Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. REIÐARSLAG Tillögur Hafrannsóknastofnunarum þorskveiði á næsta fisk-veiðiári eru reiðarslag fyrir viðleitni okkar Íslendinga til þess að byggja þorskstofninn upp. Þær sýna, að þrátt fyrir sterka viðleitni að því er við höfum talið á síðustu tæpum tveimur áratugum höfum við í raun og veru ekki náð neinum árangri, sem máli skiptir. Nú leggur Hafrannsóknastofnun til að við veiðum 130 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Um miðj- an tíunda áratuginn komust hug- myndir stofnunarinnar neðst í 155 þúsund tonn. Þessar tillögur eru líka reiðarslag fyrir sjávarútveginn í landinu, bæði útgerðarmenn og sjómenn, og þær eru reiðarslag fyrir sjávarplássin og raunar landsbyggðina alla. Og þær eru áfall fyrir þjóðarbúskapinn efna- hagslega. Á undanförnum árum hefur gengið á ýmsu í samskiptum Hafrannsókna- stofnunar og stjórnvalda. Í eitt skipt- ið kom fram að stofnunin hefði gert alvarleg mistök, sem hún viður- kenndi. Í annað skipti komst þáver- andi sjávarútvegsráðherra að þeirri niðurstöðu, að auk ráðgjafar Hafró yrði hann líka að hlusta á fiskifræði sjómannsins. Ef farið er yfir farinn veg um tveggja áratuga skeið og raunar lengra aftur í tímann er ljóst, að stjórnmálamenn hafa ekki verið til- búnir til að fara að ráðum fiskifræð- inga. Þeir hafa látið aðra hagsmuni ráða ákvörðunum sínum. Þar hefur efnahagsástand almennt komið við sögu en líka þrengri hagsmunir út- gerðarfyrirtækja og einstakra kjör- dæma. Nú er ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar komin á svo alvarlegt stig, að annaðhvort komast stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að vísindamennirn- ir hjá stofnuninni viti ekkert hvað þeir eru að segja eða taka þá ákvörð- un að fara að tillögum hennar. Hálfkákið, sem einkennt hefur ákvarðanir stjórnmálamanna í lang- an tíma, hefur ekki leitt til jákvæðrar þróunar. Þvert á móti er hægt að spyrja þeirrar spurningar, hvort þeirra sé ábyrgðin hvernig komið er ástandi þorskstofnsins vegna þess að þeir hafa aldrei hlustað að fullu á ráð- leggingar vísindamanna. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra talaði skynsamlega í ræðu á sjómannadeginum í gær, þeg- ar hann hvatti til að leitað yrði þver- pólitískrar samstöðu um ákvarðanir um aflamagn á næsta fiskveiðiári. Þegar vísindamenn telja, að ein helzta auðlind okkar Íslendinga sé í slíkri stórhættu, sem ráða má af ráð- gjöf þeirra, verða menn að leggja flokkadrætti til hliðar. Hins vegar má slík þverpólitísk samstaða ekki verða skálkaskjól fyrir það að teknar verði enn einu sinni ákvarðanir um að hlusta ekki á ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar. Það er búið að ræða margt um þessi mál á undanförnum árum. Til hefur orðið í landinu hópur andófsmanna, sem telja, að vísindamenn Hafró séu á algerum villigötum. Þessir andófs- menn hafa ekki getað fært fram sann- færandi rök fyrir sínum málflutningi. Við vitum, að fiskifræðin eru ekki nákvæm vísindi. En við hljótum aftur og aftur að komast að þeirri niður- stöðu, að við eigum engan betri kost en hlusta á vísindamenn okkar á þessu sviði og taka mark á þeim. Hafrannsóknastofnun leggur til að veiðihlutfall verði nú þegar lækkað og að aflamark á komandi ári miðist við 20% af viðmiðunarstofni í stað 25%. Hafró hefur áður nefnt að æskilegt veiðihlutfall væri 18-23%. Í fyrra sagði núverandi sjávarútvegsráð- herra að ekki kæmi til greina að lækka veiðihlutfallið í slíka tölu. Í Ríkisútvarpinu í gær var haft eftir ráðherranum að veiðihlutfallið væri nú 25% og því hefði ekki verið breytt. Nú reynir á nýja ríkisstjórn. Nú kemur í ljós hvort hún rís undir nafni og hefur þor og kjark til þess að taka ákvarðanir, sem geta ráðið úrslitum um búsetu í þessu landi þegar til lengri tíma er litið, eða hvort hún læt- ur