Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Minjar og saga minna félagsmenn sína á Kaupmanna- hafnarferðina, 21.-23. september n.k. Ýmsar áhugaverðar byggingar, söfn og staðir verða skoðaðir í leiðsögn Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræð- ings. Guðjón ritar nú sögu Kaupmannahafnar sem höf- uðborgar Íslands. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka gesti með sér. Bókanir þurfa að berast fyrir 1. júlí n.k. til: Úrval Útsýn sími 5854000. Stjórn Minja og sögu KAUPMANNAHAFNARFERÐ MINJA OG SÖGU HVAÐ er lýðræði? Stóru spurningarnar fljúga á heim- spekikaffihúsi með Ólafi Páli Jónssyni á Súfistanum, Laugavegi 18, annað kvöld kl. 20. Ólafur Páll er heimspek- ingur og stendur fyrir heim- spekikaffihúsinu þar sem hver og einn getur lagt sitt til mál- anna um spurningu dagsins. Heimspekikaffihúsið er öllum opið og byggist á samræðu viðstaddra. Annað kvöld verður lýðræðið í brennidepli. Hvað er það? Er það mögulegt? Er það æskilegt? Er það kannski fallegur draumur eða dapurlegur veru- leiki? Heimspeki Fallegur draumur eða dapur veruleiki Ólafur Páll Jónsson ALÞJÓÐLEGU Atondög- unum lýkur í kvöld með tón- leikum Evans Ziporyn og Christine Southworth í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Fyrri hluta tónleikanna leikur Zipo- ryn verk fyrir klarinett og bassaklarinett, síðari hluta tónleikanna leika þau hjónin á svokölluð G’nder Wayang – hljóðfæri sem eru gamelan- hljóðfæri frá Balí. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heyrist í slíkum hljóðfærum á opinberum tón- leikum á landinu og því viðburður sem enginn for- vitinn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Tónlist Gaman og gamelan á Atondögum Evan Ziporyn EINN af þeim rúmlega áttatíu hönnuðum sem eiga verk á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum er Ámundi Sigurðsson, en á morgun verð- ur Hádegisstefnumót við hann á Kjarvalsstöðum kl. 12 og stendur í um 20 mínútur. Ámundi er grafískur hönnuður og hannaði m.a. útlit nýlegrar auglýsingaherferðar fyrir Landsbankann, þar sem landsmönnum var óskað til hamingju með hina ýmsu tyllidaga, og hlaut fyrir hana viðurkenningar og verðlaun. Skjaldar- merki hljómsveitarinnar Ghostdigital er eitt af verkum Ámunda. Kaffitería verður opin. Hönnun Hádegisstefnumót við Ámunda Kjarvalsstaðir Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÁRIÐ 1945 horfir skakki turninn í Písa niður á fallna Evrópu en í út- jaðri borgarinnar er bandaríska ljóðskáldið Ezra Pound í fangabúð- um bandamanna, sakaður um föður- landssvik. Í fangabúðunum semur hann Söngvana frá Písa. Fyrstu tíu ljóðlínurnar skrifaði hann á klósettpappírs- renninga sem hann faldi fyrir vörðunum. Árið 2007 lýkur Magnús Sigurðs- son þýðingu á verkinu. Hún er hluti af lokaverkefni hans um Ezra Pound í almennri bókmenntafræði og hann fékk Verkefnastyrk Félagsstofn- unar stúdenta í gær fyrir verkið auk þess sem Bókmenntastofnun HÍ mun gefa þýðinguna út í haust. Niður með stríð og kapítalisma, áfram Mussolini! En könnum betur hvað stóð á þessum klósettpappír. „Verkið hefst á ákveðnu harmakveini yfir falli Mussolini. Fræðimenn telja að hann hafi óttast ritskoðun búðanna fyrir svo afdráttarlausan stuðning við Mussolini og fall hans. Þegar hann skeytir þessu nýja upphafi framan við ljóðin breytist öll formgerð verksins og það verður á vissan hátt harmakvein yfir veröld sem var.“ En hvað telur Magnús að hafi leitt Pound í fang einræðisherrans? „Snemma á fjórða áratugnum sagði hann að hagstefna Mussolinis væri sú eina í Evrópu sem væri andsnúin stríði. Það er í raun grunn- urinn, hann sá í Mussolini einhvers konar andstæðing hins kapítalíska bankakerfis sem hann amaðist mjög við. Þetta er það sem dregur hann fyrst að Mussolini og fasismanum. Þegar sú stefna tekur gagngerum breytingum með innrás Mussolinis í Eþíópíu og Armeníu lokar Pound augunum fyrir því. Hann neitar að horfast í augu við raunverulegt eðli harðstjórans og sést svo ekki fyrir í gagnrýni sinni og blindri trú á Mus- solini.