Morgunblaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
ÞAÐ er brýnt að efla rannsókn-
arvinnu vegna efnahagsbrota hér
á landi, stytta málsmeðferð m.a.
með því að bæta við sérhæfðara
starfsfólki, samræma betur hlut-
verk eftirlitsaðila, hafa sérfræð-
inga með í ráðum við lagasetn-
ingar og gæta þess að refsivarslan
fylgi með.
Þetta sagði Helgi Magnús
Gunnarsson, saksóknari efnahags-
brota hjá Ríkislögreglustjóra, á
morgunverðarfundi sem embættið
og Samtök atvinnulífsins héldu í
gær um efnahagsbrot.
Vantar fólk og fjármagn
Helgi taldi eitt brýnasta verk-
efnið vera að bæta við fólki til
rannsóknarstarfa og þyrfti í raun
að tvöfalda mannafla embættisins.
Mál vildu dragast úr hófi vegna
þess að ekki væri nokkur til að
vinna þau. Einnig þyrfti að leggja
áherslu á að fá inn fólk sem hefði
bakgrunn og þekkingu á við-
skiptum þar sem efnahagsbrot í
dag væru oft mun flóknari en áður
og teygðu sig jafnvel til annarra
landa. Þá þyrfti meira fjármagn til
að halda í starfsfólk þar sem
starfsmannavelta væri of mikil og
erfitt að halda í þekkingu sem
yrði til innan embættisins.
Hann benti á að m.a. mætti ná í
fjármagn með því að leggja niður
embætti skattrannsóknarstjóra
enda væri hann óþarfur milliliður
milli skattstofu og rannsóknarað-
ila og í raun oft um tvíverknað að
ræða þegar efnahagsbrotadeild
tæki við málum frá þeim. Helgi
taldi það áhyggjuefni að laga-
hefðir hér væru að þróast í aðra
átt en tíðkaðist á Norðurlöndunum
og hér væri jafnvel verið að vísa
frá málum sem hefðu farið í gegn-
um réttarkerfið á Norðurlöndum.
Hann sagði því svolítið vera til í
því sem Sigurður Tómas Magn-
ússon, settur ríkissaksóknari í
Baugsmálinu, sagði þegar hann
gagnrýndi frávísun Héraðsdóms
og talaði um „tískubólu í fræð-
unum“ þegar kæmi að skýrleika
refsiheimilda. Helgi taldi því mik-
ilvægt að ákærandinn væri nálægt
málinu þegar það væri rannsakað,
einkum þar sem rannsóknir efna-
hagsbrota væru oft erfiðar og
flóknar. Þar gæti verið erfitt að
færa sönnur á að brot hefðu verið
framin þegar það félli ekki jafn
klippt og skorið innan refsiramm-
ans eins og t.d. manndráp.
Embættið hefur nær ekkert
svigrúm til að bjóða sektir, sem
gætu oft á tíðum flýtt máls-
meðferð, og tók Helgi sem dæmi
um ósamræmi innan eftirlitskerf-
isins að t.d. virðist Samkeppniseft-
irlitið geta sektað eftir þörfum
eins og í stóra olíumálinu.
Óþarflega flókið kerfi
Garðar G. Gíslason lögmaður,
sem var áður forstöðumaður hjá
skattrannsóknarstjóra ríkisins og
staðgengill skattrannsóknarstjóra,
var í meginatriðum sammála
Helga og sagði réttargæslukerfið
allt of flókið þegar kæmi að rann-
sókn efnahagsbrota. Inn í það
væri byggt flækjustig sem væri til
þess fallið að draga alla málsferð
á langinn og tók dæmi um mál þar
sem Hæstiréttur hefði fellt niður
refsingu þar sem mannréttindi
höfðu verið brotin á sakborningum
þegar mál töfðust úr hófi.
Hann vísaði til 70 gr. stjórn-
arskrárinnar um að öllum bæri
réttur til að fá úrlausn um réttindi
sín og skyldur eða um ákæru á
hendur sér um refsiverða háttsemi
innan hæfilegs tíma.
Garðar sagði menn þurfa að
hanga árum saman í hálfgerðri
snöru undir merkjum þessara
mála og það væri einnig svo að
menn gætu ekki verið vissir um
réttarstöðu sína á þessum tíma.
