Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 25 „ÞETTA eru nátt- úrlega mjög alvarleg tíðindi sem eru í þessari skýrslu og til marks um það að okkur hefur ekki tekist eins og að var stefnt að byggja upp fiskistofnana við landið,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinnar. Spurð hvort henni finnist Hafró hafa brugðist hlutverki sínu neitar hún því en bendir á að ekki hafi verið farið eins varlega við út- hlutun kvóta og hefði þurft að gera. Hún bætir við að spurningin sé hvort við höfum náð þeim árangri með þessu fiskveiðistjórnunarkerfi sem að var stefnt. Vill Ingibjörg einnig minna á að gert hafi ver- ið ráð fyrir því í stjórn- arsáttmála nýrrar rík- isstjórnar að gerð yrði úttekt á aflamarkskerf- inu og lagt mat á það hvaða áhrif það hefur haft á fiskveiðistofna við landið og áhrif þess á byggðaþróun. Tillögur Hafró undirstriki þetta. „Verðum að sammæl- ast þvert á alla pólitík“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns fram- boðs, sagði að tillögur Hafró um niðurskurð í þorskveiðum væru al- varleg tíðindi sem kæmu þó ekki alveg á óvart. „Tillögurnar eru köld sturta yfir menn og ekki góðar fréttir fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið í heild en manni verður nátt- úrlega strax hugsað til sjávarútvegsins og sjó- manna og þeirra áhrifa sem þetta hefur á afkomu í greininni og tekjur og laun og er nú ástandið ekki beysið fyrir, eins og efnahagsmálum hefur verið stjórnað og gengi krónunnar mjög sterkt og vextir háir þannig að þetta hitti sjávarútveginn fyrir við afar viðkvæmar aðstæður,“ segir Steingrímur. Hann segir að kvótakerfið, sem hafi verið sett upp sérstaklega til að vernda og byggja upp þorskstofn- inn, heppnist einfaldlega ekki, án þess að þar með sé sagt að það sé eingöngu við kerfið að sakast. Eng- inn greinarmunur sé gerður á þeim þorski sem sé veiddur uppi í fjörum á hand- færi og göngufiski út á djúpmiðum – kerfið sé alveg blint hvað varðar þær upplýsingar sem alltaf séu að koma fram, t.d. um að fleiri undirstofnar séu að bætast við. Athuga þurfi atriði eins og hrygningu, skilyrði við landið, svo sem fram- burð jökuláa og svo veiðar á undir- stöðufæðutegundum þorsksins og áhrif þess á stofninn. Steingrímur segir að ekki sé hægt að segja að ráðgjöfin hafi brugðist, hún sé ekki hafin yfir gagnrýni en málið sé bara flóknara en það. Ekki verði undan því vikist að kafa ofan í grunninn á fiskveiðikerfinu, ef kerfið bregðist algjörlega í því að vernda stofninn sé óhjákvæmilegt að skoða aðferðafræðina þó að líffræðilegar ástæður spili þó einnig inn í. Hann segir að menn megi ekki gleyma upphafspunktinum með fisk- veiðikerfinu, það hafi verið sett upp til að vernda stofninn en ekki til að verða viðskiptakerfi með veiðiheim- ildir. Köld sturta við viðkvæmar aðstæður Steingrímur Sigfússon sa vonbrigðum yfir andi þorskstofnsins astofnun hefur lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði 130 þús- þúsund tonnum minna en á liðnu ári. Um er að ræða u.þ.b. 30% skerðingu á milli ára. Allir eru sammála um að málið sé alvarlegt. Margir telja nauðsynlegt að allarendurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu og þeirri aðferðafræði sem notuð ð ákvörðun aflamarks. Ásta Sóley Sigurðardóttir, Gunnar Páll Baldvinsson og K. Árnadóttir leituðu viðbragða hjá formönnum stjórnmálaflokkanna og hags- Vonbrigði einkenna viðbrögð flestra. Morgunblaðið/ÞÖK rið nóg að gera hjá starfsfólki sem vinnur við að pakka humri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum síðustu daga. FRIÐRIK J. Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir einfaldlega ekki mögulegt að útgerð- irnar taki á sig þriðj- ungsskerðingu á afla. Stofninn standi illa og það megi að mörgu leyti rekja til slakrar fiskveiðistjórnunar. „Miðað við að Haf- rannsóknastofnun metur stofninn á rétt um 650 þúsund tonn þegar hann átti að verða 750 þúsund tonn skv. áætl- unum í fyrra kemur það ekki á óvart að stofnunin leggi til skerð- ingu. Það kemur samt á óvart að lagður sé til svona mikill nið- urskurður,“ segir Friðrik. Hann segir að enginn deili um það að stofninn sé of lítill og standi illa. „Það er náttúrlega sorglegt að við séum komin í þessa stöðu. Fé- lagsmenn okkar hafa veitt sam- kvæmt bókinni í langan tíma á meðan stjórnmálamenn hafa leyft smábátasjómönnum að veiða marga tugi þúsunda umfram það sem ráðlagt hefur verið. Síðan voru rúm 30% aflamarksins flutt yfir til smábátanna þegar þeir færðust inn í kerfið. Við höfum því gengið í gegnum það áður að aflamarkið sé minnkað. Auðvitað eru menn að súpa seyðið af því núna að hafa veitt of mikið af þorski á Íslands- miðum í áratugi. Þetta er langvarandi ofveiði að kenna en reyndar spila um- hverfisþættir líka inn í þetta núna af því að fiskurinn er svo létt- ur.“ Friðrik segir óum- flýjanlegt að horfast í augu við þá stöðu sem upp sé komin. „Þetta er bara spurning um hvað við getum farið skarpt í þetta. Aflareglan gerir nú þegar ráð fyrir skerðingu á næsta ári og árið eftir, það er gert ráð fyrir að það komi veikur árgangur inn í stofninn. Þetta er erfið staða og í raun þurfum við bara að fara yfir stöðuna núna.“ Hann segir gríðarlega hagsmuni vera í húfi og áætlar að útflutningstekjur myndu skerðast um 25 milljarða króna gengi ráðlegging Hafrann- sóknastofnunar eftir. „Þetta yrði of mikill niðurskurður í einu lagi. Við verðum að fara hægar í sak- irnar en það þýðir þá líka að það tekur lengri tíma að byggja upp stofninn.“ Of mikill niður- skurður í einu lagi Friðrik J. Arngrímsson ð mjög al- Einar K. tvegs- um við- Hafrann- ð gátum skýrslu gararall- r stofn- ið vissum fninn hef- þúsund byggist um hefur minni en nn- lengra í fyrra en nú sé lagt til að ækkað úr 25% af veiði- %. „Skerðing aflans um þúsund tonn, hefði ir þjóðarbúið og byggð- í lagi þær sem nú þegar áherslu á að aflaregla ríkisstjórnarinnar sé enn í fullu gildi. „Samkvæmt henni verður aflamarkið á næsta ári 178 þús- und tonn og á meðan henni er ekki breytt gildir hún. Ég tel að nú sé skynsamlegast fyrir okkur sem komum að þessu máli að hugsa okkar gang og fara yfir þessi mál mjög ítarlega með sjó- mönnum, útvegsmönnum, vís- indamönnum og ekki síst stjórn- málamönnum úr öllum flokkum. Í þessu sambandi vil ég líka segja að í fyrra setti ég af stað vinnu á vegum Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands þar sem markmiðið er að skoða áhrif mismunandi veiðireglna á byggðirnar og þjóðfélagið í heild. Ég vænti þess að þessi vinna muni auðvelda okkur þessa ákvarð- anatöku.“ Vonbrigði að ekki náist meiri árangur í uppbyggingu stofnsins Einar vill engu slá föstu um hvaða ákvörðun hann muni taka varðandi aflamark á þorski á næsta fiskveiðiári. „Ég tel að það væri mjög óskynsamlegt á fyrstu sólarhringunum eftir að skýrslan hefur verið birt að ég taki afstöðu til þessara róttæku tillagna sem ég tel að verði ekki gert án samráðs við fjölda aðila.“ Einar vill ekki segja af eða á hvort ekki sé ljóst að minnka þurfi aflamarkið. „Ég vek einfaldlega athygli á því að við erum með þessa aflareglu og hún myndi leiða til minnkunar frá núverandi aflamarki.“ Ekki sé hægt að segja til um það hvenær ákvörð- un verði tekin en reikna megi með að það gerist í kringum næstu mánaðamót. Hann segir það mikil vonbrigði að ekki náist meiri árangur í uppbyggingu þorsk- stofnsins. „Vísindamenn hafa sagt að við höfum verið með of mikið veiðiálag en um það hafa ekki allir verið sammála. Við höf- um verið nær því að fylgja aflareglunni en áður og veiðihlutfallið er einnig lægra nú. Hafrannsóknastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að þorskstofninn hafi verið veru- lega ofmetinn og það skýrir á vissan hátt að við erum með hærra veiðihlutfall nú en stefnt var að í upphafi.“ glan í gildi þar til annað er ákveðið Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.