Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR YFIRSKRIFT kvennahlaupsins í ár er „Hreyfing er hjartans mál“ í til- efni samstarfs ÍSÍ við Hjartavernd. Kvennahlaupið fer fram á morgun, 16. júní, og verða fjölmennustu hlaupin í Garðabæ kl. 14, í Mos- fellsbæ, á Akureyri og Ísafirði kl. 11, og einnig verður hlaupið t.d. í Flatey og Hrísey. Íslenskar konur hlaupa líka í Namibíu, Lúxemborg, Ísrael, Ítalíu, Kanada, Bandaríkj- unum og Búlgaríu. Markmið samstarfsins er að vekja athygli á starfi Hjartavernd- ar og beina kastljósinu að konum og kransæðasjúkdómum, einkenn- um og áhættu. Kvennahlaup ÍSÍ er einn útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 18.000 konur taka þátt árlega og geta þær valið úr 90 hlaupastöðum um allt land og einnig verður hlaupið á um 18 stöðum erlendis. Leikur er í gangi á sjova.is þar sem konur geta sent inn mynd- skeið eða myndir af undirbúningi fyrir kvennahlaupið og um leið átt von á að vinna dekurdag í Baðhús- inu. Sjá nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og leiðir á sjova.is. Gert klárt Konur í Gerðubergi sem tóku forskot á sæluna og hlupu í blíð- viðrinu í vikunni. Um 18 þúsund konur taka árlega þátt í kvennahlaupinu. Hreyfing er hjartans mál BÓKAMARKAÐUR til stuðnings starfi Hróksins meðal barna á Grænlandi verður haldinn á útitafl- inu við Lækjargötu í dag, föstudag- inn 15. júní. Þar verða bækur á öll- um aldri á góðu verði í þágu góðs málstaðar og að sjálfsögðu verða útitaflmennirnir teknir fram af þessu tilefni, segir í fréttatilkynn- ingu. Á bókamarkaðinum, sem hefst um kl. 11 á föstudagsmorgun, kenn- ir margra grasa. Skáldskapur, fræðirit, barnabækur, ævisögur, spennubókmenntir, skákbækur og tímarit, á afar góðu verði, nánast hlægilegu. Allur ágóði af bóka- markaðinum rennur til starfs Hróksins og félaga meðal barna á Grænlandi. Hrókurinn hefur und- anfarin 5 ár unnið ötullega að upp- byggingu skáklífs, einkum meðal barna, og auknum samskiptum ná- grannalandanna á sem flestum svið- um. Vinir og velunnarar Hróksins eru hvattir til að líta við á útitaflinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Útitaflið Dansinn dunar á útitafl- inu á menningarnótt, í dag verður þar bókamarkaður. Bókamark- aður á útitafli STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands fagnar niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu. Í ályktun Stúdentaráðs segir að þar sé ýmislegt staðfest sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hafi bent á síðustu ár. Í ályktun SHÍ segir m.a: – Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar hversu vel Há- skóli Íslands kemur út úr skýrslunni – kemur ekki á óvart. – Samkeppnisstaða skólanna er skökk, enda fá einka- reknu háskólarnir jafnmikið fé og þeir opinberu frá ríkinu – einsdæmi. – Jafnrétti til náms verði ekki skert með hertari inntökuskilyrðum eða inn- tökuprófum. – Ríkisstjórnin taki skýra afstöðu gegn upptöku skólagjalda í opinberum háskólum og styðji við bakið á Háskóla Íslands svo hann komist í hóp bestu háskóla í heimi. Stúdentaráð HÍ fagnar HÖFUÐBORGARSTOFA hlaut sér- staka viðurkenningu á ársþingi samtakanna European City Mark- eting í Aþenu í vikunni fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt af þessum samtökum sem samanstanda af 130 borgum í Evrópu. Tvenns konar verðlaun voru veitt, annars vegar fyrir borg sem áfangastað, og hlaut York á Eng- landi þau verðlaun, og hins vegar fyrir ferðamálastofu Evrópuborg- ar. Reykjavík var tilnefnd sem ein af fimm ferðamálastofum borga og hlaut Gautaborg verðlaunin. Viðurkenning FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfs- bjargar lsf. hefur sent áskorun til þingflokksformanna stjórnmála- flokka á Alþingi þar sem skorað er á Alþingi „að nota tækifærið við þær breytingar sem er verið að gera á al- mannatryggingalögunum og leið- rétta það óréttlæti sem felst í því þegar aldurstengd örorkuuppbót fellur niður við 67 ára aldur og ör- yrki flyst af örorkulífeyri yfir á elli- lífeyri. Við það eitt að verða 67 ára og fara af örorkulífeyri yfir á ellilíf- eyri geta bætur öryrkjans lækkað um allt að 24.831 kr. á mánuði.