“ Magnús hafði lengi heillast af ljóðum Pound þótt þeir hafi ekki sama smekk á hugmyndafræði og þegar hann áttaði sig á að lítið hafði verið þýtt af ljóðum hans á íslensku sótti hann um og fékk styrk úr Ný- sköpunarsjóði HÍ. Í Písasöngvunum var Ezra Pound á hátindi ferilsins og helsta áskorunin var hversu flók- in ljóðin voru og torræð á köflum. „Þau gera miklar kröfur um ákveðna bakgrunnsþekkingu,“ bæt- ir Magnús við en segir þó að þetta hafi ekki verið neitt öðruvísi en aðr- ar þýðingar. Brúnkökur og barnahermenn í Sierra Leone Magnús er að ljúka annarri þýð- ingu, sem JPV ætlar að gefa út í haust, á bókinni A Long Way Gone eftir Ishmael Beah. Beah var barna- hermaður í borgarastyrjöldinni í Sierra Leone þar sem hann drap fjölda manns uppdópaður af marí- júana, amfetamíni og „brúnkökum“ (brown-browns), blöndu af kókaíni og byssupúðri. Erindrekar frá UNICEF björguðu honum en það var ekki auðvelt að hjálpa honum að aðlagast eðlilegu lífi á ný. Það var á endanum hjúkrunarkonan Esther sem notaði áhuga hans á rapptónlist og með hjálp tónlistar Run-D.M.C. náði hún að sefa sektarkennd hans. Stíl Beahs segir Magnús líkastan kaldranalegum stíl Hemingways. Magnús Sigurðsson hlaut verkefnastyrk FS fyrir þýðingu sína á Ezra Pound Frá Písa til Sierra Leone Í HNOTSKURN »Ezra Pound fæddist í smábæ í Idaho árið 1885en bjó lengi í London, París og á Ítalíu sem hann sneri aftur til rétt áður en hann dó árið 1972. »Borgarastyrjöldin í Sierra Leone geisaði á milli1991 og 2002 og kostaði tugi þúsunda lífið og um 2 milljónir af 6 milljón íbúum landsins misstu heimili sitt. Talið er að um 300 þúsund hermenn í heiminum séu undir 18 ára aldri, allt niður í sjö ára. Þar af eru 200 þúsund í Afríku. Ishmael Beah Var barnahermaður í Sierra Leone. Ezra Pound Skrifaði fyrstu ljóðlínur Söngvanna frá Písa á klósettpappír í fangabúðum. Magnús Sigurðsson Í TILEFNI af því að 60 ár eru liðin frá því að Dagbók Önnu Frank kom út, hefur frændi Önnu gefið safninu um hana í Amsterdam þús- undir sendibréfa, ljósmynda og annarra gagna. Talið er að skjölin muni ekki bæta miklu við vitneskju okkar um síðustu ár Önnu og dauða hennar í útrýmingarbúðum nasista, en gefi þeim mun betri mynd af fjölskyldunni fyrir stríð, menningarlegum bakgrunni og því lífi sem nærði gáfu Önnu til skrifta. „Þau töluðu fjögur tungumál,“ sagði frændinn, Bernard Elias, um Frank-fjölskylduna, en Elias, sem er 82 ára, varðveitti skjölin á heim- ili sínu í Sviss áður en hann ákvað að afhenda safninu þau. „Þau höfði mikinn áhuga á myndlist og leik- húsi, og í hvert sinn sem þau sóttu tónleika eða leiksýningu, skrifuðu þau eigin hugleiðingar um í kjöl- farið. „Þau skrif eru öll í gögn- unum sem ég færi safninu nú.“ Í gögnum frændans er líka bréf föð- ur Önnu til móður sinnar, þar sem hann greinir henni frá dauða dætra sinna og eiginkonu. Frank- safnið á nú nær öll gögn er tengj- ast Önnu. Fjölskyldan talaði fjögur tungumál Safni Önnu Frank berst vegleg viðbót FRÁ því að Metrópólitan-óperan í New York tók upp á því að vera með beinar útsendingar frá óperu- sýningum í kvikmyndahús um öll Bandaríkin, hafa fleiri óperuhús og óperuhátíðir tekið við sér og viljað reyna slíkt hið sama. Glynde- bourne-óperan á Englandi, hefur gert samning við Odeon-bíóhúsin, og sendir beint frá þremur sýn- ingum sínum í Odeon-bíó í tíu breskum borgum í haust. Miðaverð- ið verður innan við íslenskan þús- undkall. Meðal sýninga sem bíó- gestir geta séð í beinni útsendingu verða hátíðaruppfærslur á Tristan og Ísold eftir Wagner, og Cosi fan tutte eftir Mozart, og miðaverðið lítið brot af því sem kostar á óperu- sýningarnar. Glyndebourne-óperan þykir standa framarlega á öllum sviðum í breskum óperuheimi, og ekki síst í því að kynna ýmiss konar nýjungar bæði í listinni og í tækninni. Glyndebourne er með samning við Opus Arte og BBC um útgáfu á eig- in efni í stafrænu formi, og var fyrst enskra óperuhúsa til að koma slíkri framleiðslu í fastan farveg. „Þótt við séum með 95% sætanýt- ingu á hátíðinni sjálfri, erum við stöðugt að leita leiða til að ná til fleiri óperuunnenda með þá gæða- list sem við höfum fram að færa,“ segir óperustjórinn í Glynde- bourne, David Pickard. Glyndebourne í bíóhúsum VITINN á Malarrifi á Snæfellsnesi er vett- vangur ljósmyndasýn- ingar sem opnuð verður á laugardaginn. Sýn- ingin er um Þórð Hall- dórsson frá Dagverðará en myndirnar birtust á heimsalmanaki Kodak 1973. Myndir þessar voru upphaflega sýndar á Snæfellsnesi 2005 þegar 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Þórðar. Það ár voru stofnuð sérstök hollvinasamtök kennd við Þórð og markmiðið að halda á lofti minningu þessa merkilega Jöklara en segja má að í honum hafi búið margir menn. Þekktastur var hann sem refaskytta og málari, en hann var líka skáld gott og einstakur frá- sagnarmaður. Öl- kelduvatnið var hans uppáhalds- drykkur og hann hafði þá trú að fyrr eða síðar myndu rísa heilsulindir á Snæfellsnesi og nýta sér ölkeldu- vatnið. Auk ljósmynd- anna, mun Ásdís Arnardóttir mynd- listarmaður sýna í vitanum sem gestalistamaður Hollvinasamtak- anna. Sýningin verður opin um helg- ar frá kl. 10 til 16. Þórðar Halldórssonar á Dagverðará minnst í ljósmyndum Sýnt í vitanum á Malarrifi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.