Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elías skrifaði fyrstu nútímalegu Reykja- víkursögurnar um miðja síðustu öld, opn- aði reykvískt sögusvið í íslenskum skálda- sagnaheimi þar sem baslað var í bröggum, drukkið og hórast, talað með slettum og slangri og erlendir hermenn vermdu bari og ból: sjálft litríkt lífið sem sagt í allri sinni dýrð. Elías skóp eigin sagnaheim þar sem hann kunni að lýsa öllu af fumleysi sagnameistarans sem fundið hefur sinn tón og öðlast eigin sýn á menn- ina. Hann náði að lýsa því hvernig mestu umbrot Íslandssögunnar orkuðu á líf stúlku sem hét Sóley og pilts sem kallaður var Bambínó. Öllu fleiri urðu kannski ekki teljandi af- rek hans á bókmenntasviðinu undir eigin nafni, enda þó nokkuð. Hann orti að vísu nokkur ljóð í ótrúlega fjölbreyttum stíl sem spannaði frá 17. öld og fram á okkar daga, til dæmis fyrstu nútíma-slitruna sem margir þekkja: „anta- jafnan etur -bus“ o.s.frv. og eitt fegursta ástar- ljóð sinnar kynslóðar sem hefst á orðunum „Mér er í mun …“ og ég man að stúlkurnar í setningunni í Blaðaprenti höfðu hangandi uppi á vegg hjá sér. Þar urðu kynni okkar Elíasar mest – ásamt Andreu Jónsdóttur var hann minn lærimeistari í öllu sem að prófarkalestri laut á Þjóðviljanum. Hann var prófarkalesara skáldleg- astur – eins og Ólafur Kárason hefði hann losnað við að lenda í kvenfólk- inu – en um leið ákaflega formfastur. Hann sat teinréttur, mjór og ljós á stól sínum, með svarta pennann sinn vísandi beint fram á meðan sígarett- an brann sínum hljóða bruna í munn- stykkinu góða í öskubakkanum. Þar vann Elías sín hljóðu afrek. Prófarkalesarinn tekur sér stöðu í texta annars manns og þarf að vera bæði auðmjúkur og stoltur. Hann þarf að kunna skil á óteljandi blæ- brigðum íslenskunnar og unna henni heitt; hann þarf að hafa unun af að Elías Mar ✝ Elías Mar fædd-ist í Reykjavík 22. júlí 1924. Hann andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 23. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 6. júní. hugsa um náttúru greinarmerkja og muninn á sögnunum að geisa og geysa; hann þarf að starfa innan ólíkra stílsniða og stíltegunda, vera óforbetranlegur viskubetrungur, vita betur en stjarneðlis- fræðingur hvernig út- skýra skal einhver undur geimsins; hann þarf að vera veiðimað- ur sem sér villuna út undan sér á löngu færi og hremmir hana – og hann þarf að vera örlátur … Elías Mar var afburðagóður próf- arkalesari vegna þess að hann var skáld og rithöfundur sem allt nam sem á vegi hans varð. Vinir hans og samferðamenn úr skáldahópi leituðu mjög til hans við ritun minninga sinna því hann vissi ekki einungis hvar og hvernig orðin skyldu skrifuð heldur vissi hann líka upp á hár hvað hafði gerst. Það var mikil skemmtun að sitja hjá honum á Birkimelnum og hlusta á hann segja sögur, hylja sig reyk af og til úr munnstykkinu góða sem annars fékk að hvíla í ösku- bakkanum með hljóðum bruna. Þegar gömlu kommarnir voru að kveðja hver annan í minningargrein- unum í gamla daga í Þjóðviljanum sögðu þeir stundum: við sem eftir lif- um drúpum höfði. Einhvern veginn hafði j-ið, þessi mjói og háttvísi staf- ur, undarlegt lag á því að troða sér þar svo að orðið fór að leka og menn tóku að drjúpa höfði. Sjálfur minnist ég Elíasar með hlýju og virðingu. Guðmundur Andri Thorsson. Nokkur fátækleg orð um vin minn, rithöfundinn og lífskúnstnerinn Elí- as Mar. Í fyrsta lagi þá er hann far- inn frá okkur fyrir fullt og allt og verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í dag. Í öðru lagi veit ég eig- inlega ekki hvar ég á að byrja. En eins og í öllum sögum er sennilega best að byrja á byrjuninni, þ.e.a.s. frá mínum bæjardyrum séð. Ég var tuttugu og fjögurra ára gamall þegar ég mætti fyrst til vinnu á Þjóðviljanum sáluga í byrjun árs 1988 og þar með hófst einhvers kon- ar blaðamannaferill. Það leið ekki á löngu þar til leiðir okkar Elíasar Mar lágu saman einfaldlega vegna þess að ég var illa skrifandi ung- menni og hann ákaflega vel máli far- inn og agaður íslenskumaður í próf- arkalestri. Það gerðist aldrei að hann nálg- aðist mig eða nokkurn annan með yfirlæti eða drambi til að setja ofan í við þennan kiðling sem þóttist vera blaðamaður. Elías Mar kenndi mér öðrum fremur að reyna að skrifa betur en ég get. Ísfirðingar hafa sjaldan verið vel að sér í frægum Reykvíkingum þannig að það tók mig nokkra stund að uppgötva að Elías átti sér sögu sem skáld, rithöfundur, bóhem og það sem á hans yngri árum var kall- að hómósexúell eða kynvillingur. Seinna lærði ég sannleikan um hug- takið bísexúalisma – og er það ekki hvað síst honum að þakka. Það tók hins vegar ekki nema nokkrar mín- útur að gera sér grein fyrir að Elías var mikill sómamaður og falleg sál. Ritverk Elíasar Mar hafa farið hljótt undanfarna áratugi og hann hefur lengst af verið algerlega van- metinn af íslenskri bókmenntamafíu – og vonandi fyrirgefst mér orð- bragðið, en skilyrði Morgunblaðsins um lengd minningargreina leyfa ekki langar útskýringar. Fyrst var hann álitinn vonarneisti ungra rit- höfunda og sannanlega er hann einn af glæsilegri fulltrúum sinnar kyn- slóðar í íslenskum kveðskap og heimsborgarlegri menningu. Hans tími mun koma og hann mun lifa marga sem þykja skara framúr í dag. Laugavegur 11, kaffihúsið þar, var þungamiðja íslenskra skálda, ann- arra listamanna, gleðikvenna og -drengja í árdaga þessarar þjóðar á fyrstu augnablikum endurheimts sjálfstæðis. Efnalitli drengurinn, einstæði ömmustrákurinn, var þar fastagestur og varð einn af uppá- halds sonum þeirra sem þóttust hafa umboð til útgáfu rithöfundavottorða á þeim tíma og nokkurra sem virki- lega höfðu vit á bókmenntum. En þegar frumleikinn brá af þeim og rykið settist og þeir uppgötvuðu hæfileika Elíasar til að elska og hrí- fast jafnt af körlum og konum, urðu margir stórir og smáir til að hlaupa í holu sína og gleyma fyrri yfirlýsing- um. Saga hans, Vögguvísa, verður alltaf tímamótaverk og hugrökk nálgun ungs höfundar á samtíma sínum, hvað sem hver segir. Og þeg- ar við samkynhneigðir, tvíkyn- hneigðir og þeir sem hafa leiðrétt kyn sitt horfa í baksýnisspegilinn verður þakklætið alltaf efst í huga. Ritverk hans bíða öll endurprent- unar – og útgefanda með vísi að beini í nefinu. Allt sitt líf var Elías Mar hógvær og kurteis maður. Sérvitur og þrjóskur, kíminn og einstaklega for- vitinn um það sem honum þótti merkilegt. Umfram allt var hann ein- staklega falleg manneskja sem við sem þekktum hann munum sakna eins lengi og við drögum andann. Heill þér Elías Mar – ég sé þig meðal engilfagurra þegar þar að kemur. Þinn, Heimir Már. Þyngdarpunkturinn var ofarlega á Elíasi Mar enda teygðist hann mjög í loft upp, og efst á honum stórt og voldugt höfuð. Að þessu þurfti nokk- uð að hyggja þegar við sáumst síðast í ferð pólitískra erinda út fyrir Birki- melsdyr í hálku og stóðum saman með fjóra fætur og stafinn fimmta. Að vísu trúði skáldið mér fyrir því að við ættum ekki lengur fullkomna samleið, en vildi þó styðja mig minn spöl ef ég styddi hann sinn spöl. Það var víst út af ESB. Mér fannst í bili mikilvægast að hvorugur dræpist á svellinu. En Elías vildi hafa allt opið og einlægt okkar á milli þótt hann væri leiður að þurfa að segja mér þetta. Það var alltaf, þótt litlu munaði þegar hann þurfti að hlusta á erindi mín um vélrænan prófarkalestur sem málshefjandi taldi geta einfald- að verkið verulega og göfgað manns- andann í leiðinni þannig að lesturinn yrði stílathugun en ekki villuleit. Elí- as þagði drjúga stund. Og var þó ófeiminn að láta í ljósi afstöðu sína á þessum kvöldvöktum á Þjóðviljan- um. Um menningarsnauða stjórn- málamenn, til dæmis. Ekki síður um prentara sem skildu eftir sig hár á upplímdri offsetsíðu. – Sumir blaða- menn væru að vísu þannig að best væri að bera einungis ábyrgð á að út- rýma hjá þeim stafsetningarvillum en láta þá einráða um ævintýri sín í stíl. Hann var annars einhver besti prófarkalesari á landinu. Þess naut Þjóðviljinn en líka bókaforlögin þeg- ar eitthvað þurfti að lesa vel. Fær, nákvæmur og kröfuharður – sú at- vinna valdist honum í staðinn fyrir að Elías Mar yrði að samfelldu stór- skáldi. Því Elías á svo merkilegan hlut í sögu eftirstríðstímans, sér- staklega sjötta áratugarins, að bók- menntafræðingarnir eru rétt núna byrjaðir að átta sig á því. Ég spurði hann einusinni af hverju hann hefði „hætt“ að skrifa eftir Sóleyjarsögu, og fékk ekkert alminlegt svar. Gagnrýnin hafði ver- ið hörð, og svo voru efnin ekki mikil – engir launasjóðir til. Sjálfur held ég að á tímum kaldastríðs og fjallkon- urómantíkur hafi Elías eiginlega lokast inni og Íslendingar varla skil- ið hvað hann var að fara, eða ekki viljað skilja. Og svo þótti voðalegt málfar á bókunum af því sumar per- sónurnar tala reykvískt samtíma- slangur: bús, splæsa, geim. Þessi verk voru auðvitað alltof mikil kommúnismus fyrir borgaraskapinn – en ekki heldur nógu hreinræktuð bjartsýni handa sveitasósíalisman- um. Sá munur er líka á okkar manni og öðrum að lýsa Sódómu við sundin blá að hinir eru allir aðhraktir úr ein- hverjum skagafirði en Elías Mar Cæsarsson fæddist upp hjá ömmu sinni í gömlu Reykjavík og horfir á borgina verða til innanfrá – með fá- tækt og ástandi og veltuárum. Hvað bókmenntafræðingarnir athugi. Elíasi kynntist ég smástrákur sem vinnufélaga mömmu og skemmtileg- um manni í veislusetum heima. Og af því hann var eini homminn sem við félagarnir þekktum til á unglingsár- um spurðum við hann út í þann veru- hátt. Einhverntíma þegar við slupp- um inn á hádegisbarinn á Borginni. Því svaraði hann hreint en varlega. Þá var það frá. Þessi hlýi snillingur átti líka til að skemmta fólki með allskonar smávit- leysu. Hann safnaði til dæmis góðum skiptingarvillum sem ég man núna bara þá frægustu: „kyndill“ – sem tölvum þess tíma fannst viðeigandi að skipta milli lína í annarsvegar kyn- og hinsvegar -dill; þá snerist til dæmis „kyndill frelsisins“ að merk- ingu í nokkuð óvænta átt. Gamanið í þessari limru frá jóla- föstu 1987 er í svipaða veru. Heitir X-mas: Í borginni Bor de a ux er bardóða, þekkt fyrir slux, sem er heit af að hux’um og er helzt á þeim buxum – að hefja sig bráðum til flux. Aðra smávísu fékk ég senda eftir að langur pistill í helgarblaðið tor- veldaði kvöldvakt á Síðumúla 6. Hún heitir Leirhundur: Marðar hundinn mikla láng- mætti niður skera. Þá