Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég minnist þín
pabbi minn sem fyrir-
myndar á mörgum
sviðum.
Ég minnist þess er ég var 5 ára
gamall í Klausturseli og þú kenndir
mér mannganginn.
Ég minnist þess þegar er ég kom
grátandi heim á Fossgötuna yfir því
að eiga ekki jafnflott dót og vinir
mínir. Þá kenndirðu mér að öfund er
vond hugsun.
Ég minnist þess þegar ég fór að
geta eitthvað í íþróttum, þá varst þú
mættur bak við tjöldin sem formað-
ur Austra nánast um leið. Þar sýnd-
irðu umhyggju og áhuga í verki.
Ég minnist sumarhátíðanna á Eið-
um þar sem metnaðurinn fyrir flott-
um skrúðgöngum og framgöngu
Austra var mikill. Þar kenndirðu
mér að sýna stolt og metnað.
Ég minnist þess að þú tókst alltaf
Hrafnkell A. Jónsson
✝ Hrafnkell Aðal-steins Jónsson
fæddist á Vað-
brekku í Hrafnkels-
dal 3. febrúar 1948.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Egils-
stöðum 29. maí síð-
astliðinn og var
jarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju 8.
júní.
minn málstað, ef ein-
hver hafði gert á minn
hlut. Og varst tilbúinn
að labba húsa á milli til
að láta foreldra ann-
arra barna vita að
þeirra börn væru vond
við mig. Jafnvel þó ég
hefði bara sagt hálfan
sannleikann í upphafi.
Þarna kenndirðu mér
að heiðarleiki er
dyggð sem maður
flimtar ekki með.
Ég minnist þess
þegar þú gafst mér 10
gíra hjólið með hrútastýrinu, úr
málningarbúð Mansa málara.
Ég minnist Fögruhlíðarinnar, þar
sem þú byggðir fallegasta hús á
Eskifirði.
Ég minnist beljandi hávaðans í
Wartburgnum, þegar þú þandir
hann í öðrum gír í gegnum Eski-
fjörðinn.
Ég minnist þess hvernig þú tókst
málstað vina minna, þegar mér
fannst á þeim brotið.
Ég minnist allra kosninganna, þar
sem þú varst oftar en ekki í sigurliði.
Ég minnist heimsóknanna í
Fannafoldina, þegar ég var við nám í
Reykjavík. Þar ræddum ég, þú og
Helgi Hlynur eftirminnilega um
pólitík, en þá sastu á Alþingi með
lepp fyrir öðru auganu.
Ég minnist þess þegar þú varst í
löggunni, hvernig þú fylgdist með
mér. Jafnvel þó þú vissir að ég væri
að supla á öðru en gosdrykkjum.
Ég minnist heimsóknanna í Hafn-
arfjörðinn á ryðguðu Lödunni.
Ég minnist skoðanaskipta okkar í
póltíkinni, en skoðanir okkar fóru
ótrúlega oft saman, þó við deildum
um vettvanginn til að vinna úr þeim.
Ég minnist pallasmíðanna í Dals-
kógunum og Selásnum.
Ég minnist opinberu persónunnar
pabba, sem vann fyrir fólkið, var í
blöðum og sjónvarpi og allir þekktu.
Þar fylltirðu mig stolti af staðfestu
þinni og kröftugri framgöngu.
Ég minnist umhyggju þinnar í
garð afabarnanna sem þú sýndir
með því að fylgjast reglulega með
högum þeirra.
Ég minnist þess þegar við rædd-
um trúmál, þegar þú varst sem veik-
astur. Þú varst öruggur með þína
barnatrú. „Guðs vilja verður ekki
hnikað,“ sagðir þú æðrulaus, og
þessa fleygu setningu: „Mennirnir
álykta, en Guð ræður.“
Ég minnist allra tölvupóstskeyt-
anna sem fóru okkar á milli. Ómet-
anleg persónuleg minning, stundum
harðar deilur sem voru leystar upp í
sátt, en ekki síst vitnisburður um
það sem þú hafðir að geyma, en þú
lést ekki bera mikið á út á við.
Ég minnist réttsýnasta manns
sem ég hef kynnst.
Ég minnist þín fyrir svo fjölda-
margt, pabbi minn, og þær minning-
ar eru ríkulega blessaðar.
Nú ertu farinn heim til föðurins og
drottins okkar Jesú Krists.
Guð blessi þig, elsku pabbi minn.
Tjörvi.
