Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞRÍR finnskir kórar halda tón-
leika í Reykholti í Borgarfirði á
morgun kl. 16. Þetta eru bland-
aði kórinn Karis, Västkv-
artetten, skipaður körlum, og
kvennakvartettinn Alla breve.
Kórarnir eru staddir hér á
landi á vegum vinakórs síns,
Breiðfirðingakórsins í Reykja-
vík. Karis-kórinn er rúmlega
aldar gamall og kallar sig
hversdagskór, þar sem hann
gefur sig fyrst og fremst út fyrir að vera sama-
staður fyrir söngelskt fólk sem leggur sig ekki
bara fram um að syngja vel, heldur líka að vera
hluti af opnu tónlistarsamfélagi.
Tónlist
Finnskir kórar
í Reykholti
Reykholtskirkja
ANNAÐ kvöld kl. 21 opnar
Elvar Már Kjartansson sýn-
inguna Streets of Bakersfield á
Vesturveggnum í Skaftfelli,
Menningarmiðstöðinni á Seyð-
isfirði. Í kjölfar opnunar heldur
hljóðlistamaðurinn Auxpan
tónleika í Bistróinu. Hann hef-
ur verið til fyrirmyndar og get-
ið sér gott orðspor á Íslandi og
víðar. Tónleikarnir hefjast kl
22 og standa fram eftir kvöldi.
Sérstakur gestur verður tónlistamaðurinn Buck
Owens sem dó langt fyrir aldur fram í fyrra.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Sýningin
stendur til 4. júlí og er opin alla daga til kvölds.
Myndlist
Kaliforníugötur
í Skaftfelli
Elfar Már
Á ÞRIÐJU tónleikum sum-
artónleikaraðar veitingahúss-
ins Jómfrúarinnar við Lækj-
argötu á morgun kemur fram
kvartett saxófónleikarans
Hauks Gröndal. Með Hauki
leika þeir Ásgeir J. Ásgeirsson
á gítar, Þorgrímur Jónsson á
kontrabassa og Erik Qvick á
trommur. Dagskráin er helguð
saxófónleikaranum Lester Yo-
ung og tónlist hans.
Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17.
Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veð-
ur leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis.
Tónlist
Haukur og Lester
Young á Jómfrúnni
Haukur Gröndal
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
MYNDLISTARKONUNNI Elínu
Hansdóttur hefur hlotnast sá heiður
að taka þátt í myndlistarverkefninu/
sýningunni Frieze Projects, sem
haldin er samhliða Frieze myndlist-
arkaupstefnunni, Frieze Art Fair.
Hún verður haldin 11.-14. október í
risatjaldi í Regents Park almenn-
ingsgarðinum í Lundúnum.
Elín var valin af sjálfstæðum sýn-
ingarstjóra Frieze, Neville Wake-
field, til þátttöku í sýningunni.
Frieze Projects-verkefnið er hald-
ið árlega líkt og kaupstefnan og nýt-
ur mikillar virðingar í myndlist-
arheiminum, en auk sýningarhalds
eru umræður um myndlist og aðrar
uppákomur.
Finnbogi Pétursson tók þátt í sýn-
ingunni Unlimited á listastefnunni í
Basel fyrir þremur árum og er þátt-
taka Elínar í Frieze sambærileg við
það.
Sýnir með Richard Prince
Elín er 26 ára og býr og starfar í
Berlín. Elínu var boðið að taka þátt
fyrir nokkrum mánuðum. „Galleríin
sækja um að fá að vera með en í
Frieze Projects eru listamenn valdir
til að gera eitthvað sérstaklega á
staðnum,“ segir Elín til útskýringar.
Meðal þeirra er hinn heimsþekkti
myndlistarmaður Richard Prince.
Hvað skipulag og sýningarstjórn
varðar segir Elín að hugmyndir
verði settar fram, þær ræddar og í
lokin ákveði Wakefield hvað gera
skuli. En hvað ætlar Elín að sýna?
