Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 13
MORGUNBLAÐINU hafa borist
eftirfarandi athugasemdir Ríkis-
endurskoðunar vegna umræðu um
skýrsluna „Kostnaður, skilvirkni
og gæði háskólakennslu“. Millifyr-
irsagnir eru blaðsins.
„Skýrsla stofnunarinnar fjallar
eins og heiti hennar gefur til kynna
um kostnað, skilvirkni og gæði há-
skólakennslu. Milli þessara þátta
eru viss tengsl en því fer þó fjarri
að stofnunin setji jafnaðarmerki
milli þeirra eða geri einn rétthærri
öðrum.
Skýrslan er sú fyrsta sinnar teg-
undar þar sem reynt er að meta ís-
lenska háskóla út frá kostnaði, skil-
virkni og gæðum kennslunnar. Í
þessari úttekt er að hluta til tekið
mið af alþjóðlegum mælikvörðum
við mat á háskólastarfi og raunar
naut stofnunin við undirbúning út-
tektarinnar aðstoðar erlendrar
rannsóknarstofnunar sem fæst við
rannsóknir á háskólastiginu. Engu
að síður má líta svo á að um þróun-
arvinnu sé að ræða. Stofnunin
þurfti t.d. víða að laga mælikvarða
að íslenskum veruleika og taka mið
af athugasemdum skólanna og
þeim upplýsingum sem voru í senn
fáanlegar og samanburðarhæfar.
Þetta skýrir m.a. það að ýmsar
breytingar urðu frá drögum skýrsl-
unnar til endanlegrar gerðar henn-
ar, t.d. að fallið var frá því að gera
samkeppnisfé til rannsókna að eig-
inlegum mælikvarða á akademíska
stöðu háskóla. Það er því rangt að
þær breytingar hafi verið gerðar til
að hagræða niðurstöðum, enda eru
upplýsingar um samkeppnisfé skól-
anna birtar í skýrslunni.
Skilvirkni metin út frá fjölda
brautskráðra nemenda
Í umræðu um skýrsluna hefur
sömuleiðis verið fullyrt að brottfall
nemenda frá námi sé ekki reiknað
inn í heildarmat á skilvirkni náms-
ins. Þetta er líka rangt. Í skýrsl-
unni er skilvirkni ævinlega metin
út frá fjölda brautskráðra nemenda
en ekki út frá heildarfjölda innrit-
aðra nemenda.
Í skýrslunni er hvergi gefið í
skyn að það sé mælikvarði á gæði
háskólakennslu að skólar séu ódýr-
ir, eins og fullyrt hefur verið. Þar
er þvert á móti bent á að hár kostn-
aður geti verið vísbending um hátt
þjónustustig við nemendur. Það er
hins vegar hlutverk Ríkisendur-
skoðunar að kanna hvernig það
skattfé almennings sem ríkið veitir
til einstakra stofnana og verkefna
er notað og hvort það sé gert á
hagkvæman, skilvirkan og árang-
ursríkan hátt, hvort sem verkefnin
eru unnin af ríkisstofnunum eða
einkaaðilum. Af þeim sökum leit-
aðist stofnunin m.a. við að bera
saman heildarkostnað einstakra
skóla á hvern skráðan og braut-
skráðan nemanda.
Ekki endanlegur mælikvarði
á ágæti íslenskra háskóla
Ríkisendurskoðun tekur undir
það sjónarmið að akademísk staða
háskóla, þ.e. menntun kennara og
rannsóknarvirkni, og gæði kennslu
séu tveir aðskildir þættir. Akadem-
ísk staða gefur þó til kynna hvort
skólarnir hafi yfir að ráða vel-
menntuðu starfsfólki sem fylgist
með nýjungum á fræðasviði sínu og
reynir að stuðla að framþróun
þess. Að því leyti er hún viss for-
senda gæða. Um það hljóta jafnt
forstöðumenn háskóla sem yfirvöld
menntamála að vera sammála.
Ríkisendurskoðun leggur
áherslu á að úttekt hennar er ekki
endanlegur mælikvarði á ágæti ís-
lenskra háskóla heldur einungis
viðleitni til að opna umræðuna um
það hvernig megi meta þá. Í
skýrslunni eru enda víða settir
fram fyrirvarar um túlkun ein-
stakra atriða. Stofnunin ítrekar
einnig það sjónarmið sem sett er
fram í skýrslunni „að stjórnvöld
eigi að vinna að því að þróa mæli-
kvarða á kostnað, skilvirkni og
gæði háskóla og láta gera úttektir
með reglulegu millibili“.
Að lokum hvetur Ríkisendur-
skoðun jafnt skólafólk, stjórnmála-
menn, fréttamenn og almenning til
að kynna sér skýrslu stofnunarinn-
ar og ræða um efni hennar á mál-
efnalegan hátt.
Skýrslan „Kostnaður, skilvirkni
og gæði háskólakennslu“ í heild
sinni: http://www.rikisend.is/files/
skyrslur_2007/haskola-
kennsla_2007.pdf
Athugasemdir Rík-
isendurskoðunar
í góðu tjaldi
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Tjaldaland
Útilífs er við
hliðina á
TBR-höllinni
The North Face Tadpole
2ja manna
Göngutjald.
Verð 32.990 kr.
Troðfull flöt af
uppsettum
tjöldum!
SUÐURLAN
DSBRAUT
SUÐURLAN
DSBRAUT
GNOÐAR
VOGUR
GLÆSIBÆ
R
T
B
R
1
T
B
R
2
Á
L
F
H
E
IM
A
R
G
R
E
N
S
Á
R
S
V
E
G
U
R
Tjaldaland
Taranto Plus 6 manna
Fjölskyldu-braggatjald með tveimur
svefntjöldum. Stórt fortjald
með dúk milli svefntjaldanna.
Opnast á tvo vegu.
Verð 29.990 kr.
Como 4ra og 6 manna
Fjölskyldutjald með tveimur svefntjöldum.
Fortjald er á milli svefntjaldanna.
Tveir inngangar.
Verð 14.990/19.990 kr.
Andros 6 manna
Fjölskyldu-braggatjald með tveimur
svefntjöldum. Stórt fortjald með dúk.
Öflugar álsúlur.
Verð 42.990 kr.
Lindos 6 manna og 8 manna
Fjölskyldu-braggatjald með
mikilli lofthæð. Rúmgott fortjald.
Öflugar álsúlur.
Verð 44.990/49.990 kr.
The North Face Rock
2ja manna
Göngu-kúlutjald.
Verð 22.990 kr.
Njóttu sumarsins
Nevada 3ja manna
3ja og 4ja manna sígilt kúlutjald.
Verð 6.990kr.
Kira 3ja og 4ra manna
Kúlutjald með fortjaldi.
Verð 8.990/10.990 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
37
74
6
05
/0
7
Fréttir á SMS