myndi hann kannski fara að athuga sinn gáng um það hvursu lángir hundar mega vera. Og þá er að athuga þann gang. Bless, Elías. Chi-baba ... Mörður Árnason. Elsku amma. Mig langar til að kveðja þig með nokkr- um orðum. Ég á margar góðar minningar um þig, amma mín. Þegar ég var yngri naut ég þess að vera í pössun hjá þér og man ég vel eftir því þegar við fórum í leikfimi með konunum í Hvassaleitinu. Ég fékk alltaf að taka þátt og vera með og þú varst svo montin með mig. Þú tal- aðir vel og lengi um þennan tíma, líka þegar við löbbuðum frá Hvassaleitinu niður á Háaleitisbraut. Við lentum í mestu rigningu sem þú mundir eftir. Þú varst í spánnýrri regnkápu sem þú hafðir keypt í Ameríku. Þegar við komum svo aftur heim vorum við báð- ar gegnblautar og þú varst svo svekkt yfir að kápan hefði ekki varið þig bet- ur. Þú studdir mig í náminu og fylgdist vel með því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú fræddir mig um gamla daga og sýndir mér fram á hve mikils virði lífið og fjölskyldan er manni. Ég veit að þú baðst fyrir mér, að mér Brynja Þórðardóttir ✝ Brynja Þórð-ardóttir fæddist á Eskifirði 10. mars 1921. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 27. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 11. júní. gengi vel í náminu mínu. Þú varst svo ánægð að ég skyldi vera að klára stúdent- inn. Ég sá þá ekki fyrir að þetta yrði okkar hinsta stund saman, því um nóttina kvaddir þú okkur. Það var svo mikill friður yfir þér, þú varst sátt og tilbúin að fara. Elsku amma, hann er ómetanlegur sá stuðningur og sú um- hyggja sem þú veittir okkur Katrínu Þóru. Það eru forrétt- indi að hafa átt svona góða ömmu að, eins og þú reyndist okkur. Þið afi vor- uð alltaf svo glöð að sjá okkur og fá okkur í heimsókn til ykkar. Þú sagðir við mig á spítalanum að það væri erf- itt að fæðast og erfitt að sætta sig við að deyja, en að kveðja þig í hinsta sinn, amma mín, reynist mér næstum um megn. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér heima hjá okkur í Grundarási og ekki síst austur í „Kofa“. Ég trúi því og veit að þú ert komin á góðan stað til hans afa Skúla þar sem þið fylgist vel með okkur. Ég kveð þig amma mín, amma Billa, eins og ég kallaði þig og bið góð- an guð að styrkja okkur sem eftir lif- um í sorg okkar. Þín Arna. Elsku amma, Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Upp í hugann koma margar góðar minningar um þig og afa. Þegar ég var lítil sótti afi Skúli mig oft til dagmömmu og fór með mig á Hrísateiginn til þín, þar sat ég uppi á borði í eldhúsinu og tíndi upp í mig saltkjötsbita. Þetta man ég vel og enn í dag er saltkjöt í miklu uppáhaldi hjá mér. Afi var kjötiðnaðarmaður, og mikið var talað um mat á ykkar heim- ili og alltaf góður matur á boðstólum svo sem súpukjöt, svið og auðvitað saltkjöt. Það var oft talað um hvað ætti að vera í matinn næsta dag þegar við vorum að borða. Þegar við buðum ykkur í mat fékk ég að hringja og sagði að það yrði siginn fiskur í mat- inn, þetta fannst mér voðalega fyndið og þið voruð alltaf jafn hissa að fá fína steik. Á jólunum var órjúfanleg hefð að borða rjúpur sem afi og pabbi veiddu. Þegar ég kom með mömmu og pabba á Hrísateiginn tíndi ég oftast eitt lakkrísblóm fyrir utan húsið og gaf þér, það var svo góð lakkríslykt af því og þú settir það í lítinn vasa og varst alltaf jafn ánægð. Ég var oft í pössun á Hrísateign- um. Þá man ég vel eftir því hvað mér fannst