Morgunblaðið - 12.06.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 25
✝ Jón AntonSkúlason fædd-
ist í Keflavík 22.
ágúst 1916. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
4. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Skúli Högna-
son, byggingameist-
ari í Keflavík, f.
1887, d. 1936 og
Guðrún Jónsdóttir,
f. 1885, d. 1974.
Jón kvæntist 4.
júní 1949 Ingu
Gröndal, f. 28. ágúst 1925.
Börn þeirra eru: 1) Skúli, við-
skiptafræðingur, forstöðumaður
Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra,
f. 26.3. 1950, maki Sigríður Björg
Einarsdóttir, skrifstofustjóri
Sorpu, f. 21.3. 1952. Börn þeirra
eru a) Inga Rós, viðskiptafræð-
ingur. f. 27.2. 1976, maður henn-
ar er Pétur Kristjánsson, blikk-
Hann vann sem rafmagnsverk-
fræðingur hjá Laur. Knudsen A/S
og Titan A/S í Danmörku og sem
aðstoðarmaður við KTH í Stokk-
hólmi, þar til hann flutti heim í
stríðslok.
Við heimkomu hóf Jón störf við
Landssíma Íslands 1945, fyrst
sem verkfræðingur í radíótækni,
síðar símtækni, og yfirverkfræð-
ingur símtæknideildar. Hann var
skipaður póst- og símamálastjóri
1971 og sinnti því starfi til 1986,
er hann lét af störfum vegna ald-
urs.
Samhliða störfum sínum hjá
Landssíma Íslands kenndi Jón við
Loftskeytaskólann 1945-46 og
1947-48 og Menntaskólann í
Reykjavík 1954-55.
Jón sat í stjórn VFÍ 1952-1954
og var formaður RVFÍ árið 1956.
Hann var formaður stjórnar
námssjóðs J.C. Möller 1974-1989.
Hann var virkur félagi í Frímúr-
arareglunni í áratugi. Jón var
heiðursfélagi RVFÍ.
Útför Jóns fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
kl 15.
smiður, f. 25.2. 1971,
þeirra börn eru Íris
Björg og Anton Ingi,
b) Jón Pétur, BA í
sálfræði og lög-
reglumaður, f. 1.7.
1982. 2) Stefán, f.
25.9. 1953, d. 11.
október sama ár. 3)
Helga, ráðgjafi hjá
Capacent, f. 21.9.
1954, maki Stefán
Sigurðsson, verk-
fræðingur, f. 27.6.
1953. Dætur þeirra
eru a) Dóra, knatt-
spyrnukona og nemi í Malmö í
Svíþjóð, f. 27.4. 1985, b) Anna,
nemi, f. 9.4. 1989.
Jón ólst upp í Keflavík, en flutti
til Reykjavíkur er hann hóf nám
við Menntaskólann í Reykjavík.
Að loknu stúdentsprófi 1937
sigldi hann til Kaupmannahafnar
og lauk námi sem rafeindaverk-
fræðingur frá DTH 1943.
Mánudaginn 4. júní kvaddi elsku-
legur tengdafaðir minn Jón Anton
Skúlason þennan heim.
Þar kvaddi mikill sómamaður sem
ætíð hafði lifað með virðingu og reisn.
Hann braust til mennta með mikilli
elju og dugnaði og lagði áherslu á að
íþyngja sem minnst fjölskyldu sinni á
námsárum sínum. Þannig lifði hann
alla tíð sjálfstæður og óháður.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
var ég hálf feimin við þennan virðu-
lega mann, en það bráði fljótt af
vegna þeirrar hlýju og hreinskiptni
sem hann sýndi
Jón var mjög jákvæður maður og
þakklátur fyrir allt sem fyrir hann
var gert bæði stórt og smátt.
Hann naut lífsins lystisemda, en þó
alltaf í hófi. Enginn matur var vondur
í hans augum heldur gat verið „inter-
esant“.
Hann var mikill fjölskyldumaður
og naut samskipta við börn sín og af-
komendur þeirra og veitti það honum
mikla ánægju að fylgjast með þeim
þroskast og dafna.
Hann bar sig eins og hefðarmaður
hnarreistur og alltaf fallega klæddur.
Það var mikið jafnræði með þeim
heiðurshjónum Jóni og Ingu og alltaf
notalegt að vera samvistum við þau
bæði heima og heiman.
Það eru forréttindi að lifa með fólki
eins og þeim.
Þakka samvistirnar.
Þín tengdadóttir,
Sigríður B. Einarsdóttir.
Nú hefur þú, elskulegi afi, langafi
og vinur, kvatt í hinsta sinn.
