Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 51 ÞAÐ verður af nógu að taka fyrir kvikmyndaáhugamenn með haust- inu. Bíódagar Græna ljóssins verða haldnir dagana 15. til 29. ágúst, en Græna ljósið hefur staðið fyrir reglulegum hlélausum sýningum undanfarna mánuði. Þá verður kvikmyndahátíð Reykjavíkur hald- in um mánuði seinna, 27. sept- ember til 7. október. Fyrrnefnda hátíðin er aðeins farin að taka á sig mynd. Væntanlega verða mynd- irnar ekki nema um tuttugu enda segir Ísleifur Þórhallsson, aðstand- andi hátíðarinnar, að þeir vilji ekki sprengja utan af sér og frekar sýna hverja mynd oftar. Hátíðin fer öll fram í Regnboganum og þegar hafa þrjár myndir verið staðfestar. Opnunarmyndin er Sicko, nýj- asta heimildarmynd Michaels Moo- res. Myndin er gagnrýnin úttekt á bandaríska heilbrigðiskerfinu, sem Moore segir vera eitt hið versta á Vesturlöndum. Varla þarf að taka fram að myndin hefur verið afar umdeild en hún fékk góðar við- tökur á kvikmyndahátíðinni í Can- nes nýverið. Önnur heimildamynd, The Bridge, gæti orðið ekki síður um- deild. Hún fjallar um vinsælasta sjálfsmorðsstað í veröldinni, Gol- den Gate-brúna í San Francisco. Þar nálægt kom leikstjórinn Eric Steel sér fyrir ásamt tökuliði sínu og kvikmyndaði nærri 30 sjálfs- morð auk þess sem kvikmynda- tökumennirnir náðu að koma í veg fyrir nokkur þegar þess var kost- ur. Þá eru tekin viðtöl við ættingja og vini hinna látnu sem og ein- hverja þeirra sem þeim tókst að stöðva. Þriðja myndin er svo No Body is Perfect. Viðfangsefni myndarinnar er mannslíkaminn og allt það svakalegasta sem mönnum dettur í hug að gera við hann, hvort sem um er að ræða líkamsgatanir, kyn- skiptiaðgerðir eða ýmsar kynlífs- tilraunir. Áhugasamir geta fylgst með hvaða myndir bætast við á vefsíðu Græna ljóssins og þeir áhugasömustu geta sent tillögur í hugmyndakassann á síðunni. Sicko á bíóhátíð Reuters Róttækur Leikstjórinn Michael Moore marserar með hjúkrunarkonum í Kaliforníu á sérstaka sýningu á Sicko. http://www.graenaljosid.is/ FRAMLEIÐENDUR sjónvarpsþátt- anna Lífsháska, Lost, segja hand- ritshöfunda hafa komist að sam- komulagi um hvernig eigi að enda ævintýrið mikla. Haldnar voru rit- höfundabúðir þar sem menn skegg- ræddu og komust að niðurstöðu. Síðasti þátturinn verður sýndur á vordögum árið 2010. Í Lífsháska segir af eftirlifendum flugslyss sem þurfa að bjarga sér á ókunnri eyju í marga mánuði og komast þar í kynni við yfirnátt- úruleg öfl og óþjóðalýð. Þrjár þáttaraðir verða framleiddar til viðbótar, og verða þær sýndar að vetri til næstu þrjú árin. 48 þættir eru eftir og ævintýrið því alls ekki úti. Damon Lindelof, annar tveggja höfunda Lífsháska, segir að til standi að svara spurningum í stað þess að spyrja þeirra, eins og gert hefur verið hingað til. Tökur á næstu þáttaröð hefjast í ágúst en sýningar á þáttunum hefjast ekki fyrr en í janúar 2008. „Við getum augljóslega ekki beð- ið fram að 48. þætti með að leysa úr öllum ráðgátunum,“ sagði Lindelof á blaðamannafundi í fyrradag. Að- stoðarframleiðandi