Miklar brotalamir væru innan
kerfisins og oft annmarkar á lög-
sókn og ákæruatriðum sem kæmu
jafnvel í veg fyrir sakfellingu.
Réttargæslukerfið talið
allt of flókið og svifaseint
Í HNOTSKURN
»Efnahagsbrotadeild varstofnuð 1. júlí 1997.
»Embætti saksóknara efna-hagsbrota var stofnað 1.
janúar 2007.
»Efnahagsbrot er samheitiyfir ýmis brot sem tengjast
atvinnu- og viðskiptalífinu
sem og annarri skipulagðri
starfsemi í bæði opinbera og
einkageiranum. Hér er átt við
refsiverða háttsemi í hagn-
aðarskyni sem fer fram í ann-
ars löglegri atvinnustarfsemi.
Embætti saksóknara
efnahagsbrota og
Samtök atvinnulífins
stóðu í gær fyrir morg-
unverðarfundi um
efnahagsbrot á Íslandi,
þolendur og afleiðingar
brotanna.
Morgunblaðið/Sverrir
Mannekla Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, fyrir miðju, vill fjölga starfsfólki við embættið.
Á FUNDI embættis saksóknara
efnahagsbrota hjá Ríkislög-
reglustjóra og Samtaka atvinnulífs-
ins í gær kom fram að mannekla
væri það sem helst stæði í vegi fyrir
því að hægt væri að leiða mál til
lykta á hæfilegum hraða.
Í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra
fyrir árið 2005 kemur fram að með-
alfjöldi mála á hvern sautján starfs-
manna efnahagsbrotadeildarinnar
það árið var 21,5. Hér undir falla
innkomin efnahagsbrotamál, rann-
sóknaraðstoð og tilkynningar um
peningaþvætti. Til samanburðar
voru norsk starfssystkin þeirra
með 10,6 mál á hvern starfsmann
og í Svíþjóð var hver með 10,1 mál
að jafnaði.
Fjöldi efnahagsbrotamála fer
ekki aðeins vaxandi heldur verða
þau æ umfangsmeiri og flóknara að
rannsaka þau en í skýrslunni er
Baugsmálið sagt það flóknasta og
umfangsmesta sem deildin hefur
rannsakað.
Í Noregi ræður efnahags-
brotadeildin sjálf hvaða mál hún
tekur til rannsóknar en á Íslandi og
í Svíþjóð taka deildirnar að sér öll
mál í ákveðnum brotaflokkum.
Helmingi
fleiri mál
á hvern
SARAH Jane
Hughes, prófess-
or í lögum við In-
diana háskóla í
Bandaríkjunum,
sagði á morg-
unverðarfundi
Samtaka at-
vinnulífsins og
saksóknara efnahagsbrota að fjár-
málamisferli innan orkurisans En-
ron hefði vakið athygli hins al-
menna Bandaríkjamanns á
hvítflibbaglæpum og Bandaríkin
væru eitt þeirra landa sem hefðu
hvað flest lög og reglur tengdar
efnahagsglæpum. Oft væri um gríð-
armiklar upphæðir að ræða í þeim
brotum sem þar kæmu upp og mik-
ilvægt að fylgjast vel með til dæmis
peningaþvætti vegna mögulegra
tengsl við hryðjuverkastarfsemi.
Flest lög
og reglur
Merki Enron
FYRIR skömmu voru fyrirtækinu
Siglufjarðar Seig ehf. veitt hvatning-
arverðlaun Samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra (SSNV). Verð-
launin eru veitt fyrirtækinu fyrir
smíði á plastbátum. Það hefur nú af-
hent þrjá báta sem það hefur byggt
algerlega frá grunni og samið um af-
hendingu á tveimur til viðbótar.
Áður tók Siglufjarðar Seigur við
skrokkum sem steyptir höfðu verið
hjá fyrirtækinu Seiglu í Reykjavík
og innréttaði þá og gekk algerlega
frá þeim til afhendingar.
Eigendur að Siglufjarðar Seig eru
JE Vélaverkstæði, Seigla ehf. og
Siglufjarðarkaupstaður.