Leiðir okkar Hrafnkels lágu sam-
an þegar við settumst báðir í
Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal
haustið 1964. Þar var ég, Húnvetn-
ingurinn, settur í herbergi með
tveimur Austfirðingum, Einari frá
Norðfirði og Hrafnkatli af Jökul-
dalnum, þar sem menn áttu ekki
klukku eftir því sem hann sagði okk-
ur. Dagatalið var látið nægja í þeirri
sveit og var gaman að heyra Hrafn-
kel lýsa sínum sveitungum og þjóð-
félagsháttum þar eystra. Ekki vor-
um við grunlausir um að oft fylgdi
þeim sögum verulegt krydd, enda
var þar á ferð góður fræðaþulur og
listamaður á sagnasviði, þótt ungur
væri. Einar var okkar skólafélaga
elstur, en Hrafnkell yngstur en það
hallaði eigi á. Ekkert lét Hrafnkell
eiga hjá sér hvort sem var í glímu
eða orðræðu. Forn fróðleikur var
honum hugleikinn og rökvís var
hann í umræðu um þjóðfélagsmál
eins og þjóðþekkt var þegar fram
liðu stundir. Næsta vetur þegar ég
dvaldi erlendis fékk ég nokkrum sin-
um bréf frá Hrafnkatli fullt af fróð-
leik um ástand þjóðmála eins og þau
gerðust þá um stundir og skemmti-
legir palladómar fylgdu með um þá
sem mest voru áberandi í þjóðmál-
um þess tíma. Gaman þótti mér að fá
þessi bréf, enda erfitt að fylgjast
með fyrir daga nets og tölvuteng-
ingar og treysta varð á dugnað félag-
anna að skrifa sendibréf að heiman.
Ætíð vildi Hrafnkell huga vel að
og hjálpa þeim sem minna máttu sín
og rétta þeirra hlut. Fann ég það á
honum þegar við skólafélagar hitt-
umst á útskriftarafmæli að hann var
ekki sáttur við hvernig við allmargir
ungir ærslafullir strákar veittumst
margir saman að einum skólafélaga
þá fjörutíu árum fyr. Það braut enn
á hans réttlætiskennd og var hann
ósáttur við sjálfan sig að hafa tekið
þátt í þessum ljóta leik. Með Hrafn-
katli er genginn einstakur maður,
skýr í hugsun og rökfastur. Hann
kom víða við á sinni lífsgöngu, sem
var allt of stutt. Ég veit að ég mæli
fyrir munn okkar allra skólafélag-
anna frá Hólum að það var gott að
kynnast þessum góða dreng af Jök-
uldalnum. Minning um hann lifir.
Eftirlifandi konu, börnum og öðrum
aðstandendum eru sendar dýpstu
samúðarkveðjur.
Magnús Ólafsson
frá Sveinsstöðum.
Við andlátsfregn verður allt svo
undarlega hljótt og sálin hnýtur um
minningabrot sem hvelfast yfir og
kalla fram tár en jafnframt bros.
Góður drengur er genginn alltof
snemma. Hrafnkell A. Jónsson hefur
kvatt þennan heim eftir hetjulega
baráttu við banvænan sjúkdóm.
Hans verður sárt saknað enda fáir
hans líkar í atorku og ósérhlífni. Öll
Elsku pabbi minn.
Ég sakna þín sárt,
og mér finnst að þinn
tími hafi ekki verið
kominn.
Þú barðist eins og hetja og ætl-
aðir ekki að fara frá okkur.
Þú ert besti pabbi sem til er, og
það var alltaf gaman að horfa á leiki
með þér þegar okkar lið voru að
spila gegn hvort öðru.
Þá var hlegið og grátið yfir fót-
boltaleikjum sem var okkur allt.
Mamma horfði nú líka á leikina
með okkur, en það var nú oftast til
að róa okkur tvo niður.
Mig langaði alltaf á leik með þér,
en því miður kom sá tími aldrei.
Mér fannst líka gaman að vinna
með þér í Bílanausti og fá hjá þér
klink fyrir kóki, það var góður tími.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til þín í vinnuna og sjá þig á
Bílanausts-bílnum í umferðinni.
Þegar ég fór sjálfur að keyra
sendibíl varstu þú mjög ánægður
með mig, og líka með að ég væri að
feta í fótspor þín.
Svo þegar ég tók meiraprófið þá
varst þú mjög stoltur af mér og
hjálpaðir mér að læra undir það. Þú
beiðst líka eftir símtalinu frá mér
þegar ég hringdi í þig og sagði þér
að ég hafði náð prófinu.
