Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Sjómannadagurinn var haldinn hátíð-legur um nánast allt land í gær. Sjó-menn eiga svo sannarlega skilið slík-an dag. Þeir eru ennþá hetjur hafsins. Þótt framlag þeirra til verðmæta- sköpunar hafi hlutfallslega minnkað vegna vaxtar í iðnaði og ferðamennsku er sjávar- útvegurinn enn grunnatvinnugrein þjóð- arinnar. En það eru blikur á lofti. Háir vext- ir leiða til hás gengis krónunnar, sem að sama skapi dregur úr tekjum sjávarútvegs- ins. En það er því miður annað og verra sem skyggði á gleði sjómanna um helgina. Til- lögur Hafrannsóknastofnunar um gífurlegan niðurskurð aflaheimilda í þorski eða um 63.000 tonn frá því sem nú er leyfilegt eru mikið áfall. Verði farið að þeim tillögum þýð- ir það milljarða tekjutap fyrir sjávarútveg- inn. Einhvern tímann hefðu slík tíðindi leitt til gengisfellingar krónunnar um tugi pró- sentna. Það liggur auðvitað ekki enn fyrir hver leyfilegur hámarksafli á þorski verður á næsta fiskveiðiári. Líklega verður hann þó töluvert lægri en kvóti þessa árs, 193.000 tonn. Hver sem niðurstaðan verður er ólík- legt að gengi krónunnar lækki. Það eru orðn- ir aðrir þættir sem ráða hreyfingum á gengi krónunnar. Tekjutap í sjávarútvegi er ekki lengur bætt upp með gengislækkun. En stóra spurningin nú er þessi: Hvers vegna gengur svona illa að byggja upp þorskstofninn? Menn hljóta að spyrja hvort við séum á réttri leið. Afli hefur verið tak- markaður verulega í meira en 30 ár, allt frá því að fyrsta svarta skýrslan kom frá Hafró. Engu að síður er nú lagður til minnsti þorskafli Íslendinga í 70 ár. Sumir verða vafalaust fljótir að segja að þetta sé allt kvótakerfinu að kenna. Það er náttúrlega ekkert annað en bull. Fiskveiðistjórn- unarkerfi hvorki búa til fisk né eyða honum. Kvótakerfið er einfaldlega leið til að að skipta á milli manna þeim afla, sem ákveðið hefur verið að veiða. Reyndar kann það að vera svo að ekki sé nægilega vel gengið eftir því að farið sé að lögum og reglum. Að ein- hverjir komist upp með það að landa fiski í stórum stíl framhjá vigt. Að einhverjir mis- noti slægingarstuðla og ísprufur til fá meira út úr kvótanum. Ef upplýsingar um raun- verulegan afla og fiskveiðidánartölu eru ekki réttar getur ráðgjöfin heldur ekki orðið rétt. Nú, þegar viðmiðunarstofn þorsks er ná- lægt sögulegu lágmarki að mati Hafrann- sóknastofnunarinnar, verða menn að setja niður deilur um fiskveiðistjórnun og aðferðir við stofnmat og fara vandlega yfir stöðuna. Þessi tíðindi krefjast þess að farið sé ná- kvæmlega í alla þætti, sem hugsanlega má nefna til að komast að því hvað sé að. Það þarf að fá svar við spurningum eins og hvort raunverulegur afli sé miklu meiri en op- inberlega er skráð, hve mikið brottkast sé og hvaða áhrif það hafi, hvort veiðar á loðnu til dæmis hafi takmarkað aðgengi þorsks að nægilegu æti. Það þarf að fá svör við mörg- um öðrum spurningum. Þau svör verða að fást til að hægt sé að grípa til viðeigandi ráð- stafana. Það er óeðlilegt ástand ef ekki má veiða meira en 130.000 tonn af þorski á ári við Ísland. Svörin verða að fást. Svörin verða að fást »Menn hljóta að spyrjahvort við séum á réttri leið.BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Þ að er grundvallaratriði að menn séu með réttar upplýsingar þegar verið er að meta stærð fiski- stofna. Réttustu upplýs- ingarnar fást úr sóknarstýringu eins og fiskidagakerfinu, því þar er ekk- ert að fela og engu hent, enda engin aflatakmörk á neinni tegund. Fiski- dagakerfið bregst strax við sveiflum í fiskstofnum. Sé fiskigengdin mikil veiðist meira í slíku kerfi en í kvóta- kerfi. Þar sem aflaráðgjöf byggist á gömlum gögnum er hætta á að missa af aflatoppum,“ segir Jón Krist- jánsson fiskifræðingur. Færeyskir fiskifræðingar og Al- þjóðahafrannsóknaráðið halda því fram að það sé ofveiði á Færeyja- miðum. Sóknin sé of mikil og það verði að draga úr veiðiálaginu. Jón er ekki sammála þessu: Ekki ofveiði við Færeyjar „Ég tel að þar sé ekki um ofveiði að ræða, því botnfiskstofnarnir uxu allir á árunum 2001 til 2004. Þar sem flotinn gat ekki