Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 20
Skráning í hlaupahóp besti
undirbúningurinn
Nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum
bendir til þess að einungis 15%
fólks þar í landi hreyfi sig
reglulega, um 60% öðru hvoru og
um fjórðungur hreyfir sig aldrei
neitt. Þar hefur hefur verið áætlað
að um 250 þúsund dauðsföll árlega
megi rekja til lítillar hreyfingar
fólks. Ekki væri fjarri lagi að áætla
ef aðstæður væru svipaðar hér að
tvö- til þrjúhundruð dauðsföll
árlega hér á landi mætti rekja til
hins sama.
Einnig hefur komið fram að gildi
hreyfingar er veruleg jafnvel þó
fólk sé komið á efri ári og byrji
seint. Til dæmis var 9.700 konum,
sem allar voru eldri en 65 ára, fylgt
eftir í tæplega átta ár. Konur sem
hreyfðu sig í meðallagi eða mikið
reyndust í um 40% minni áhættu á
mjaðmabroti og um 30% minni
áhættu að fá samfallsbrot á hrygg.
Niðurstaðan er sú að reglubundin
hreyfing hefur svo heillavænleg
áhrif á heilsuna að hún skyggir
nánast á allt annað heilsuátak.
Undirbúningur Reykjavíkurmara-
þons Glitnis er nú þegar hafinn.
Hlaupahópar hafa verið starfræktir
í allan vetur og verða fram að
maraþoninu.
Hlaupahópurinn er opinn öllum,
þeim að kostnaðarlausu.
Það verður boðið upp á tvo hópa
til að byrja með: Byrjendahóp fyrir
þá sem eru að stíga sín fyrstu skref
í götuhlaupum eða þá sem ekki
hafa verið að hlaupa lengi en langar
til að geta hlaupið 10 km í Reykja-
víkurmaraþoni Glitnis seinna í
sumar.
Hinn hópurinn er fyrir þá sem
hafa hlaupið áður eða hafa reynslu
úr öðrum íþróttagreinum og langar
að ná betri tíma í 10 km hlaupinu.
Hugsanlega verður þriðji hópurinn
starfræktur fyrir þá sem ætla í hálft
eða heilt maraþon og verður það þá
auglýst síðar.
Hægt er að skrá sig í hlaupahóp
Glitnis á marathon@glitnir.is og
fylgjast með æfingaáætluninni á
www.glitnir.is/marathon.
Ný rannsókn sýnir fram á gildi
hreyfingarHVERT ÁHEIT
SKIPTIR MÁLI
Glitnir heitir 500 kr. fyrir hvern kílómetra sem
viðskiptavinir hlaupa. Þú getur einnig heitið á
þátttakendur.
Dæmi um söfnun viðskiptavinar Glitnis:
Hlaupari hleypur 21 km = 10.500 kr. frá Glitni
Tíu vinir heita á viðkomandi 1.000 kr.= 10.000 kr.
Samtals til góðgerðarfélags = 20.500 kr.
HLAUPTU TIL GÓÐS 18. ÁGÚST!
20 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
AKUREYRI
Kópasker | Nemendur Öxarfjarðar-
skóla sem luku 9. og 10. bekk í vor
fóru á dögunum í skólaferðalag til
Kaupmannahafnar ásamt tveimur
kennurum og þremur foreldrum.
Eins og gefur að skilja var nokkur
spenningur í hópnum sem flaug í
beinu flugi frá Akureyri með Ice-
landExpress.
Krakkarnir ásamt kennurum sín-
um byrjuðu strax síðastliðið haust að
undirbúa ferðina. Með margvíslegri
fjáröflun, þar á meðal dósasöfnun,
hafði þeim tekist að safna nánast al-
veg fyrir ferðinni og nú var komið að
því að njóta!
Í skólaferða-
lag til Kaup-
mannahafnar
Morgunblaðið/Kristbjörg
FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIÐ
Hvíldarklettur á Suðureyri er með mikla
uppbyggingu á Flateyri um þessar
mundir. Iðnaðarmenn vinna hörðum
höndum að byggingu sumarhúsa sem
eiga að hýsa stangaveiðimenn sem vænt-
anlegir eru í sumar, og í vikunni var
komið með fyrstu bátana í smábátahöfn-
ina. Frá þessu er sagt á fréttavef bb.is.
Þegar er eitt húsanna tilbúið, og verða
tvö í viðbót tilbúin í vikunni. Alls er gert
ráð fyrir að 11 hús rísi á eyrinni. Húsin
og bátarnir verða leigðir til sjóstanga-
veiðimanna sem koma til landsins á veg-
um Hvíldarkletts. Þegar er fullbókað hjá
í sumar og segist Elías Guðmundsson hjá
Hvíldarkletti eiga von á því að allt verði
komið á fulla ferð á Flateyri um leið og
húsin verða tilbúin.
Uppbygging
á Flateyri
STÉTTARFÉLAGIÐ Eining-Iðja
hefur ráðist í útgáfu á kynning-
arbæklingum fyrir erlenda verka-
menn sem búa og starfa á fé-
lagssvæði þess. Bæklingarnir
innihalda ýmsar upplýsingar um fé-
lagið og íslenskan vinnumarkað og
eru gefnir út á níu tungumálum:
dönsku, ensku, þýsku, spænsku,
pólsku, thaílensku, tékknesku, rúss-
nesku og íslensku.
