Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 35 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Handavinna kl. 9-12, smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gull- smára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin. Lomber kl. 13. Ka- nasta kl. 13.15. Gjábakki er opinn 9-17 virka daga, hægt að kíkja í blöðin, taka í spil, spjalla, fá sér hádegismat eða kaffibolla. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Mánudagur 4. júní: kl. 9.05 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádeg- isverður, kl. 13 handavinna, kl. 20.30 félagsvist FEBK. Kaffi á könnunni og meðlæti alla virka daga. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Æfing í Kirkjuhvoli kl. 9 fyrir landsmót kvenna. Opið í Garðabergi kl. 12.30-15. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasal- ur opinn. Miðvikud. 13. júní Kvenna- hlaup ÍSÍ o.fl. Skráning á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9-16.30 opin vinnustofa. Kl. 10-11 bænastund. Kl. 12-12.30 há- degismatur. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Sóley Erla. Böðun fyrir hádegi. Hádeg- isverður kl. 11.30. Blöðin liggja frammi. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Iðju- stofa, málun, leirmótun, postulíns- málun o.fl. kl. 9-12, bankaþjónusta kl. 10-12, handverks- og bókastofa kl. 13. Söngvadísir ásamt Hjördísi Geirs kl. 14. Kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Handverkssýning verð- ur haldin 3. og 4. júní kl. 14-17. Margt fallegra muna. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar frá kl. 9, handavinnustofa opin allan daginn, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 félagsráðgjafi (annan hvern mánudag til 18. júní). Kl. 13 leikfimi (Bergþór). Kl. 14 boccia (Bergþór). Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska. Díana Ósk Óskarsdóttir, vímuefnaráð- gjafi, verður til viðtals í dag. Fundur með foreldrum barna og unglinga sem eiga í vímuefnavanda, kl. 20. Áskirkja | Morgunsöngur kl. 9.30 á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju. Göngum til góðs kl. 10.15 inn í Laug- ardalinn. Allir velkomnir. dagbók Í dag er mánudagur 4. júní, 155. dagur ársins 2007 Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7.) Uppskeruhátíð meistaranemaí náms- og starfsráðgjöf viðHÍ verður haldin 5. júnínæstkomandi í samvinnu við Félag náms- og starfsráðgjafa. Þar kynna nemendur meistararannsóknir sínar. „Viðfangsefni rannsóknanna eru mjög fjölbreytt en eiga það sameig- inlegt að endurspegla að á leið nem- enda í gegnum menntakerfið getur ým- islegt komið upp á og margar hindranir sem getur þurft að aðstoða nemendur við að yfirstíga,“ segir Sif Einarsdóttir, dósent í náms- og starfsráðgjöf við Há- skólann. Fyrirlestrunum á uppskeruhátíðinni er skipt í fjögur þemu. „Fyrst er sjón- um beint að framhaldsskólanum. Staða hreyfihamlaðra nemenda í framhalds- skólum er viðfangsefni einnar rann- sóknarinnar. Önnur rannsakaði brott- hvarf úr framhaldsskóla sem er óvenjumikið á Íslandi en í ljós kom að nemendur sem vilja snúa aftur til náms mæta efnahagslegum, félagslegum og sálrænum hindrunum. Einnig verður sagt frá rannsókn á stuðningshlutverki foreldra framhaldsskólanema, sem sýnir að nemendur vilja mikinn stuðn- ing,“ segir Sif. „Í öðrum hluta eru kynntar rannsóknir á náms- og starfs- vali. Hér á landi hefur verið áberandi fjölgun nemenda í bóknámi á kostnað iðnnáms og skoðar ein rannsóknin hvað einkennir þá nemendur sem kjósa verknám. Önnur skoðar tengsl búsetu og virðingar fyrir ólíkum tegundum starfa. Þriðja verkefnið metur gildi greiningartækis til að ákvarða hvernig þjónusta nýtist háskólanemum best sem leita til námsráðgjafa.“ Eftir kaffihlé verða kynnt rannsókn- arverkefni sem fjalla um erfiðleika í námi: „Einkenni og afleiðingar próf- kvíða eru viðfangsefni einnar rann- sóknarinnar. Stuðningur og hindranir í stofnanaumhverfi skólakerfisins við eineltisáætlun Olweusar eru umfjöll- unarefni annarrar rannsóknar. Einnig verður kynnt rannsókn sem skoðar tölvunotkun og netfíkn hjá 12 til 16 ára nemendum sem bendir til að allt að 13% nemenda eigi við alvarlegan vanda að stríða vegna netnotkunar,“ segir Sif. „Trú á eigin færni og nýting styrkleika nemenda er viðfangsefni síðustu lot- unnar. Þar verður sagt frá rannsókn á trú nemenda í 10. bekk á eigin getu í námi og til starfa, og rannsókn á áreið- anleika og réttmæti kvarða sem metur trú á eigin færni.