Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
CODE NAME: THE CLEANER kl. 3:30 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 7:20 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ DIGITAL 3D
/ KRINGLUNNI
OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára
OCEAN'S 13 VIP kl. 8 - 10:40
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 4
ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára
BLADES OF GLORY kl. 6 B.i.12.ára
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 B.i.7.ára
/ ÁLFABAKKA
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
F.G.G. FBL.
WWW.SAMBIO.IS
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM
ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU
MYND SUMARSINS?
eeee
KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. - MBL
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
Lýstu eigin útliti.
Dökk yfirlitum, meðalhá og íþróttamannslega vaxin.
Brosmild.
Hvað finnst þér um ríkisstjórnina? (Spurt af síðasta að-
alsmanni, Agli Helgasyni fjölmiðlamanni.)
Ég er svo hrikalega ópólitísk að það hálfa væri nóg.
Hvaða auglýsingar þolirðu ekki?
Ég verð að segja Elísabet.is-auglýsingin þar sem þulan
kemur. Það bregst ekki að ég skipti um stöð þá.
Hvaða bók lastu síðast?
Skólabækurnar. Ég er í viðskiptafræði í Háskólanum í
Reykjavík uppi á Höfðabakka (gamli THÍ).
Á hvaða plötu ertu að hlusta?
Er með nokkra góða playlista á iPodnum, annars hlusta
ég aðallega á tónlist í bílnum og syng auðvitað með.
Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig?
Að ég er nokkuð ákveðin þegar ég vil. Líka það að ég er
ekki langrækin og er fljót að
fyrirgefa.
Hvert er átrúnaðargoðið?
Mér finnst alltaf gaman að fylgj-
ast með fólki sem stendur sig
vel og er að gera góða hluti.
Annars hefur afi Jónsson, Rík-
harður Jónsson, alltaf verið í
uppáhaldi hjá mér. Hann er
einn af flottustu íþróttamönnum
sem ég hef nokkurn tíma vitað
af, inni á vellinum sem utan.
Foreldrar mínir eru líka fyr-
irmyndir mínar, sem og systir
mín sem hefur leiðbeint mér
mikið.
Hefurðu reynt að
hætta að drekka?
Nei, hef aldrei þurft þess.
Hefurðu þóst vera
veik til að sleppa við að mæta í
vinnu eða skóla?
Ég hef þóst vera veik til þess að
sleppa við skóla, ekki vinnu. Það
gekk ekki vel þegar mamma reif
mann upp á rassinum þegar
maður var yngri en ég verð að
viðurkenna að það hefur alveg
gengið eftir að ég varð eldri.
Uppáhaldsíþrótt fyrir utan sundið?
Ætli það sé ekki handbolti og körfubolti. Ég get alveg
misst mig yfir leikjum og sver mig í ættina með hávær-
um öskrum. Ég uppgötvaði líka Formúluna nýlega, rölt-
um einmitt nokkrum sinnum hjá pit-stoppunum í Móna-
kó.
Hver er uppáhaldssundlaugin þín?
Jaðarsbakkalaug uppi á Skaga verður alltaf laug nr. 1.
Ég synti og æfði þar í rúm 10 ár.
Annars eru nokkrar laugar í uppáhaldi hjá mér. Laugin í
Sydney var mjög flott og auðvitað var það bara upplifun
að synda fyrir framan 18 þúsund manns þar. Laugin í
Cannes í Suður-Frakklandi er líka ein af uppáhalds. Svo
laugin í Barcelona.
Uppáhaldssmáþjóð fyrir utan Ísland?
Liechtenstein. Ég keppti þar á smáþjóðaleikunum 1999
og hef sjaldan skemmt mér eins vel. Lítið land sem er
eiginlega bara dalur.
Myndarlegasti karlmað-
urinn?
Ég hef ekki fundið hinn eina
rétta ennþá, bíð bara róleg.
