Morgunblaðið - 27.06.2007, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
„Það er löng leið frá
Íslandi til himnaríkis,“
segir í Gullna hliðinu eftir Davíð
Stefánsson.
Ég er nokkuð viss um að fyrir
Ömmu litlu Jóns var þetta bara smá-
spotti. Það kæmi mér ekki á óvart að
hún hefði dustað rykið af gömlu skíð-
unum sínum og þeyst af stað. Stopp-
uð í hliðinu? Nei, bara ekki nokkur
möguleiki á því, hún umboðsmaður
almættisins til fjölda ára – stórhjört-
uð og heilsteypt.
Ég elska afa en Amma er alltof
frek. Þetta voru orð lítillar stelpu-
hnátu þegar hún var innt eftir því
hvernig dvölin hefði verið hjá ömmu
og afa Frigga. Ég bara áttaði mig
ekki á því fyrr en síðar á ævinni að
það er aðeins einn skipstjóri um borð
á hverju fleyi. Já, skipstjórinn á
þessari skútu var Anna litla Jóns og
sinnti því með sínum mikla krafti og
Anna Sigurbjörg
Jónsdóttir
✝ Anna Sigur-björg Jónsdóttir
fæddist á Nesi í
Flókadal í Fljótum í
Skagafirði 12. jan-
úar 1921. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði að
morgni 20. júní síð-
astliðins og var út-
för hennar gerð frá
Hveragerðiskirkju
25. júní.
stóra hjarta fram til
síðasta dags. Ekki það
að hún væri með yfir-
gang við afa, börn og
barnabörn, nei, heldur
fór það henni svo ein-
staklega vel úr hendi
að stjórna og vissi allt-
af upp á hár hvað okk-
ur var fyrir bestu.
Enda var henni um-
hugað um sem læri-
faðir að við stæðum
okkur í því sem við
tókum okkur fyrir
hendur og vissum eitt-
hvað í okkar haus. Ljóðin voru henn-
ar líf og yndi. Hún lét sig ekkert
muna um að þylja upp heilu doðrant-
ana af skáldskap. Náttúrubarn af
guðs náð, elskaði Fljótin og ekki var
komið að tómum kofunum varðandi
kennileiti landsins.
Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag;
brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag.
Látum spretta
spori létta,
spræka fáka nú;
eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.
Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum,
seint um sólarlag.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Þetta kvæði minnir mig á ömmu.
Hraður taktur og mikil snerpa. Fal-
leg gleði – hafa gaman af því verki
sem verið er að vinna
Hugsaðu hvern dag um einhverja aðra
menn en gleymdu sjálfum þér.
(Gunnar Dal)
Þessi orð voru svo sannarlega lífs-
speki hennar ömmu. Ósérhlífin – Ég
veit ekki um nokkra manneskju sem
hefur gefið svo mikið af litlu. Fætt,
klætt og menntað fátæk börn í út-
löndum. Já, gefið þeim sem minna
mega sín.
Kæru himinsenglar, ég bið ykkur
um að varast hnjóð í eyru ömmu –
hún sturlast.
„Labba, nei hlaupa. Andvaka, nota
tímann og steikja kleinur. Hanga,
nei, gera gagn. Gefa, ekki þiggja.“
Ég á ekki orð til að þakka þér og
afa fyrir að vera gullklettar.
Hvíl þú í friði, amma mín.
Þín ömmustelpa,
Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir.
Elsku amma. Ég er bæði stolt og
lánsöm að hafa átt þig að. Ótal minn-
ingar á ég úr æsku þar sem þið afi
komið við sögu. Snemma fór ég að
strjúka að heiman ef mamma vildi
ekki leyfa mér að gera nákvæmlega
það sem ég vildi og þá lá leið mín
ávallt til ykkar. Hjá ykkur bakaði ég
kleinur á gólfinu og spilaði félagsvist
við afa. Svo fékk ég líka að sofa uppi í
og endaði það alltaf með því að þú
þurftir að víkja úr rúminu fyrir mér.
Ég gat alltaf leitað til ykkar þegar
eitthvað bjátaði á eða ef mig vantaði
styrk. Þið hafið kennt mér svo margt
og gefið mér svo mikið að ég get eng-
an veginn þakkað nóg fyrir mig með
orðum.
Þó að þú hafir byrjað að undirbúa
mig fyrir andlát þitt frá því að ég
fæddist var ég alls ekki tilbúin núna
20 árum síðar. Þú á annað borð varst
löngu tilbúin og ekkert hrædd enda
vissirðu vel að afi biði eftir þér hinum
megin og tæki vel á móti þér. Þið
hafið beðið svo lengi eftir að hittast á
ný. Þó að það hafi verið erfitt að
kveðja þig er ég glöð yfir að þú
fékkst að fara á jafn friðsælan hátt
og þú gerðir. Ég bið að heilsa afa,
hvíldu í friði, elsku amma mín.
Elísabet Jóna Friðriksdóttir.
Til heittelskuðu ömmu okkar.