þáttanna, Carl- ton Cuse, telur ólíklegt að hægt sé að finna endi sem öllum þóknast. „Von okkar er að endirinn verði rökréttur miðað við söguna,“ segir Cuse. Vandi framleiðenda nú er að halda fólki áhugasömu, því nú tek- ur við átta mánaða bið eftir næsta þætti. Síðasti þáttur þriðju þátta- raðar var sýndur fyrir tæpum mán- uði í Bandaríkjunum. Örlög stranda- glópa ráðin Til sölu tvær glæsilegar íbúðir, tveggja og þriggja herbergja, á 4. hæð (efstu) í nýinnréttuðu húsi ofarlega við Hverfisgötu. Sérsmíðaðar innréttingar í eldhúsi, baði og svefnherbergjum. Svalir. Þvottahús inni í íbúðunum. Sameign nýendurnýjuð. Verslanir og skrifstofur á neðstu tveimur hæðunum. Næg bílastæði á baklóð, með inngangi inn í sameign. Nánari upplýsingar í síma 588 7050. Tvær nýinnréttaðar „penthouse“ íbúðir í miðbæ Reykjavíkur Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Háihvammur - Hf. - Glæsilegt einbýli Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í sölu glæsilegt einbýlishús um 250 fm, vel staðsett á frábærum útsýnis- stað í Hvammahverfi í Hafn- arfirði. Falleg lóð með u.þ.b. 80 fm. sólpall, frábæru útsýni og möguleiki á auka íbúð á neðri hæð. Húsið er skráð 234 fm. en að sögn eiganda er 15 fm. ósamþykkt rými á neðri hæð. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús m. þvottahúsi inn af, stofu m. arni, borðstofu, sjón- varpshol, gang, 3 barnaherb, baðherb, hjónaherb með fataherb og baðherb inn af. Á neðri hæð er sér inngangur, þrjú herb, bað- herb og geymsla. Verð 61,7 millj. Uppl. gefur Þorbjörn Helgi 896-0058 Strandvegur - Gbæ. 3ja herb. m. bílageymslu Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu 97,7 fm íbúð á efstu hæð í góðu, vel staðsettu lyftuhúsi í Sjálandshverfi í Garða- bæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, 2 herb. baðh. þvottahús og geymslu. Fallegar innréttingar, suður svalir. Stæði í bílageymslu. Frábær staðsetning. V. 30,9. millj. Uppl. gefur Þorbjörn Helgi 896-0058 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Sumarhús Hallkelshólum Sýningarhelgi dagana 16. og 17. júní á milli kl. 13-17 Mjög vandað 45,5 fm heilsárshús byggt 1992 með heitum potti og verk- færahúsi. Góð verönd og skjólveggir. Bústaðurinn skiptist í hol, stofu, eld- hús, 3 svefnherbergi og baðherbergi m. nýjum sturtuklefa. Keyrt er að bæj- um Hallkelshólum og beygt inn fyrstu götuna til hægri sem heitir Heiðar- lundur, síðan þriðji bústaður til vinstri. V. 15,9 millj. (7420) Nánari leiðarlýsing í síma 821-7100, Ásgeir. zÉÄyÅ™à ECA}ØÇFélag kvenna í atvinnurekstri OPIÐ GOLFMÓT FKA... ...verður haldið að Hamarsvelli við Borgarnes miðvikudaginn 20. júní Spilaðar verða 12 holur í Greensome leik. Hentar bæði vönum og óvönum. Að spili loknu verður kvöldverður á Hótel Hamri og verðlaunaafhending. Rúta verður frá Umferðamiðstöð kl.13:00 og aftur til baka frá Hamarsvelli kl. 21:30. Verð kr. 7.000. Allar konur velkomnar. Skráning á fka@fka.is. Nánari upplýsingar á www.fka.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.