“ Vilja leiðréttingar STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, útivistarsvæði við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. Formaður stjórnar úti- vistarsvæðanna var kjörinn Kjart- an Magnússon borgarfulltrúi. Útivistarsvæði FÓLK sem borðar fisk á auðveldara með að léttast, er lengur mett og hefur minni blóðfitu en fólk sem leggur sér ekki sjávarfang til munns. Þetta er meðal þess sem kom fram í meistaraverkefnum þriggja næring- arfræðinga í vor. Rannsóknir þeirra Elvu Gísladótt- ur, Berthu Maríu Ársælsdóttur og Atla Arnarsonar voru hluti af sam- evrópsku verkefni sem miðar að því að auka þekkingu á næringar- fræðilegum áhrifum sjávarafurða. Þátttakendur í rannsókninni voru hátt á þriðja hundraðið á aldrinum milli tvítugs og fertugs og voru allir of þungir. Í átta vikur var þeim skipt í fjóra hópa og voru allir settir á sama mataræðið að fiskmetinu und- anskildu. Einn hópurinn fékk engan fisk og hylki með lyfleysu, annar fékk þorsk að borða þrisvar í viku, þriðji lax og fjórði hópurinn fékk hylki með fiskolíu. Fiskætur léttast hraðar Viðmiðunarhópurinn sem fékk lyf- leysuna léttist að meðaltali um 4,4 kíló á þessum átta vikum, þeir sem fengu þorsk eða fiskolíu léttust um 5,4 kíló og þeir sem borðuðu lax létt- ust örlítið meira, eða um 5,5 kíló. Hópurinn sem neytti fiskafurða létt- ist því að jafnaði um eitt kíló umfram þá sem gerðu það ekki. Niður- stöðurnar voru sérstaklega áhuga- verðar fyrir karlmenn en þeir sem fengu laxinn léttust um sjö kíló en fé- lagar þeirra sem fengu engan fisk misstu aðeins rúm fimm kíló. „Þeir sem fengu magran fisk léttust líka, ekki bara þeir sem fengu feita fisk- inn. Það eru því ekki bara omega-3- fitusýrurnar sem hafa áhrif,“ segir Elva. Atli Arnarson skoðaði áhrif fisk- neyslu á matarlyst og komst að því að fiskfita, í hylkjum eða úr laxi, gerði fólk saddara en annað fæði. Feitur fiskur hentar því vel þeim sem vilja minnka við sig í mat. Mag- ur fiskur eins og þorskur hafði ekki sömu áhrif á matarlyst. Bertha María Ársælsdóttir komst að því að neysla á fiski og lýsi hafði þau áhrif að heildarblóðfita þátttak- enda minnkaði. Ennfremur kom í ljós að omega-3-fitusýrur vernda hagstæða blóðfitu. Of hátt hlutfall blóðfitu hefur verið tengt hjarta- sjúkdómum, meðal annars er það talið þrefalda áhættuna á krans- æðastíflu. Landsmenn að fitna og borða minni fisk SEAFOODplus YOUNG- verkefnið er samstarfsverkefni fimm þjóða, Íslands, Spánar, Írlands, Portúgals og Spánar. Markmið þess er að kanna næringarfræðilega eig- inleika sjávarafurða og hvernig þeir nýtast til heilsueflingar og forvarna hjá ungum evrópskum fjölskyldum. Þessi angi verkefnisins beinist sérstaklega að þyngdarstjórnun, en nú eru um 1,6 milljarðar jarðarbúa yfir kjörþyngd. Búist er við að þessi tala hækki hratt á næstu árum og að sama skapi fjölgi þeim sem kljást við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki II og aðra fylgikvilla offitu. Rétt tæpur helmingur Íslendinga er of feitur og þetta hlutfall er á stöð- ugri uppleið. Síðustu ár hefur fisk- neysla ungra Íslendinga dregist verulega saman, sérstaklega meðal ungra karlmanna og íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Fiskolía er mettandi og lækkar blóðfitu Karlar léttast hraðar ef þeir borða lax Morgunblaðið/ÞÖK Hollur fiskur Elva Gísladóttir og Atli Arnarson hafa komist að því að fisk- meti hjálpar fólki að léttast. Á myndina vantar Berthu Maríu Ársælsdóttur. Fiskur lækkar óæskilega blóðfitu en verndar hina hagstæðu Í HNOTSKURN »Auk hjartasjúkdóma ogsykursýki II hefur offita verið tengd vissum tegundum krabbameins, sérstaklega brjósta- og ristilkrabbameini, og alls kyns álagssjúkdómum á borð við brjósklos. »Fyrri rannsóknir hafa sýntað neysla fisks og lýsis get- ur haft góð áhrif í baráttunni við marga ólíka sjúkdóma, til dæmis fæðingarþunglyndi, hjarta- og æðasjúkdóma og gigt. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 10 0 06 /0 7 High Peak Redwood Þolmörk: -3C° Þyngd: 1,9 kg Svefnpokar - mikið úrval Tilboðsverð: 5.990 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.