En það er alltaf gaman að sjá
myndarlegan karlmann og
þeir eru alveg nokkrir, eins
og Björgólfur Thor. Annars
eru íþróttamennirnir alltaf
flottir, t.d. fótboltamaðurinn
Grétar Rafn, körfuboltamað-
urinn Helgi Már og hand-
knattleiksmaðurinn Ásgeir
Örn. Einnig er mikið til af
myndarlegum sundmönnum.
Hvaða kvikmynd eða sjón-
varpsefni hefur haft mest
áhrif á þig?
Ég er forfallinn Friends-fan.
Hef verið að safna seríunum
hægt og rólega og vantar að-
eins tvær til að eiga þær allar.
Annars hef ég líka fylgst með
Nágrönnum í allt of mörg ár.
Hvers viltu spyrja
næsta viðmælanda?
Hvar myndir þú byggja
draumahúsið þitt?
KOLBRÚN ÝR KRISTJÁNSDÓTTIR
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER SUNDKONA SEM VANN TIL FIMM
VERÐLAUNA Á SMÁÞJÓÐALEIKUNUM Í MÓNAKÓ SEM LAUK UM
SÍÐUSTU HELGI. Í SUMAR VINNUR HÚN SEM ÞJÓNUSTU-
FULLTRÚI Í LANDSBANKANUM.
Liechtenstein Kolbrún á ekki í vandræðum með
að velja uppáhalds smáþjóð aðra en Ísland.
Morgunblaðið/Eyþór
Eftir Sverri Norland
sverrirn@mbl.is
„Þetta verður hressandi og
skemmtilegt,“ segir Heiðar Arnar
Kristjánsson, en hann og Haraldur
Freyr Gíslason munu sjá um út-
varpsþáttinn Pollapönk á föstudög-
um klukkan 19:40 í sumar. Þeir fé-
lagar eru sennilega þekktastir sem
Halli og Heiðar í hljómsveitinni
Botnleðju, en þeir sendu einmitt frá
sér barnaplötu í fyrra sem einnig
kallaðist Pollapönk. Sú plata hlaut
góðar viðtökur og útvarpsþátt-
urinn er því næsta skref.
Kunna sitt fag
„Þátturinn er hugsaður fyrir
börn á aldrinum 5-12 ára, en svo er
þetta náttúrlega líka bara fyrir
börn á öllum aldri,“ segir Heiðar.
„Við munum spila tónlist sem okkur
þykir skemmtileg, til dæmis af
dæmigerðum íslenskum barnaplöt-
um einsog Hrekkjusvínum og En-
inga meninga, en svo verðum við
líka með lið sem kallast óskalög
pollanna. Krakkarnir geta því beð-
ið um að fá að hlusta á það sem
þeim dettur í hug.“
Heiðar og Halli eru allsjóaðir í
barnabransanum, enda báðir leik-
skólakennarar. Þá var fyrrnefnd
plata þeirra, Pollapönk, lokaverk-
efni þeirra við Kennaraháskóla Ís-
lands. Þáttunum skipta þeir uppí
nokkra dagskrárliði; til að mynda
má nefna brandarahornið og ljóða-
hornið, auk tvennunnar, en í henni
seilast þeir eftir kassagíturunum
eða öðrum tilfallandi hljóðfærum,
og leika ýmis þekkt lög. Þegar
flutningi þeirra er svo lokið spila
þeir upprunalegu upptökuna af við-
komandi lagi svo að hlustendur geti
borið útgáfurnar saman.
Hestamaður
Búast má við hressilegum og
spennandi þætti, enda yfirleitt mik-
ið fjör í kringum tvíeykið. Til að
mynda náðist Halli ekki í mynda-
töku fyrir Morgunblaðið þar sem
hann var að keppa á hesti. „Hann er
ótrúlegur,“ sagði Heiðar um knap-
ann Halla, og virtist þykja mikið til
reiðhæfileika vinar síns koma.
Morgunblaðið/Golli
Pollar Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason með félaga
sínum úr Botnleðju Ragnari Páli Steinssyni.
Óskalög hinna ungu
Nýr útvarpsþáttur fyrir polla á Rás 1