Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðný Egils-dóttir fæddist í Hafnarfirði 20. maí 1922. Hún lést á á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 22. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Egill Jónsson sjó- maður, f. í Hafnar- firði 20.9. 1889, fórst með enska togaranum Robert- son á Halamiðum 8.2. 1925, og kona hans Þjóðbjörg Þórðardóttir, f. á Stóru Borg í Grímsnesi 18.11. 1891, d. 27.1. 1984. Systkini Guðnýjar eru Helga, f. 1916, d. 2006, Stefán, f. 1918, Aðalsteinn, f. 1919, d. 1994, Jón, f. 1921, og Egill, f. 1925. Síð- ari maður Þjóðbjargar var Jón Jónsson, f. 1900, d. 1973, þau áttu saman synina Guðjón, f. 1930, d. 1994, og Jóhann Gunnar, f. 1933, d. 1982. Hinn 26. ágúst 1951 eignaðist Guðný soninn Jón Birgi Þórólfs- son með Þórólfi Þorgrímssyni húsasmið. Jón Birg- ir er kvæntur Brynju Einarsdótt- ur, f. 22. ágúst 1952, þau búa í Hafn- arfirði. Börn þeirra eru: 1) Einar, f. 1971, kvæntur Eygló Karlsdóttur, f. 1973, börn þeirra eru Þórey, f. 1992, og Jón Karl, f. 2001. 2) Guðný Agla, f. 1974, gift Ásmundi Rúnari Ívarssyni, f. 1974, synir hans eru Valur Snær, f. 2001, og Axel Örn, f. 2002. 3) Jóhann Gunnar, f. 1982, sambýliskona Silja Þórðardóttir, f. 1982. Guðný bjó alla sína ævi í Hafn- arfirði, lengst af á Hlíðarbraut 5, síðar Selvogsgötu 5. Síðustu ár ævi sinnar dvaldist hún á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi. Hún var virkur félagi í stúkunni Daníels- her í Hafnarfirði. Útför Guðnýjar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma. Nú þegar hinsta kveðjustundin er runnin upp leita í hugann minningar um yndislega ömmu, ömmu sem ég var svo heppinn að hafa alla tíð átt mikil og góð samskipti við. Þegar ég var lítil stelpa voru þær ófáar næt- urnar sem ég fékk að gista á Selvogs- götunni, þá var útbúinn hafragrautur handa mér og Þjóðbjörgu ömmu á morgnana, síðan fékk ég líka að dýfa kringlum – hörðum eins og þú vildir hafa þær – í kaffi, vá hvað mér fannst ég stór þá. Þú kenndir mér líka að spila lönguvitleysu og eins og nafnið gefur til kynna sátum við löngum stundum við að spila þá vitleysu. Minningar um þig að prjóna sokka og vettlinga á öll börnin í fjölskyldunni, hvort sem það voru þín eigin barna- börn eða barnabörn systkina þinna. Stundirnar þegar ég fékk að fara með þér í Flensborg þar sem þú skúraðir, það var ótrúleg upplifun fyrir litla skottu. Þegar ég hóf svo skólagöngu mína í Flensborg þá var vaninn að hlaupa yfir til ömmu í frí- mínútum og fá sér ristað brauð, mik- ið var spjallað þá. Á þeim árum fór ég líka oft með þig í verslunarleiðangra sem venjulega enduðu á Tilverunni þar sem þú fékkst þér djúpsteiktan fisk, mikið þótti þér það gaman. Ken- tucky var hins vegar sá matur sem ég held að þér hafi þótt skemmtilegast að borða, kjúklingur og franskar og vel af kokteilsósu og helst að bjóða okkur allri fjölskyldunni, þá var sko glatt á hjalla. Það eru svo miklu fleiri minningar sem ég á um samskipti okkar amma sem ég geymi í hjarta mér. Eftir situr hins vegar minningin um nægjusemi þína og viljann til að hjálpa þeim er á þurftu að halda. Þú settir ávallt okkur hin í forgang fram yfir sjálfa þig, okkar hagur skipti þig svo miklu máli og þú gladdist svo mjög þegar vel gekk hjá okkur. Ég veit að þú hefur fengið hvíldina langþráðu, fyrir fimm árum síðan er ég flutti til Danmerkur til að fara í nám, þá leit nú ekki vel út hjá þér og í hvert skipti sem mamma hringdi átti ég von á að nú væri kallið komið. Þú hefur hins vegar á þessum fimm ár- um oft komið okkur vel á óvart og er það mér sérstaklega minnisstætt þegar ég kom heim í jólafrí þetta sama ár. Ég fór ásamt Jóhanni að heimsækja þig á spítalann, ég gerði mér ekki grein fyrir því hve miklum bata þú hafðir náð en þegar ég kom inn á stofuna þína lýstir þú hana upp með fallega brosinu þínu. Á þessari stundu varstu svo hress og kát og það var svo gott