Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 20
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þ essi vinna hefur fyrst og fremst skilað okkur frábæru skólastarfi og ekki síður ánægðum nemendum. Þeir eru afskaplega glaðir með þetta fyrir- komulag enda kom hugmyndin frá nemendunum sjálfum í kennara- verkfallinu fyrir þremur árum. Þá stefndi í að aðeins vika liði á milli samræmdra prófa og vorprófa og fóru nemendurnir hér einfaldlega fram á að fá að sleppa vorprófun- um og vinna skemmtileg vísindaleg rannsóknaverkefni í staðinn,“ segir Auður Stefánsdóttir, skólastjóri í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Skólastjóranum fannst þetta af- leit hugmynd í fyrstu, sagði nei í huganum, en lofaði þó að hugsa málið í botn. „Og þegar ég svo settist niður með samstarfsfólkinu og við fórum að velta vöngum komumst við fljótt að þeirri niður- stöðu að þetta væri ekki svo vit- laus hugmynd hjá krökkunum. Það var því ákveðið að fella niður vor- próf í 10. bekkjum fyrir þremur árum og taka í staðinn upp þriggja vikna rannsóknaverkefni strax að loknum samræmdu prófunum sem gilda 25% af lokaeinkunn nem- enda. Krakkarnir halda kynningu á verkefnum sínum í dag fyrir gesti og gangandi og verða þau þá jafnframt metin af verkum sínum,“ segir Auður og bætir við að mörg skemmtileg verkefni hafi verið að fæðast undanfarna daga. „Einn hópurinn er t.d. að velta fyrir sér tækninni að baki pýramídunum í Egyptalandi, annar hópur hefur verið að störfum í Bláa lóninu og þriðji hópurinn hefur steypt upp heila vatnsstíflu og búið til lands- lag, sem fer svo á kaf í vatn. Það er svo verið að gera stuttmynd um atburðarásina og hvaða þýðingu þetta hefur á lífríkið,“ segir Auður þegar hún nefnir nokkur dæmi úr verkefnavinnunni. Maðurinn í náttúrunni Engin bein kennsla fer fram þessar vikur, en nemendur verða að tilkynna sig inn í skólann kl. 8.10 á morgnana og aftur seinni partinn, en þess á milli er þeim frjálst að vinna hvar sem er. Verk- efnin þurfa að tengjast inn í sex námsgreinar með viðunandi hætti: íslensku, ensku, dönsku, stærð- fræði, náttúrufræði og samfélags- fræði, sem eru samræmdupróf- sgreinarnar. Sex manna kennara- teymi sér um allt utanumhald auk þess sem nemendur fá aðstoð frá sérgreinakennurum ef svo ber undir. Um sextíu unglingar eru í 10. bekk Laugalækjarskóla og er algengt að þrjú ungmenni vinni saman í hóp. Fyrsta árið var frjálst vinnuþema, í fyrra var þem- að „vatn“ en að þessu sinni er unn- ið með „manninn í náttúrunni“. Fleiri skólar að feta þessa slóð Að sögn Auðar er það nokkuð öruggt að skólinn muni halda sig áfram við próflaus vor í 10. bekkj- um þar sem mikil ánægja ríkir með núverandi fyrirkomulag enda hafi hún fregnað að fleiri skólar væru að feta í fótspor Laugalækj- arskóla með því að fella niður vor- próf í árganginum. „Þetta er mjög metnaðarfullt og sérstakt verkefni, sem gerir starf þessa skóla mjög frábrugðið öðrum unglingaskól- um,“ segir Auður og bætir við að þrjú verkefni frá síðasta vori hafi unnið þrjú fyrstu sætin í stutt- myndasamkeppni grunnskólanna í flokki heimildamynda nú á dög- unum. Morgunblaðið/G. Rúnar Stíflugerðarmenn Auðunn Eyvindsson, Óttar Kjartansson og Atli Sæmundsson bjuggu til stíflu og landslag sem fór á kaf í vatn. Loftlagsáhrifin Ólafur Tumi Sigurðsson og Daði Ómarsson rannsökuðu gróðurhúsaáhrif. Kennarateymi Margrét Sólmundsdóttir, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Anna Valdimarsdóttir og Fríða Haraldsdóttir halda utan um verkefni krakkanna. Unglingarnir vildu rann- sóknir í stað vorprófa |mánudagur|4. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Þýska kvikmyndin Líf annarra er snilldarverk í annars mis- jöfnum flaumi kvikmyndahús- anna að mati Víkverja. »23 víkverji Rómeó er hreinræktaður síð- hærður chihuahua og mikil kelirófa að sögn eigandans Heiðar Ýrar Jónsdóttur. »22 gæludýr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.