Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 48
MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Boðar víðtækt samráð  Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra leggur áherslu á að víðtækt samráð þurfi að fara fram um hvernig bregðast eigi við veiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Leggur stofnunin til að gengið verði mun lengra í skerðingu aflamarks en núverandi aflaregla mælir fyrir um. „Ég tel að nú sé skynsamlegast fyrir okkur sem komum að þessu máli að hugsa okkar gang og fara yfir þessi mál mjög ítarlega með sjómönnum, útvegsmönnum, vísindamönnum og ekki síst stjórnmálamönnum úr öll- um flokkum,“ sagði Einar í gær. » Forsíða Nýr formaður kjörinn  Helgi Hjálmsson var í gær ein- róma kjörinn formaður Lands- sambands eldri borgara á landsfundi sambandsins sem haldinn var á Ak- ureyri. Hann var varaformaður í frá- farandi stjórn. Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi landlæknir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. » 4 Krefjast lögbanns  Lögmaður 365 ehf. hefur krafist þess að Egill Helgason efni ráðning- arsamning sinn við fyrirtækið. Egill hafnar því hins vegar að samningur hafi komist á milli sín og fyrirtæk- isins. Egill hefur það sem af er þessu ári verið samningsbundinn 365 og rann samningurinn út 31. maí síðast- liðinn. » 2 Bardagar breiðast út  Bardagar brutust út á milli líb- anska stjórnarhersins og íslamista í Ain al-Hilweh-flóttamannabúðum Palestínumanna í suðurhluta Líb- anons í gær. Líbanski stjórnarher- inn hefur um hríð barist við liðs- menn samtaka ofstækisfullra íslamista, Fatah al-Islam, í Nahr al- Bared-búðunum í norðurhluta landsins og mikið mannfall hefur verið í átökunum. »16 SKOÐANIR» Staksteinar: Róstur í Rostock Forystugreinar: Reiðarslag Ljósvakinn: Hefnd örlaganna UMRÆÐAN» Hreint haf – ómenguð auðlind Með hættuna í eftirdragi Sannur lýðræðistónn Bara peningar fyrir Viðskiptaráðið? Heitast 22 °C | Kaldast 8 °C  SA 13-18 m/s um vestanvert land, rign- ing e. hádegi. Annars hægara, víða S eða SV 5-13 m/s. »10 Hjálmari S. Brynj- ólfssyni þótti AIM- hátíðin mjög vel heppnuð þrátt fyrir nokkra smávægilega vankanta. » 41 TÓNLIST» Alþjóðleg nálgun TÓNLIST» Platan Vorvísur er fram- hald af Vorvindum. » 45 Sæbjörn Valdimars- son segir að Delta Farce sé alveg sér- staklega ómerkileg, ósmekkleg og léleg kvikmynd. » 45 KVIKMYNDIR» Ólýsanlega vond mynd FÓLK» Er Josh Hartnett kom- inn með nýja? » 45 TÍSKA» Tískusýningin Made in Iceland var flott. » 44 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Hjón fundust meðvitundarlaus 2. Níu hæða blokk til sölu 3. 2.000 nektarfyrirsætur 4. Lohan segir dóttur sína háða … ♦♦♦ ALLT stefnir í að lundavarp í Eyj- um bregðist í ár þar sem lítið hefur sést af sandsíli. Sandsíli er megin- uppistaða í fæðu t.d. lunda, kríu og sílamávs, en stofninn er nú í mikilli lægð. Lík- legustu skýr- inguna á því er að finna í um- hverfisbreyt- ingum sem rekja má til hlýnunar loftslags. Reyn- ist það rétt, seg- ir Erpur Snær Hansen, doktor í vistfræði, blasir við algert hrun til frambúðar. Í stað sandsílis finnast ýmsar tegundir smáfiska en fæstir eru nógu næringarríkir fyrir lund- ann. Að öllum líkindum verður enginn ungfugl til að veiða eftir tvö ár. Kríuvarpið líklegast lélegt Skortur á sandsílum hefur ekki einungis áhrif á stofn lundans. Fyrir tveimur árum drápust marg- ir kríuungar úr sulti og í fyrrasum- ar verpti krían lítið og seint. Talið er að varpið í ár verði jafnslæmt og í fyrra. Í sumar ætlar Hafrann- sóknastofnun að kanna sandsíla- stofninn og athuga hvort ástandið er jafnalvarlegt og menn halda. | 6 Bannað að veiða lunda? Örlög lundans velta á sandsílum. 