Morgunblaðið - 27.06.2007, Side 20
heilsa
20 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þrengslin. Á þessum
kafla var bíll við bíl og á
einum stað var bílaröð-
in alveg kyrrstæð.
x x x
Þeir sem eru að fara ísumarfrí og vita
ekki alveg hvað þeir
eiga af sér að gera gætu
gert ýmislegt leið-
inlegra en að skoða
skjöl sem bandaríska
leyniþjónustan, CIA,
lét af hendi í gær. Skjöl-
in er hægt að sækja í
heild sinni eða fimm
pörtum. Skjöl þessi
hafa fengið viðurnefnið
fjölskylduskartgripirnir, en þeim var
safnað saman eftir að James R.
Schlesinger fyrirskipaði árið 1973
þegar hann var yfirmaður CIA að
safnað yrði saman gögnum um þá
starfsemi leyniþjónustunnar, sem
talist gæti utan ramma laganna.
Bandaríska þjóðskjalasafnið krafðist
þess að fá skjölin afhent í krafti upp-
lýsingalaga fyrir 15 árum og í gær-
morgun afhenti leyniþjónustan þau
loks. Talið er ólíklegt að þar muni
finnast stórfréttir, en víst er að
margt forvitnilegt er í skjölunum um
misgjörðir CIA, sem í heimildarleysi
hleraði síma andstæðinga Víetnam-
stríðsins og ýmissa andófsmanna,
braust inn til þeirra og opnaði póst til
þeirra.
Skyndilega skallsumarið á eftir
nokkurra vikna hik og
fum. Í fjóra daga hefur
ekki aðeins verið sól-
ríkt sunnan lands, held-
ur hlýtt í veðri, meira
að segja strekking-
urinn í Vesturbænum
hefur verið ylvolgur.
Veðrið hefur verið
betra en veðurfræð-
ingar hafa þorað að
spá. Kannski eru þeir
með leiðréttingarforrit
eins og sumir kosn-
ingaspáfræðingarnir,
sem gera ráð fyrir því
að Sjálfstæðisflokk-
urinn fái minna fylgi í kosningum en í
skoðanakönnunum og passa sig á að
lækka spána sína um nokkur mæli-
stig á Celsíuskvarða áður en þeir
senda spána frá sér. Það er aldrei að
vita.
x x x
Víkverji var á ferðinni um helginaog ók á sunnudag út úr bænum
austur fyrir fjall. Fréttir af umferð-
arteppunni, sem myndaðist í Mos-
fellsbænum og varð til þess að loka
þurfti Hvalfjarðargöngunum svo þau
fylltust ekki af kyrrstæðum bílum,
hafa haft forgang í fjölmiðlum og lítið
farið fyrir því að umferðin var í
hægagangi nánast frá Rauðavatni og
upp að afleggjaranum gegnum
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Einar Steinþórsson í Stykkishólmi er ekkikaþólskur maður, en hefur þó gengið á
páfafund. Ef til vill er það þess vegna sem
hann á
auðvelt með að setja sig í spor Blairs, sem
fór til fundar við páfann og snerist raunar til
kaþólskrar trúar:
Þó breytist tímar við brosum enn
og svo berast dagsins hljómar;
hér áður fyrr gengu okkar menn
alla leið suður til Rómar.
Yfirgefur Blair sitt bú
og beint til Rómar fer’ann;
við hlið hans stendur fögur frú
þar frið og ró uppsker’ann.
Þar kaþólska hann tekur trú
vill traust og gleði finna;
eflaust Blair þar ætlar nú
að iðrast gjörða sinna.
Bjarni frá Gröf taldi sig vita hvar hann
hefði Guð:
Ég á ’ann trúi ekki baun
enda þekki ég kauðann
og ég fæ í ellilaun
ekkert nema dauðann.
Einar Jochumsson orti:
Biblían er bók svo römm
að börn til leiðir vantrúar.
Hún er meiri höfuðskömm
og hneyksli en ljóðin Símonar.
VÍSNAHORNIÐ
Af Blair og páfanum
pebl@mbl.is
Ég hef unnið sjálfstætt sem sjúkra-þjálfari við að endurhæfa fólk meðgigt en stærstur hluti skjólstæð-inga minna hefur verið haldinn
vefjagigt. Lengi vel átti þessi sjúkdómsgrein-
ing undir högg að sækja og hún var jafnvel
ekki viðurkennd. Það er sem betur fer að
breytast,“ segir Sigrún Baldursdóttir sem í
vor opnaði vefinn vefjagigt.is.
„Þetta er meistaraverkefni mitt í lýð-
heilsufræðum við Háskólann í Reykjavík.
Þörfin á fræðsluefni fyrir almenning á íslensku
um vefjagigt var fyrir hendi og ég hafði lengi
gengið með þennan draum í maganum. Þeir
sem þjást af vefjagigt eru fjöldamargir, jafnvel
20 þúsund á Íslandi, og oft hefur ganga þeirra
um heilbrigðiskerfið verið nokkuð löng áður en
þeir fá rétta greiningu því sjúkdómseinkennin
eru mörg. Mér fannst því mikilvægt að safna
saman á vefnum öllum helstu upplýsingum um
heilkenni vefjagigtar, tengda sjúkdóma og
helstu meðferðir því þegar vefjagigt er annars
vegar þarf oftar að líta frekar á heildina en
einstök atriði.
Upplýsingarnar á vefnum eru byggðar á
niðurstöðum vísindarannsókna og almennum
fróðleik byggðum á reynslu vefjagigtarfólks
og fagaðila sem hafa reynslu í meðferð á vefja-
gigt,“ segir Sigrún sem vonast til að með auk-
inni almennri þekkingu styttist greiningaferli
vefjagigtarsjúklinga og að meðferð þeirra
verði markvissari.