haldið á móti stækk- un stofnsins með veiði, hvernig er þá hægt að segja að hann hafi verið of stór eða of afkastamikill? Ef stofnar geta vaxið undir ákveðnu veiðiálagi getum við ekki sagt að sóknin sé of mikil. Markmið bóndans og allra þeirra sem fást við nýtingu dýra er að halda stofninum í ákveðinni stærð. Núna er þorskurinn horaður, en það fer aldrei saman ofveiði og hor- aður fiskur. Ég skilgreini ofveiði þannig að stofninn sé gerður minni en fæðuframboðið er og hann nær ekki að nýta beitilandið sitt. Í slíku ástandi á fiskurinn að vera feitur. Þegar verið er að tala um stofnstærð er ég ekki að gera það í einhverju til- teknu magni, tonnum, heldur hlut- fallslegri stærð miðað við ástandið á miðunum; fæðuframboð, hitastig, straum og allt annað. Stofnstærð fiska er hlutfallsleg miðað við fæðu- framboð. Árið 2001 lögðu færeysku fiski- fræðingarnir til að ýsuveiðar yrðu stöðvaðar og dregið yrði úr annarri sókn um 35%. Ég sá þá að það var að koma inn feitur tveggja ára þorskur, 50 til 60 sentímetra langur. Af fyrri reynslu vissi ég að stofninn væri að fara á fulla ferð upp. Ég ráðlagði því þáverandi sjávarútvegsráðherra að skera ekki niður og það var ekki gert. Í kjölfarið jókst afli í öllum teg- undum. Sama gerðist árið eftir. 2003 var ennþá aflaaukning, en ég sá að þorskurinn var orðinn horaður og varaði við því í skýrslunni minni þá. Það væri ekki ráðlegt að vera að geyma slíkan fisk með því að draga úr veiðum, heldur bæri að veiða hann vegna þess að stofninn væri orðinn of stór miðað við fæðuframboð. Það versta sem gert er í slíku ástandi er að draga úr veiðum. Þess vegna ráð- lagði ég fjölgun veiðidaga. Sér- staklega vildi ég auka sókn í ufsa því hann var orðinn smár. Þeir vildu ekki auka sóknina, en skáru þó ekki niður. 2004 sá ég að þorskurinn hélt áfram að horast og stofninn á leið í sína vanalegu lægð, sem hann fer í á átta til 10 ára fresti. Ég benti á að hann myndi ekki fara að rétta úr kútnum fyrr en 2006 og 2007. Þetta hefur gengið eftir. Það sem ég sagði á hverjum tíma hefur alltaf reynzt rétt. Kjarni málsins er að það verður að meta fyrirliggjandi gögn faglega og fordómalaust. Horaður fiskur er ekki ofveiddur. Hvað á þá að gera? Friða hann? Nei, það er það versta sem við gerum, því þá töpum við fiskinum.“ Sveiflurnar stafa af fæðuframboði Eru þessar sveiflur þá óviðráð- anlegar? „Það þarf að svara spurningunni hvort hægt sé að koma í veg fyrir þessar sveiflur eða draga úr þeim, en fyrst verða menn að viðurkenna að það sé ekki ofveiði sem veldur sveifl- unum. Við Færeyjar er mikið af haf- svæðum lokað fyrir veiðum í fisk- verndarskyni. Þá vaknar sú spurning hvort það sé rétt. Það hefur enginn skoðað það. Menn hafa ekki merkt fisk inni í þessum lokuðu hólfum til að kanna hvort hann komi út. Ef hann kemur ekkert út úr lokaða hólf- inu þjónar engum tilgangi að vera að geyma hann þar. Menn hafa ekki heldur kannað hvort vaxtarmunur sé á fiski innan og utan hólfanna, eða hvort veiðar hafi áhrif eða ekki. Eina leiðin í náttúrunni til að auka stöðugleikann er leið bóndans: Að slátra þegar fjölgar of mikið í stofni eða fóðrið minnkar. Það er fiskurinn sjálfur sem hefur áhrif á fæðufram- boðið, alveg eins og kindin hefur áhrif á grasið í túninu. Þá vaknar sú spurning, til dæmis þegar fiskstofn er í vexti, hvort ekki sé rétt að fjölga fiskidögum og opna fleiri svæði. Auka veiðina til að nýta stofninn. En það er bara eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að ræða málið frá þessum sjónarhóli – því ofveiði skal það heita.