Þá sagðir þú velkominn í stétt-
ina.
Þú varst ekkert smá ánægður
með strákinn þinn.
Elsku pabbi minn, í dag er ég
byrjaður að keyra vörubíl og var
það alltaf draumur minn að taka
þig með mér smá hring, og nú veit
ég að þú ert alltaf með mér þegar
ég er að keyra og hjálpar mér að
bakka og sturta.
Þér fannst líka voðalega gaman
að stríða mér þegar þú varst orðinn
svona mikið veikur, með að segja „
Stebbi; bakka, sturta, tissss tisss,“
og hlógum við saman að því.
Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman, ég á eftir að varðveita þær
vel og lengi.
Aðalbjörn Stefánsson
✝ Aðalbjörn Stef-ánsson fæddist
í Reykjavík 22.
júní 1955. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi
31. maí síðastlið-
inn og var jarð-
sunginn frá Ár-
bæjarkirkju 11.
júní.
Ó, pabbi minn, hve
undursamleg ást þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt
tókst mitt svar.
Aldrei var neinn svo
ástúðlegur eins og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð
skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú
mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir
sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína
léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á
þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve
undursamleg ást þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í
dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Ég elska þig,
Þinn sonur að eilífu
Stefán Aðalbjörnsson.
Elsku tengdapabbi minn. Mér
þykir voðalega sárt að þú sért farinn
frá okkur.
Þú varst mér alltaf mjög góður og
tilbúinn að hjálpa mér með hvað
sem er.
Þó að ég hafi einungis þekkt þig í
tæp tvö ár þá tókstu mig strax inn í
fjölskylduna, og kallaðir mig alltaf
Helgu þína. Þér þótti mjög vænt um
það, hvað mér þykir vænt um litla
strákinn okkar hann Viktor Ísar, og
að við Unnur náðum vel saman.
Ég á svo góðar minningar um þig
elsku Alli minn. Við tókum nú
nokkra sunnudaga í þrif heima og
hjálpuðumst að við þau. Jólin og
áramótin sem ég átti með ykkur
voru yndisleg. Mér fannst líka mjög
gaman að hlusta á sögurnar þínar
með Stebba þegar hann var lítill.
Þér fannst mjög gaman að lýsa þeim
sögum fyrir mér og hlógum við oft
að þeim.
Sú stærsta minning í mínu hjarta
er sú að þú komst í útskriftina mína.
Ég var alltaf svo hrædd um að þú
kæmist ekki, því þú varst byrjaður
að vera veikur, þú varst svo stoltur
af mér þá og kallaðir mig Perluna
þína.
Þú varst alltaf svo stoltur af mér
eins og ég væri dóttir þín og hrós-
aðir mér óspart. Ekki þótti þér nú
leiðinlegt að fá fót- og handsnyrt-
ingu hjá mér og einn kaldan með.
Mér þykir mjög skrýtið að skrifa
minningarorð um þig elsku Alli
minn. Ég sem var nýorðin og heppin
að fá að vera tengdadóttir þín, en
svona er lífið óréttlát. Ég geri mér
ekki grein fyrir því að ég sé þig ekki
aftur hjá henni Björgu þinni og
Moza okkar. Ferðin ykkar til Lond-
on var þinn stóri draumur og er ég
svo ánægð með að þið fóruð í þessa
ferð. Þú varst mjög ánægður með
íbúðina okkar í Melbæ og sérstak-
lega að við héldum okkur í gamla
hverfinu þínu.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Minning þín lifir í hjarta mínu að
eilífu. Þín
Helga Irma.
Hæ hæ, elsku afi minn. Mér þykir
svo vænt um þig og það er leiðinlegt
að þú skyldir deyja. En þú ert samt í
hjarta mínu og allra hinna krakk-
ana, þú ert langlangbesti afi í öllum
heimi og þú ert besti engillinn uppi á
himnum.
Ég sé hann ennþá í huga mér.
Brosandi andlit, grátt hár.
Ég vildi hann væri ennþá hér,
ég vildi hann gæti þurrkað þessi tár.
Góður maður var tekinn þann dag
inni á eldhúsborði.
Sá maður kunni svo sannarlega lag
sá sunnudagur er allt var hljótt.
Ég kem ekki að honum orði.
Brosinu mun ég aldrei gleyma
og í hjarta mínu ávallt geyma.