undan þrýstingi sérhagsmunaafla og að stjórnmálamennirnir hiki enn og aftur við að taka erfiðar ákvarð- anir, sem geta valdið okkur þungum búsifjum, þegar til skemmri tíma er litið en vekja vonir um betri tíð, þegar horft er til framtíðar. Nú reynir á sjávarútvegsráðherr- ann sjálfan, sem er með sjávarútveg- inn í blóðinu, alinn upp í sjávarplássi og hefur drukkið sjónarmið og við- horf sjómanna með móðurmjólkinni. Það geta komið þeir tímar í lífi manna, að þegar horft er til baka verði hægt að segja með sanni, hvort þeir stóðu sig eða hvort þeir gáfust upp frammi fyrir erfiðum ákvörðun- um. Það er ekki bara sjávarútvegsráð- herrann sjálfur, sem stendur á þess- um tímamótum, heldur allir ráð- herrar í ríkisstjórn Íslands. Þetta verður erfitt. Við vitum ekk- ert hvernig fjármálamarkaðirnir bregðast við í dag. Við vitum ekki hvort þessi tíðindi leiða til lækkunar á gengi krónunnar eða hvort hluta- bréf falla í verði. Við vitum ekki hvort erlendir fjárfestar, sem hafa sent peninga inn í landið í stríðum straum- um til þess að njóta góðs af hinu háa vaxtastigi, hafi snör handtök við að flytja peningana sína úr landi. Allt getur þetta gerzt, þótt vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskap okk- ar sé ekki jafn mikið og það var á ár- um áður. En sjávarútvegurinn skiptir enn miklu máli. Ekki sízt fyrir sjáv- arplássin, sem fyrir þessi tíðindi voru í uppnámi vegna kvótaþróunarinnar, eins og fjallað var um í forystugrein Morgunblaðsins sl. laugardag. Ætl- um við að standa frammi fyrir því eft- ir áratug að við verðum búin að eyða þorskstofninum við Ísland eins og íbúum Nýfundnalands tókst? Því verður ekki trúað. Væntanlega mun Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra hefja viðræður næstu daga við fulltrúa annarra stjórnmálaflokka og ýmissa hagsmunahópa. En nú mega þröngir sérhagsmunir ekki ráða ferðinni, hvorki einstakra fyrirtækja né einstakra byggðarlaga. Nú verður þjóðarhagur að ráða. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ „ÞAÐ veldur mér von- brigðum að við virðumst ekki geta byggt upp þorskstofninn,“ segir Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómanna- sambands Íslands, um skýrslu Hafrann- sóknastofnunar. Hann segist hugsa til þess með hryllingi ef ekki verði veidd nema 130 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. „Þetta er náttúrlega bara rothögg fyrir fisk- veiðistjórnunina sem hér hefur verið stunduð,“ segir Sævar. Hann segir ljóst að drepið sé meira af þorski en menn telji sig vera að gera. „Það er svo margt sem þar kemur til. Við vitum að brottkast hefur verið vandamál, þótt ég telji reyndar að það fari minnkandi. Við vitum líka að það er minna notað af ís en reiknað hefur verið með. Þetta eru einfaldlega bara svo mikil vonbrigði af því að við höf- um verið með fiskveiðistjórn- unarkerfi og fylgt ráðleggingum Haf- rannsóknastofnunar. Mín skoðun er sú að við verðum að skera upp núver- andi kerfi og líta fordómalaust til allra þátta. Við verðum einfaldlega að viðurkenna að það er eitthvað ekki sem ekki er í lagi.“ Sævar segir að vandamál kerfisins séu margþætt og ekki sé rétt að að benda á eitt- hvert eitt atriði í því sambandi. Aðspurður hvernig stjórnvöld eigi að bregðast við segir Sævar að Sjómanna- sambandið hafi alltaf stutt ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar en menn þurfi þó að koma saman vegna tíðind- anna og taka afstöðu til málsins. „Ég hugsa til þess með hryllingi ef ekki verða veidd nema 130 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Maður þakkar bara guði fyrir að það skuli vera fleiri tegundir sem hægt er að ná í.“ Sævar segir ljósa punkta felast í skýrslunni hvað aðrar tegundir varði. Ýsustofninn standi sterkt og ufsinn einnig þótt Hafrann- sóknastofnun leggi til skerðingu á afla á þessum tegundum. Menn fagni því einnig að loðnan sé farin að láta sjá sig á ný en það hljóti að hafa já- kvæð áhrif á þorskinn. „Það er fullt af ljósum punktum í þessu. Nánast allt myrkrið er í þorskinum en þar er líka bara svartnætti.“ Skera þarf upp núverandi kerfi Sævar Gunnarsson „AUÐVITAÐ er mjög mikilvægt núna þegar þessi hnignun þorsk- stofnsins heldur áfram, að líta á og reyna að leita að heildarástæðum fyrir þessari þróun,“ segir Guðni Ágústsson, for- maður Framsókn- arflokksins. „Vissulega var það svo að við ætluðum að byggja hér upp þorsk- stofninn með kvóta- kerfinu. Mér sýnist það vera að mistakast. Það er ekki hægt að kenna kvótakerfinu einu um en menn þurfa að fara yfir allar hliðar málsins,“ segir Guðni og bætir við að velta þurfi bæði þessu kerfi fyrir sér og öðrum ástæðum þess að það eru komnar fram til- lögur um að við meg- um veiða 130 þúsund tonn af þorski. Hann bendir á að fyrir daga kvótakerfisins veidd- um við 400 þúsund. „Þá datt okkur kannski aldrei í hug að við þyrftum að fara niður fyrir 200-250 þúsund tonn. Þetta er grafalvarleg staða sem hefur auðvitað gríðarleg áhrif á efnahag Íslendinga.“ Datt aldrei í hug að það færi niður fyrir 200 þúsund tonn Guðni Ágústsson Lýs ásta Hafrannsókna und tonn, 63 þ þorskkvóta á m fara í grundva hefur verið við Ylfa Kristín K munaaðilum. V Humar Það hefur ver GUÐJÓN A. Krist- insson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að þótt hann hefði ekki búist við því að Hafró myndi leggja til aukningu á hámarksafla hefði hann heldur ekki átt von á því að þeir gengju svo langt í skerðingu eins og raun var, hvorki á þorsk- stofninum né á öðrum stofnum. Hann segir þetta mjög slæm tíðindi og að nú sé kominn tími til að fara yfir allt í sambandi við rannsóknir og uppbyggingu þorskstofnsins og það kerfi sem við höfum verið að nota til þess að reyna að byggja hér upp fiskistofnana og viðhalda þeim. „Það eina sem stendur eftir af því er algjört árangursleysi og í raun og veru bara niðurskurðarferli öll árin síðan við tókum upp fisk- veiðistjórn,“ segir Guðjón og bætir við að tillögurnar sem lagðar voru fram frá Hafró séu svo óraunhæfar að útilokað sé að farið verði eftir þeim, miklu nær væri að setja á ein- hvern jafnstöðuafla – jafnvel yfir 200 þús. tonnum, keyra það í 3 ár og fá þannig dóm á það hvort að lífríkið verði eins og Hafró hef- ur spáð eða ekki. „Við erum búin að gera ýmiss konar til- raunir eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar í fjölda ára með algjöru árangursleysi og alveg kominn tími til að gefa þeim frí og gera líf- fræðilega tilraun, veiða stofninn og sjá hvað set- ur,“ segir Guðjón. Einnig segir hann að það þurfi að beina sjón- um að loðnuveiðum og minnka þær verulega næstu árin svo þorskurinn hafi nóga átu enda hafi hann lést og styst undanfarið og aðeins ein ástæða geti verið fyrir því – að hann fái ekki nóg æti. Hann segir miklar rann- sóknir hafa farið fram við Norður- Atlantshaf og víðar og búið að stjórna veiðum á botnfiskstofnum lengi en hvergi hafi það gengið, það sjái menn ef þeir skoði Norðursjó, Grænland og Kanada. Eini stofninn sem virðist halda sér að sögn Guðjóns er í Bar- entshafinu. Jafnstöðuafli yfir 200 þúsund tonnum Guðjón A. Kristinsson „ÞETTA eru auðvitað varleg tíðindi,“ segir Guðfinnsson sjávarút ráðherra aðspurður u brögð vegna tillagna sóknastofnunar. „Við séð í hvað stefndi af s stofnunarinnar úr tog inu í vor hvað varðar stæðarmælinguna. Vi þá þegar að veiðistofn ur minnkað um 100 þ tonn. Sú niðurstaða b bæði á því að fiskunu fækkað og þeir eru m áður.“ Hann segir Hafran sóknastofnun ganga l skýrslu sinni nú en í f veiðihlutfallið verði læ stofninum niður í 20% þriðjung, niður í 130 gríðarmikil áhrif fyri ir landsins og þá sér í standa veikt.“ Einar leggur samt Aflareg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.