Morgunblaðið - 04.06.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.06.2007, Qupperneq 38
Afgangurinn er ámóta ómerkileg samsuða suðurríkjafyrirlitningar, hom- mafóbíu, múslimabrand- ara … 45 » reykjavíkreykjavík Hátíð hafsins hófst með hrollvekj-andi hávaða á laugardagsmorgunog fröken fluga, sem býr auðvitað ímiðbænum og rétt við höfnina, hrökk í kút við þeytingu þokulúðranna; hélt í svefnrofunum að skollin væri á heimsstyrjöld og treysti því að Georg Lárusson stæði í brúnni hjá Landhelgisgæslunni og verði land- ið. Fluga tók síðan forvitin stefnuna á hafn- arsvæðið og flögraði um á milli fiskikara og skoðaði furðufiska, bæði af fiskistofnum sem og karlmannsstofnum, en var ekkert voða spennt fyrir hvalaskoðuninni enda ekki lys- taukandi að skoða hvalakrúttin sem munu svo enda lífdagana á útigrillinu hjá Sægreifanum. En furðufiskarnir á höfninni voru bara hátíð miðað við stórlaxana sem mættu í einkapartíið á B5 í Bankastræti á laugardagskvöldið. Þeir voru sko ekki allir roðlausir og beinlausir og bar vel í veiði, sérstaklega fyrir flugukyns- stelpur, því laxarnir gleypa allir glaðir flottar flugur. Tilefnið var opnun á glæsiaðstöðu í kjallaranum, sem áður hýsti peningageymslur Verslunarbankans. Nú getum við kannski loksins talað um „old money“ hér á eyju hinna nýríku; peningailmurinn loðir jú enn við and- rúmsloftið. Það sem kallast White Whiskey Room þar, reyndar í rauðum litum og villta- vesturs-stíl, er athvarf fyrir menn sem vilja „spandera“ í ofurdýrar viskíflöskur og hitt svæðið, eða svokallað B5 Lounge, er svona „kúl design“ fyrir elegant dömur í spariskapi sem vilja blæða í eðalkampavínsflöskur. Hvorki Innlits-útlits-stílistinn Þórunn Högna- dóttir né Ingi Þór Jakobsson í Exo misstu af þessum viðburði og á staðnum voru líka Árni Þór Vigfússon fjölmiðlungur og Habitathjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnór Guð- brandsson. Söngkonan María Björk Sverr- isdóttir trítlaði líka um svæðið. Og áfram með þema hafsins; ljósmyndarinn Páll Stefánsson skartaði einmitt sægrænum jakka við opnun sýningar sinnar og Ragnars Axelssonar á föstudagseftirmiðdaginn og menningarmærin okkar, Svanhildur Konráðs- dóttir, missti ekki af sýningunni. Flugufélagar hittust á 101 hóteli til að snæða kvöldverð á föstudagskvöldið en urðu fyrir vonbrigðum með lapþunna humarsúpu, prýdda fátæklegu sýnishorni af humri. Kokkarnir tóku greini- lega hátíð hafsins ekki alvarlega. Meðal gesta í borðsal voru Linda Eyjólfsdóttir, annar eig- andi auglýsingastofunnar Korters, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis, og Þórdís Arnljótsdóttir fréttamað- ur. Þar sem nú var fyrsti í reykingabanni brugðum við dömurnar okkur út á stétt eftir matinn til að kveikja í en vorum reknar burt af starfsmanni hótelsins. Hrökkluðumst því vandræðalegar upp götuna að Óperunni, hvar loks fannst eitt eymingjalegt stubbahús undir öskuna. En enginn var rauði dregillinn … | flugan@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hilmar Jónsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Helga Ólafsdóttir og Margrét Steinarsdóttir . Hermann Örn Sigurðsson, Guðný María Waage og Kristján Sigurðsson. Kristjana Guðný Eyjólfsdóttir, Hildur Guðný Þórhallsdóttir og Margrét Högna Ásgeirsdóttir . Xu Wen og Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Hulda Björk Garðarsdóttir, Ósk Magn- úsdóttir og Sigríður Gylfadóttir. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir og Birna Þórðardóttir. Hilmir Snær Guðnason og Vytautas Narbutas. Grétar Reynisson og Bryndís Petra Bragadóttir. Hanna Birna Sigurbjarnardóttir, Halldór Þorgeirsson og Guðný Halldórsdóttir. Flugan Prívatpartí nýríkra í peningageymslunni … hvar loks fannst eitt eymingja- legt stubbahús undir öskuna … Þórunn Sigurðardóttir og Pierre Alain. Vilborg Halldórsdóttir og Lárus Ýmir Óskarsson. Morgunblaðið/Sverrir » Vytautas Narbutasopnaði myndlistarsýn- ingu sína á Næsta bar. » Cantare – söngvakeppnihinna mörgu tungumála var haldin á Björtum dögum í Hafnarfjarðarleikhúsinu. » Tilnefn-ingar til Grímunnar – íslensku leik- listarverð- launanna 2007 voru gerðar op- inberar í Ís- lensku óp- erunni. Viðar Eggertsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Stefán Baldursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.