gaman að skoða alla fallegu hlutina í stofunni. Ég skoðaði fallegu litríku glösin í stofuskápnum og fékk stundum að drekka úr litlu glösunum. Stytturnar þínar voru ævintýri fyrir mér og ég gat setið lengi og horft á þær. Við hlustuðum líka á plötur, dönsuðum saman og þú kenndir mér fugladansinn. Ég fékk líka að máta kjólana þína, sem þú keyptir úti á Spáni, þó þeir væru auðvitað allt of stórir og háhæluðu skóna sem voru ótal margir. Þarna kviknaði ef til vill skóáhugi minn og þú gafst mér og Örnu mörg pörin nú í seinni tíð. Þegar mamma fór í vinnuna og ég var eitthvað stúrin fórum við ósjaldan út í Raggasjoppu og keyptum popp og spjölluðum við Ragga. Við fórum líka oft í Laugardalslaugina og þar kennd- ir þú mér að synda baksund undir brúnni. Þú kenndir mér ýmsar bænir og guðrækni. Þegar þú kenndir mér faðir vorið lágum við uppi í rúmi og breiddum slæðu fyrir augun. Ég átti einnig ógleymanlegar stundir með þér og afa austur í kofa þar sem við lágum oft í sólbaði í laut- inni og létum okkur líða vel. Þegar ég fór í Versló voruð þið flutt í Hvassaleitið og ég kom stundum í hádeginu til ykkar afa og fékk hádeg- ismat. Þegar ég kynntist Hauki buð- uð þið hann velkominn í fjölskylduna. Þér þótti mjög vænt um Kötlu Björt og Arnór Ara og þú varst alltaf að gefa þeim eitthvað fallegt og þegar þau komu til þín upp á spítala sagðir þú eru nú englarnir mínir komnir. Elsku amma Billa, við vorum alltaf svo góðar saman og ég á ótal góðar minningar um þig og afa. Ég veit að þið fylgist með okkur og verndið okkur. Guð veri með þér. Katrín Þóra. Kynni okkar Brynju hófust 1971 er ég tók til starfa sem skólatannlæknir hjá Reykjavíkurborg en hún hóf þar störf árinu áður sem aðstoðarstúlka tannlæknis þá liðlega fimmtug, full starfsorku og gefandi lífsgleði. Vin- átta okkar hefur verið óslitin og skuggalaus allar götur síðan. Við unn- um saman í þremur grunnskólum borgarinnar um 20 ára skeið, þar af tólf ár í Laugarnesskóla, eða allt þar til Brynja lauk starfsævi sinni. Starfið lék í höndum hennar, hver hlutur á sínum stað og allt var hreint og fágað. Leikni hennar í mannlegum sam- skiptum og hlýlegt viðmót varð til þess að hvarvetna náði hún góðu og vingjarnlegu sambandi við alla starfs- menn skólanna, hvaða starfi sem þeir gegndu. Nutum við þess í vinnu okkar við börnin, en nokkurt ónæði gat orð- ið af störfum okkar í bekkjunum. Við börnin náði Brynja einstöku sam- bandi, með hlýju sinni, nærgætni og skilningi. Bundust þau henni oft tryggðar- og vináttuböndum sem vör- uðu eftir að skólagöngu þeirra lauk. Sjálf var hún með viðkvæma lund og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Brynja var fyrirmyndar húsmóðir og gestgjafi og naut ég þess öll árin í kaffitímunum en þá bauð hún ávallt upp á veislukost sem hún hafði með sér að heiman. Mann sinn, garpinn og góðmennið Skúla Einarsson missti Brynja árið 2003 og var það henni mikið áfall. Þau hjón bjuggu myndar- og rausnarbúi og var það börnum mínum tilhlökkunarefni ef til stóð að sækja þau heim, einkum þegar þau bjuggu á Hrísteignum og stutt var á milli heimila okkar. Það var fastur hluti af hefð jólanna að líta við hjá þeim hjónum á Þorláksmessu. Ég kveð kæra vinkonu og sam- starfsmann og þakka henni samfylgd- ina, þakka henni hlýjuna og góðvild- ina sem hún sýndi mér og mínum. Aðstandendum hennar öllum votta ég samúð mína og okkar Höllu. Leonhard I. Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.