„Ég má ekki segja frá því,“ segir El-
ín og skellihlær. „Það minnkar
spennuna. En ég get sagt þér að
þetta er eitthvað sem ég hef gert áð-
ur en yfirfæri á þennan sýning-
arstað.“
Elín hefur aðeins einu sinni hitt
Wakefield og þekkir hann því lítið.
Hún segir það mikinn heiður að fá að
taka þátt í sýningunni. „Hún er uppi
í takmarkaðan tíma, sett upp með
hraði, á fjórum dögum. Maður þarf
að vinna mjög hratt,“ segir Elín.
Myndlistarmennirnir hittist líklega
ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir
opnun.
Myndlistarkonan Elín Hansdóttir tekur þátt í Frieze Projects
Mikil viðurkenning og heiður
Í HNOTSKURN
» Sýningarstjórinn, NevilleWakefield, er þekktur fyrir
skrif sín um myndlist, m.a. um
Chremaster Matthew Barney.
» Með Elínu á sýningunniverða Richard Prince, Chris
Evans, Lara Favaretto, Janice
Kerbel, Renata Lucas, Kris Mart-
in og Gianni Motti.
» Frieze Projects dregur fólkinn á kaupstefnuna sjálfa og
því mun gríðarlegur fjöldi fólks
sækja hana og sjá.
Elín Hansdóttir
Á FRIEZE Art Fair munu 150 myndlistargallerí víða að úr heiminum
kynna sína listamenn og selja verk eftir þá. Ljósmyndin er af verki Cindy
Sherman, sem var til sýnis á kaupstefnunni 2004. Sherman er þekkt fyrir
sjálfsmyndir sínar þar sem hún leikur sér með staðalímyndir meðal annars.
Rjómi myndlistarinnar
TÓNLEIKASALURINN Royal Fest-
ival Hall í London, var opnaður að
nýju í fyrrakvöld eftir langvarandi
og kostnaðarsamar viðgerðir. Royal
Festival Hall er stærsti salur South
Bank Centre menningarmiðstöðv-
arinnar sem vígð var 1951, og tekur
um þrjú þúsund manns í sæti, en
hinir tveir eru Drottningarsalurinn,
Queen Elisabeth Hall fyrir 900
manns og Purcell salurinn sem tek-
ur 350 manns. Hljómburðurinn í Ro-
yal Festival Hall þótti aldrei nægi-
lega góður, og fyrst var reynt að
lappa upp á hann á sjöunda áratugn-
um. En nú var ákveðið að taka hljóð-
vist salarins algjörlega í gegn og
kostaði tiltækið með öllu 111 millj-
ónir punda, eða tæpa fjórtán millj-
arða íslenskra króna. Efnt var til
gala-tónleika í fyrrakvöld, og þar
léku allar hljómsveitirnar sem eiga
heimili sitt í South Bank Centre: Fíl-
harmóníusveit Lundúna, Hljóm-
sveitin Fílharhómía, Hljómsveit
upplýsingaaldarinnar og Sinfón-
íettan í London. Verkin voru valin
þannig að þau drægju sem best fram
margbrotinn hljómburð salarins eft-
ir þessar miklu breytingar.
Hljómar vel veikt sem sterkt
Gagnrýnandi Gramophone, Mart-
in Cullingford, var ákaflega ánægð-
ur með útkomuna, og sagði að
breytingar á salnum, jafnt utan sem
innan væru til stórkostlegra bóta.
Hann lofaði framúrskarandi flutn-
ing hljómsveitanna sem léku á opn-
unarkvöldinu, en ekki síður hljóm-
burðinn, jafnt í veikum leik í
verkinu The Unanswered Question
eftir Charles Ives – og í sterkum leik
– bæði í Eldfugli Stravinskíjs og Ból-
éró eftir Ravel, og svo öllum blæ-
brigðum þar á milli.
