Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HildigunnurSigurðardóttir fæddist í Reykjavík hinn 17. maí 1940. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi hinn 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður L. Þorgeirsson húsa- smíðameistari og Hulda Þ. Ottesen bankastarfsmaður. Hún ólst upp í Reykjavík, ásamt þremur systkinum sínum, Hrafn- hildi, Jónasi og Þráni. Hildigunnur giftist 17. maí 1960 Jónasi Jónssyni trésmið, f. 1.11. 1935, en þau kynntust hérna fyrir sunnan. Jónas fædd- ist í Reykjavík en ólst upp á Stöðvarfirði, hjá fósturfor- eldrum, Jóhanni K. Pálssyni og Önnu Carlsdóttur. Hildigunnur og Jónas hófu sinn búskap á Bollagötunni í Reykjavík en fluttu síðan í Hamraborg í Kópavogi árið 1978. Þau eiga eina dóttur, Huldu Jónasdóttur, eig- inmaður hennar er Jónas H. Þorgeirs- son. Þau eiga tvær dætur, Hildigunni og Hrafnhildi. Hildigunnur kláraði barnaskól- ann og tók síðan landspróf. 16 ára fór Hildigunnur til Svíþjóðar, til Stokkhólms, sem au-pair í eitt ár. Eftir að hún kom heim fór hún að vinna sem fóstra á leik- skóla og dagheimili. Hún vann síðan allan sinn starfsferil við umönnun barna og lengst af í leikskólanum Efrihlíð. Útför Hildigunnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Herra minn, helgaðu látinni ró, er handtak og augnsamband rofnar, lifendum huggunar, líknar og fró, og ljós þitt, sem aldregi dofnar, er hún sem í hjarta mér lifði og bjó, úr heiminum burtu frá sofnar. Nú þegar birtan frá deginum dvín, og dimman vill njörva mig niður, hjarta mitt, Herra minn, leitar til þín, og hugurinn einlægur biður, minn kærasta vin, sem er konan mín, kyssi þinn eilífi friður. Ég leita í fögnuð, sem friðsæld vill ljá, í fjarlægri minningamóðu, ég finn hvað ég átti, og enn hvað ég á, unaðarstundirnar hljóðu, ég þakka þær allar, sem átti ég hjá, eiginkonunni góðu. (Sigurjón Ari Sigurjónsson) Elsku amma, þú varst alltaf okkar stoð og stytta gegnum okkar ævi. Við erum svo þakklátar fyrir allan þann tíma og stundir sem við áttum saman. Við hefðum viljað hafa þær fleiri en guð vildi fá þig til sín. Við trúum því að núna sért þú á betri stað og líði vel. Manstu þegar við fundum þetta ljóð í sameiningu fyrir íslenskutíma í grunnskóla? Okkur fannst það svo fallegt og það mun alltaf minna okk- ur á þig elsku amma. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson) Guð geymi þig elsku amma. Við munum alltaf hugsa til þín og ein- hvern daginn munum við hittast á ný. Hildigunnur og Hrafnhildur. Hildi frænka er dáin. En það er margs að minnast og allar þessar minningar eru úr hinu hversdags- lega lífi og dýrmætari en allur heimsins auður. Hildi frænka var móðursystir mín og hún og fjöl- skylda hennar hefur alltaf verið fast- ur punktur í mínu lífi, svo langt aft- ur sem ég man. Og Hulda meira eins og systir en frænka. Hildi bjó í sama húsi og amma og afi þegar við vor- um litlar. Og við stelpurnar þvæld- umst á milli hæða og rápuðum inn og út. Í minningunni var alltaf gott veður, samt sést í ullarnærbuxur niður undan stuttbuxunum á mynd- um frá þessum tíma. Oft voru mamma og Hildi í sólbaði í garðinum og við dætur þeirra að leika okkur í kringum þær. Þær sátu á teppi sem Hildi átti. Það var gult með rauðu í og afskaplega mjúkt og mér fannst alltaf svo gott að snerta það. Svo var líka Hildi lykt af því. Þær sátu við húsvegginn með kaffibolla og stund- um dönsku blöðin. Ungar konur, mikið yngri en ég sjálf er í dag og það er ekki svo ýkja langt síðan ég áttaði mig á því. Stundum fóru þær og amma með okkur stelpurnar í sumarbústað. Og við fórum í göngu- ferðir, sama hvernig veðrið var og við stelpurnar yfirleitt í eins regn- kápum. Það var klöngrast yfir og undir girðingar og hlegið dátt að öllu bröltinu. Svo spiluðum við og lásum. Ein ferð er afskaplega minnisstæð fyrir þær sakir einar að við stelp- urnar tíndum heilan helling af hundasúru og báðum Hildi og mömmu að búa til