Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 25
matur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 25
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Hér er fiskur í öndvegi oghér er boðið upp á fjöl-breytt fiskhlaðborð bæðií hádeginu og á kvöldin,“
sagði Magnús Ingi Magnússon, eig-
andi og matreiðslumeistari á Sjáv-
arbarnum, sem er nýtt sjávarrétt-
aveitingahús við Grandagarð 9 í
Reykjavík, þegar Daglegt líf leit þar
inn í vikunni og fékk að smakka á
fjölbreyttum og girnilegum fisk-
réttum, sem Magnús Ingi töfraði
fram úr eldhúsinu sínu.
Hlaðborðin hans Magnúsar taka
ýmsum breytingum frá degi til dags,
allt eftir því hvað fæst úr sjónum
hverju sinni, en þetta kvöld var m.a.
hægt að smakka á pönnusteiktum
hlýra, háfi, skötusel, risarækjum í
orly-deigi með súrsætri sósu, gamla
góða plokkfiskinum, blönduðum
sjávarréttum með ferskum krydd-
jurtum, gröfnum steinbít og gröfn-
um laxi, steiktum hrísgrjónum með
skelfiski og grænmeti og portú-
gölskum saltfiskrétti auk þrenns
konar salats og brauðs. Og óhætt er
að mæla með verðlaginu því hádeg-
ishlaðborðið kostar 1.200 krónur og
kvöldhlaðborðið, sem er í ívið meiri
sparibúningi, kostar 2.400 krónur.
Í bransanum í aldarfjórðung
Magnús er aldeilis ekki nýr af nál-
inni í veitingageiranum því hann hef-
ur starfað í bransanum undanfarin
aldarfjórðung og rekið m.a. mötu-
neyti og veitingastaði víða auk þess
sem hann hefur starfað sem kokkur
á sjó, á togurum, frökturum og
skemmtiferðaskipum. „Ég er ýmsu
vanur, en uppáhaldshráefnið mitt
kemur úr sjónum. Ég kaupi mitt
hráefni af vinum mínum hér á
Grandanum og af bátum frá Sand-
gerði og Grindavík. Í hádeginu er ég
svo alltaf með einn kjötrétt auk þess
sem konan mín, Anna Lísa Monte-
cello, sem er frá Filippseyjum, eldar
stundum rétti frá sínum heimaslóð-
um.“
Magnús opnaði formlega á Hátíð
hafsins og segir hann viðtökur lofa
góðu. Sjávarbarinn tekur hátt í
fimmtíu manns í sæti og á veggjum
blasa við teikningar af fisktegundum
við Íslandsstrendur eftir Jón Baldur
Hlíðberg auk myndverka eftir ís-
lenska listamenn sem Magnús hefur
til sölu hjá sér. Hann segir að vænta
megi ýmissa menningarviðburða á
staðnum og hefur rithöfundurinn og
ljóðskáldið Einar Már Guðmunds-
son nú þegar riðið á vaðið með ljóða-
lestri. Sjávarbarinn er opnaður
klukkan átta alla virka daga með
kaffi og meðlæti og er opið til 21.00 á
virkum kvöldum. Á laugardögum er
opið frá 10.00 til 22.00 og sunnudaga
frá 15.00 til 22.00.
Þegar blaðamaður falaðist eftir
uppskriftum hjá vertinum varð
heimsfræga vinsæla fiskisúpan fyrir
valinu auk ekta ömmufiskibollna,
sem orðnar eru vandfundnar á borð-
um landsmanna nú til dags þótt þær
séu einkar ljúffengar í munni, að
sögn Magnúsar.
Heimsfræga
sjávarréttasúpan
(fyrir fjóra)
800 g ferskur fiskur, t.d. keila, hlýri,
steinbítur, karfi, þorskur eða langa
4 risahumrar í skel
100 g hörpuskel
100 g rækjur
100 g kræklingur
200 g blaðlaukur
200 g kartöflustrimlar
ferskar kryddjurtir, t.d. blóðberg,
kóríander, graslaukur, basil, óreg-
anó, estragon og steinselja
ólífuolía
smjör
½ lítri jurtarjómi
½ lítri fisksoð, af soðnum fisk-
beinum
hvítvínsskvetta
sérrískvetta
salt og pipar
Ólífuolía og smjör hitað saman í
stórum potti.
