Morgunblaðið - 04.06.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 04.06.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 47 Iðnaðarhús Hveragerði Fasteignasalan BAKKIehf Sími 482-4000 Heimasíða www.bakki.com Netfang bakki@bakki.com Sigtún 2 SelfossiÞröstur Árnason lögg.fasteignasali sími 899-5466 Fyrir fjárfesta: Eldra iðnaðarhúsnæði við Dynskóga í Hveragerði sem býður upp á ýmsa möguleika. Burðarvirki hússins er steypt og steypubitar í þaki einnig. Hlaðið er á milli bita með holsteini. Húsið er byggt 1964 og var vel til þess vandað á sínum tíma. Lóðin er 6.634fm afar vel staðsett. Húsnæðið gæti hentað undir ýmiskonar framleiðslu eða jafnvel geymslu en geymsluhótel hefur verið rekið með góðum leigutekjum í eigninni undanfarið. Mikill kostur er líka að fast hitaveitugjald er til staðar um 6.000.kr.pr.mán og ótakmarkað vatn. Hugmyndir hafa verið uppi um að byggja ný hús á lóðinni. Húsnæðið er skráð 1.830fm en að auki er stórt milliloft. Íbúð/skrifstofa er einnig í norðurenda hússins. Verð 125.000.000 kr. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is NEMENDUR í 9. E í Digranes- skóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í öðrum lið af tveimur í stærð- fræðikeppninni KappAbel sem fór fram í Svíþjóð í lok síðustu viku. All- ar Norðurlandaþjóðirnar sendu lið til keppni, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt lið ber sigur úr býtum. Bekkurinn hlaut 5.000 sænskar krónur að launum, um 45.000 íslenskar krónur. KappAbel er tvíþætt keppni, ann- ars vegar skila bekkirnir faglegri skýrslu og framvinduskýrslu um sérstakt bekkjarverkefni, og hins vegar er keppt í stærðfræðiþraut- um. 9. E sigraði í fyrrnefndu keppn- inni. „Á hverju ári er þema og í ár var það stærðfræðibyggingar. Við mátt- um vinna frjálst með það og við hönnuðum tvö íþróttahús, eitt hálf- kúlulagað og eitt kassalagað, og bár- um saman rúmmál, flatarmál og fleira,“ segir Fríður Halldórsdóttir, einn keppenda. Þá könnuðu þau sér- staklega hversu mörg 80 ára gömul og 23 metra há eikartré þyrfti að fella til þess að búa til parket í íþróttahús sem er 42 x 42 metrar að flatarmáli. Niðurstaðan var 100 tré og vakti sú niðurstaða mikla athygli í keppninni. Allir 23 nemendurnir í bekknum tóku þátt, en að sögn Fríðar eru auð- vitað ekki allir eins góðir í stærð- fræði. „Þeir sem eru ekki góðir í stærðfræði hjálpuðu til við að gera líkanið og teikna veggspjöld þannig að það fengu allir að gera eitthvað,“ segir hún. Fjórir bestu nemendurnir tóku svo þátt í þrautakeppninni, en þar hafnaði liðið í fjórða sæti. Fríður segist alveg viss um hvers vegna bekkurinn náði svo góðum ár- angri. „Við erum með svo góðan kennara,“ segir hún, en kennari þeirra er Þórður St. Guðmundsson. „En svo erum við góðir vinir og okk- ur finnst þetta gaman,“ bætir Fríður við. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stærðfræðingar Elín Björk Böðvarsdóttir, Þórður St. Guðmundsson, Fríð- ur Halldórsdóttir, Arnar Þór Sveinsson og Emil Magnússon við líkanið. Sigruðu í norrænni stærðfræðikeppni Einbeitt Íslenska liðið sem keppti í stærðfræðiþrautum. Sigurvegarar Íslensku keppendurnir voru stoltir við verðlaunaafhendinguna í Gautaborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.