Fyrir þrettán árum þegar tvær af
okkur fæddumst dó afi okkar og ein
af okkur var ekki fædd. Síðan þá hef-
urðu saknað hans og nú ertu komin
til hans. Við vonum að þér líði vel
þar. Við gleymum aldrei þegar þú
passaði okkur og fórst með okkur í
berjamó, þessum tímum munum við
aldrei gleyma.
Þú hefur staðið við bakið á okkur.
Í seinustu ferð þinni norður í Fljótin
hélst þú upp á afmælið þitt og við
fórum á æskuslóðir þínar. Síðustu
jólin fórum við frænkurnar til þín að
gera jólakort og eyddum dásamleg-
um stundum með þér. Læknirinn
var búinn að banna þér að prjóna og
sauma en þú prjónaðir og saumaðir á
okkur börnin samt. Í æsku labbaðir
þú yfir mörg fjöllin í Fljótunum og
annaðist bræður þína. Þú fórst með
okkur í ferðalög og varst okkur hin
besta amma og við munum sakna þín
sárt og mikið.
Blessuð sé minning þín. Hvíldu í
friði með afa og Óla Þór.
Ó, elsku amma mín/við ávallt
söknum þín./Þú varst glöð og góð/
gerðir um okkur ljóð.
Hulda Katarína Sveinsdóttir,
Guðrún Ósk og
Rakel Rós Friðriksdætur.
Ég minnist Ömmu Jóns með sorg í
hjarta, en þegar hún var nálægt var
líðan manns aldrei þannig. Kraftur
hennar og útgeislun gerði það að
verkum að manni leið alltaf vel í ná-
vist hennar. Ég man aldrei eftir því
að langamma hafi verið aðgerðalaus,
hún nýtti hverja vökustund, steikti
kleinur, lék við börnin, föndraði og
las ljóð. Í eitt skiptið sem ég kom til
hennar á Ás, þá mætti hún mér í dyr-
unum með golfkylfu í hendinni og til-
kynnti mér sigri hrósandi að hún
hefði unnið golfmót, hún rétti mér
svo kylfuna og sagði að ég mætti eiga
hana því að hún væri hætt – á toppn-
um.
Elsku Amma Jóns, ég minnist þín
sem manneskju sem gat glatt, kennt
og hvatt.
Í hjarta mínu er hátíð.
Hver hugsun og tilfinning mín
verða að örsmáum englum,
sem allir fljúga til þín.
Þeir ætla að syngja þér söngva
og segja þér, hvað þú er góð –
og eigir sál mína alla
og allt mitt hjartablóð.
Þeir ætla að syngja þér söngva
um sólina og himininn
og lítinn dreng, sem þú leiddir
í ljómann þangað inn.
(Davíð Stefánsson.)
Þinn langömmudrengur,
Vigfús Fannar Rúnarsson.
Gengin er á vit feðra sinna merk-
iskonan Anna Jónsdóttir.
Ég kynntist Önnu fyrir hart nær
tveimur áratugum. Frá fyrstu
stundu duldist mér ekki að þar fór
afar vel gerð kona sem hafði margt
til brunns að bera. Hún hafði af-
bragðs kímnigáfu, var vel lesin, ákaf-
lega minnug, fylgin sér, hagyrt, og
dugnaðarforkur.
Anna var lágvaxin og snaggaraleg
í allri framgöngu. Hún skeytti lítið
um álit samferðamanna, gerði eins
og henni sýndist og var vel sæmd af
verkum sínum og gjörðum.
Lífið er breytingum undirorpið,
þrátt fyrir allmikla breytingu högum
okkar Árna Rúnars fyrir nokkru
hafði það ekki áhrif á samskipti milli
mín og Önnu. Við nutum samvista
hvor við aðra allt fram á síðasta dag.
Það eru aðeins fáeinir dagar síðan
hún hringdi og við höfðum ákveðið
að fara niður á Laugaveg eins og við
gerðum stundum. Líta við í Rauða-
krossbúðinni og spóka okkur í mið-
bænum. Athuga kannski með harð-
fisk í Kolaportinu, en af þeirri ferð
varð ekki.
Anna var trúuð kona og þess full-
viss að við tæki gott líf á eftir hinu
jarðneska.
Anna missti mann sinn Friðrik
Rósmundsson árið 1994. Hún sagði
mér að það hefði reynst sér mjög erf-
itt, en Anna tókst á við sorgina af
æðruleysi og skynsemi.
Anna var sátt og fékk þá ósk sína
uppfyllta að þurfa ekki að verða
„rugluð og út úr heiminum“, eins og
hún orðaði það.
Ungum dóttursonarsyni, Árna
Rúnari, fannst á vissu tímabili mjög
skrýtið að Anna gæti verið
langamma, jafnlágvaxin og hún var.
Börnum sínum öllum, barnabörn-
um og barnabarnabörnum reyndist
hún vel og var svo góð amma.
Ég kveð Önnu með virðingu og
þökk.
Alda Árnadóttir.
