Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 41
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30.
Bingó kl. 14.
Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Kl. 9-12 opin
handavinnustofa. Kl. 9-16.30 opin smíðastofa.
Bingó fellur niður í júní og júlí.
Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Handa-
vinnustofan opin og heitt á könnunni til kl. 16. Fé-
lagsvist kl. 20.30. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní
verður hátíðardagskrá í Gjábakka kl. 15-16. Á dag-
skrá ýmis tónlistaratriði t.d. revíusöngur. Hátíð-
arhlaðborð.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9. vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður. Aðstaða til að
taka í spil. Kaffi og meðlæti alla virka daga.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Garðaberg
opið kl. 12.30-15. Síðasti dagur fyrir sumarfrí. FEG
og FEBG óska öllum eldri borgurum í Garðabæ
ánægjulegs sumars. Félagsstarfið verður nánar
auglýst í ágúst.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10 Bragakaffi, að því
loknu létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasal-
ur opinn. Þriðjud. 19. júní kl. 13 verður púttvöllur við
Breiðholtslaug tekinn í notkun, með áherslu á þjón-
ustu við eldri borgara, í samstarfi við Vinnuskóla
Reykjavíkur. Jónsmessufagnaður í Básnum 20.
júní. S. 575 7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Kl. 14 bingó. Kaffiveit-
ingar kl. 15. Allir velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin
vinnustofa. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 10-16 pútt. Kl. 12
hádegismatur. Kl. 15 kaffi. Kl. 14.45-15.30 bókabíll.
Hraunbær 105 | 20. júní Jónsmessukaffi að Bás-
um í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar hljóð-
færaleikara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju
hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Verð kr. 2.500.
Brottför kl. 13 frá Hraunbæ. Skráning á skrifstofu
eða í síma 587 2888.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun
fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting
517 3005. Blöðin liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Gönguferðir alla morgna kl. 9, á
laugardögum kl. 10. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin
hittist á þriðjud. og miðvikud. kl. 13-15. Púttvöll-
urinn opnaður 20. júní. Kennsla í pútti alla miðviku-
daga í sumar kl. 17-18. Hádegismatur, síðdegiskaffi.
Kíkið við og fáið alla dagskrána. S. 568 3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaðaklúbbur og um-
ræður kl. 10. Leikfimi í salnum. „Opið hús“ spilað á
spil kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádeg-
isverður. Kl. 13.30-14.30 sungið v/flygilinn. Kl.
14.30-14.45 Kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í að-
alsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu- og
fótaaðgerðarstofa opnar frá kl. 9, bingó kl. 13.30.
Allir velkomnir. Uppl. í síma 411 9450.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-
22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í
kirkjunni. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir.
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með stólaleikfimi
og slökunarbæn á Dalbraut 27, kl. 10.15 í dag.
Hlutavelta | Þeir félagar
Guðmundur, Friðrik og Einar
komu og færðu Rauða kross-
inum 3.445 krónur, sem var
ágóði af tombólu sem þeir
héldu ásamt Bjarti Loga og
Birtu Júlíu fyrir utan Hag-
kaup á Akureyri.
Hlutavelta | Fjórar ungar
stúlkur í Breiðholtinu, þær
María Orradóttir, Sigrún
Amina Wone, Herdís Mjöll
Guðmundsdóttir og Lilja
Gunnarsdóttir, héldu tombólu
við 10-11 búðina við Arn-
arbakka og söfnuðu 3.552 kr.
til styrktar Rauða krossi Ís-
lands. Rauði krossinn þakkar
þeim kærlega fyrir og munu
peningarnir koma að góðum
notum. Á myndina vantar
Lilju Gunnarsdóttur.
Hlutavelta | Þessar stúlkur
héldu tombólu í Hveragerði og
söfnuðu fyrir Rauða krossinn.
Alls söfnuðust 6.734 kr. Stúlk-
urnar heita Júlía Óladóttir,
sjö ára, og Tara Líf Friðgeirs-
dóttir, níu ára. Rauði krossinn
þakkar þeim kærlega fyrir og
mun peningurinn koma að
góðum notum.
dagbók
Í dag er föstudagur 15. júní, 166. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.)
Háskólasetur Vestfjarða ogSafn Jóns Sigurðssonarefna til Þjóðhátíðarþings áHrafnseyri 16. og 17. júní.