að sjá þig. Síðastliðið ár hefur hins vegar dregið mjög úr þrótti þínum og treystir þú þér lítið til að fara út, aftur á móti er það mér mjög mikið gleðiefni að fyrir nokkr- um vikum vildir þú ólm fara í bíltúr með mömmu og pabba og var síðasti bíltúrinn að parhúsinu okkar Einars og fjölskyldna. Hitti ég þig þar og varstu svo hissa yfir því hvað bygg- ingin gekk vel og fannst þér þetta allt svo flott. Þegar ljóst var að þú gætir ekki búið á Selvogsgötunni lengur eftir þessi veikindi valdir þú að eyða ævi- kvöldinu á Sólvangi, reyndist sú ákvörðun mjög góð og hefur þú notið mjög góðrar umönnunar starfsfólks- ins þar. Vil ég fyrir hönd foreldra minna og okkar systkinanna þakka starfsfólki á fjórðu hæð Sólvangs sérstaklega fyrir þá góðu umönnun sem það veitti ömmu. Megi Guð fylgja þér í þessu síðasta ferðalagi þínu. Þín Guðný Agla. Árið er 1987. Ég er fimm ára gam- all að labba upp Selvogsgötu með ömmu. Við erum nýbúin að skúra Flensborgarskólann og ætlum að kaupa okkur sætindi í Bryndísar- sjoppu eftir allt erfiðið. Við kaupum búðing, kringlur og súkkulaði eins og oft áður. Eftir kaffið grípum við í spil. Við spilum ýmis spil, en það er sama hvað við spilum, alltaf leyfir amma mér að vinna. Svo horfum við saman á Staupastein, sem amma hafði gam- Guðný Egilsdóttir Þegar ég var lítil var hann pabbi minn mikið í burtu því hann var stýrimaður og var oft í löngum sigling- um. Ég man eftir mér uppá þaki eða svölum á tollhúsinu niðri við Reykjavíkurhöfn, að bíða eftir að skipið leggist að bryggju svo ég fái loksins að hitta pabba aftur. Ég var nokkurra mánaða þegar Jón giftist mömmu og varð pabbi minn, nokkrum mánuðum seinna fæddist Snorri og Trausti tveimur árum seinna. Fljótlega kom í ljós að Trausti var mikið veikur með þroskahömlunarsjúkdóm og við nánari athugun reyndist Snorri líka hafa sams konar einkenni um þroskaraskanir, þó ekki á eins háu stigi. Tveir fatlaðir einstaklingar á einu heimili er mikið álag og á þeim tíma voru ekki sömu úrræði til stað- ar og eru í dag. Þrátt fyrir að vera yndislegir drengir voru þeir mjög erfiðir að hafa heima og voru því settir í vistun á Kópavogshælinu. Pabbi sagði mér um daginn að hann hefði ekki fattað á þeim tíma hvað það var mikið álag á fjölskyldu okkar sem lenti að sjálfsögðu mest á mömmu. Tímarnir voru bara þannig, konan átti að sjá um heim- ilið og börnin en maðurinn um að skaffa til þess, það þótti alveg sjálf- sagt og svoleiðis hefði það verið hjá Jón Ólafsson ✝ Jón Ólafssonfæddist í Reykjavík 1. mars 1940. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 31. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 7. júní. þeim. En þetta var of mikið álag á fjölskyld- una. Ég var að verða níu ára þegar mamma og pabbi skildu og ég fékk að vita að Jón væri ekki alvörupabbi minn. Þetta var skrít- ið því ég var alltaf skrifuð Jónsdóttir alls staðar, en þó að þau skildu og ég væri réttileg skrifuð Leifs- dóttir leit ég samt alltaf á Jón sem pabba minn. Framan af heimsótti ég hann mest um borð í skipinu þegar hann kom í land og seinna kom hann stundum við hjá mér. Þó að sambandið væri slitrótt var alltaf einhver strengur á milli okkar. Í seinni tíð höfum við þó haldið að- eins meira sambandi og pabbi kom yfirleitt í heimsókn þegar hann var í landi. Hann var hæglátur og frek- ar dulur en undir niðri var hann svo innilegur og vildi öllum svo vel. Trausti bróðir minn fékk heilablóð- fall og lést vorið 1996, þremur árum seinna lést Elín, seinni kona pabba, það var mjög erfiður tími fyrir hann en eins og með allt annað lét hann ekki mikið uppi um það. Í minningunni geymi ég mynd af traustum og hugljúfum manni sem klappaði mér á bakið og óskaði mér góðs gengis með það sem ég var að gera í hvert sinn, ég er þakklát fyr- ir að hafa notið þess að kynnast Jóni og vera hluti af hans lífi. Kveðja Stella. Elsku afi okkar, við viljum þakka þér fyrir hvað