Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 22
|föstudagur|15. 6. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Ég kýs auðvitað að verjahelgunum mestmegnismeð börnunum mínum.Ég á nefnilega þrjú börn
á aldrinum fjórtán, sjö og sex ára og
er fjórða krílið á leiðinni enda er ég á
kafi í brjálaðri hreiðurgerð þessa
dagana," segir Anna María Hjálm-
arsdóttir, ein af starfskonum Aflsins
á Akureyri, systursamtaka Stíga-
móta á Norðurlandi. Aflið ætlar að
efna til tónleikaveislu í kvöld á Ak-
ureyri til styrktar eigin starfsemi.
„Góð helgi hjá mér snýst um að
vakna með börnunum, koma í þau
morgunmat og kveikja svo á barna-
efninu til að fá frið til að skríða að-
eins upp í aftur. Síðan þarf nátt-
úrulega að rúlla sér í
morgunsturtuna stuttu síðar svo
hægt sé að taka deginum með brosi
á vör.
Okkur finnst voða gaman að fá
okkur bíltúr eitthvað út í buskann.
Jólahúsið í Eyjafirði er til dæmis
mjög vinsælt hjá fjölskyldunni allan
ársins hring og svo er gjarnan ís-
stopp inni í Vín eða í Brynju á Ak-
ureyri, sem selur hinn eina sanna
Brynju-ís, áður en haldið er í Bónus-
leiðangurinn. Mér finnst líka gaman
að fara á kaffihús eða í bíó í góðra
vina hópi og svo er alltaf gaman að
skreppa í sveitina til tengdaforeldra
minna sem búa á Vaði í Reykjadal
eða til foreldra minna á Húsavík,“
segir Anna María..
Aflið var stofnað árið 2002 upp úr
tilraunaverkefni Stígamóta fyrir
norðan. „Stígamótakonur komu
norður og komu okkur af stað. Fyrst
í stað vorum við húsreka, fengum
síðan inni við Tryggvabraut 22 og
fer starfsemin ört vaxandi.“
Ein kona í viku hverri
„Við veitum þolendum heimilis-
ofbeldis og kynferðisofbeldis ráðgjöf
og rekum sjálfshjálparhópa. Að jafn-
aði kom ein ný manneskja til okkar á
viku hverri í fyrra sem þýðir 52 nýja
einstaklinga. Sjálfshjálparhóparnir
voru fjórir í fyrra, en okkur sýnist að
þeir verði sjö í ár.
Þörfin er greinilega að aukast.
Okkur vantar því fé til að halda
áfram enda er mikið af starfinu, sem
hér fer fram, unnið í sjálfboða-
vinnu,“ segir Anna María, en hún
vaktar síma Afls allan sólarhringinn
ásamt þeim Sæunni Guðmunds-
dóttur og Viktoríu Jóhannsdóttur.
„Starfsemi Aflsins er byggð upp á
sömu hugmyndafræði og Stígamót.
Þetta eru grasrótarsamtök, sem í
eru mest sjálfboðaliðar, sem hafa
mátt þola heimilisofbeldi í einhverri
mynd.
Hægt er að ná í okkur á öllum tím-
um sólarhringsins auk þess sem við
höfum verið með neyðarvakt allar
verslunarmannahelgar með hjálp
góðra manna,“ segir Anna og bætir
við að búast megi við allt að fimm
þúsund gestum til Akureyrar um
helgina enda margt að gerast í bæn-
um þessa þjóðhátíðarhelgi. Dagskrá
styktartónleikana, sem fram fara á
veitingastaðnum 1929, er hin glæsi-
legasta, að sögn Önnu Maríu, enda
koma fjölmargir listamenn fram.
Allir ættu því að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Fram koma m.a.: Helgi
og hljóðfæraleikararnir, Skátar,
Bloodgroup, Eyþór Ingi og Unnur
Birna, The Ones, Miri og Fíllinn
verður með uppistand. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.00. Aðgangseyrir er
1.500 krónur og er aldurstakmark 18
ár.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Uppáhalds göngutúrinn:
Inni í Kjarnaskógi.
Besti tími dagsins:
Kvöldin þegar klukkan
er að skríða í miðnætti.
Uppáhalds sundlaugin:
Auðvitað er það Sundlaug
Akureyrar.
Besti maturinn:
Lambahryggur með öllu.
Besti matsölustaðurinn:
Kínverski veitingastaðurinn
Pengs.
Fallegasti staðurinn á land-
inu: Ljósavatn í Ljósavatns-
skarði, sem mamma mín
kallar Fögrusveit.
Anna María mælir með...
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Á TÍSKUVIKUNNI í Rio de Janeiro í
Brasilíu nýlega sýnduhönnuðir vor- og
sumartískuna 2008. Brasilía er sífellt
mikilvægari í tískuheiminum samhliða
frægð sífellt fleiri brasilískra fyr-
irsætna, sem margar njóta al-
þjóðahylli. Engin er þó þekktari en Gi-
sele Bundchen, sem meðal annars er
fræg fyrir fyrirsætustörf sín fyrir
bandaríska undirfatafyrirtækið Vic-
toria’s Secret.
Æsingurinn var því mikill þegar Gi-
sele gekk sýningarpallinn fyrir tísku-
húsið Colcci. Margir þurftu frá að
hverfa og var Gisele vel fagnað enda er
þetta eina sýningin sem hún kemur
fram í í tískuvikunni.
Gisele hélt blaðamannafund með
nokkrum útvöldum blaðamönnum eftir
sýninguna. Þar neitaði hún því að hún
ætti von á barni með kærastanum sín-
um, bandaríska fótboltamanninum
Tom Brady, en sagðist þó hafa hug á
því að stofna fjölskyldu síðar. „Ég ólst
upp í sveitinni og mig langar til þess að
mín eigin börn geti hlaupið frjáls um
og elt kjúklinga og blandað geði við
kýrnar.“
Gisele notar líka sviðsljósið til að
vekja athygli á ýmsum málefnum. Hún
er mikill andstæðingur smokkabanns
og segir viðhorf kirkjunnar úrelt. „Að
banna smokka er fáránlegt, ímyndið
ykkur alla sjúkdómana sem fylgja því.
Hvernig er það mögulegt að banna
fólki að nota smokka og á sama tíma
banna fóstureyðingar? Þetta er ekki
hægt, því miður,“ sagði hún í samtali
við brasilískt dagblað.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir
frá upphafi tískuvikunnar en sundföt
setja að sjálfsögðu svip sinn á hana.
Sommer Frumlegur klæðnaður
í óvenjulegri litasamsetningu.
Colcci Gisele kann sannarlega
að stilla sér upp fyrir ljósmyndarana.
Lenny Brasilíska leikkonan og fyrir-
sætan Leticia Birkheuer situr fyrir.
TNG Fegurðardrottningarblár fyrir
ungfrú Brasilíu Nataliu Guimaraes.
Colcci
Gisele
Bundchen
skínandi
skær í stutt-
um gullkjól.
Reuters
Gisele
stjarnan
í Ríó
Anna María Hjálmarsdóttir er ein af starfskonum
Aflsins sem stendur að tónleikaveislu í kvöld
Börnin og bíltúrar út í buskann