Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STUÐNINGUR VIÐ HAFRÓ Skýrsla sú um þorskveiðarnar,sem Hagfræðistofnun HáskólaÍslands kynnti í gær, er sterk- ur stuðningur við ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar til sjávarútvegsráð- herra um afla næsta fiskveiðiárs. Hagfræðistofnun tekur undir ráðgjöf Hafró og telur raunar að bezt væri að hætta þorskveiðum alveg í 3-4 ár. Það sé hins vegar ekki raunhæft vegna byggðasjónarmiða og annarra hags- muna að ganga svo langt en hins veg- ar telur Hagfræðistofnun HÍ að hægt sé að ganga svo langt í niðurskurði, sem Hafró leggur til. Með útgáfu þessarar skýrslu hlýt- ur að vera nokkuð ljóst, að Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra muni taka ákvörðun um að fylgja ráð- gjöf Hafró. Hann hefur engin rök fyr- ir annarri niðurstöðu. Til viðbótar er ástæða til að benda á, að Sjómanna- samband Íslands er fylgjandi því að ráðgjöf Hafró verði fylgt. Hver er af- staða LÍÚ? Samtökin hljóta að láta til sín heyra. Þau hafa yfirleitt verið fylgjandi verndarstefnu gagnvart þorskinum og með miklum ólíkind- um, ef þau taka aðra afstöðu nú. Það eru sem sagt nokkuð sterkar vísbendingar um, að smátt og smátt sé að skapast býsna víðtæk samstaða um að fylgja ráðgjöf Hafró. Sjávarútvegsráðherra hefur smátt og smátt breytt um tón frá því að ráð- gjöf Hafró kom fram. Fyrst minnti hann á, sí og æ, að aflareglan væri óbreytt. Að undanförnu hefur hann undirstrikað aftur og aftur að auðvit- að verði niðurskurður án þess að tala um hversu mikill hann verði. Skýrsla Hagfræðistofnunar hefur orðið til þess að Einar K. Guðfinns- son hefur fleiri röksemdir á hendinni til þess að fylgja ráðgjöf Hafró. Þá má telja líklegt að samstaða verði um að veita þeim byggðarlög- um, sem verst verða úti, einhvern stuðning í staðinn. Þjóðin hefur vel efni á því. Og þótt svokallaðar sér- stækar aðgerðir hafi verið eitur í beinum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í ríkisstjórnartíð þeirra flokka tveggja má ætla að víðtæk pólitísk samstaða verði um slíkar að- gerðir m.a. í þágu byggðarlaga á Vestfjörðum, sem verða illa úti í svo miklum niðurskurði þorskafla, sem nú stefnir í. Þótt núverandi ríkisstjórn gerði ekkert annað en snúa við þeirri þró- un, sem verið hefur á þorskstofnin- um, hefði hún réttlætt tilveru sína. Hér er um að ræða grundvallaratriði fyrir framtíð þjóðarinnar. Auðlindin í hafinu mun alltaf standa fyrir sínu hvað sem öðru líður og nú er tækifæri til að byggja hana upp á ný vegna þess að vel árar á öðrum sviðum efna- hags- og atvinnulífs. Á þessari stundu er meiri ástæða til bjartsýni um að ríkisstjórnin kom- ist að skynsamlegri niðurstöðu í þessu mikla hagsmunamáli þjóðar- innar en kannski var ástæða til fyrst eftir að ráðgjöf Hafró var kynnt. Vonandi stendur ríkisstjórnin undir þeim væntingum. ALMENNINGSSAMGÖNGUR Á VILLIGÖTUM? Íslendingar eru þjóð einkabílsinseins og sannaðist á bílalestunum sem mynduðust um síðustu helgi er fólk streymdi utan af landi og til höf- uðborgarsvæðisins. Þar fer ástandið einnig versnandi; umferðarþunginn, streitan og slysahættan eykst. Þetta ástand mun ekki batna nema gripið sé til markvissra ráðstafana. Ókeypis strætóferðir eins og í Kópa- vogi og að hluta til í Reykjavík á næstunni, eru hvatning til að taka strætó sem dugar þó tæpast til. Þeir sem eiga bíla láta sig ekki hafa það að ferðast með