Í huganum mínum sé ég mynd en bara eina
og tárunum er erfitt að leyna.
Ég vil þig aftur afi minn
ég verð alltaf afastrákurinn þinn.
Ég skal hjálpa konunni þinni,
ég skal vera hjá ömmu minni
og gera allt sem ég get svo sársaukanum linni,
ég skal gera allt svo Björg finni
að ég sé líka ömmustrákurinn hennar.
(Snæbjörn Valur Lilliendahl.)
Þú ert engillinn minn, ég elska
þig. Þinn afastrákur,
Theodór Bjarki.
Þú ert einstakur
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Þínar systur
Fanney, Laufey og Eygló.
Elsku Alli minn. Ég held að þú
hafir aðeins eignast einn óvin um
ævina, ,,manninn með ljáinn“, hann
læddist aftan að þér svo harkalega
og hreiðraði um sig í höfði þínu.
Þrátt fyrir öll læknavísindi gekk
ekki að stoppa þetta óargadýr, hann
kláraði verkið á fjórum mánuðum.
Foreldrar okkar voru meðal frum-
byggja Árbæjarhverfis, fluttu í
Vorsabæ 7 árið 1952.
Við vorum svo heppin að alast
þarna upp í þessari óspilltu náttúru
sem Árbærinn var. Við ána var okk-
ar leiksvæði, m.a. óðum við í ánni,
veiddum síli, klömbruðum saman
flekum, sigldum út í tanga og rennd-
um okkur á skautum niður við stíflu
á veturna.
Síðan byggðist hverfið upp, þá var
þetta leiksvæði orðið hættulegt. Alli
fór í dúfnarækt, og stóð ég stundum
vaktina fyrir hann með misgóðum
árangri! Alli átti alltaf flottustu hjól-
in, DBS með öllum græjum og vel
pússuð. Við Alli áttum marga sam-
eiginlega vini, svo komu unglings-
árin sem áttu að vera mjög góð, en
þá veiktist móðir okkar. Við studd-
um hvert annað í gleði og sorg, en
hún lést aðeins 49 ára.
Ég var ung er ég eignaðist Eygló
Sif, en hún bjó á okkar æskuheimili
fyrstu fjögur árin, og reyndust Alli
og öll systkini mín henni mjög vel.
Eftir að við Alli stofnuðum fjöl-
skyldur fórum við oft í útilegur og
aðrar skemmtanir, og var Alli alltaf
hrókur alls fagnaðar. Alli var ekki
bara góður bróðir, hann var góður
eiginmaður, góður faðir og yndisleg-
ur afi. Fótbolti var hans líf og yndi,
hann sá helst alla leiki með Fylki
innanlands og einnig fórum við sam-
an á leik þegar Fylkir spilaði í Pól-
landi. Hann var mikill aðdáandi Ars-
enal. Í byrjun maí fór hann veikur
með Björgu í boði Agga og Viggu að
sjá Arsenal og Chelsea. Var sú ferð
honum mjög dýrmæt og ógleyman-
leg og með góðri hjálp frænda okkar
Kjartans rakara á Selfossi og vil ég
þakka honum. Það fór ekki framhjá
starfsfólki 11E á Landspítalanum að
hann átti stóra fjölskyldu og vini.
Skipst var á að vera hjá honum daga
og nætur. Alli minn, takk fyrir að
hafa verið bróðir minn, þú varst
traustur og góður maður sem öllum
þótti vænt um. Elsku Björg mín og
fjölskylda, höldum áfram að styrkja
hvert annað, það hjálpar okkur í
gegnum þessa óbærulegu sorg.
Með þessu erindi úr Svefnljóði vil
ég kveðja þig Alli minn.
Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér.
Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir
þér.
(Kristján frá Djúpalæk)
Þín systir,
Anna Björg.
Mig tekur sárt að þurfa að kveðja
mág minn hann Alla, ljúfmennið
eina. Ég vil þakka honum fyrir allar
Elsku afi, þú ert besti afi á
hnettinum, það er mjög
gaman að vera með þér,
það er leiðinlegt að þú skul-
ir vera dáinn og ég sakna
þín mjög, mjög mikið. Það
er ekki neitt gaman að þú
sért dáinn. Þú ert lang-
fallegasti engillinn á himn-
inum. Ég hugsa mikið til
þín.
Viktor Ísar.
Elsku afi minn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín litla
Tinna Björg.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Marteinn.
HINSTA KVEÐJA