Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÍSLAND, BANDARÍKIN
OG NATÓ
Heimsókn Nicholas Burns, að-stoðarutanríkisráðherraBandaríkjanna, hingað til
lands í gær og viðræður hans við ís-
lenzka ráðamenn hafa litla þýðingu.
Viðræðurnar snerust um eftirhreyt-
ur af samskiptum þessara tveggja
þjóða í hálfa öld. Það er lítið eftir um
að tala í samskiptum þessara tveggja
þjóða. Þótt varnarsamningurinn sé
til staðar er ekki líklegt að á hann
reyni á nokkurn hátt í fyrirsjáanlegri
framtíð.
Bandaríkin hafa haldið hér uppi
fjölmennu sendiráði allt frá lýðveld-
isstofnun. Þeir hljóta að fara að
fækka starfsmönnum sendiráðsins
enda engin sérstök verkefni fyrir
hendi. Tilraunir Nicholas Burns til
þess að gera gott úr samskiptum
þessara tveggja þjóða síðustu árin
eru bara orð, sem engu skipta.
Hins vegar stöndum við Íslending-
ar frammi fyrir annarri og stærri
spurningu en þeirri, sem snýr að
samskiptum okkar við Bandaríkin,
og þá er átt við aðild okkar að Atl-
antshafsbandalaginu. Við erum einn
af stofnaðilum bandalagsins. Áratug-
um saman var helzta framlag okkar
til sameiginlegra varna bandalags-
þjóðanna að veita Bandaríkjamönn-
um aðstöðu hér á landi. Það var þeg-
ar Ísland hafði mikla hernaðarlega
þýðingu. Sú staða okkar hvarf með
lokum kalda stríðsins og nú er ljóst
að önnur aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins spyrja hvert framlag
okkar sé nú. Við getum ekki lifað á
fornri frægð og nú sé kominn tími til
að við leggjum eitthvað af mörkum
eins og aðrir. Aðild að bandalaginu
kosti sitt og engin aðildarþjóð þess
geti búizt við að fá ókeypis far.
Sennilega er þessi krafa á hendur
okkur skýringin á því, að stjórnvöld
hafa haft tilhneigingu til að senda Ís-
lendinga til starfa, þar sem banda-
lagið kemur við sögu, en það á ekki
sízt við um Afganistan nú.
Þetta grundvallaratriði hefur nán-
ast ekkert verið rætt í umræðum hér
heima fyrir en það er nauðsynlegt að
það verði tekið til almennrar og op-
innar umræðu. Hvers konar að-
gangseyri að Atlantshafsbandalag-
inu erum við tilbúnir til að greiða,
þegar aðstaða Bandaríkjamanna hér
er ekki lengur sá aðgangseyrir?
Þetta þarf að ræða hér á heimavíg-
stöðvum og þetta þarf að ræða við
bandalagsþjóðir okkar. Um þennan
þátt málsins hefði verið æskilegt að
ráðherrar hefðu rætt við Nicholas
Burns, sem er fyrrverandi fasta-
fulltrúi Bandaríkjanna hjá Atlants-
hafsbandalaginu, og vel má vera að
þeir hafi gert það þótt það hafi ekki
komið beinlínis fram eftir fundi
þeirra í gær.
Erum við Íslendingar tilbúnir til
að taka með einum eða öðrum hætti
þátt í aðgerðum Atlantshafsbanda-
lagsins á ófriðarsvæðum eða teljum
við það annarra mál? Og hver er þá
staða okkar innan bandalagsins?
EFTIRLIT OG EINKALÍF
Samvinna innan Evrópusambands-ins um varnir gegn glæpum og
eftirlit með glæpamönnum verður
stöðugt víðtækari. Fyrr í þessari viku
samþykktu innanríkisráðherrar að-
ildarríkja Evrópusambandsins að
koma upp nýju kerfi, sem ætlað er að
tryggja að lögregla deili erfðaupplýs-
ingum, fingraförum og bifreiðaskrán-
ingum manna, sem grunaðir eru um
glæpi. Samkvæmt því mun lögreglan
í einu landi geta flett upp í tölvu og
athugað hvort gögn hennar eigi sam-
an við gögn lögreglu í öðru landi. Til
að vernda upplýsingar mun hins veg-
ar aðeins koma fram hvort gögnin
eigi saman, en síðan þurfa yfirvöld að
fara fram á frekari upplýsingar.