strætó því almennings- samgangnakerfið á höfuðborgar- svæðinu er einfaldlega afleitt. Umtalsverð fjölgun þeirra sem nota almenningssamgöngur er nauð- syn. Fyrir því eru margþætt rök er varða umhverfið; umferðaröryggi, bílastæði, kostnað við umferðar- mannvirki, mengun o.s.frv. Allt eru þetta veigamiklir þættir er snúast bæði um lífsgæði og þjóðhagslega hagkvæmni. Það er því löngu ljóst að ríki og sveitarfélög, ekki síst Reykja- víkurborg, þurfa að sameinast um að finna úrræði sem duga. Uppbygging og þétting byggðar í miðborg Reykjavíkur og í Vatnsmýrinni mun til að mynda breyta miklu. Samt sem áður liggur engin áætlun fyrir um það hvernig eigi að koma íbúum (og vaxandi fjölda ferðamanna) til erinda sinna víðsvegar um borgina í framtíð- inni. Því má spyrja hvort ekki sé löngu tímabært að huga alvarlega að framtíðarlausnum, svo sem léttlest- um, sporvögnum eða áþekkum farar- tækjum í Reykjavík? Lest eða sporvagn sem gengi fram og til baka úr vestasta hluta borg- arinnar og allt upp að Norðlingaholti myndi leysa mikinn vanda ef strætis- vagnar gengju síðan hringinn um hverfin norðan og sunnan megin til að færa fólk að lestinni. Næsta stig gæti síðan verið lest er gengi úr nágranna- byggðunum sunnan við Reykjavík og að miðborginni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri Reykjavíkur og flutnings- maður tillögu um að ríkið komi að al- menningssamgöngum er samþykkt var á fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, telur höfuðborgarsvæðið hafa „verið af- skipt miðað við aðrar almennings- samgöngur þjóðarinnar“. Hann bendir jafnframt á að í stjórnarsátt- málanum sé talað um áherslu á al- menningssamgöngur. Í ljósi ástands- ins og nauðsynlegrar framtíðar- þróunar er tillagan tímabær – í raun mikilvægt tækifæri til að taka þetta málefni föstum tökum og móta nýja sýn þar sem önnur viðhorf en þau að fjölga akreinum og bílastæðum undir einkabíla eru skoðuð. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Ætla má að á milli 4.000 og 5.000manns hafi gengið í Reykjavíkmeð Önnu og stöllum hennar,þeim Bríeti Birgisdóttur og Soffíu Eiríksdóttur. Margir sem tóku þátt í göngunni kljást við afleiðingar umferðar- slysa daglega vegna starfa sinna, en auk hjúkrunarfræðinga gengu meðal annars lög- reglumenn, prestar, slökkviliðsmenn, sjúkra- liðar og læknar. Lagt var af stað frá Landspítalanum við Hringbraut í glampandi sólskini. Fremstir fóru hjúkrunarfræðingar sem báru 153 rauð- ar blöðrur til þess að sýna samstöðu með jafnmörgum slösuðum í umferðinni á síðasta ári. Glaðværð ríkti meðal göngufólks þrátt fyrir tilefni hennar. Hvítir sloppar og annar einkennisklæðnaður heilbrigðisstarfsfólks var áberandi og sjúkraliðar báru fána með merki stéttar sinnar. Aðrir héldu á lofti spjöldum með slagorðum á borð við „Meiri hraði, meiri skaði“. Í Skógarhlíð slógust sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn í hópinn og báru 31 svarta blöðru til minningar um þau sem lét- ust í umferðinni á síðasta ári. Gangan liðaðist áfram og náði um tíma frá Bústaðavegi og yfir göngubrúna á Kringlu- mýrarbraut. Starfsfólk LSH í Fossvogi sem komst ekki frá vegna vinnu, stóð úti á svölum og veifaði starfssystkinum sínum þegar þau gengu hjá. Soffía Eiríksdóttir ávarpaði göngufólk á þyrlupallinum við spítalann. „Við erum hrærðar yfir því hve margir tóku þátt, gang- an verður árviss viðburður héðan í