Okkur er efst í huga hversu glaður
og jákvæður þú varst og hversu vel
þú fylgdist með okkur og sá áhugi
sem þú sýndir því sem á daga okkar
dreif. Alltaf tókstu okkur fagnandi
þegar við litum í heimsókn til þín og
ömmu og alltaf þótti okkur gaman að
koma. Ég man hvað þú varst stoltur
og ánægður þegar ég útskrifaðist
sem stúdent fyrir 10 árum en sama ár
áttir þú 60 ára stúdentsafmæli. Afi,
við minnumst þín sem hlýs og hæfi-
leikaríks afa, ekki síst minnumst við
þess hversu gaman þú hafðir af því að
bregða fyrir þig dönskunni og frönsk-
unni.
Takk fyrir allar samverustundirn-
ar sem við áttum saman. Við eigum
svo ótal margar góðar minningar og
komum alltaf til með að geyma þær í
hjarta okkar. Elsku amma, megi Guð
styrkja þig.
Inga Rós, Pétur, Íris Björg
og Anton Ingi.
Elsku afi minn.
Ég mun alltaf minnast orða þinna
og þú átt gullinn stað í hjarta mínu. Í
mínum augum varst þú maðurinn
sem vissir allt, gast allt og öllum þótti
vænt um. Ég er svo stolt af þér.
Styrktarhönd í blíðu og stríðu. Ég
mun ævinlega vera þakklát fyrir að
hafa verið stelpan þín og lært af þér
elsku afi. Þú kenndir mér á lífið og til-
veruna.
Þú varst alltaf svo jákvæður og
bjartsýnn, elsku afi, gladdist yfir litlu
hlutunum og þér var svo annt um
fólkið í kringum þig. Augun þín geisl-
uðu ætíð af lífsgleði þegar við hitt-
umst og ég get sagt þér það, afi minn,
að mín augu geisluðu líka og hjartað
brosti í hvert sinn ég var hjá þér.
Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og
þá gleði sem þú gafst í mitt líf.
Þú skildir eftir blóm hjá hverjum
þeim sem naut návistar þinnar.
Elska þig alltaf.
Þín,
Dóra.
Jóni Skúlasyni kynntist ég ungur
sem eiginmanni náinnar frænku og
föður góðs vinar, Skúla. Návist við
Jón var mjög gefandi og þægileg. Frá
öndverðu virtist mér Jón líta á okkur
frændurna sem nokkurn veginn full-
gildar persónur með þolanlegri skyn-
semi. Ég var tíður gestur í húsi Jóns
og Ingu á þessum tíma.
Af einstökum viðburðum í æsku
minnist ég þeirrar stundar er Jón
bauð fjölskyldu sinni ásamt undirrit-
uðum í bíóhús, Háskólabíó sem þá var
nýbyggt, til þess að sjá stórmyndina
Arabíu-Lawrence. Í framhaldi af
kvikmyndasýningunni var hafin um-
ræða um gang mála í löndum araba
og Tyrkja. Þetta var mikill viðburður
í þá daga sem ég minnist ennþá með
virðingu.
Jón Skúlason var fyrirmyndar
embættismaður og gegn þjóðfélags-
þegn. Hann var alþýðlegur og hafði í
frammi einkar ljúfmannlega fram-
komu. Þó var hann agaður í samræmi
við það sem best gerist meðal heims-
borgara. Hann stjórnaði stóru ríkis-
fyrirtæki með sóma, var sigldur vítt
um heim. Þetta var á þeim tíma sem
Póst- og símamálastofnun var ein-
göngu rekin í þágu neytenda og
kappkostað var að veita góða og
ódýra þjónustu.
Jón var mikill áhugamaður um
hvers konar þjóðfélagsmál og fylgdist
vel með þeim allt til hinstu stundar.
Hann var að sínu leyti framtakssam-
ur og lét verkin tala þegar svo bar við.
Frönsk menning og tækni var hon-
um einkar hugleikin. Þetta kom m.a.
fram í ströngu vali hans á bifreiðum
sem þar eru framleiddar.
Framganga Jóns til umbreytinga á
samfélagi okkar var drjúg og gæfu-
söm.
Megi fjölskylda Jóns Skúlasonar
eiga góða framtíð fyrir höndum.
Benedikt Björnsson Bjarman.
Við Jón A. Skúlason hittumst fyrst
til samstarfs í nóvember 1978 við
stofnun nýrrar félagsdeildar Frímúr-
arareglunnar á Íslandi í Keflavík og
svo sem mér stóð sú athöfn nærri
hjarta mátti vel finna það á Jóni að
hann kunni starfanum einnig mjög
vel, einmitt í Keflavík og kunni þar að
sjálfsögðu æði vel skil manna og mál-
efna.