Tilgangurinn með þessari ákvörð-
un er að auðvelda aðgerðir gegn
hryðjuverkum og glæpastarfsemi,
sem nær milli landa. Hið fyrirhugaða
samstarf er framlenging á Prüm-
samkomulaginu, sem Austurríki,
Belgía, Frakkland, Þýskaland, Lúx-
emborg, Holland og Spánn gerðu
með sér 2005 og mun það nú ná til
allra 27 aðildarríkja ESB og vænt-
anlega einnig Evrópska efnahags-
svæðisins.
Ráðamenn hafa fagnað samkomu-
laginu. Wolfgang Schäuble, innanrík-
isráðherra Þýskalands, sagði það
mikilvægt og vísaði til þess að Aust-
urríkismenn hefðu náð „stórkostleg-
um árangri“ eftir að þeir fóru að nota
kerfið og í einu tilviki fundið rúmlega
þúsund tilvik þar sem upplýsingar
áttu saman á sex dögum.
Það er mikilvægt að berjast gegn
glæpum og hryðjuverkum. En réttur
einstaklingsins og friðhelgi einkalífs-
ins eru ekki síður mikilvægir hlutir.
Á Bretlandi hefur þetta samkomulag
verið gagnrýnt, meðal annars vegna
þess að ekki séu til neinar reglur um
það hvaða upplýsingar eigi að geyma
og um hverja. Hefur verið bent á að á
Bretlandi séu ekki aðeins geymdar
erfðaupplýsingar um dæmda glæpa-
menn, heldur einnig eina milljón
borgara, sem aldrei hafi verið dæmd-
ir fyrir einn einasta glæp, og 25 þús-
und börn, sem aldrei hafi verið sökuð
um afbrot. Þar á meðal eru meira að
segja 100 börn undir tíu ára aldri.
Tilhneigingin til að rýmka heimild-
ir lögreglu hefur verið mjög sterk á
undanförnum árum. En því má ekki
gleyma að nú þegar eru fyrir hendi
víðtækar heimildir til að afla upplýs-
inga, sem oft eru ekki notaðar sem
skyldi. Nú þegar hafa verið teknar
ákvarðanir um að rýmka heimildir,
sem orka tvímælis. Ákvarðanir um
samstarf á borð við þetta þarf að taka
með lýðræðislegum hætti að undan-
genginni rækilegri athugun á því að
það verði ekki á kostnað upplýsinga-
og persónuverndar. Það verður at-
hyglisvert að sjá hvernig þessu máli
mun reiða af hér á landi. En kannski
er athyglisverðast við þetta mál
hversu lítið hefur farið fyrir því.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Stjórnvöld í Washington lítaekki svo á að um mikilvægastefnubreytingu sé að ræðahjá Íslendingum þótt í sátt-
mála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæð-
isflokksins og Samfylkingarinnar sé
stríðsreksturinn í Írak harmaður, að
sögn Nicholas Burns, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem
ræddi við íslenska ráðamenn í gær.
„Ég tel ekki að Íslendingar séu að
segja að þeir vilji ekki aðstoða
stjórnvöld í Írak,“ sagði Burns á
rabbfundi með nokkrum íslenskum
stjórnmálamönnum, fræðimönnum
og fréttamönnum að loknum viðræð-
um sínum við ráðherrana tvo. „Ég
tel ekki að þeir fordæmi það sem við
erum að gera þar, satt að segja virð-
ist yfirlýsingin snúist um það sem
við gerðum fyrir fjórum árum. Eitt
er að greina á um það sem við gerð-
um 2003 og allt annað að meta það
sem við erum að gera núna. Um er
að ræða gerólíka hluti. Stjórn okkar
taldi sig hafa rétt til að gera innrás,
það var afstaða okkar þá en núna er-
um við að aðstoða írösku stjórnina
við að lifa af við mjög erfiðar aðstæð-
ur árið 2007.
Það er of mikill trúnaður milli
þjóða okkar, of margt jákvætt í sam-
skiptum okkar til að þetta verði gert
að stórmáli.“
Nóg að eining
ríki um 90% mála
Burns sagði mjög fáar þjóðir ráð-
leggja Bandaríkjamönnum að yfir-
gefa Írak eins og ástandið væri
núna. Margar ríkisstjórnir í Evrópu
og arabalöndum segðu að þá væri
hætt við að alger ringulreið yrði í
landinu. Hann sagði að bandamenn
þyrftu ekki að vera sammála um allt,
stjórnvöld í Washington gæfu ekki
ráðamönnum í Reykjavík skipanir
eða öfugt. Eining væri um 90% þess
sem rætt væri um.