graut. Sem þær og gerðu. Grauturinn var eitur- grænn og ekki fannst okkur hann góður og þá var sú della búin. Lest- ur var áhugamál sem ég og Hildi áttum sameiginlegt. En við lásum mikið og iðulega fékk ég bækur frá Hildi sem henni fannst að ég ætti að lesa. Bækur sem hún átti og las, síð- an mamma og svo komu þær til mín. Góð aðferð til að útbreiða fróðleik og visku. Ég var svo heppin að vinna með Hildi í Efrihlíð. Og þar kynntist ég þeirri manneskju sem Hildi frænka var. Innan um börnin naut hún sín best og öll börn hændust að henni. Hún kunni þá miklu list að aga-kenna og elska börn í réttum hlutföllum fyrir hvern og einn. Og margir nutu góðs af. Mínum börnum var hún önnur amma, alveg eins og hún var mér önnur mamma. Hildi frænka var vön að baka Hildi-brauð fyrir jólin og gefa öllum í fjölskyld- unni og fannst mér það táknrænt fyrir elsku hennar til okkar hinna. Nú hefur amma komið og tekið hendur Hildi í sínar og leitt hana til nýrra heimkynna. Við hin berum sorg og söknuð í hjarta. En í þeirri fullvissu að tilveran nær lengra en augað sér, þá eru ástvinir okkar allir með okkur alla daga og minning þeirra lifir í hugum okkar og hjört- um. Á dauðastund og dómsins tíð, drottinn, það skal mín huggun blíð, orð þitt er sama: Eg em hann, sem inn þig leiði í himnarann; þjón minn skal vera þar ég er. – Því hefur þú, Jesú, lofað mér. Glaður ég þá í friði fer. (Úr 5. Passíusálmi.) Elsku Jónas, Hulda og Jónas, Hildigunnur og Hrafnhildur, Megi algóður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Elsku mamma. Megi ljós kærleikans umvefja þig nú sem alltaf. Kristín Hulda og fjölskylda. Hildigunnur mágkona mín er látin aðeins 67 ára gömul. Mín fyrstu kynni af henni voru þegar ég fór að venja komur mínar á Bollagötu 16, þegar ég og Þráinn bróðir hennar byrjuðum að vera saman. Það er margs að minnast frá þeim rúmum 30 árum sem við áttum samleið, ég man það svo vel þegar hún stoppaði mig í miðjum stiganum á leið inn í herbergi hans og sagði: „Á ekki að kynna mig fyrir stúlkunni?“ Það var að sjálfsögðu gert og var okkar sam- band alla tíð byggt á trausti og vin- áttu. Hildigunnur var einstök kona, hafði ákveðnar skoðanir og lét þær óspart í ljós á sinn einstaka og hreinskilna hátt. Henni var mjög annt um öll börnin í fjölskyldunni og í hvert sinn sem við töluðum saman spurði hún um börnin mín og barna- börn og endaði ávallt umræðuna á „þau eru svo yndisleg“. Hún hafði einstakt lag á því að laða börn að sér. Um hver jól fékk ég frá henni heimabakað brauð, en um síðustu jól þegar hún treysti sér ekki til þess lét hún Jónas sinn baka brauðið því brauð skildi ég fá eins og undanfarin jól. Það var mikið áfall fyrir alla þegar hún mása mín, eins og við kölluðum oft hvor aðra, veiktist en hennar já- kvæða hugarfar og þakklæti til allra sem önnuðust hana gerði henni það tímabil léttara og ekki skal gleyma honum Jónasi hennar sem var hjá henni öllum stundum og hlúði að henni af ást og væntumþykju. Ég kveð Hildigunni mágkonu með söknuði, og votta Jónasi, Huldu og Jónasi, og ömmustelpunum hennar þeim Hildigunni og Hrafnhildi sam- úð mína. Hvíl í friði – minning þín lifir. Hrönn. Elsku Hildi frænka. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði Guðlaug Íris. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Efrihlíð v/Stigahlíð, þar var ynd- islegur vinnustaður, með samhent- um konum. Það var tilhlökkun að mæta til vinnu, þetta var eins og okkar heimili, ein stór fjölskylda og Hildigunnur höfuð fjölskyldunnar. Hún átti stóran þátt í því hversu góður leikskólinn þótti. Hún umvafði börnin, veitti þeim öryggi og hlýju. Það var ekki hægt að velja betri konu til að gæta barnsins síns. Við kveðjum góða vinkonu og starfs- félaga, með þakklæti fyrir samfylgd- ina. Samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar. Starfs-vinkonur frá Efrihlíð. Hildigunnur Sigurðardóttir Elsku afi, eftir hetjulega baráttu ertu kominn á betri