Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 21
fjármál fjölskyldunnar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 21 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 Nú þegar sumarið hellistyfir sprettur fólk framúr kofunum og fer aðdytta að umhverfinu, bæði garðinum og hýbýlunum. Eitt af því sem þarf að huga að er viðhald heimilisins utanhúss. Reglulega þarf að mála hús að utan því allt vill þetta veðrast af íslensku rigningunni og hraglandanum, bæði timburverk í gluggum, þök og málning á veggj- um. Og það skiptir ekki bara máli fagurfræðilega séð að málningu á húsum sé vel viðhaldið, það kemur líka í veg fyrir varanlegar skemmd- ir. Auk þess getur það rýrt verðgildi eignarinnar ef ekki er hugað að þessum málum. En hvað kostar að mála og hvað þarf að hafa í huga? Þorsteinn Viðar Sigurðsson, for- maður Málarameistarafélagsins, segir að þegar um endurmálun sé að ræða þá sé mjög æskilegt að byrja á því að háþrýstiþvo húsið. „Þetta er nauðsynlegra en það var áður hér á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að það er svo mikil mengun í borginni. Af þeim sökum situr sót og annað í veggjunum sem rýrir bindimöguleika á nýju máln- ingunni. Til að ná gamalli lausri málningu af þarf að hafa háþrýsti- dælu þar sem þrýstingurinn á vatn- inu er um tvö hundruð bör, en það er hægt að leigja sér slík tæki í Húsa- smiðjunni, Býkó og fleiri stöðum. Það sem skiptir máli í þessum þvotti er að fara vandlega yfir flötinn og ekki skilja neitt eftir. Það er ekki nóg að bleyta flötinn, heldur þarf að fara reglubundið yfir þannig að hver fersentimetri sé örugglega þveginn. Gott er að miða við að vera með stút- inn á dælunni um 20 sentimetra frá veggnum þegar bununni er beint á flötinn. Í allri undirbúningsvinnu skiptir miklu máli að vanda sig. Það þarf að passa vel að fara ekki með dæluna á tréverk, eins og til dæmis gluggana. Best er að sleppa því að nota dæluna inn á gluggakantana heldur aðeins út á brún. Eftir þvott- inn kemur væntanlega í ljós að málningin hefur flagnað af á ein- hverjum svæðum og þar skín í beran steininn. Eftir að steinninn er orðinn þurr er gott að bletta þessi svæði með terpentínuþynnanlegri akrýl- málningu. Ágætt er að þynna þá málningu með terpentínu um það bil tíu prósent, þá smýgur hún vel inn í steininn og nær að binda hann.“ Ef gera þarf við sprungur er hægt að kaupa sementsviðgerðarefni í Býkó, Húsasmiðjunni og öðrum samsvarandi verslunum og þar er hægt að fá ágætisleiðbeiningar um meðferð þeirra. „Eftir þessa meðferð eru málaðar tvær umferðir af venjulegri útimáln- ingu. Ég mæli með íslenskri úti- málningu af því að hún er gerð fyrir íslenska veðráttu og er mjög veðr- unarþolin. “ Þegar kemur að tréverkinu í gluggakörmunum er gott að byrja á því að skafa burt alla lausa og gamla málningu með karbídsköfu. „Þá þarf að passa að fara ekki með sköfuna út á glerið því hún getur rispað það. Eins má ekki skafa kítti meðfram rúðum í burtu því þá getur allt farið að leka. Síðan er gott að slípa yfir með sandpappír númer 100. Sama gildir um viðinn eins og steininn, það þarf að grunna allan beran við og til þess er ágætt að nota viðarvörn sem er gegnsæ, hún smýgur vel inn í viðinn. Að lokum er svo farið með tvær umferðir með þekjandi olíuviðarvörn, því mín reynsla er sú að hún dugar best.