frá. Sam- an getum við allt,“ hrópaði Soffía yfir mann- fjöldann sem klappaði henni lof í lófa. Síðan var talið niður og blöðrunum sleppt. Sumir klöppuðu, en aðrir fylgdust með því í þögn þegar þær svifu upp í himininn. Ásdís Rafnar og Inga Hersteinsdóttir tóku þátt í göngunni, en þær sitja í Rannsókn- arnefnd umferðarslysa. Þær skoða alvarleg umferðarslys niður í kjölinn til þess að kom- ast að orsökum þess þegar fólk slasast alvar- lega eða lætur lífið. Ásdís var ánægð með framtakið og segir að fræðsla um orsakir og afleiðingar umferðarslysa skipti miklu máli. „Við erum til dæmis afskaplega meðvitaðir bílstjórar því við vitum alltof vel hvernig slysin gerast.“ Inga segir heilbrigðisstéttirnar bera hit- ann og þungann af umferðarslysunum. „Fólk kemur stórslasað og jafnvel látið inn til þeirra og þau þurfa að gera sitt besta í hverju tilfelli. Þetta leggst náttúrulega þungt á þau,“ segir Inga og bætir við: „Ég held að fólk fari að hugsa sinn gang þegar það sér allan þennan hóp taka sig saman. Maður von- ar náttúrlega að þetta nái til allra, ekki bara þeirra sem eru samviskusamir, heldur líka þeirra sem finnst gaman að spretta úr spori.“ Oddur Eiríksson neyðarflutningamaður var einn þeirra sem gengu með svarta blöðru. „Þetta er búið að vera frábært í dag. Flott veður og góð þátttaka, ég átti ekki von á svona mörgum,“ segir Oddur. Hann hefur ekki tölu á því hvað hann hefur komið að mörgum umferðarslysum á þeim 28 árum sem hann hefur verið í þessu starfi, en segir að það sé gríðarlegur fjöldi. „Mér finnst hraðinn í umferðinni vera að aukast og þess vegna eru slysin að verða verri.“ Erna Kristinsdóttir sjúkraliði á endurhæf- ingardeild Grensáss er sammála Oddi um að umferðarslysin séu að verða alvarlegri. „Fólk er farið að koma til okkar miklu meira slasað en áður.“ Ernu finnst standa uppúr eftir daginn hversu margir tóku þátt. „Mér fannst það mjög táknrænt þegar blöðrunum var sleppt. Við vorum einmitt að tala um það hvað svörtu blöðrurnar voru margar, en það var líka merkilegt að sjá allar rauðu blöðr- urnar sem standa sumar fyrir fólk sem hefur farið í gegnum meðferð hjá okkur uppi á Grensás.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segist fyrst og fremst vona að átakið skili sér til ungs fólks. „Manni sýnist ástandið stundum vera að batna, en síðan sér maður alltaf ann- að slagið dæmi um akstur á 180 til 200 kíló- metra hraða. Ég held að þetta séu svartir sauðir sem koma óorði á alla og að flest ungt fólk hagi sér vel.“ Jón Viðar segist sann- færður um gildi forvarnarstarfs í þessum efnum. „Það verður að berjast gegn hrað- akstri ungs fólk á sama hátt og reykingum og gera hann hreinlega púkalegan.“ Þúsundir gengu slysum í umferði Heppin með veður Hjúkrunarfræðingar á Landspítala minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni og sýna sam ina til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar hraðakst Gengið sjúkrah „Fyrst vorum við bara að hugsa um að manna blöðr- urnar, sem voru 184,“ segir Anna Arnarsdóttir, ein þeirra þriggja hjúkrunar- fræðinga sem áttu frum- kvæðið að fjöldagöngu gegn slysum í gær. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Göngufólk á Selfossi Um 100 manns gengu um götur Selfoss frá sjúkrahúsinu við Árveg, að ráðhúsi Selfoss og þaðan að lögreglustöðinni. Góður andi var meðal göngumanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.