alfarið. Vonandi er vitnisburður þessara kvenna sem störfuðu á Goldfingers nægur til að landsmenn leggjast á eitt og krefjast þess að þessir staðir verði bannaðir með lögum. Það eru engin rök að halda því fram að þarna sé verið að verja frelsi einstaklingsins að velja sér starf því rannsóknir sýna og framburður fólks í þessum iðnaði að nánast und- antekningalaust er um mikla neyð að ræða þegar „valið“ á slíku starfi fer fram. Meira: bryndisisfold.blog.is BLOG.IS Sóley Tómasdóttir | 2. júní 2007 Kynlífslöngun kynjanna Þrátt fyrir klámvæð- inguna hafa konur orð- ið mun sjálfstæðari sem kynverur og meiri gerendur á und- anförnum áratugum. Hlutverk kvenna fyrndarinnar var að þjóna eig- inmönnum sínum – en í dag er það viðurkennt að konur hafi kynhvöt sem þær megi ráðstafa að vild. Ekki veit ég um þann karl sem virk og jafnvel stjórnsöm kona hefur fælandi áhrif á. Í þessari frétt er klámvæðingin enn og aftur látin óáreitt. Ekkert þeirra þriggja sem koma að frétt- inni, þ.e. blaðamaður, læknir og hjúkrunarfræðingur, telur að mögu- lega sé skýringa að leita í óraunhæf- um og brengluðum kröfum og stað- almyndum sem klámvæðingin hefur fært okkur. Meira: soley.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.