“ Sem fagmaður mælir Þorsteinn Viðar að sjálfsögðu með því að fólk leiti til fagmanna með málning- arvinnu og leggur mikla áherslu á að ekki séu viðhöfð nótulaus viðskipti og að fagmaðurinn sé með réttindi. „Þá ber sá sem framkvæmir verk- ið fulla ábyrgð og einnig tryggir það góð vinnubrögð. Fagmenn koma á staðinn, mæla upp og gera fast til- boð. Ekki er óalgengt að það sé á bilinu 1.400-1.700 krónur á fermetra, eftir því hversu mikið þarf að gera við flötinn. Inn í þessu verði er und- irvinna, allur efniskostnaður, vinna og virðisaukaskattur.“ khk@mbl.is Er kominn tími til að mála húsið? Morgunblaðið/Golli Undirbúningsvinna Það skiptir miklu máli að öll undirbúningsvinna sé vönduð, því þannig endist málningin betur. Reglulega þarf að mála hús að utan því allt vill veðrast af íslensku rign- ingunni og hraglandan- um og málningin skiptir ekki bara máli fagur- fræðilega séð því hún kemur líka í veg fyrir varanlegar skemmdir. En hvað, spyr Kristín Heiða Kristinsdóttir, kostar að mála og hvað þarf að hafa í huga?  Háþrýstiþvottur Til að hreinsa gamla og lausa máln- ingu af veggjum þarf að leigja há- þrýstidælu sem er 240-280 bör. Hjá Býkó kostar fyrsti leigudagur slíkr- ar dælu um 10.000 krónur, en fyrir hvern aukadag er greitt um hálft það verð. Nauðsynlegt er að vera með trekvart tommu vatnslögn til að geta notað þessar dælur.  Málning Hjá Málningu hf. fengust þau svör að yfirleitt væri gert ráð fyrir að einn lítri af útimálningu næði að þekja um það bil sjö til átta fer- metra. Þar af leiðir að tíu lítrar af málningu duga á ca 35 fermetra. Í endurmálningu er venjan að bletta þurfi um 20% af veggjunum og síðan eru málaðar tvær umferðir þar yfir með útimálningu. Efniskostnaður er þá samtals um 500 krónur á fermetra. Ef verið er að mála nýbyggingu þarf fyrst að sílanbaða múrinn með glæru efni sem heitir Monasílan, til að loka litlum sprungum og koma í veg fyrir að vatn komist inn í veggina. Síðan þarf að fara eina umferð með grunn- málningu sem er terpentínuþynnanlegur grunnur og kallast steinakrýl. Þar á eftir er farið eina umferð yfir með hefðbundinni útimálningu. Kostn- aður við málun á nýbyggingu er um 810 krónur á hvern fermetra.  Pallaleiga Ef hús er á tveimur eða fleiri hæðum þarf að leigja palla svo fólk nái alla leið upp með rúllur og pensla. Meðal annars er hægt að leigja slíka palla hjá Pallaleigunni Stoð og þeir sjá einnig um að setja þá upp. Dagleigan er 1.420 krónur fyrir hjólapall sem nær upp í 6 metra. Ef húsið er þriggja hæða þarf hærri hjólapall og þá er dagleigan 1.900 krónur. Morgunblaðið/Arnaldur Kostnaður og undirbúningur Á vef Málarameistarafélagsins www.malarar.is er að finna þessi góðu ráð:  Gakktu ávallt úr skugga um að sá aðili sem þú skiptir við hafi tilskilin réttindi. Spurðu hann um félagsskírteini.  Fáðu alltaf skriflegt tilboð í verkið áður en hafist er handa.  Það er góð regla að gera verksamning á milli verktaka og verkkaupa þar sem fram koma helstu atriði varðandi verkið.  Mundu að þegar þú færð iðnaðarmann til að vinna við íbúðarhúsnæði þitt áttu rétt á endurgreiðslu á 60% af virðisaukaskattinum af vinnunni. Ýmis góð ráð sem vert er að gefa gaum að áður en hafist er handa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.