Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 35
Jæja, amma mín, þá
er komið að kveðju-
stund. Þegar mér var
sagt að þú værir mjög
veik og það mætti búast við öllu vissi
ég að það var miklu betra að fara og
ég ætla að geyma allar góðu minn-
ingarnar sem við áttum saman, til
dæmis um ferðalög til Akureyrar eða
í Hrísey sem við fórum í. Það eru
minningar sem ég mun alltaf eiga,
eins og minningar um að tína rifsber
og búa til rifsberjasultu eða baka fyr-
ir veislur. Nú verður tómlegt að
koma á efri hæðina í Hlíðarhjallan-
um og engin amma að taka á móti
okkur öllum, en takk fyrir allar heim-
sóknirnar og gott spjall.
Ólafur Daði.
Þórunn Kristjánsdóttir var hrein-
lynd, staðföst og skemmtileg kona,
sem varði mörgum stundum ásamt
eiginmanni sínum Hilmari Guðjóns-
syni með okkur vinum sínum og
ferðafélögum um margra ára skeið,
hérlendis og erlendis. Hún naut þess
að koma með okkur í haustferðirnar í
hvert landið á fætur öðru og ekki síð-
ur að mæta í kvöldverðarklúbbinn
sem elstu félagar í ferðunum hafa
ávallt haldið vor og haust um ára-
tugaskeið. Þórunn missti mann sinn
16. maí 2003 og veiktist sjálf nú sl.
haust af sjúkdómi sem leiddi hana að
leiðarlokum hinn 27. maí sl.
Fyrir hönd okkar ferðafélaganna
vil ég þakka samfylgd þessara heið-
urshjóna og sendum við samúðar-
kveðjur til allra barna þeirra og fjöl-
skyldna.
Gylfi og Elfa, Mosfellsbæ.
Það er með trega sem ég kveð
Tótu en það var Þórunn alltaf kölluð
frá því ég man eftir henni. Ég kynnt-
Þórunn
Kristjánsdóttir
✝ Þórunn Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 29.
desember 1938. Hún
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 27.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Digra-
neskirkju 5. júní.
ist henni fyrst fjögurra
ára gamalli, sjálf-
stæðri, duglegri og
glaðlegri stelpu. Þá
kom ég í Smára-
hvamm í Kópavogi til
að passa hana og
systkini hennar og
naut þess að vera á
bænum í návist fjöl-
skyldunnar því bæði
var heimilið hlýlegt og
samskipti fólksins góð.
Á þeim tíma var bú-
skapur í Smára-
hvammi aðallega kýr
og hestar, stutt frá sumarbústað sem
mamma mín dvaldi í með okkur
systkinin.
Nokkrum áratugum síðar komu
þær mæðgur, Tóta og Dúna mamma
hennar, við hjá mér í skóversluninni
Hvannbergsbræðrum eins og þær
gerðu oft þegar þær áttu leið í bæinn.
Í þetta sinn spurði ég Tótu hvort hún
væri ekki til í að vinna hjá okkur, sem
um samdist. Mikil gæfa var að fá
hana til liðs við okkur því fyrir utan
að vera afbragðsstarfsmaður var hún
kát og ljúf. Tóta var heilsteypt kona
og yfir henni ákveðin reisn. Eftir að
skóverslunin var lögð af hittumst við
reglulega eða töluðum saman í síma.
Tóta var alltaf skemmtileg, hugul-
söm og afskaplega jákvæð. Sam-
starfskonur okkar úr skóversluninni
sakna Tótu líka. Systkinum Tótu,
börnum, tengdabörnum og öðrum
aðstandendum sendi ég einlægar
samúðarkveðjur og bið Guð að vera
með þeim.
Ebba Hvannberg.
Ég vil minnast vinkonu minnar
Þórunnar Kristjánsdóttur með
nokkrum orðum.
Ég og maðurinn minn kynntumst
Þórunni og Hilmari eiginmanni
hennar á Kanaríeyjum fyrir margt
löngu. Það eru ljúfir dagar í minning-
unni, þar sem sól skein í heiði, gleðin
réð ríkjum, söngur ómaði og dansinn
dunaði. Margt var spjallað yfir kaffi-
bolla eða ölkrús og mörg mál reifuð.
Þarna myndaðist góður hópur sem
hefur haldið saman allar götur síðan
þó að allt of margir úr þeim góða hópi
séu nú farnir yfir móðuna miklu.
Stuttu eftir að ég missti manninn
minn hitti ég Hilmar og Þórunni á
gangi í Smáralindinni. Þau sögðu
mér frá því að þau hygðu á Kínaferð.
Þegar þau fundu áhuga minn á slíkri
ferð hvöttu þau mig mjög til að koma
með, sem ég og gerði.