“ Uppskeruhátíð þriðjudagsins verður haldin í Námunni, húsnæði Endur- menntunar HÍ, frá kl. 12 til 16.30. Menntun | Kynning á meistaraverkefnum í náms- og starfsráðgjöf 5. júní Stuðningur greiðir leiðina  Sif Einarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1966. Hún lauk BA-námi í sálfræði frá HÍ 1991 og doktorsgráðu í ráðgefandi sál- fræði frá Univers- ity of Illinois Champaign- Urbana 2001. Sif starfaði sem lektor og síðar dósent við KHÍ 1999 til 2005 og hóf störf sem dósent í náms- og starfsráðgjöf við HÍ haustið 2005. Sambýlismaður hennar er Jón Páll Haraldsson og á Sif þrjú börn. Útivist og íþróttir Grasagarður Reykjavíkur | Í ár eru liðin 300 ár frá fæðingu sænska grasafræðingsins, dýrafræðingsins og læknisins Carls von Linné. Grasagarðurinn í Reykjavík ætlar að fagna því með afmælistertu og kvöldgöngu í garðinum sem Anna María Pálsdóttir, garðyrkjukandídat mun leiða. BRESKI knapinn Michael Whitaker á baki hesti sínum sem ber hið skemmtilega nafn Suncal Portofino 63 á veðreiðum í St. Gallen í Sviss í gær. Ekki fylgir sögunni hvernig knapa og hesti gekk í keppninni. Ég berst á fáki fráum … Reuters Breytingar á skráningu inn í Stað og stund SÚ breyting hefur ver- ið gerð á skráningu í Stað og stund að nú birtist skráningin á Netinu um leið og skrásetjari staðfestir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann mögu- leika að nota leiðrétt- ingaforritið Púkann til að lesa yfir textann og gera nauðsynlegar breytingar. Einnig hef- ur verið gerð sú breyt- ing að hægt er að skrá atburði í liði fé- lagsstarfs og kirkju- starfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgun- blaðinu er yfirlesinn. FRÉTTIR FORMAÐUR Félags náms- og starfsráðgjafa, Ágústa Elín Ing- þórsdóttir, og formaður Heimilis og skóla – landssamtaka for- eldra, María Kristín Gylfadóttir, skrifuðu á dögunum undir vilja- yfirlýsingu um samstarf. Félag náms- og starfsráðgjafa og Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa það sameiginlega markmið að standa vörð um hagsmuni nemenda innan skóla- samfélagsins. Með viljayfirlýsingu þessari senda báðir aðilar þau skilaboð til samfélagsins að þeir láti sig varða hagsmuni barna í landinu og hyggist styðja sameiginlega við málefni sem stuðla að bættum hag nemenda í íslenskum skólum. Markmiðum þessum verður náð með því að báðir aðilar standi vörð um hagsmuni nemenda og komi fram með sameiginleg skilaboð þegar það á við. Einnig ætla þau að stuðla að því að skólasamfélagið öðlist betri þekkingu á störfum náms- og starfsráðgjafa, vinna að því að nemendur og foreldrar öðlist betri þekkingu á náms- og starfsvali og stuðla að því að starfsfólk skóla öðlist betri þekkingu á mikilvægi öflugs foreldrasamstarfs. Ætla að standa vörð um hagsmuni nemenda HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti eftirfarandi ályktun um reykingabannið á skemmti- stöðum sem tók gildi 1. júní: „Með lögbundnu reykinga- banni taka stjórnvöld fram fyrir hendur eiganda og rekstrar- aðila skemmtistaða, kaffi- og veitingahúsa. Með slíku inn- gripi í rekstur þeirra grafa stjórnvöld undan eignarréttin- um. Hingað til hefur rekstrar- aðilum verið í sjálfsvald sett að ákvarða hvort reykingar séu heimilaðar á eign þeirra. Ákvarðanataka um hvort reykt sé eða ekki, á skemmtistað eða veitingahúsi, á að vera í höndum eigenda, en ekki að stjórnast af forræðishyggju stjórnvalda. Í dag eru starfrækt reyklaus kaffihús fyrir þá sem það frekar kjósa og þar sem valið er til staðar á markaðinum er eðlileg- ast að neytendur standi frammi fyrir valinu og þar af leiðandi þarf ekki afskipti löggjafans. Þótt tiltekinn fjöldi þing- manna sé þeirrar skoðunar að reykingar séu óæskilegar og að banna eigi slíka háttsemi er rekstur skemmtistaða og fjár- hagsleg áhætta af slíkum rekstri ekki á hendi hins opin- bera. Markmiðum um minni reykingar á ekki að ná með boð- um, bönnum eða afskiptasemi af þessum toga, heldur fræðslu, og öflugri forvarnarstarfsemi.“ Bannið grefur undan eignarréttinum AÐALFUNDUR Náttúruverndarsamtaka Íslands skorar á sjáv- arútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í undir 20% af veiðistofninum árlega. Því miður hefur sjávarútvegsráðherra hafnað þeirri ráðgjöf vísindamanna, segir í ályktuninni. Aflaregla verði lækkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.