Jón kom þar sem endranær fram
af þeirri hógværð og yfirvegun, sem
mér fannst ætíð síðan í kynnum okk-
ar vera aðalsmerki hans auk nota-
legrar og góðgjarnrar kímni þess
sem kann góð skil mannlegra sam-
skipta, en getur jafnvel við hátíðleg
og/eða alvarleg atvik kallað fram
þægilega glaðværð svo sem til að
brjóta upp á stundum nokkuð þyngra
yfirbragð líðandi stundar.
Jón var í daglegu lífi maður hlaðinn
störfum og miklum trúnaði bæði sem
opinber starfsmaður viðamikils emb-
ættis sem og annarra starfa sem hon-
um í krafti menntunnar sinnar var
fyrir trúað.
Í stjórn Frímúrarareglunnar á Ís-
landi sat hann sex ár eða allt til hann
lét þar af starfi við aldursmörk emb-
ættismanna Reglunnar. Þar áður
mörg ár sem embættismaður Lands-
stúkunnar og enn fyrr ritari stjórn-
arinnar og þakkar nú Regla hans enn
mikilsverð störf hans á hennar veg-
um og vottar aðstandendum hans
samúð.
Vegna samveru okkar og sam-
starfs í stjórn Reglunnar áttum við
Jón A. Skúlason oft á tíðum ýmiss
samskipti og vorum af því tilefni
stundum sessunautar við fundar- eða
veisluborð og minnist ég margra
slíkra ánægjustunda og skrafs um
heima og geima enda var Jón fróður
bæði um lönd og þjóðir og kunni einn-
ig frá margri skondinni sögu að segja
og skil breytilegra og mismunandi
siða og venja frá margvíslegum stöð-
um. Skiptumst við stundum á upplýs-
ingum og athugunum þessu tengt og
vantaði þegar svo bar við sjaldnast
umræðuefni.
Við reglubræður Jóns A. Skúlason-
ar söknum nú bróður í stað og vottum
honum við leiðarlok virðingu okkar og
þökk og konu hans Ingu Gröndal og
ástvinum hans öllum samúð og hlut-
tekningu.
Einar Birnir.
Fyrstu kynni mín af Jóni Skúlasyni
voru þegar mér var vísað til skrifstofu
hans við ráðningu til Landsímans á
miðju ári 1956.
Það var ljúfur, kurteis og viðfelld-
inn maður sem vísaði mér til sætis við
skrifborð andspænis hans borði.
Þarna upphófst samstarf okkar sem
varði í þrjátíu ár og vinátta skapaðist
sem entist æ síðan.
Fyrsta verkefnið sem hann fól mér
var að kynna mér sögu símans, því
eins og hann orðaði það: „Framtíðin
byggist á því að þekkja hið liðna.“
Á þessum tíma var Jón yfirverk-
fræðingur símatæknideildar en verk-
efni deildarinnar var að skipuleggja,
áætla kostnað og byggja línur og sím-
stöðvar.
Tækniþróunin var mjög hröð á
næstu árum og undir stjórn Jóns og
Sigurðar heitins Þorkelssonar, yfir-
verkfræðings radíódeildar, voru
byggð ný og endurbyggð fjarskipta-
kerfi um land allt.
Árið 1971 varð Jón Póst- og síma-
málastjóri og Sigurður framkvæmda-
stjóri tæknideildanna en hann var
einnig mjög hæfur verkfræðingur og
góður maður. Samstarf þeirra var
mjög árangursríkt.
Jón var mér frá upphafi góður leið-
beinandi, enda kallaði ég hann oft
„maestro“. Í þrjátíu ára samstarfi
okkar kynntist ég Jóni vel. Hann var
maður sanngjarn og strangheiðarleg-
ur. Jón var virðulegur og hélt sínum
glæsileik fram á síðustu daga. Aðeins
viku fyrir andlát hans fórum við sam-
an á mánaðarlegan kaffifund með
fyrrverandi samstarfsmönnum. Hann
kunni vel að meta að hitta gamla fé-
laga og þeir hann, voru þá rifjaðir upp
liðnir tímar og hvernig fjölbreytt
verkefni höfðu verið leyst ýmist við
erfiðar eða ánægjulegar aðstæður.
Erlendir póst- og símamenn luku
ætíð miklu lofsorði á samskiptin við
Jón Skúlason.
Jón var alltaf þægilegur, velviljaður
og vandur að virðingu sinni í gerðum
og framkomu enda ætíð farsæll í starfi
sínu fyrir land og þjóð.