Þau voru þarna með tvennum vin-
ahjónum og var ég umsvifalaust tek-
in í hópinn sem „barnið þeirra“, eins
og þau kölluðu mig. Þau reyndust
mér einstaklega vel og létu mig
ávallt finna hversu velkomin ég væri
í hópinn. Í þessari þriggja vikna
Kínaferð varð áratugalangur kunn-
ingsskapur að einlægri vináttu.
Hilmar gekk ekki heill til skógar í
Kínaferðinni þó að hann tæki þátt í
öllu og léti aldrei deigan síga. Ávallt
ljúfur og jákvæður. Stuttu eftir
heimkomuna úr þeirri ferð hvarf
hann úr þessari jarðvist.
Það fór ekki hjá því að við Þórunn
sæktum styrk í reynsluheim hvor
annarrar eftir andlát Hilmars. Nú
stóðum við í svipuðum sporum, báðar
búnar að missa mennina okkar, báð-
ar fullar löngunar til að ferðast um
ókunnar slóðir, báðar færar um að
grípa tækifærin sem til þess buðust.
Til Sikileyjar fórum við í góðra vina
hópi. Síðan fórum við til San Franc-
isco í vikuferð og að lokum í átján
daga ferð til Suður-Afríku. Fleiri
ferðir voru í sjónmáli þegar ógæfan
dundi yfir og veikindi Þórunnar
gerðu þær áætlanir að engu.
Ég minnist Þórunnar sem einstak-
lega kraftmikillar konu sem aldrei
féll verk úr hendi. Hún var dugleg og
fylgin sér, ávallt skrefi á undan okk-
ur hinum, bæði í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu, fljót til ákvarðana-
töku, án þess að vera fljótfær. Á
gönguferðum okkar um fjarlægar
slóðir skeiðaði hún ávallt nokkrum
skrefum á undan mér og þyki ég þó
ekki mjög hæggeng. Ef við litum í
verslanir var hún búin að ákveða sig,
greiða fyrir viðskiptin og komin inn í
næstu verslun á meðan ég var enn að
velta vöngum. Lausa tíma á hótel-
herbergjum notaði hún til að ráða
krossgátur, jafnvel á meðan við vor-
um að spjalla saman. Hún var góður
ferðafélagi. Hún var trygg og góð
vinkona sem ég mun sakna sárt. Hún
átti fallegt heimili og yndisleg börn
sem önnuðust hana aðdáunarlega vel
í veikindastríði hennar. Það gerði
einnig Helga systir hennar sem
dvaldi hjá henni alla virka daga með-
an börnin hennar stunduðu vinnu
sína.
Ég sendi öllum ástvinum Þórunn-
ar innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Sigurbergsdóttir.
✝ Sigurbjörg Guð-rún Eiríksdóttir
fæddist í Reykjavík
31. október 1931.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss í
Fossvogi sunnudag-
inn 3. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Bryn-
dís Eiríksdóttir og
Albert Siggeirsson.
Systkini Sig-
urbjargar eru Vig-
dís Ingibergsdóttir, Hrefna Kar-
elsdóttir, látin, Stefanía Karels-
dóttir, látin og Eiríkur Siggeir
Albertsson.
Uppeldissonur
Sigurbjargar (bróð-
ursonur) er Brynjar
Eiríksson, 13. ágúst
1954, kvæntur
Ólöfu Jónatans-
dóttur, f. 20. apríl
1959. Börn þeirra
eru Jakob, f. 14.
ágúst 1982, Sig-
urbjörg Guðrún, f.
14. mars 1986, Sig-
rún Tinna, f. 16.
ágúst 1988, Sara
Hrund, f. 28. maí
1991 og Ólöf
Brynja, f. 6. júní 2000.
Útför Sigurbjargar verður
gerð frá Áskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín. Mig langar
bara með þessum fáu orðum að fá
að kveðja þig og þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig. Þú
gekkst mér í móður stað þegar ég
var bara nokkurra vikna gamall. Ég
man að ég hugsaði oft á barnsárun-
um hversu feginn ég var að hafa
fengið að vaxa upp hjá þér og Bryn-
dísi ömmu, en ekki hjá neinum öðr-
um. Þetta voru góð og trygg ár. Það
sama má segja um unglingsárin
líka. Þú varst alltaf svo skilningsrík
og góð. Því var í rauninni engin þörf
á að vera með neina unglingaupp-
reisn. Það gekk allt snurðulaust
fyrir sig. En þú varst ekki bara góð
og skilningsrík við mig. Þetta var
einfaldlega þitt viðmót gagnvart
öllu fólki, og þá auðvitað alveg sér-
staklega nánustu fjölskyldumeðlim-
unum. Þú hafðir áhuga á stjórn-
málum og landsmálum almennt, og
var þetta stöðug uppspretta líflegra
umræðna. Ég held að ég hafi ekki
verið langt frá þér í pólitíkinni, og
kannski má kalla viðhorf mitt til
þessara mála mömmupólitík. Ég
var orðinn nokkuð „stór“ þegar ég
hafði mig á brott úr „móðurhúsum“,
eða 25 ára. Og þá tóku við löng
tímabil þar sem ég var langt í burtu
vegna náms og svo atvinnu. En allt-
af voru böndin sterk á milli okkar.