stað. Allan þann tíma og minningar sem við höfum upplifað mun ég geyma í mínu hjarta. Alltaf fannst mér gaman að koma í Hrauntunguna þegar ég var lítil, að veiða orma í garðinum eða horfa á all- ar bíómyndirnar sem þú áttir handa mér. Ófáar afmælisveislurnar mínar voru haldnar hjá þér þegar ég var yngri og var endalaust pláss í þessu stóra húsi fyrir mig, vini mína og kis- urnar. Stundum fékk ég að sitja inni í vinnuherberginu þínu með flug- stjórahattinn þinn á höfðinu og hlusta á talstöðina og svo spilaðirðu stund- um á trompetið þitt fyrir mig. Eftir að ég varð eldri gátum við alltaf fundið gott umræðuefni um þá staði sem þú hafðir flogið til og ef ég hafði komið þangað líka fannst mér ég alltaf svo heppin. Núna þegar ég hef sjálf tæki- færi til að ferðast og sjá heiminn get ég hugsað til þess að þú hafir eflaust flogið þangað sjálfur og hafir eflaust einhvern tíma á okkar tíma saman sagt mér frá honum. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Þórður Guðjón Finnbjörnsson ✝ Þórður GuðjónFinnbjörnsson fæddist á Ísafirði 9. apríl 1936. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 3. júní síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni 14. júní. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Hvíldu í friði, elsku afi, Guðrún Birna. Horfinn er Þórður Finnbjörnsson föður- bróðir okkar eða Dúddi stórfrændi eins og við kölluð- um hann. Dúddi hafði stórbrotna skapgerð, var hreinskiptinn og lá ekki á skoð- unum sínum. Hann var tónelskur og greindur, vel lesinn og mikill höfðingi í sér. Fyrstu kynni móður okkar af Dúdda voru þegar hann var 12 ára gamall Ísfirðingur. Þá fylgdi hann foreldrum okkar upp á fjallið Gleið- arhjalla á Ísafirði. Það var upphafið að ævilangri vináttu. Hann bjó á okk- ar heimili í Kópavogi þegar hann var að læra flug. Við kölluðum hann ýmist uppáhaldsfrænda eða stórfrænda. Á milli þess sem hann var að læra eða skemmta sér, var hann að blása í trompetinn. Hann lét sér annt um okkar hag og var ávallt tilbúinn að leiðbeina og aðstoða. Í millibils- ástandi, þegar foreldrar okkar skiptu um húsnæði, var sjálfsagt að flytja til Dúdda og fjölskyldu sem tók okkur opnum örmum. Dúddi gerði mömmu kleift að láta ferðaþrá sína rætast, sem hann skildi svo vel, og fór hún með þeim hjónum í einar fjórar heimsálfur. Allar höfum við heimsótt hann til Flórída. Oft var stjörnubjart þar og var Dúddi óþreyt- andi í að fræða okkur um stjörnu- geiminn sem hann hafði ótrúlega þekkingu á. Hann var vel lesinn og vitnaði ýmist í Biblíuna, Íslendinga- sögurnar eða Hávamál. Hann stofn- aði oft til rökræðna til að fá andsvar og skoðanir. Ef maður gætti sín ekki gat það leitt til ýfinga en ef slegið var á létta strengi var ávallt stutt í brosið. Dúdda frænda verður sárt saknað og vottum við ástvinum hans innilega samúð. Sá ég þig, frændi, fræði stunda og að sælum sanni leita, þegar röðull á rósir skein, og bládögg beið á blómi sofanda, er þú á hæsta hugðir speki og hátt og djúpt huga sendir. Oft eru myrk manna sonum, þeim, er hátt hyggja, in helgu rök. Brann þér í brjósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn til bardaga áþján við og illa lygi. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita brjóstið kalt. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp, en drottinn ræður. (Jónas Hallgrímsson) Sigrún Ingólfsdóttir, Dóra Hlín Ingólfsdóttir, Svanhvít Eygló Ingólfsdóttir. ✝ Okkar ástkæri, ÞORLEIFUR GUÐFINNUR GUÐNASON fyrrum bóndi á Norðureyri við Súgandafjörð, sem lést miðvikudaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 16. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Marianne Jensen, Ævar Einarsson. ✝ Móðir okkar, amma og langamma, VIGDÍS BJARNADÓTTIR, Jörfabakka 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13.00. Þorgeir Ingvason, Guðrún Þorgeirsdóttir, Margrét Ingvadóttir, Kristinn Guðmundsson, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.