Vefjagigt.is er lýðheilsustarf
Sigrún þekkir veikindi af eigin raun og það
voru í raun þau sem urðu til þess að draum-
urinn sem hún gekk með í maganum varð að
veruleika. „Ég greindist fyrir fjórum árum
með krabbamein í skjaldkirtli og á meðan
meðferð stóð hafði ég meiri tíma en áður og
velti þessu þá vel fyrir mér. Ég ákvað þá að
fara í lýðheilsufræði í Háskólanum í Reykjavík
og fann þar það akademíska bakland sem ég
þurfti til þess að koma þessu efni frá mér. Ég
hafði áður lokið sérnámi á Manual Therapy,
sem er sérnám í liðlosun og mikið notuð í með-
ferð gigtar. Þar er maður að vinna með hið
smáa en í lýðheilsufræðum er verið að skoða
manneskjuna í umhverfi sínu og það finnst
mér líka mjög áhugavert. Það má því segja að
ég hafi farið úr því smáa í hið stóra.“
Sigrún segir að lýðheilsa sér hugtak yfir al-
mennt heilsufar þjóðar eða þjóðfélagshóps.
„Lýðheilsustarf miðar að því að viðhalda og
efla heilbrigði fólks, með forvarnarstarfi og
samfélagslegri ábyrgð á heilbrigði. Starfið
byggist á samstarfi ólíkra fræðigreina en
grunnur að öllu lýðheilsustarfi er þekking sem
er einmitt það sem ég vil gera með vefjagigt.is.
Netið hefur gefið alveg nýjar víddir til
fræðslu á sjúkdómum í meðferðum og ég held
að mér sé óhætt að segja að vefur sem tileink-
aður er sérstöku heilkenni sé nýjung hér á
landi. Vefurinn er styrktur af fyrirtækjum í at-
vinnulífinu og verður áfram í þróun því þau
gera mér kleift að vinna við vefinn. Ég vona að
hann bæti aðgengi fólks með vefjagigt og að-
standenda þeirra að upplýsingum um sjúk-
dóminn og þar með verði stigið skref í átt að
bættri þjónustu við þennan stóra sjúklingahóp
hér á landi.“
uhj@mbl.is
Vefjagigt er raunverulegur sjúkdómur
Morgunblaðið/G.Rúnar
Þjálfun Hreyfing er mikilvæg fyrir vefjagigtarsjúklinga eins og aðra en það þarf oft að sníða hana að þörfum hvers og eins.
Fræðslustarf Sigrún Baldursdóttir hefur
hleypt vefnum vefjagigt.is af stokkunum.
Sigrún Baldursdóttir þekkir
veruleika þeirra sem þjást af
vefjagigt vel enda hefur hún
starfað við endurhæfingu og
sjúkraþjálfun þeirra í 16 ár.
Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi
við hana um fræðsluvef sem hún
opnaði í vor um sjúkdóminn.
Hvað er vefjagigt?
Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er
langvinnur sjúkdómur eða heilkenni (e. synd-
rome) sem samanstendur af fjölmörgum ein-
kennum frá hinum ýmsu líffærakerfum.
Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir
verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yf-
irþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Önnur
algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm
þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauð-
ir fingur (e. Raynaud’s phenomenon), dofi í
útlimum, bjúgur, orkuskortur, úthaldsleysi,
minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð.
Merking orðsins vefjagigt
Orðið „Fibromyalgia“ er samsett orð sem
þýðir í raun verkir frá bandvef og vöðvavef.
Margir rugla orðinu vefjagigt við vöðvagigt
en stór munur er á merkingu þessara tveggja
orða. Einkenni vefjagigtar eru frá vefjum lík-
amans m.a. bandvef, vöðvavef og taugavef en
ekki bara vöðvavef.
af www.vefjagigt.is
FRASINN að fá sér fegurð-
arblund er vel þekktur – en nú
getur maður víst einnig fengið
sér megrunarblund, sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem
greint er frá í Berlingske Ti-
dende.
Svefn virðist nefnilega fram-
kalla saðningartilfinningu hjá
líkamanum, en blaðið hefur
eftir næringarfræðingnum Per
Brænde að skýr tengsl séu
milli þess hve mikið fólk sofi og
þess hve of þungt það sé. „Því
minna sem maður sefur, því
minna leptín er í blóðinu. Og
leptín er það hormón sem
framkallar saðningu,“ segir
Brænde. En sé sofið of lítið
„framkallar kroppurinn þess í
stað hormónið ghrelín, sem
vekur hungurtilfinningu og
lyst á feitum og sætum mat.“
Og eftir því sem læknirinn
og vísindablaðamaðurinn Jerk
W. Langer segir stjórnar heil-
inn matarlistinni og því sé rök-
rétt að tengsl séu líka milli of
lítils svefns og ofþyngdar.
„Bæði börn og fullorðnir eiga á
hættu að verða of þung ef þau
sofa of lítið og þar má um
kenna leptín og ghrelín horm-
ónasveiflum í líkamanum. Svo
gerist það líka að ef maður er
stressaður og sefur of lítið þá
eykur stress-hormónið kort-
isón matarlystina.
Ekki er þó heldur gott að
sofa of mikið, en sjö til níu tíma
svefn er að mati Brændegard
hæfilegur til að ná fram tilætl-
uðum áhrifum. „Þetta snýst
ekki heldur um að sofa jafn
mikið og hægt er, því það er
klárt að maður grennist ekki á
því að liggja í rúminu allan
daginn.“
Að grennast í svefni
Morgunblaðið/Ásdís
Svefn Því minna sem maður sefur, því minna leptín er í blóðinu.
Og leptín er það hormón sem framkallar saðningu