Adolf Berndsen formaður stjórn-
ar SSNV lét þess getið þegar hann
afhenti viðurkenninguna að þetta
framtak Siglfirðinga hefði vakið
verðskuldaða athygli og væri gott
dæmi um starfsemi sem hægt væri
að flytja út á land. Þá hefðu bátar
sem fyrirtækið hefði smíðað þótt
vandaðir og frágangur þeirra til
mikillar fyrirmyndar. Óskaði hann
starfsmönnum til hamingju með
góðan árangur til þessa og lét í ljósi
þá ósk að fyrirtækið muni vaxa og
dafna áfram eigendum þess, starfs-
mönnum og samfélaginu öllu til
heilla.
Guðni Sigtryggsson fram-
kvæmdastjóri veitti viðurkenning-
unni viðtöku. Hann sagði við það
tækifæri að smíði bátanna væri sam-
vinnuverkefni, auk Siglufjarðar
Seigs kæmu JE Vélaverkstæði og
Rafbær hf. að smíðinni. Menn hefðu
verið að fikra sig áfram í framleiðsl-
unni og talsverður áhugi virtist hjá
útgerðarmönnum á þessum bátum.
Fyrsti báturinn sem að öllu leyti
var smíðaður í Siglufirði var afhent-
ur kaupanda í byrjun nóvember á
síðasta ári. Næsti bátur fór til Nor-
egs í febrúar sl. og sá nýjasti sem fór
til Hnífsdals var afhentur fyrir
nokkrum dögum.
Siglufjarðar Seigur fékk
hvatningarverðlaun SSNV
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Bátar Adolf Berndsen SSNV veitti Guðna Sigtryggssyni viðurkenningu.
íslenskum og færeyskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum, þar sem umfjöll-
unarefnið eru þau sóknarfæri sem
felast í sjálfbærri þróun fyrir ís-
lenskan sjávarútveg.
Sjálfbær þróun mikilvæg fyrir
íslenskan matvælaiðnað
„Seljendur og neytendur gera
kröfu um að hægt sé að sýna fram á
að framleiðsla sjávarafurða sé með
þeim hætti að ekki sé gengið á fiski-
stofna eða að mikil losun koldíoxíðs
(CO2) fylgi framleiðslunni. Áætlun
Tesco er einfaldlega eitt dæmi af
mörgum sem sýnir hver þróunin er í
þessum málum. Það er mín skoðun
að sjálfbær þróun verði eitt af lyk-
ilmálunum fyrir íslenskan matvæla-
iðnað í framtíðinni, enda eru fleiri
verkefni á þessu sviði í burðarliðnum
hjá okkur.“ Sveinn segir að í þessu
sambandi skipti miklu máli að geta
sýnt fram á hvernig varan hefur far-
ið í gegnum virðiskeðjuna því annars
sé ekki hægt að segja til um hversu
mikið „lífsferill“ vörunnar hafi aukið
magn koldíoxíðs í andrúmslofti.
MATÍS (Matvælarannsóknir Ís-
lands) vinnur að verkefni sem munu
nýtast íslenskum útflytjendum við
að koma til móts við kröfur Tesco um
koldíoxíðmerkingar matvæla.
Tesco, sem er ein stærsta versl-
anakeðja Bretlands, hyggst koldíox-
íðmerkja allar vörur sem seldar eru í
verslunum keðjunnar í þeim tilgangi
að gera neytendum kleift að afla sér
upplýsinga um hversu mikil koldíox-
íðlosun hafi fylgt framleiðslu vör-
unnar, flutningi hennar í verslunina
og sölu. Um er að ræða áætlun Tesco
er miðar að því að bregðast við lofts-
lagsbreytingum.
Sveinn Margeirsson, deildarstjóri
hjá Matís, segir umræðu um koldíox-
íðmerkingu matvæla vera hluta af
umræðu um sjálfbæra þróun. ,,Matís
stýrir vestnorrænu verkefni sem
nefnist „Sustainable Food Inform-
ation“ sem hefur það að markmiði að
auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðn-
aði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækj-
um, að sýna fram á sjálfbærni í veið-
um, vinnslu og sölu. Þátttakendur í
verkefninu funda nú hér á landi með
Matís svarar
kalli Tesco