Kær vinkona okkar
úr Ljósheimahópnum
kvaddi þennan heim
aðeins tíu dögum eft-
ir að við kvöddum
aðra vinkonu okkar úr sama hóp.
Fyrir rétt um fjórum mánuðum
síðan vorum við stödd í okkar ár-
Hallveig Þorláksdóttir
✝ Hallveig Þor-láksdóttir fædd-
ist í Reykjavík 29.
september 1934.
Hún lést á Landspít-
alanum 30. maí síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Fossvogskapellu 1.
júní.
legu þorragleði.
Nokkrum dögum síð-
ar var Haddý, eins
og við kölluðum hana
alltaf, komin inn á
spítala mjög veik.
Þetta tiltekna kvöld
var hún mjög glöð og
kát eins og alltaf
þegar við hittumst og
ekki sást að eitthvað
væri að hjá henni.
Hún talaði reyndar
um gigt í bakinu og
talaði nú bara létt-
lega um það og sagði
að við værum nú öll að verða svo
gömul og hló.
Haddý var alltaf hress og kát og
hafði gaman af að hitta Ljósheima-
hópinn og sagði oft að það hefði nú
verið mikil synd ef þessi hópur
hefði ekki hist. Haddý og eigin-
maður hennar, hann Bragi, voru
einstaklega samstillt og hamingju-
söm hjón. Heimilið þeirra var
ávallt snyrtilegt, þau voru heima-
kær og höfðingjar heim að sækja.
Fyrir nokkrum árum fóru þau
hjónin til Bandaríkjanna að heim-
sækja Guðrúnu dóttur sína. Það
var þeim skemmtileg upplifun og
góð tilbreyting að heimsækja dótt-
ur sína á framandi slóðir. Þessi
ferð var þeim mjög minnisstæð.
Haddý var mjög dugleg til verka
og vann ætíð úti ásamt því að hún
sinnti heimilinu. Hún var mjög
stolt af börnum sínum og bar
mikla umhyggju fyrir þeim.
Mér er það svo minnisstætt úr
síðustu þorragleði þegar hún sagði
hátt yfir allan hópinn að næsta
þorragleði myndi verða hjá henni
og Braga. Svona er lífið, við fáum
margar góðar gjafir og gleðjumst
yfir öllu því sem það hefur gefið
okkur. Því er svo margt sem við
megum þakka. Í Matteusarguð-
spjalli segir: Komið til mín, allir
þér sem erfiði hafið og þungar
byrðar, og ég mun veita yður
hvíld.
Ég vil fyrir hönd Ljósheima-
hópsins þakka allar samverustund-
irnar með Haddý og að hafa átt
allar þær gleðistundir sem við átt-
um með henni. Elsku Bragi og
fjölskylda, ég veit að ykkar sökn-
uður er mikill. Þið eigið okkar
innilegustu samúð og guð geymi
minningu mætrar eiginkonu, móð-
ur og ömmu.
Súsanna Kristinsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERNA HELGADÓTTIR,
Laufbrekku 30,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 20. júní á landspítalanum í
Fossvogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju
föstudaginn 29. júní kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.
Halldór Valgeirsson,
Helgi Reimarsson, Guðný Reimarsdóttir, Valgeir Halldórsson,
Halldór Arnar Halldórsson, Haukur Hrafn Halldórsson,
Magnús Helgason, Guðný Helgadóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og vinur,
JÓN SIGURÐSSON
frá Merki,
Borgarfirði eystra,
sem lést föstudaginn 22. júní á Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands verður jarðsunginn frá Bakka-
gerðiskirkju, Borgarfirði eystra, föstudaginn 29. júní
kl. 15.
Ólafur Jónsson, Birna Jónsdóttir,
Árni Jónsson, Guðrún Jónsdóttir,
Una Kristín Jónsdóttir, Valmundur Guðmundsson,
Sigurjón Jónsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Guðfinna B. Kristinsdóttir,
barnabörnin,
Jóhanna Guðrún Sveinsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁRNI GUÐBERGUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi slökkviliðsmaður,
Esjugrund 88,
Kjalarnesi,
andaðist að morgni mánudagsins 25. júní á
krabbameinsdeild landspítalans við Hringbraut.
Jarðarförin auglýst síðar.
Vigdís Á. Sigurðardóttir,
Klara S. Árnadóttir, Jóhann Kristjánsson,
Guðmundur J. Árnason, Ingunn Jónsdóttir,
Sigurður H. Árnason, Berglind Káradóttir,
Jóhanna G. Árnadóttir, Ingimar Cizzowitz,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma
INGA SIGURLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR
þroskaþjálfi,
Kleppsvegi 132,
lést á líknardeild landspítalans í Kópavogi, laugar-
daginn 23. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
2. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Marteinn Hreinsson, Ásgerður Pálsdóttir,
Ólafur H. Wallevik, María Knudsen,
Þorsteinn Wallevik, Ilona Broka Wallevik,
Haraldur Wallevik,
Jón Elvar Wallevik,
barnabörn og barnabarnabörn.