Vegna búsetu erlendis gat ég
ekki verið hjá þér þegar þú kvaddir
okkur, eftir skyndileg og erfið veik-
indi. Ég veit að þú skilur það vel.
Ég vil bara að leiðarlokum segja
þér að þín er sárt saknað, ekki bara
af mér, heldur af öllum ættingjun-
um, sem þú áttir svo góð samskipti
við.
Minning þín mun alltaf lifa með
okkur. Þinn sonur,
Brynjar.
Sigurbjörg Guðrún
Eiríksdóttir
Þegar ég ungling-
urinn vildi endilega
breyta um umhverfi og fara í annan
framhaldsskóla, þá kom Flensborg-
arskóli í Hafnarfirði strax til greina.
Hafnarfjörð nefndi ég við móður
mína. Ég myndi ferðast daglega
með rútu á milli Keflavíkur og Hafn-
arfjarðar. „Já, hún Lella frænka á
heima þar.“ Svo var ákveðið að
heimsækja Lellu frænku og kynnast
henni. Já, hún frænka mín var góð
kona. Frá henni stafaði einstök
hlýja sem ég og aðrir fengu að njóta.
Hjá henni og hennar fjölskyldu átti
ég athvarf bæði áður en ég byrjaði í
skólanum á morgnana og eftir hann
þegar ég var að bíða eftir því að fara
heim. Bæði hjónin tóku mér, ung-
lingnum, mjög vel og er ég ævinlega
þakklát fyrir það. Þegar ég var
komin of snemma í Hafnarfjörð
Sesselja
Zophoníasdóttir
✝ Sesselja Zop-honíasdóttir
fæddist á Merk-
isteini við Eyrar-
bakka 3. desember
1930. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 31. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 8. júní.
mátti ég halla mér í
sófann í stofunni á
Brekkugötu áður en
skólinn byrjaði.
„Komdu bara upp
stigann frá kjallaran-
um.“ Þegar ég var aft-
ur að bíða eftir því að
fara heim var oft á
boðstólum eitthvert
brauðmeti sem var
gott að fá eftir að
skóla lauk.
Alltaf var ég á leið-
inni til Lellu frænku,
þegar ég var með
börnin mín ung, svo þegar þau voru
orðin aðeins eldri, en aldrei fór ég.
En hún fékk alltaf kveðjur frá mér í
gegnum syni hennar sem eru á sama
reki og ég.
Það á ekki að geyma til morguns
það sem hægt er að gera í dag.
Svona er lífið. Við vitum aldrei
hvenær það er of seint.
Samt vil ég ekki segja að það sé of
seint heldur eigum við eftir að hitt-
ast. Það verður bara aðeins síðar.
Lella frænka var ljúf og falleg
kona. Hún mun alltaf eiga sérstakan
stað í mínu hjarta um ókomna fram-
tíð. Elsku Teddi, Öddi, bræður og
fjölskyldur, ég sendi ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi Guð
geyma ykkur.
Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir.
Mín góða vinkona Lella er dáin.
Okkar fyrstu kynni voru á fæðing-
ardeild Sólvangs hinn 22. febrúar
1964. Hún eignaðist strák en ég
stelpu. Upphófst þá náinn og góður
vinskapur okkar á milli sem hefur
haldist óslitinn í 43 ár.
Við vinkonurnar unnum saman
við ræstingar á Sýsló í 20 ár og einn-
ig í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og
var þá oft unnið langt fram á nótt.
Seinna unnum við svo saman á Sól-
vangi í mörg ár. Okkar skemmtileg-
ustu stundir voru ferðir okkar inn-
anlands og utan og var þá alltaf líf
og fjör. Sérstaklega þegar við áttum
það til að skreppa bara tvær saman í
„stuttan“ bíltúr sem gat endað á
Selfossi, Laugavatni eða í Keflavík.
Enginn vissi hvar við vorum og þá
voru engir gsm-símar til að elta
mann uppi.
Lella var alltaf hress og kát og
alltaf gat hún komið mér í gott skap.