Yfirskrift þingsins er Þjóð og hnatt-
væðing og er Sigríður Ólöf Kristjáns-
stjóri einn af umsjónarmönnum dag-
skrárinnar: „Þetta er í annað sinn sem
Háskólasetrið og Jónssafn efna til við-
burðar í tengslum við hátíðahöldin 17.
júní, og fáum við að þessu sinni til
samstarfs Evrópufræðistofnun Há-
skólans á Bifröst, Alþjóðamálastofnun
HÍ og hugvísindadeild HÍ,“ segir Sig-
ríður. „Hrafnseyri er fæðingarstaður
Jóns Sigurðssonar og á vel við að
ræða þar um þau málefni sem nú
brenna á, um sjálfsmynd þjóðarinnar í
alþjóðasamfélaginu og hvar þjóðern-
ishyggjan stendur á tímum hnattvæð-
ingar.“
Skopmyndir og framtíðarótti
Dagskráin hefst kl. 9 á laugardags-
morgni með erindi Valdimars Hall-
dórssonar safnvarðar: „Meðal fyrirles-
ara má nefna Lene Hansen frá
Danmörku sem fjallar um skopmyndir
fyrr og síðar og árekstra menningar-
heima, umfjöllun Ole Wæver um fram-
tíðarótta, hryðjuverk og hnattrænt
óöryggi, og Eirík Bergmann Ein-
arsson sem fjallar um EES-samning-
inn og ESB,“ segir Sigríður. Fyr-
irlestrum lýkur kl. 15.30 og verður þá
haldin grillveisla og skemmtun fram á
kvöld.
Hátíð á Hrafnseyri
„Á sunnudag mun Auðunn Arn-
órsson blaðamaður fjalla um Evrópu-
samrunann og hnattvæðinguna og
bandaríski fyrirlesarinn Liah Green-
feld ræðir um hnattvæðingu þjóðern-
ishyggjunnar. Formlegri dagskrá lýk-
ur á hádegi en kl. 14 hefst
þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri þar
sem Þorsteinn Pálsson flytur hátíð-
arræðu.“
Finna má nánari upplýsingar á slóð-
inni www.hsvest.is. Ekki þarf að skrá
þátttöku og er aðgangur ókeypis að
þinginu. Málþingið fer fram á ensku.
Boðið er upp á rútuferðir frá Ísa-
firði og er æskilegt að þeir sem vilja
nýta þann möguleika láti skipuleggj-
endur vita.
Fræði | Alþjóðlegt málþing á Hrafnseyri þjóðhátíðarhelgina 16. og 17. júní
Þjóð og hnattvæðing
Sigríður Ólöf
Kristjánsdóttir
fæddist á Ísafirði
1967. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Samvinnuskól-
anum 1988, hlaut
diplómanám í hót-
elþjónustu frá
IHTTI í Sviss 1992,
lauk námi í iðnrekstrarfræði frá
Tækniskólanum 1995, og BS í við-
skiptafræði frá Viðskiptahásk. á Bif-
röst. Sigríður var framkvæmdastjóri
Vesturferða í áratug, vann síðar sjálf-
stætt að markaðssetningu og heima-
síðugerð. Hún hefur frá ársbyrjun
2007 verið verkefnisstjóri hjá Há-
skólasetri Vestfjarða. Sigríður er í
sambúð og á eina dóttur.
Tónlist
Angelo | Biggo kl. 23 föstudag og laug-
ardag.
Café Paris | DJ Lucky kl. 22.
Hótel Djúpavík | Laugardaginn 16. júní,
kl. 21, verða Hellvar (Heiða í Unun og
Elvar) gestir okkar, þau munu spila óraf-
magnað, tónleikarnir hefjast stundvís-
lega. Aðgangseyrir kr. 1.000.
Kaffi Hljómalind | Kl. 20: Gavin Port-
land og I adapt. 500 kr. inn og allur
ágóði rennur til náttúruverndarsamtak-
anna Saving Iceland (www.savingicel-
and.org). Ekkert aldurstakmark.
Ráðhús Reykjavíkur | Tónleikar í Ráð-
húsi Reykjavíkur kl. 17. Hópur fiðlunem-
enda frá Washington D.C. leikur ásamt
hópi fiðlunemenda úr Allegro Suzuki-
tónlistarskólanum fjölbreytta efnisskrá.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Reykjavíkurborg | DJ Páll Óskar spilar
á Lækjargötu 17. júní kl. 21. Aðgangur
ókeypis.