“ Taka hvorki tillit til vaxtar né fæðu Eru þá núverandi aðferðir við stofnstærðarmat úreltar? „Öll stærðfræðileg fiskifræði tek- ur hvorki tillit til vaxtar né fæðu. Þess vegna er mjög erfitt að fá menn til að setjast niður og ræða málin. Alls staðar er minnkun fiskistofna skrifuð á ofveiði. Módelfræðin sem var svo lofandi í gamla daga, – menn héldu einfaldlega að það væri hægt að reikna þetta allt saman út, gengur ekki upp. Það er ekki hægt að reikna stofnstærð út frá afla, sérstaklega þegar hann er takmarkaður með heildarkvóta. Þess vegna verður að nota aðrar aðferðir. Ég vil mæla ástandið á miðunum með vaxt- arhraða fisksins. Ef til er einn mæli- kvarði sem mælir allt, þá er það vel- gengni dýranna á svæðinu. Ef þau hafa það skítt eru bara til tvö ráð; annaðhvort að henda fóðri á svæðið, sem er ekki praktískt, eða fækka dýrum. Opinbera ráðfjöfin sem gefin hefur verið í Færeyjum síðastliðin 10 ár, tíma fiskidagakerfisins, hefur alltaf verið niðurskurður. Þegar veiðum er stjórnað með aflamarki minnkar afl- inn í takt við ráðleggingarnar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Ef skera ætti aflann niður um 50% þá yrði það einfaldlega gert og aflinn minnkaði að sama skapi. Ef skera ætti niður í fiskidagakerfinu yrði dögum fækkað en engin takmörk sett á afla. Þá kæmi það ef til vill í ljós að veiðin yrði langt umfram ráð- gjöf. Þá segja menn að það sé slæmt. Of langt hafi verið gengið og skera verði niður aftur á næsta ári. Dög- unum er fækkað aftur, en aflinn fer engu að síður fram úr ráðgjöfinni. Þegar sóknin er ekki takmörkuð með hámarksafla heldur dagafjölda og aflinn eyskt hlýtur það að þýða að stofninn sé að stækka. Ráðgjöfin um niðurskurð hafi því verið röng allan þennan tíma. „Umframveiðin“ í góðu lagi Ef farið er yfir þetta þann tíma sem fiskidagakerfið hefur verið við lýði í Færeyjum, frá 1997 til 2006, þá hefur verið farið 40% fram úr ráðgjöf fyrir ýsu og þorsk og 70% í ufsa. Þetta þýðir um 50% í tonnum talið fyrir þessar fisktegundir. Það hefur ekkert smávegis að segja fyrir efna- hag þjóðar sem lifir nær eingöngu á fiski. Fiskidagakerfið skapaði þetta. Ef það hefði verið farið eftir aflaráð- gjöf og aflaheimildir verið skornar niður hefði þessi afli tapazt. Það hef- ur komið í ljós að þessi svokallaða umframveiði var í góðu lagi. Og hvernig er staðan nú? Þorsk- urinn er jú í sínu venjulega lágmarki, sem hefði gerzt hvort eð var. Ýsan er í eðlilegu ástandi og ufsinn líka. Fær- eyingar eru þokkalega staddir, Það vissu allir um þennan samdrátt í þorskinum. Hann kom ekkert á óvart. Hann er vegna þess að það skortir æti á miðunum. Forstjóri færeysku hafrannsóknastofnunar- innar, Hjalti í Jakupstovu, og fleiri sem réðust á mig í færeyskum fjöl- miðlum á sínum tíma eru nú farnir að viðurkenna að þetta séu náttúrulegar sveiflur í stærð þorskstofnsins, ekki ofveiði. Þess vegna vil ég láta skoða hvað það er sem veldur fæðuskortinum. Ég tel að fiskurinn sjálfur hafi áhrif á fæðuframboðið með að éta. Ef það er of mikið af fiski verður fæðuskortur. Ef fiskinum er haldið í skefjum með veiðum verður nóg að éta fyrir þá sem eru eftir. Þeir vaxa og dafna. Menn þurfa að setjast niður og ræða um eitthvað fleira en ofveiði. Ef ofveiði er alltaf rauði þráðurinn verð- ur aldrei nein almennileg umræða. Það þarf að ræða þessi mál í alvöru, án fordóma og á jafnréttisgrund- velli.“ Vegna frétta þess efnis að botn- fiskafli á Færeyjamiðum hafi verið um 15% minni en í fyrra, haft eftir færeysku hagstofunni, vill Jón benda á að gæftir hafi verið óvenjustirðar það sem af er árinu. „Til dæmis var ekki hægt að róa nema átta daga í febrúar. Sjómenn vilja ekki fórna dýrmætum sóknardögum og róa því ekki við erfiðar aðstæður. Sennilega er þetta skýringin á lé- legri aflabrögðum í upphafi þessa árs,“ segir Jón Kristjánsson fiski- fræðingur. Fiskidagakerfið bregst strax við sveiflum í fiskstofnum Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir aflatoppa tapast í kvótakerfi eins og er við lýði hér við land Morgunblaðið/Ásdís Fiskveiðistjórnun Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiði- ráðgjöf við Færeyjar undanfarin ár hafi verið röng. Í HNOTSKURN »Horaður fiskur er ekki of-veiddur. Hvað á þá að gera? Friða hann? Nei, það er það versta sem við gerum, því þá töpum við fiskinum. »Ef það er of mikið af fiskiverður fæðuskortur. Ef fiskinum er haldið í skefjum með veiðum verður nóg að éta fyrir þá sem eru eftir. Þeir vaxa og dafna. »Til dæmis var ekki hægtað róa nema átta daga í febrúar. Sjómenn vilja ekki fórna dýrmætum sóknar- dögum og róa því ekki við erf- iðar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.