Ekki alls fyrir löngu bauð hún okk-
ur hjónunum í mat og var það ynd-
isleg og ógleymanleg stund. Minn-
ingarnar eru margar sem við tvær
einar þekkjum og vorum við búnar
að ráðgera ýmislegt þegar hún
kæmi heim af spítalanum en það
verður að bíða betri tíma. Ég mun
ætíð vera þakklát fyrir okkar sam-
verustundir og kveð kæra vinkonu
með söknuði. Hörður þakkar fyrir
skemmtileg ferðalög og góð kynni
og einnig vilja Sveinbjörg, Alla
Stína og Brynja þakka fyrir sínar
stundir með Lellu.
Við sendum öll okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Hadda, Jóns,
Ödda, Tedda og fjölskyldna þeirra.
Jóhanna.
✝ Gísli Guð-jónsson fæddist
í Hrygg í Hraun-
gerðishreppi 17.
ágúst 1917. Hann
lést mánudaginn 4.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðjón
Sigurðsson bóndi í
Hrygg, f. í Mýrar-
koti í Grímsnesi í
Árnessýslu 15. júlí
1883, d. 23. júní
1972, og Kristín
Lára Gísladóttir
húsfreyja, f. í Reykjavík 11. júlí
1894, ólst upp í Króki í Hraun-
gerðishreppi, d. í Hrygg í október
1955. Systkini Gísla eru: Guð-
munda, húsfreyja í Hjálmholti, f.
15. ágúst 1914, d. 30. maí 1991,
Sigurður, verkamaður í Reykja-
vík, f. 27. apríl 1916, d. 10. sept-
ember 1988, tví-
burasystir Gísla,
Ásta, sem ólst upp í
Sviðugörðum í
Gaulverjabæjar-
hreppi og rak efna-
laug í Reykjavík, d.
17. febrúar 1996,
Guðlaug, f. 18. mars
1919, d. 1. desem-
ber 1935, Ágúst,
bóndi í Hrygg, f. 1.
ágúst 1920, d. 26.
febrúar 2002, Pétur
Mikael, múrari í
Reykjavík, f. 12.
desember 1922, d. 1. desember
1990, Guðrún, húsfreyja í Reykja-
vík, f. 15. ágúst 1927, og Þor-
björg, fyrrverandi bóndi á Læk, f.
10. júní 1931.
Útför Gísla verður gerð frá
Hraungerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín
– yndislega sveitin mín! –
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu sveitin mín!
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni)
Gísli Guðjónsson föðurbróðir
minn er látinn og langar mig að
kveðja hann og þakka honum fyrir
góð kynni á lífsleiðinni.
Gísli fæddist í Hrygg í Hraun-
gerðishreppi í Flóa 17. ágúst 1917.
Hann var einn af þremur bræðrum
föður míns, Péturs. Þeir bræður
eru allir látnir. Ég minnist ótal
ferða sem barn og unglingur með
fjölskyldu minni austur að Hrygg.
Oftast fórum við að sumri til. Faðir
minn var að fara til að pússa íbúð-
arhús jafnt sem útihús hjá bræðr-
um sínum og systrum. Iðulega gist-
um við í Hrygg.
Gísli tók við búi í Hrygg eftir
Guðjón föður sinn. Bjuggu þeir
bræður Gísli og Ágúst félagsbúi
upp frá því ásamt eiginkonu
Ágústs, Ólöfu Kristjánsdóttur. Gísli
var höfðingi heim að sækja. Hann
vildi hvers manns vanda leysa.
Hann gaf gestum ómældan tíma
sinn.
Mér er minnisstætt hve öllu var
vel við haldið í Hrygg jafnt úti sem
inni. Sérstaklega minnist ég þess
hve vel Gísli hlúði að Guðjóni föður
sínum, afa mínum, eftir að árin
færðust yfir hann.
Gísli var hagur í höndum. Honum
létu vel allar smíðar. Til merkis um
það færði hann mér útskorna
klukku í afmælisgjöf þegar ég varð
fimmtug. Síðustu árin fyrir veikindi
sín var Gísli enn að smíða. Í þetta
sinn var það sólstofa sem hann
byggði við gamla íbúðarhúsið í
Hrygg.
Gísli fæddist og ólst upp í Hrygg.
Hann fór ekki þaðan fyrr en hann
veiktist af heilablæðingu. Hann
dvaldist á vistheimilinu Kumbara-
vogi síðustu æviárin.
Það er gott að fá hvíldina eftir
lagt og óeigingjarnt starf í þágu
samferðafólksins. Blessuð sé minn-
ing Gísla Guðjónssonar.
Sólrún Pétursdóttir.
Gísli Guðjónsson