Tónlistarhátíð Babalú, Hljómalindar
og S.L.Á.T.U.R. | Á Kaffi Hljómalind kl.
14-18 leika Margrét Guðrúnardóttir, Sím-
on Birgisson, Jazzsveitin Dúi og Bryn-
dís Jakobsdóttir. Á Babalú kl. 18-22
leika Siobhán og Joanne Kearney, Jón-
as Hara & Mariona og Konni. Í S.L.Á.T-
.U.R. viðhefur Kokteilsósa alspuna kl.
20-23.
Myndlist
Listasafn ASÍ | „Af þessum heimi“
Katrín Elvarsdóttir sýnir ljósmyndir í
Ásmundarsal. Í Gryfju sýnir Hye Joung
innsetninguna „Stungur“. Í Arinstofu
eru verk eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur.
Opið frá 13-17 alla daga nema mánu-
daga. Aðgangur ókeypis.
Skemmtanir
Gaukur á Stöng | Á Móti Sól föstudags-
kvöldið 15. júní. Frítt inn til miðnættis og
1.000 krónur inn eftir það.
Mannfagnaður
AFS | Málþing á Hótel Nordica kl. 14 og
hátíðarkvöldverður kl. 19.30 í tilefni 50
ára afmælis AFS. Hvet sérstaklega ár-
ganginn 1986-1987 til að mæta. Nánari
upplýsingar á www.afs.is.
RÚNA Gísladóttir, myndlistarmaður og kennari, heldur nú brúðusýningu á Látra-
strönd 7 á Seltjarnarnesi sem lýkur 19. júní.
Sýningin var hluti af Menningarhátíð á Seltjarnarnesi. Rúna sýnir handgerðar
postulínsbrúður sínar og brúðufatnað og auk þess fjölmargar annars konar brúður
úr safni sínu. Rúna sýndi brúður á Bókasafni Seltjarnarness fyrir tveimur árum
einnig.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Opnunartími er á milli kl. 15 og 19.
Rúna Gísladóttir sýnir handgerðar brúður
Býr til postulínsbrúður og brúðufatnað
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostn-aðarlausu. Tilkynningar
þurfa að ber-ast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Sam-þykki afmælisbarns þarf
að fylgja af-mælistilkynn-
ingum og/eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-1100
eða sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2110
Reykjavík.
FRÉTTIR
EKIÐ var á hjólreiðamann við
gatnamót Klukkurima/Langarima í
Reykjavík fimmtudaginn 31. maí sl.,
á tímabilinu milli kl. 13.30 og 14. Um
var að ræða gráa fólksbifreið af
óþekktri tegund. Ökumaður, karl-
maður milli fertugs og fimmtugs
ræddi við hjólreiðamanninn á vett-
vangi og ók honum á heilsugæslu.
Í ljós er komið að hjólreiðamað-
urinn varð fyrir verulegum áverkum
og er því mikilvægt að ná tali af öku-
manni bifreiðarinnar.
Ökumaður, eða þeir vegfarendur
sem kunna að hafa orðið vitni að
óhappinu eru beðnir um að hafa sam-
band við lögreglu í síma 444 1000.
Vitni vantar
UNDANFARIN sumur hefur bær-
inn Krókur á Garðaholti í Garðabæ
verið opinn almenningi til sýnis.
Krókur er lítill bárujárnsklæddur
burstabær sem var endurbyggður
úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru
varðveitt gömul húsgögn og munir
sem voru í eigu hjónanna Þor-
bjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og
Vilmundar Gíslasonar.
Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934
og bjó í Króki til ársins 1985. Afkom-
endur Þorbjargar og Vilmundar í
Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í
Króki ásamt útihúsum og innbúi árið
1998. Í Króki er einnig herbergi sem
hefur verið nýtt sem vinnuaðstaða
fyrir listamenn og sífellt fleiri lista-
menn hafa sóst eftir að fá þar að-
stöðu. Í sumar verður opið hús á
sunnudögum í Króki á Garðaholti kl.
13-17. Bílastæði eru við hliðina á
Samkomuhúsinu á Garðaholti og
Krókur er staðsettur á ská á móti.
Allir eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Smábýlið Krókur á Garðaholti.
Opið hús í
Króki á
Garðaholti