Cullingford nefndi líka endurnýj-
un á forsal og göngum miðstöðvar-
innar, og var jafn hrifin, en þar
þrífst margháttuð menningarstarf-
semi sem laðar að sér þúsundir
Breta og ferðamanna í viku hverri.
South Bank Centre var hannað af
arkitektinum Leslie Martin árið
1948, og er miðstöðin vernduð sem
dæmi um einkar glæsilegan mód-
ernískan arkitektúr.
Stórkost-
legar betr-
umbætur
Royal Festival Hall
opnuð eftir 14 millj-
arða endurnýjun
Salurinn Eins og nýr.
DANIEL Zaretsky, organisti frá Sankti
Pétursborg, verður gestur annarrar tón-
leikahelgar Alþjóðlega orgelsumarsins í
Hallgrímskirkju. Hann leikur á hádeg-
istónleikum á morgun kl. 12 og kl. 20 að
kveldi 17. júní.
Daniel Zaretsky er organisti hins glæsi-
lega tónleikasalar Fílharmóníunnar í
Sankti Pétursborg og prófessor í orgelleik
við Ríkistónlistarháskólann í borginni.
Zaretsky er forvitnilegur fyrir það, að eft-
ir langskólanám í organleik heimafyrir á
bestu vísu sem völ var á kaus hann að
fullnuma sig enn frekar í orgelnámi við
Síbelíusarakademíuna í Finnlandi. Prófum
sínum þar sem heima lauk hann með láði.
Það verða stóru B-in þrjú af norð-
urþýska orgelskólanum, Buxtehude, Böhm
og Bach, sem hljóma á hádegistónleikum á
morgun.
Barokkþráðurinn verður tekinn upp á
tónleikum sunnudagskvöldsins, og leikur
Zaretzky meðal annars kóralpartítu eftir
Böhm um sálminn „Vater unser im Him-
melreich“ og aðra eftir Hallgrím Helgason
um sama sálm. Hallgrímur samdi partítu
sína fyrir Glúm Gylfason, fyrrverandi org-
anista Selfosskirkju, sem frumflutti hana á
Skálholtshátíð árið 1979. Þá leikur Za-
retsky tvö verk eftir eitt þekktasta tón-
skáld Frakka á fyrri hluta 20. aldar, Jehan
Alain, en verkin voru bæði samin á fjórða
áratug aldarinnar. Að lokum leikur Rúss-
inn verk eftir samlanda sína, Kuschnarew,
Muschel og Kohler, en verk þess síðast-
nefnda var samið í tilefni af sigri Rússa á
Napóleon árið 1815.
Daniel Zaretsky hefur hlotnast marg-
víslegur heiður og ber hann viðurkenn-
inguna „heiðraður listamaður Rússa“.
„Heiðraður listamaður Rússa“ leikur á Alþjóðlegu orgelsumri
Daniel Zaretsky
Leikur á hádegistón-
leikum á morgun.
Rússnesk verk með meiru
ERLA Þórarinsdóttir opnar
sýningu í Gallerí Anima, Ing-
ólfsstræti 8, föstudaginn 15.
júní. Sýningin ber yfirskriftina
O+.
Í kynningu segir: „Upphafið
er sameiginlegt og mynd er
minning, eða svo virðist það
vera. O+ er blóðflokkur, sér-
stakur og sameiginlegur; við
blóðgjöf geta allir þegið O+.
Myndin leitar uppruna síns,
minnið er gleymið og merk-
ingin orðalaus.“
Verk Erlu eru máluð og svo
silfurlögð þannig að silfrið
myndar skúlptúral form sem
ummyndast í ljósi tímans.
Sýningin stendur til 1. júlí og er galleríið opið miðvikudaga - laugardaga
kl. 14-17.
Allir þiggja O+
Erla Þórarinsdóttir sýnir í Anima
O+ Eitt verka Erlu á sýningunni.