Blaðlaukur og kartöflustrimlar
ásamt kryddjurtunum kraumað.
Skvettum af hvítvíni og sérríi bætt
út í og soðið aðeins niður. Fisksoðinu
bætt út í og síðan fiskinum, en síðast
skelfiskinum. Rjóma hellt út í og
suðan látin koma upp. Súpan borin
fram með úrvali af brauði og viðbiti.
Ömmufiskbollur
1 kg fiskhakk úr hvaða fiski sem er,
en alls ekki frosinn fiskur
150 hakkaður laukur
3 egg
200 hveiti
100 g kartöflumjöl
laukduft
salt
pipar
aromat
mjólk
Öllu blandað saman í hrærivél
með hnoðara og kryddefnum eftir
smekk. Mjólkin ræður svo þykkt
deigsins. Bollur mótaðar og steiktar
á pönnu upp úr smjöri og grænmet-
isolíu.
Borið fram með soðnum kart-
öflum, lauksósu og góðri grænmet-
isblöndu.
Bollurnar Góðu gömlu ömmufiskibollurnar fara svo sannarlega vel í munni. Hlaðborðið Fjöldi fiskrétta og salöt prýðir fiskihlaðboð Sjávarbarsins í hádeginu og á kvöldin.
Góð Heimsfræga sjávarréttasúpan er full af fiski og ferskum kryddjurtum.
„Uppáhaldshráefnið
mitt kemur úr sjónum“
Morgunblaðið/Eyþór
Vertarnir Hjónin Magnús Ingi Magnússon og Anna Lísa Montecello
TENGLAR
.....................................................
www.sjavarbarinn.com
OF LÍTILL svefn dregur úr lík-
amlegri og andlegri heilsu, sál-
rænu þoli, vinnugetu og gæðum af-
kasta. Svefnskortur tengist
sjúkdómum á borð við þunglyndi,
offitu, hjarta- og æðasjúkdóma og
sykursýki.
Í næstu viku koma 5.000 svefn-
sérfræðingar saman á árlegri ráð-
stefnu sinni að því er forskning.no
greinir frá. Þar verða lagðar fram
niðurstöður ýmissa rannsókna á
svefni. Mark Chattington við Man-
chester Metropolitan University
hefur t.d. komist að þeirri nið-
urstöðu að slæmur svefn, þó ekki
sé nema í eina nótt, hafi verulega
slæm áhrif á færni einstaklinga
sem bílstjóra. Svipaðar rannsóknir
á öryggisvörðum á flugvöllum
sýndu að svefnskortur dró úr hæfi-
leika þeirra til að koma auga á
hættulega hluti í farangri. Eins
geta læknar og hjúkrunarfræð-
ingar, sem vinna of lengi án þess að
sofa, beinlínis verið hættulegir
sjúklingum sínum.
Rannsóknir sýna líka að svefn
umfram það sem er nauðsynlegt
bætir getu fólks. Cheri Mah við
Stanford University hefur þannig
komist að því að aukasvefn bætir
árangur íþróttamanna en hún
rannsakaði sex körfubolta-
leikmenn. Eftir tveggja vikna eðli-
legan svefn sváfu þeir eins mikið
aukalega og þeir gátu í einn dag. Á
eftir sögðust þeir vera orkumeiri,
úthaldsbetri og í betra skapi, bæði
á æfingum og á leikvellinum. Þá
sýndu mælingar Mah að þeir hlupu
hraðar og köstuðu betur.
Sanjeev V. Kothare við St. Chri-
stopher’s Hospital for Children í
Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur
komist að þeirri niðurstöðu að börn
sem tilheyra lægri þjóðfélags-
stéttum hafa verri svefnvenjur en
börn úr miðstétt. Þar sem góður
svefn styrkir andlega getu getur
slíkt aukið bilið milli barna með
ólíkan bakgrunn.
Svefnsérfræðingarnir segja full-
orðna þurfa sjö til átta tíma svefn
hverja nótt en skólabarn þarf tíu til
ellefu tíma. Barn á leikskólaaldri
þarf ellefu til þrettán tíma.
Morgunblaðið/Ásdís
Bíum bambaló Börn á leikskólaaldri þurfa a.m.k. 11 til 13 tíma svefn.
Svefnskortur skeinuhættur