9. E í Digranesskóla bar sigur úr býtum í öðrum lið af tveimur í norrænni stærðfræðikeppni sem haldin var í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku. „Við erum með góðan kennara,“ sagði Fríður Halldórs- dóttir þegar hún var spurð út í árangurinn, en hún var í sig- urliðinu. Kenn- ari bekkjarins er Þórður St. Guð- mundsson. Ann- ars vegar var keppt í hefð- bundnum stærðfræðiþrautum og hins vegar í sérstöku verkefni, sem að þessu sinni fjallaði um stærðfræðibyggingar. Verkefni 9. E bar sigur úr býtum, en bekk- urinn hannaði tvö íþróttahús og bar saman rúmmál þeirra, flat- armál og fleira. Þá komust þau að því að fella þarf 100 80 ára gömul og 23 metra há eikartré til að búa til parket á gólf í íþróttahúsi sem er 42 sinnum 42 metrar að stærð. | 47 100 eikartré fóru í parketið Fríður Halldórsdóttir EDINBORGARHÚSIÐ á Ísafirði var opnað í gær eftir talsverðar endurbætur. Um er að ræða alhliða menn- ingarhús þar sem verða leiksýningar og tónleikar auk þess sem þar má finna listaskóla, veitingahús og ým- islegt er tengist ferðamennsku. „Þetta er mikil lyfti- stöng í menningarlífi norðanverðra Vestfjarða,“ segir Jón Sigurpálsson, formaður stjórnar Edinborgarhúss- ins, og bætir við að með húsinu skapist nýr vinkill í þá aðstöðu sem er undir menningarstarfsemi. Talið er að 1.200-1.500 manns hafi mætt á opnunina og meðal skemmtiatriða var tónlistarmaðurinn Mugison. Einnig var dansað og spilað á flygil sem var vígður við þetta tilefni, en hann var gjöf frá Verkalýðsfélagi Vestfirð- inga. Á myndinni sjást Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti félagsins, og Margrét Gunnarsdóttir, frá Lista- skóla Rögnvaldar Ólafssonar, við flygilinn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mikil lyftistöng í menningarlífinu Gaf nýju menningarhúsi á Ísafirði flygil Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ELDRI karlmaður liggur mikið veikur á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi en hann og kona hans fundust meðvitundarlaus í tjald- vagni í Djúpadal í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu um há- degi í gær. Konu hans vegnar betur. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að því hvort gas hafi lekið frá viðlegubúnaði í vagninum eða hann brugðist með öðrum hætti en ekki fengust upplýsingar um það í gær hvers konar búnað væri um að ræða. Ekki er vitað til þess að gas- skynjari hafi verið í vagninum. Hjúkrunarfræðingur fyrstur Að sögn lögreglunnar á Vestfjörð- um voru það vinir fólksins sem komu að því meðvitundarlausu í vagninum en fólkið hafði dvalið saman í dalnum um helgina. Vagninum hafði verið lagt austan við sundlaug sem er fremst í dalnum, skammt frá þjóð- veginum. Tilkynning um slysið barst lög- reglunni klukkan 11.34 og voru sjúkra- og lögreglubílar þegar send- ir frá Patreksfirði og Búðardal og þyrla Landhelgisgæslunnar var köll- uð út um 10 mínútum síðar. Bílarnir frá Búðardal voru komnir á staðinn um 40 mínútum eftir út- kallið en áður hafði hjúkrunarfræð- ingur sem búsettur er í nágrenninu hlúð að fólkinu. Þyrla Landhelgis- gæslunnar lenti síðan á slysstað klukkan 12.50. Að sögn læknis á slysa- og bráða- deild spítalans er fólkið þungt haldið og liggur enn meðvitundarlaust á spítalanum. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum fer með rannsókn máls- ins. Rannsaka viðlegubúnaðinn  Eldri hjón fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni í Djúpa- dal í Reykhólahreppi  Flutt með þyrlu til Reykjavíkur                               Í HNOTSKURN » Tilkynning um slysiðbarst lögreglu klukkan 11.34 og voru sjúkra- og lög- reglubílar sendir frá Búðardal og Patreksfirði. » Þyrla Landhelgisgæsl-unnar var kölluð út um 10 mínútum síðar. » Bílarnir frá Búðardalvoru komnir á staðinn klukkan 12.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.