Burns var m.a. spurður um sögu-
legt símtal sitt við Geir H. Haarde,
þáverandi utanríkisráðherra, í fyrra
er Bandaríkjamenn skýrðu frá því
að þeir hygðust draga herlið sitt á
brott frá Íslandi um haustið. Hann
sagði að sér væri vel ljóst að sumir
Íslendingar teldu að Bandaríkja-
menn hefðu sýnt bandamanni
hranaskap í málinu öllu og hunsað
samráð og sér þætti það afar leitt.
„Ef fólki hér finnst þetta harma
ég það mjög vegna þess að Íslend-
ingar eru of góðir vinir okkar til að
við megum nokkurn tíma fá þá til að
hugsa þannig um okkur. En ég vona
að Íslendingar sýni útskýringum
okkar skilning og viti að við viljum
áfram rækta við ykkur góða vináttu
og sýna ykkur fulla virðingu,“ sagði
Burns.
Umræddar breytingar á varnar-
samstarfinu hefðu valdið miklum
vanda í samskiptunum en nú horfðu
báðar þjóðirnar fram á við. Sagðist
Burns telja að nú væru samskipti
þjóðanna betri en nokkru sinni, þau
væru þroskaðri en fyrr og meira
jafnræði ríkti.
En hvernig hyggjast Bandaríkja-
menn standa við skuldbindingar sín-
ar um að tryggja varnir Íslands?
„Við hétum íslenskum stjórnvöld-
um að við myndum sýna með áþreif-
anlegum hætti að við sæjum áfram
um varnir Íslands. Við munum efna
þau fyrirheit okkar með margvísleg-
um hætti. Sem stendur eru hér her-
skip frá Bandaríkjunum, Spáni og
Þýskalandi í heimsókn. Nú í ágúst
munum við senda hingað orrustu-
þotur sem munu taka þátt í NATO-
æfingum með liðsmönnum flugherja
Noregs og Litháens. Einnig munu
verða haldnar hér miklar æfingar
næsta ár. Við erum auk þess að
semja við NATO um eftirlit með loft-
helginni hér, styðjum á þeim vett-
vangi óskir Íslendinga um að banda-
lagið annist eftirlitið og vonum að
niðurstaða fáist í málið í næstu viku.
Íslenskir ráðamenn spur
dag hvort við myndum ve
aðstoð við að gera áætlani
tímalegar varnir þjóðarin
langtímasjónarmið í huga
munum við að sjálfsögðu g
ræður mínar við forsætis
og utanríkisráðherra sn
miklu leyti um framtíðina.“
Samið verði um ratsjárs
Hann var spurður um
stöðvarnar sem Bandar
reistu en Íslendingar t
rekstri þeirra í ágúst. Rá
sagðist telja að einhugur
það meðal bandarískra og
Aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Nicholas Burns átti í
gærmorgun fund í Reykjavík með
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ut-
anríkisráðherra en Burns kom
hingað í boði hennar og er heim-
sóknin liður í samráði þjóðanna í
tengslum við varnarsamninginn
frá 1951. Síðan snæddi Burns há-
degisverð með Ingibjörgu og Geir
H. Haarde forsætisráðherra.
Fram kom á blaðamannafundi
ráðherranna þriggja og banda-
ríska sendiherrans, Carol van Vo-
orst, að fjallað hefði verið um ýmis
alþjóðamál, einnig umhverfis- og
orkumál.
Varðandi framboð Íslands til ör-
yggisráðs SÞ sagði Burns að
Bandaríkin hefðu ávallt þá
að gefa aldrei upp fyrirfra
ríki þau styddu til trúnaða
hjá samtökunum. En þeir f
því að traust lýðræðisríki á
við Ísland byði sig fram til
ráðinu.
Ingibjörg Sólrún Gíslad
ur lýst yfir áhuga á að fara
austurlanda til að kynna sé
stæður af eigin raun og lýs
gesturinn ánægju með þá h
mynd. „Við þurfum að fá ö
heiminum til að vinna að fr
hefur ekki ríkt friður í Mið
urlöndum í 59 ár. Því fögn
því að íslenska ríkisstjórni
vilja leggja hönd á plóginn
hann.
Samskiptin þro
og meira jafnræ
Aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna,
Nicholas Burns, harmar
að Bandaríkjamenn séu
taldir hafa sýnt tillits-
leysi er þeir skýrðu frá
brottför varnarliðsins.
Kristján Jónsson segir
frá fundi með Burns.
Kæti Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna
anna, á rabbfundinum í bústað sendiherrans í gær. Burns, sem er
æðsti maður ráðuneytisins í Washington og var áður fastafulltrú
Fagna framboði
í öryggisráð SÞ
Morgunbl
Samráð Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra í Ráðherrabú
ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla
utanríkisráðherra og Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna