Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 2
Nokkrum dögum síðar hafi komist á munnlegur samningur sem Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti með tölvupósti til Egils sem hann síðan staðfesti. Dráttur hafi síðan orðið á að skrifað yrði undir skriflega útgáfu af samningnum. Hafi Egill síðan staðfest þennan skilning fyrirtækisins í símtali við forstjóra þess hinn 22. maí. Egill Helgason segir í tilkynningu til fjölmiðla að samningur sinn við 365 ehf. hafi runnið út 31. maí og ekki verið endurnýjaður. Ekki hafi verið tilkynnt að hann hæfi störf hjá RÚV fyrr en eftir að samningurinn við 365 rann út. „Ég skil ekki þetta vesen og nenni eiginlega ekki að taka þátt í því. Almennt fer líka best á því að menn vinni þar sem þá langar,“ segir í tilkynningu Egils. 365 telur hins vegar að samningur hafi verið kominn á og Egill hafi rofið trúnaðarskyldu við vinnuveitanda. Í HNOTSKURN »365 telur að hinn19. apríl hafi kom- ist á samningur milli fyrirtækisins og Egils Helgasonar. »Egill sé því samn-ingsbundinn 365 í tvö ár og hafi brotið samninginn. LÖGMAÐUR 365 ehf. hefur krafist þess að Egill Helgason efni ráðningarsamning sinn við fyrir- tækið. Egill hafnar því hins vegar að samningur hafi komist á milli sín og fyrirtækisins. Egill hefur það sem af er þessu ári verið samn- ingsbundinn 365 og rann samningurinn út 31. maí síðastliðinn, þ.e.a.s. á fimmtudaginn var. Tilkynnt var á föstudaginn, 1. júní, að Egill hæfi störf hjá RÚV. Hefur 365 ehf. nú krafist þess að Egill efni tveggja ára ráðningarsamning sem fyrirtækið heldur fram að hafi komist á milli Egils og 365 í apríl og hafi átt að taka gildi í framhaldi af hinum fyrri. Verði Egill ekki við því fyrir lok föstudagsins 8. júní muni fyrirtækið krefjast lögbanns á fyr- irhuguð störf Egils hjá RÚV. Einnig sé áskilinn réttur til skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar og ráðningar hjá RÚV. Í bréfi lögmanns 365 til Egils, sem fyrirtækið lét fjölmiðlum í té, kemur fram að viðræður milli Eg- ils og 365 hafi hafist í lok mars og að 19. apríl hafi aðilar náð saman um öll meginatriði nýs samnings. Deila um hvort Egill hafi verið búinn að semja við 365 Hóta lögbanni og skaðabótakröfu ef Egill Helgason efnir ekki samninginn Egill Helgason 2 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ORRI Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxa- stofna (NASF), hefur skrifað undir sjö ára samning um gagnkvæman kauprétt Íslendinga og Grænlendinga á laxveiðikvótum í sjó í Norðvestur-Atlantshafi. Viðræður stóðu yfir hér á landi mestalla síðustu viku, en að við- ræðunum komu NASF, Atlantic Salmon Federation (ASF) og samtök grænlenskra fiskimanna. Orri segir samninginn tryggja það að enginn lax verði veiddur í sjó á svæðinu næstu sjö árin en tilgangur NASF með samningnum er að kaupa upp veiðiheimildir og koma þannig í veg fyrir að þær verði nýttar. Verður kaupverðinu varið til þróunarverkefna sem tengjast sjávarútvegi á Grænlandi. Samsvarandi samningur rann út á síðasta ári og hef- ur verið unnið að gerð nýs samnings síðan þá. Kaup veiðiheimildanna eru kostuð af NASF sem sækir fé til styrktaraðila á borð við eigendur laxveiðiáa og um- hverfisverndarsamtök. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Engar laxveiðar við Grænland í sjö ár Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÉG HELD að það sé mikilvægt að menn haldi ró sinni,“ segir Árni Johnsen, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, um þá stöðu sem komin er upp í Vestmannaeyjum í kjölfar yfirtökutilboðs í Vinnslustöðina. „Í fréttum að undanförnu hafa ákveðnir hlutir verið blásnir upp þar sem getgátur hafa ráðið meiru en rökin á bakvið.“ Árni segir kvótakerfið hafa bæði kosti og galla og nauðsynlegt sé að endurskoða það sí- fellt með tilliti til stöðugleika í kerfinu. Hann telur jafnframt að það þurfi sífellt að huga að stöðu atvinnu á allri landsbyggðinni og það sé engin spurning að það halli á landsbyggðina í þeim efnum því mesta þéttbýlið hrópi á ákveð- inn forgang. Það sé nokkuð sem skoða þurfi vel. Aðspurður hvort stjórnvöld þurfi að koma að málinu eða hvort það snerti aðeins heima- menn segir Árni ekkert hafa gerst til að raska stöðu heimamanna. „Aðilar sem eru saman í fyrirtæki eru að kanna möguleika á breyt- ingum þar. Eftir því sem ég best veit eru allir með það sama sjónarmið að tryggja rekstur fyrirtækis í öflugustu verstöð Íslands í hundr- að ár. Það er hvergi eins góð aðstaða til að reka slíkt fyrirtæki.“ Árni segir að ekki megi gleyma því að fjárfestingin og reynslan sem sé fyrir hendi í þessum fyrirtækjum í Vest- mannaeyjum sé afar mikils virði. Sökum stað- setningar ættu Eyjar að hafa meira svigrúm en aðrar verstöðvar til að borga hærri laun. Þarf að skoða þetta vandlega Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður Sam- fylkingar, telur það sem hafi verið að gerast á Flateyri og í Vestmannaeyjum að undanförnu sýna að þegar lífsbjörgin er á markaði sé aldr- ei hægt að segja til um hvar hún endar. Sú leið sem stjórnvöld völdu að fara fyrir mörgum ár- um hafi alltaf falið í sér þessa hættu. „Það er hins vegar óviðunandi að heilu byggðarlögin séu svipt lífsbjörginni í einhverju kapphlaupi svo ég tel að menn hljóti að þurfa að skoða vandlega hvaða möguleikar eru í þessari stöðu og ég tala ekki um ef staðreyndin er sú að stjórnun fiskveiða tryggir hvorki atvinnu né verndun fiskistofnanna.“ Aðspurður hvort stjórnvöld eigi að koma að málunum bendir Lúðvík á að hingað til hafi ekkert gerst í Eyj- um, einungis liggi fyrir tilboð um kaup. „Enn sem komið er hefur ekkert tjón orðið þannig að menn þurfa ekki að koma að þessu strax. Þetta er bara spurning hvort þurfi að endur- skoða stjórn fiskveiða. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að skoða þessa þætti og ég held að það þurfi að hraða þeirri skoðun.“ Að mati Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, er mjög mikilvægt að fara yfir það sem er að gerast í byggðunum. „Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall að taka megnið af atvinnunni og skilja byggðina eftir í auðn. Ég held út frá þessum sjónarmiðum, hvað varðar Vestmannaeyjar, Flateyri og Bol- ungarvík og auðvitað fleiri staði, þá sé þetta auðvitað mikið byggðarlegt vandamál á Íslandi og ekki sanngjarnt.“ Guðni segir jafnframt að stjórnvöld varði auðvitað um þessa stöðu. „Stjórnvöld eru aldrei stikkfrí þegar stórir hlutir gerast þannig að þau verða að vaka yfir því.“ Guðni segir það ekki vera einkamál Vest- mannaeyinga fari allt á versta veg. „Þetta er alveg eins mál stjórnvalda að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að efla þessa byggð og hún geti haldist uppi. Sennilega er þetta svo með Vestmannaeyjar og marga þessa staði að þeir hafa verið í gegnum áratugina gullkistur þjóð- arinnar. Okkur varðar öll um hvað þar gerist og hvernig þar fer.“ Ekki náðist í þingmennina Atla Gíslason og Grétar Mar Jónsson vegna málsins. Þingmenn í Suðurkjördæmi uggandi yfir breytingum í vinnuaðstöðu á landsbyggðinni „Gullkistur þjóðarinnar“ í hættu Guðni Ágústsson Árni Johnsen Lúðvík Bergvinsson UNGA fólkið sem slasaðist í hörðum árekstri austan við Selfoss á fimmtudag er komið til meðvitundar og er við ágæta heilsu, að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Áreksturinn var gríðarharður og gjöreyðilagðist bifreið þeirra við hann. Konunni var um tíma haldið í öndunarvél en ung dóttir þeirra sem var í bílnum slasaðist ekki alvarlega. Við ágæta heilsu ÞEIR hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sem höfðu sam- þykkt kauptilboð Eyjamanna í hluta- bréf sín á genginu 4,6, geta nú breytt þeirri ákvörðun sinni. Send hafa verið út bréf til þeirra þess efnis að þeir séu óbundnir af þeirri ákvörðun og gert hvort sem þeir vilja, haldið sig við ákvörðunina, haldið áfram að eiga bréfin eða selt þau til Stillu, sem hefur boðizt til að kaupa bréfin á genginu 8,5. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri VSV og forsvarsmaður Eyjamanna í þessum málum, segir að þeir hafi ekki talið annað fært en að bjóða fólki upp á þennan kost. Það kynni að vera að því hafi ekki verið ljósir aðrir möguleikar í stöðunni en að selja Eyjamönnum. Tilboð þetta mun standa jafnlengi og tilboð Stillu, fyrirtækis bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Þrátt fyrir þetta telur Sigurgeir öruggt að Eyjamenn haldi yfirráðum yfir fyrirtækinu og það verði áfram rekið með sama hætti í Vestmanna- eyjum. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en að 67% hlutur Vestmannaeyinga í fyrirtækinu verði áfram í eigu þeirra. Baráttan um Vinnslustöðina virðist þó enn munu halda áfram, að minnsta kosti meðan tilboð Stillu er enn í gildi. Hluthafar geta skipt um skoðun Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Ekki annað fært en að bjóða þann kost BIFHJÓLASLYS varð á Akureyri kl. 12 á hádegi í gær. Keyrt var í veg fyrir létt bifhjól á mótum Glerárgötu og Grænugötu. Bílstjórinn sá ekki bifhjólið er hann beygði inn á Glerár- götu segir lögreglan á Akureyri. Konan sem keyrði bifhjólið féll í götuna og fékk slæmt höfuðhögg en hjálmurinn þeyttist af henni. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahús Akureyrar og var með fullri meðvit- und en hún er á sextugsaldri. Keyrt í veg fyrir bifhjól ♦♦♦ LÖGREGLAN á Akranesi fann í gærkvöldi yfir 20 grömm af am- fetamíni á ökumanni sem hún hafði stöðvað á Akrafjallsvegi og þar að auki gaf þvagsýni úr manninum merki um að hann hefði neytt am- fetamíns, kannabiss, metamfetam- íns, ópíums og kókaíns. Blóðsýni var tekið úr honum og fer það til frekari rannsóknar. Þetta var í annað skipti um helgina sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann sem ók undir áhrif- um fíkniefna en sýni úr hinum fyrri gaf til kynna neyslu á amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Tveir dópaðir undir stýri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.