Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ eru vissulega tímamót hjá þjóðinni þegar Alþingi er sett hverju sinni. Í þetta sinnið eru einn- ig tímamót hjá þjóðinni í þeim skiln- ingi, að í kjölfar lýðræðislegra kosn- inga hefur þjóðin fylgst með og orðið vitni að því að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins mynda saman nýja ríkisstjórn. Forseti Ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, vék í setning- arræðu sinni að lýðræðishefð lands- manna og þeim áhuga sem þjóðin sýnir hverju sinni þegar haldnar eru kosningar hér á landi. Þá vék for- setinn að þeim mikla áhuga sem fjölmiðlar landsins sýna stjórn- málum og veita öllum flokkum fjölþætt tæki- færi til að koma boð- skap sínum til skila í kosningabaráttunni. Það var sannur lýðræðistónn í setn- ingarræðunni. Íslendingar eru svo sannarlega stoltir af lýðræðishefð sinni. Hún hefur lagt grunninn að frið- samlegum lausnum deilumála og stuðlað að auknum lýðréttindum. Sinnuleysi um lýðræðið hefur þó um skeið valdið stöðnun í lýðræð- isþróun á Íslandi. Í vetur urðu þó þáttaskil. Mikil umræða skapaðist hér á landi á liðnum vetri er fjöl- mennar íbúakosningar um eitt ein- stakt mál voru haldnar í Hafn- arfirði. Í aðdraganda þeirra kvöddu margir sér hljóðs og tjáðu sig um málsmeðferðina. Sú umræða var yf- irgripsmikil, en sá þáttur hennar sem tengdist lýðræðinu vék oft fyrir öðrum efnisminni atriðum sem snerust um allt aðra umgjörð og jafnvel um einstaka stjórn- málamenn. Lýðræðið spyr ekki um at- kvæðamagnið, heldur um niðurstöð- una. Nú efast enginn lengur um gildi íbúakosninga. Nú sjá allir að það var brotið blað í sögu sveitarstjórnarmála hér á landi árið 2002 þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar, undir forystu Samfylkingar, steig þau skref að formfesta íbúakosn- ingar með jafn afger- andi hætti í sam- þykktir sveitarfélagsins. Nú, fimm árum síðar, munu fleiri sveit- arfélög fylgja eftir fordæmi Hafn- arfjarðarbæjar. Nú vilja margir Lilju kveðið hafa, enda er það já- kvætt að heyra fleiri og fleiri raddir í þessa veru. Sveitarstjórnarmenn, látið verkin tala í þessa veru. Það er trú mín að við getum einn- ig tekið upp markvissar umræður á kjörtímabilinu á Alþingi um þessi mál. Við eigum ekki að hræðast um- ræðuna, við eigum ekki að hræðast samráð, við eigum ekki að hræðast íbúakosningar eða þjóðaratkvæða- greiðslur. Við skulum ekki láta bíða eftir okkur í þessum efnum. Stjórn- málin eiga hverju sinni að taka mið af þeim breytingum sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Höldum áfram að þróa lýðræðisleg vinnubrögð. Ég hef áður þakkað fjölmiðlum landsins fyrir þann áhuga sem þeir sýndu íbúakosningunum í Hafn- arfirði og í raun þann mikla stuðn- ing sem fjölmiðlaflóran veitti þessu tímamótaskrefi sem stigið var. Það var góð efnisleg umræða af þeirra hálfu. Við lifum á breytingatímum. Stjórnmálamenn á hverjum tíma verða að vera víðsýnir og í tengslum við þá þróun sem á sér stað. Það skiptir okkur miklu, þá stjórn- málamenn, sem tala fyrir lýðræð- ismálum, að eiga okkur bandamenn í umræðunni. Þá bandamenn má finna í forseta Íslands og for- ystufólki fjölmiðla landsins. Göng- um óhrædd til leiks með lýðræðið að vopni. Sannur lýðræðistónn Gunnar Svavarsson skrifar um lýðræðið » Það skiptir okkurmiklu í lýðræð- isumræðunni að eiga okkur bandamenn. Þá bandamenn má finna í forseta Íslands og for- ystufólki fjölmiðla landsins. Gunnar Svavarsson Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. HVERNIG lífi viljum við lifa? Hvaða framtíð sjáum við fyrir börnin okkar? Hvernig getum við undirbúið börn okkar fyrir lífið? Þessar og margar aðrar spurningar koma frá mörgum foreldrum. Er ekki að undra því uppeldi barns er sennilega það erfiðasta og mik- ilvægasta sem nokk- ur einstaklingur get- ur tekið sér fyrir hendur í sínu lífi. Til eru nokkur námskeið um uppeldi barna og þeirra á meðal er námskeiðið SOS-hjálp fyrir for- eldra, sem ég þýddi og staðfærði og hélt í tvö ár áður en Fé- lagsvísindastofnun keypti það af fyr- irtæki mínu árið 2001. Síðan þá hefur dr. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir þjálf- að leiðbeinendur SOS-námskeiðanna. Það námskeið fjallar um uppeldistækni og hvernig beita má at- ferlismótun. Hins vegar hefur ekki verið mikið framboð á námskeiðum um gildin í fjölskyldunni. Það er, hvernig lífi viljum við lifa, hvað skiptir okkur máli og hvernig komum við því inn í daglegt líf? Með því að kenna barninu og unglingnum ákveðna ramma og viðmið þá er foreldrið í raun með barninu, þó að það sé fjarri. Börnum þykir gott að hafa skýrar og einfaldar reglur, það veitir þeim öryggi og jafnvægi og þau eru líklegri til að vera fær um að meta hlutina betur. Þó miðað við sinn aldur, við megum ekki gleyma að börn hugsa á sinn hátt, en ekki eins og fullorðnir. Börn hafa stöðugt áreiti í kringum sig í gegnum fjölmiðla, tölvur, skóla, félaga og umhverfi. Þetta er sam- keppnin sem foreldrar búa við og erfitt er fyrir þá, á takmörkuðum tíma, að takast á við hana. En það er hægt að takast á við þetta, foreldrar þurfa ekki að vera áhrifalausir og horfa á umhverfið móta börn sín í einstaklinga sem fjarlægjast smám saman. Foreldr- arnir geta tekið í taumana og stýrt málum innan fjölskyldunnar. Þeir geta einnig tekið saman við foreldra félaga barna sinna, þann- ig að reglur verði samræmdar. Þá er líka hægt að kenna börnum samkennd, að hugsa meira um hvort annað og að þora að segja frá, þegar einhver í hópnum lendir í vandræðum. Með því að læra að láta sig varða, eykst samkenndin og stuðningur innan hópsins og þá er síður hætta á að barn eða ung- lingur verði útundan eða lendi í ógöngum. Samkennd er líka hægt að kenna með því að barn læri að leggja hluta af peningum fyrir laugardagsnammi í sjóð, sem allir í fjölskyldunni leggja sömu upp- hæð í. Þessa peninga má t.d. nota til að styrkja hjálparstarf þar sem hægt er að fylgja ákveðnum ein- staklingi eftir og börnin fylgjast með honum og hvernig honum ferst í sínu landi með þeirra hjálp. Með þessu verð- ur meiri nálægð við þá sem verið er að hjálpa og skilningur eykst með bréfum og mynd- um. Foreldrar geta líka látið börnin fá ákveðin hlutverk á heimilinu, sem hver fyrir sig sinnir, og verkefni sem hafa ákveðnar tímasetningar. Með því er hægt að minnka álagið á foreldrana og um leið fá börnin að- hald, sem stýrir tíma þeirra. Að vissu leyti er þetta líkt og stjórn- un fyrirtækis, hlut- irnir ganga fyrir sig þó að stjórnandinn sé ekki við. Síðan fer það eftir stjórnandanum hversu vel fyrirtækið er vel rekið. Það sama á við fjölskylduna, það þýðir ekki að setja reglur og svo fella þær við fyrstu mótmæli. Börnin þurfa líka að fá sinn tíma og læra að virða einveru ann- arra. Með því að hafa verkefni heima og skólaverkefni sem þarf að klára, þá minnkar tími sem erf- itt er að hafa ofan af fyrir sér og sótt er í tölvu og vídeó. Í tölvu- leikjum er mikið lagt upp úr ein- staklingshyggju og því sem er karlmennskulegt og töff. Í þessum leikjum eru viðhorf sem börn hafa ekki þroska til að skilja og ráða við, þau halda að það sé í lagi að hafa það eftir. Fjölskyldustundir geta verið m.a. að skapa sinn eigin tölvuleik, þar sem allir leggja sitt af mörkum til að búa hann til og jafnvel tengja hann skólaverk- efnum eða leikjum í öðrum fjöl- skyldum. Foreldrar upplifa stöðugan tímaskort og telja sig þess vegna ekki hafa mikla möguleika til að takast á við utanaðkomandi áreiti. En málið snýst ekki um tíma, heldur hugsun og skipulag. Að hafa sýn fyrir framtíðina, mark- mið til að stefna að og undirmark- mið sem varða leiðina. Sterk gildi í fjölskyldunni geta hjálpað í þeirri vinnu. Við höfum val – fjölskyldan og börnin Ágústína Ingvarsdóttir skrifar um mikilvæg fjölskyldugildi Ágústína Ingvarsdóttir » Foreldrarhafa val, þeir þurfa ekki að vera áhrifa- lausir og horfa á umhverfið móta börnin. Þeir geta tekið í taumana og stýrt málum í fjölskyldunni. Höfundur er sálfræðingur og stjórn- andi lifenavigation.com. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg EFTIR kvöldfréttir útvarps mið- vikudaginn 30. maí var viðtal við mann sem ég tók ekki eftir hvað heitir, en fékk ekki betur skilið en að væri einhvers konar sérfræðingur í at- vinnustarfsemi einka- aðila og frjálsu mark- aðshagkerfi. Sagði hann, hafi ég rétt tekið eftir, að ótvíræður hagur hefði orðið af fiskveiðistjórnkerfinu fyrir þjóðarheildina, og að vandræði Flat- eyringa nú væru ekki annað en óhjá- kvæmileg stað- og tímabundin aðlögun að því kerfi, sem væri nauðsynlegt til að útgerðarmenn gætu hagað rekstri sínum skyn- samlega. Mér heyrðist hann líka segja að við stjórnvöld væri ekki að sakast. Maður, sem keypt hefði kvótaeign, hefði einfaldlega selt hana aftur, eins og kerfið gerir ráð fyrir. Nokkrir hnökrar voru á málflutn- ingi mannsins, sem ekki er óeðlilegt að benda á. Til dæmis falla afla- heimildir ekki undir eignarrétt eins og hann er skilgreindur í stjórn- arskránni (og fyrirgefðu að ég skuli nefna það plagg). Kerfið gerir vissulega ráð fyrir að aflaheimildir séu keyptar og seldar, en þegar þær eru keyptar láta menn af hendi eign, til dæmis peninga, og fá í stað- inn óskilgreint og óskilgreinanlegt fyrirbæri hvað eignarrétt snertir, búið til úr lausu lofti eins og fisk- veiðistjórnkerfið sjálft. Og forsend- urnar, sem sérfræðingurinn byggði á, eru að það hafi ekki aðeins verið löglegt – um það voru jú Hæstirétt- ur, Davíð og Halldór innilega sam- mála – að gefa þeim sem stunduðu útgerð á ákveðnum tíma einka- rétt til að nýta fiski- miðin við Ísland og til að selja öðrum aðgang að þeim, heldur hafi það líka verið skyn- samlegt. Þar sló sá fróði maður feil, því að sú aðgerð útilokaði fjölda manns frá út- gerð, sem þó kann að hafa bæði vilja, kunn- áttu og hæfileika til að stunda þá atvinnu, sem rótgróin er í íslenskri menn- ingu, en öðrum voru gefin forrétt- indi til. Þó að sérfræðingnum kunni að yfirsjást það, þá get ég, ósér- fróður, upplýst að slík tilhögun fel- ur alltaf í sér stórfellda sóun á vinnuvilja manna og löngun til að standa sig, en það er einmitt vinnu- vilji manna og löngun til að standa sig sem kemur þjóðfélögunum í heild til góða. Þetta vita eiginlega allir, að ég held, þó að fáeinum henti að leiða það hjá sér. Gefin for- réttindi í atvinnustarfsemi kunna að koma gjafþegunum ágætlega, en samfélögunum í heild valda þau al- varlegum skaða. Í annan stað er rétt að nefna að hefði veiðiheim- ildum í upphafi verið úthlutað til allra sem uppfylltu almenn skilyrði önnur en að vera gjafþegar eða að bera fé á gjafþega, þá er afar senni- legt að breiðari fylkingar hefðu myndast um útgerðir, svo sem á vegum íbúa einstakra byggðarlaga. Fólk almennt hefði séð glóru í kerf- inu, ef það hefði sjálft átt sömu möguleika og aðrir til að hagnast á dugnaði sínum og útsjónarsemi, og fiskveiðistjórn hefði þá á endanum verið hagað með tilliti til fleiri at- riða en persónulegra peningahags- muna gjafþeganna einna saman. Kerfi í sátt við aðra en þá og þjóna þeirra hefði veitt staðbundnum samfélögum kost á að skapa sér aðra stöðu hvað útgerð snertir en þau hafa nú. Það er nefnilega vitlaust gefið. Þar er við stjórnvöld að sakast, því að það voru þau sem gáfu, og það meira að segja nokkuð sem þau áttu ekkert í. Það þarf meira en sér- fræðinga í frjálsum markaði, sem ekki átta sig á frumatriðum frjáls markaðar, til að gera vitleysu að viti. Umfjöllun sem leiðir hjá sér grundvallarforsendur getur hvorki gert hróf að höll, né sand að bjargi. Fiskveiðistjórnkerfis- athugasemd Lúðvík Emil Kaaber skrifar um fiskveiðistjórn » Sú fullyrðing að fisk-veiðistjórnkerfið hafi verið þjóðinni til gagns leiðir hjá sér grundvallarforsendur, sem fráleitt er að sleppa. Lúðvík Emil Kaaber Höfundur er lögfræðingur Móttökukerfi aðsendra greina MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.