þú gladdir okkur mikið og hugsaðir vel um okkur. Við munum sakna þín svo mikið og vildum svo gjarnan fá að hafa þig miklu lengur hjá okkur. Það var svo mikið sem við ætluðum að gera saman næstu árin, en við eigum það þá bara inni hjá þér. Þú munt alltaf lifa í hjörtunum okkar. Hlökkum til að hitta þig aftur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þín Helena Lilja og Jón Brynjar. Afi minn stýrði heilu flutninga- skipi með „joystick“ en hann var lé- legur í tölvuleikjum, það reyndum við þegar ég sigldi með honum. Fyrsta skiptið sem ég sigldi með afa var það ekki langur túr, bara frá Straumsvík og inn í Sundahöfn, en mér fannst þetta stórmerkileg sigling. Fyrst fannst mér skipið hans risastórt, það var á mörgum hæðum og var stýrt frá þeirri efstu. Eftir það hef ég farið í nokkra al- vöru túra með honum og kynnst að- eins lífinu um borð. Sumarið sem ég varð 13 ára sigldi ég fyrst með afa, „rúnturinn“ eins og afi kallaði það var Vestmannaeyjar, England, Hol- land, England og heim. Ég fór aftur með honum á þennan rúnt næsta ár og tvö næstu sumur var hann síðan á Ameríkurúnti sem var Kanada, Ameríka, Kanada, Grænland og svo heim. Þetta var rosalega mikið ferðalag og mikil upplifun að koma í svona margar erlendar hafnir. Afi þekkti allt umhverfið í öllum höfn- um sem við fórum í og vissi hvað flestar borgirnar sem við sigldum framhjá heita. Mér fannst að hann vissi bara allt. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og frænka, SIGURBJÖRG GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR, Skipasundi 51, lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi sunnu- daginn 3. júní. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í dag, föstudag- inn 15. júní kl. 13.00. Brynjar Eiríksson, Ólöf Jónatansdóttir, Jakob Brynjarsson, Sigurbjörg Guðrún Brynjarsdóttir, Sigrún Tinna Brynjarsdóttir, Sara Hrund Brynjarsdóttir, Ólöf Brynja Brynjarsdóttir, Minnie Karen Walton, Óskar Gunnar Sampsted, Bryndís Óskarsdóttir, Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT INGVARSDÓTTIR, Syðri-Leiksskálaá, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 11. júní. Jarðsett verður frá Þóroddsstaðakirkju mánudaginn 18. júní kl. 14.00. Ingibjörg Jónasdóttir, Haukur Gunnlaugsson, Sigurrós Soffía Jónasdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Þórólfur Jónasson, Esther Gísladóttir, Sveinn Valdimar Jónasson, barnabörn, makar og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, MARINÓ ÞÓRÐARSON frá Borgarnesi, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist að morgni föstudagsins 8. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 18. júní kl. 13.00. Andrés Gilsson, Valgerður Hrefna Gísladóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SUMARRÓS SIGURÐARDÓTTIR, Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, 28. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug, sérstakar þakkir til starfsfólks í Asparhlíð fyrir góða umönnun. Sigurður Ringsted Ingimundarson, Kristinn Gíslason, Sigríður Vilhjálms., Halla Gísladóttir, Guðlaugur Eyjólfsson, Björk Gísladóttir, Kristinn Traustason, Sólveig Sigurðardóttir, Matthías Ásgeirsson, Bjarki Sigurðsson, Elín Haraldsdóttir, Þráinn Sigurðsson, Dröfn Gísladóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Rögnvaldur Sigurðsson, Margrét Kjartansdóttir, Sigurður Sigurðsson Hólmfríður Dóra Kristjánsdóttir, Ríkharður Hólm Sigurðsson, Hjörtur Sigurðsson, Eygló Birgisdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR HELGI ATLASON fyrrv. yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 6. júní, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Blindrafélag Íslands og Félag krab- bameinssjúkra barna. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Einar Steingrímsson, Steinunn Halldórsdóttir, Atli Guðlaugur Steingrímsson, Erla Ásdís Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.