Ég sendi fjölskyldu Jóns og sér-
staklega hans góða lífsförunaut og
eiginkonu, Ingu Gröndal, mínar
innilegustu samúðarkveðjur og óska
þeim öllum farsældar.
Ólafur Tómasson.
Jón Anton SkúlasonElsku Salvör, Halla, Sæmi og aðr-ir aðstandendur. Ykkur votta ég
mína dýpstu samúð. Megi almátt-
ugur guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Hildur Eva.
Elsku hetjan okkar!
Það er erfitt að trúa því að þú sért
farin frá okkur.
Á stundum sem þessum rifjast
upp svo margar minningar. Við
munum svo vel eftir þér þar sem þú
dröslaðist um pínulítil alltaf með
duluna þína með þér og fórst ekkert
án hennar. Eða þegar þið fjölskyld-
an voruð búin að eignast gæsina
Palla sem gæludýr og þú hljópst um
garðinn og hann á eftir þér eins og
hundur. Þú varst alltaf svo mikill
dýravinur elsku Lóa! Tókst meira að
segja fuglinn hennar Lenu Dóru í
fóstur sem hafði alltaf verið hálf-
trekktur og viti menn, eftir nokkrar
vikur hafði þér tekist að temja hann.
Seinna fékkstu svo kisann þinn sem
þú gast varla verið án, fór hann því í
ófáa bíltúra milli Lyngholts og
Reykjavíkur með þér.
Sumarið eftir 16 ára afmælið þitt
kom svo skellurinn þegar þú veikt-
ist. Af þínu æðruleysi tókstu á við
veikindin með ótrúlegum hætti. Allt-
af fékk maður bros frá þér þegar við
hittumst og alltaf skein jákvæðnin
og baráttuviljinn í gegn. Þú ætlaðir
þér alltaf að standa uppi sem sig-
urvegari í þessari baráttu og um
tíma tókst þér það.
Veikindin tóku sig svo upp aftur
öllum að óvörum og hélt þrauta-
gangan áfram fram að síðasta degi.
Elsku Lóa okkar, það er yndislegt
að hafa fengið að þekkja þig og hef-
ur það þroskað okkur á svo margan
hátt.
Við söknum þín sárt og þú skilur
eftir þig stórt skarð sem ekki verður
fyllt. Guð geymi þig elsku frænka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Halla, Sæmi og Salvör,
megi Guð vefja ykkur ást og hlýju
og bera ykkur yfir mesta söknuðinn.
Minningin um hetjuna okkar mun
lifa í hjartanu alla okkar lífsleið.
Lena Dóra, Kristján, Bjarki,
Linda Björk og fjölskyldur.
Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir frá
Lyngholti – Læk í Dýrafirði,
bernskustöðvum okkar beggja 20
ára (þótt áratugir skilji á milli), er
dáin eftir hetjulega baráttu við
krabbamein.
Skráðar og óskráðar sögur þeirra
er heyja baráttu við illvíga sjúk-
dóma einkennast yfirleitt af mann-
viti, dómgreind og kærleika þótt
þráður framtíðar, lífs og manndáða
slitni. Þannig var líka saga glæsi-
legu stúlkunnar Guðbjartar Lóu til
hinstu stundar frá 16 ára aldri.
Nú falla heit daggartár frá himni
á blómin hennar Lóu heima – því
brosa þau móti sól – eins og Lóa
þráði er hún fór um þau varfærnum
græðandi höndum. Tár sárrar sorg-
ar í umkomuleysi okkar væta vanga
og lífið verður spurn. Innst í hugum
okkar hlýtur að bærast sú vissa að
máttur kærleikans fylgir ungri sál
til æðri heima.
Því verða djúpstæðar samúðar-
kveðjur til Höllu, Sæmundar og Sal-
varar, yngri systur Lóu, Guðbjartar
ömmu og annarra syrgjenda bland-
aðar einlægri gleði yfir svo kær-
leiks- og lærdómsríkri minningu
sem Lóa skildi eftir sig.
Jenna Jensdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
HILDIGUNNUR SIGURÐARDÓTTIR,
Hamraborg 14,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
15. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem viljast minnast
hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724.
Jónas Jónsson,
Hulda Jónasdóttir, Jónas H. Þorgeirsson,
Hildigunnur Jónasdóttir,
Hrafnhildur Jónasdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGUNN EIRÍKSDÓTTIR,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
8. júní.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 15. júní kl. 11.00.
Gunnar Randrup Valdimarsson,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Hreinn Gunnarsson,
Agnes Jónsdóttir, Jón Ólafsson,
Eyrún Jónsdóttir, Stefán Stefánsson,
Guðmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.