Tungumálin voru valin eftir
ábendingum um þau, segir Björn
Snæbjörnsson formaður Einingar-
Iðju. „Og það er ekkert því til fyr-
irstöðu að þýða bæklinginn á önnur
tungumál ef við teljum þörf á því.“
Hann bætir því svo við að fyrstu
bæklingunum hafi verið vel tekið á
fundum sem haldnir voru með
starfsmönnum Metrostav sem vinna
við Héðinsfjarðargöng í byrjun vik-
unnar. „Þeir spurðu strax út í ýmsa
hluti sem koma fram í bæklingum er
varðaði réttindi þeirra hér á landi og
voru mjög ánægðir með að fá slíkt
rit í hendur á sínu móðurmáli.“
Mætir brýnni þörf á fræðslu
um réttindi og skyldur
Björn segir að undanfarið hafi
komið í ljós brýn þörf fyrir slíkt
kynningarefni. „Við höfum lengi vel
gert okkar besta til að koma ýmsum
upplýsingum til erlendra verka-
manna á okkar starfssvæði. Fé-
lagsblað okkar er t.d. alltaf á fjórum
tungumálum. Nú fannst okkur þörf
á að ganga enn lengra og við
ákváðum að útbúa þessa bæklinga.
Þarna getur fólk fengið ýmsar
upplýsingar um réttindi sín og
skyldur og sér hvert það á að leita ef
þörf er á. Þarna kemur t.d. fram
hvað á að vera á launaseðli, en erfitt
getur verið að átta sig á hvað þar á
að koma fram. Einstaka sinnum
kemur það líka fyrir að fólk sem
ræður sig til vinnu fær ekki það sem
því ber samkvæmt lögum og kjara-
samningum. Oft er meginástæðan
fyrir slíkum brotum vanþekking at-
vinnurekenda og launamanna á rétt-
indum fólks og því getur bækling-
urinn nýst þessum aðilum.“
Aukið samstarf Einingar-Iðju
og Alþjóðastofunnar
Bæklingarnir eru unnir í sam-
vinnu við Alþjóðastofuna á Akureyri
og á döfinni er aukið samstarf milli
þessara aðila. Alþjóðastofa er til
húsa í Rósenborg og veitir upplýs-
ingar til fólks af erlendum uppruna
sem býr á Eyjafjarðarsvæðinu.
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
verkefnafreyja stofunnar, segir að
mikið sé um að fólk komi eða hringi
til að fá upplýsingar og ráðgjöf t.d.
um skólamál, félagslega þjónustu,
skattamál, tryggingar, heilbrigð-
isþjónustu og námskeið í íslensku.
„Þessir bæklingar eru frábært fram-
tak, það var löngu kominn tími á
þetta og á eftir að nýtast fólki vel.
Bæklingarnir eru á mannamáli, allt
er skýrt og skorinort,“ segir Anna
Guðný.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Alþjóðleg fræðsla Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Sigurjóns-
dóttir, Björn Snæbjörnsson, Anna Júlíusdóttir og Sigríður K. Bjarkadóttir.
Réttindin á níu tungumálum
Bæklingarnir M.a. á tékknesku,
pólsku, taílensku og rússnesku.
LISTASUMARIÐ á Akureyri er í
startholunum og í tengslum við hina
árlegu Jónsmessuhátíð í Kjarna-
skógi verða haldnar listasmiðjur fyr-
ir börn dagana 18.–23. júní. Sam-
bærilegar smiðjur hafa verið settar
upp undanfarin ár, en í þeim vinna
börnin með smiðjustjórum að til-
teknu þema. Smiðjustjórar hafa til
að mynda verið brúðuleikhúsfólk,
myndlista- og tónlistarmenn.
Að þessu sinni er þemað Þjóð-
hetjur og skörungar og munu þátt-
takendur vinna með endursagnir
Brynhildar Þórarinsdóttur rithöf-
undar úr Laxdælu, Eglu og Njálu.
Á meðal smiðjustjóra verða Þór-
arinn Blöndal myndlistarmaður og
Þráinn Karlsson leikari sem stýra
smiðju um vopnagerð og einnig mun
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir leið-
beina börnum í skúlptúrgerð. Að
auki munu Hanna Hlíf Bjarnadóttir
og Gitte Nielsen athuga tísku land-
námskvenna í smiðjunni: ,,Lang-
brók: Klæði, skart og hárprýði“.
Skráningarfrestur fyrir smiðjurnar
mun renna út í dag, en hægt er að
skrá sig í síma 466-2609 og 861-0354.
Listasmiðjur fyrir
börn í Kjarnaskógi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skörungar Unnið er með endur-
sagnir Brynhildar í smiðjunum.
EYFIRSKU þjóðlagapönkararnir
Helgi og hljóðfæraleikararnir hafa
síðustu daga verið að koma nýrri
plötu fyrir í sérvöldum verslunum.
Er hér um að ræða 11. plötu sveit-
arinnar, sem ber nafnið Veislan á
Grund. Af því tilefni heldur hljóm-
sveitin tónleika í Populus Tremula í
kvöld, þar sem ókeypis er inn. Hús-
ið opnar eftir kl. 21.
„Ég lofa heilmiklu fjöri,“ segir
Helgi Þórsson, forsprakki bands-
ins. „Nýja efnið er til þess fallið að
kveikja neista
jafnt hjá gömlum
aðdáendum sem
nýjum. Þannig
að það má búast
við múgæsingu
þegar fer að líða
á kvöldið.“
Nýja platan er
nú fáanleg í
verslununum Frúnni í Hamborg og
Hólabúðinni á Akureyri og í 12 tón-
um í Reykjavík.
Ný plata frá Helga og félögum