Morgunblaðið - 27.06.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.06.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 41 eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is / AKUREYRI / KEFLAVÍK SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 8 B.i. 7 ára DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ HOSTEL 2 kl. 10 B.i. 7 ára FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Glæsilegar vandaðar eignir fyrir 50 ára og eldri. Fullbúin sýningaríbúð í húsi nr. 3 4.hæð íbúð 0407 Sölufulltrúar Akkurat taka á móti ykkur Þórarinn 849-1798 og Ásdís 898-3474 OPIÐ HÚS í DAG KL. 17:00 - 18:00 17 JÚNÍTORG / SJÁLAND ÁRIÐ 1988 kom Die Hard í bíó og við sáum framtíðina. Við höfðum ekki tíma til að ná söguþræðinum al- mennilega, reikna út plottið og spá fyrir um endalokin eins og í flestum hasarmyndum fram að því – til þess gerðist þetta alltof hratt. Klippingin, sprengingarnar og kúlnahríðin var á margföldum hraða samanborið við flestar hasarmyndir sem á undan fóru. Die Hard var mögnuð mynd sem fæddi af sér mörg skrímsli, kraf- an um hraðar klippingar og óteljandi sprengingar var svo hávær að menn fóru að sakna gömlu góðu has- armyndanna – enda var það oftast bara hraðinn sem menn hermdu eftir úr Die Hard og gleymdu að þar var líka nokkuð traust saga sem og aðal- leikari sem var fæddur í rulluna. Tölvuhakkarar og eiginmenn vampíra En tími adrenalínshasarmynd- anna leið undir lok og við tóku brellu- myndir þar sem flestir rammar voru tölvuteiknaðir. Og þegar fjórða Die Hard-myndin, Die Hard 4.0, er sýnd þá er hún nánast afturhvarf til for- tíðar – þetta eru alvörusprengingar og alvöru áhættuatriði. Illmennin eru vissulega vafasamir tölvuþrjótar en til þess að undirstrika að John McClane er svo sannarlega hetja af gamla skólanum færa örlögin honum ungan tölvuhakkara til aðstoðar við öll tæknileg vandamál. Hakkarinn Matt Farrell er leikinn af Justin Long, sem margir kannast við sem Warren P. Cheswick úr sjón- varpsþáttunum Ed. Leikstjóri myndarinnar er Len Wiseman sem þekktastur er fyrir að leikstýra eiginkonu sinni Kate Beck- insale sem vampíru í Underworld- myndunum. Hann er öllu minna þekktur fyrir stuttmynd sem hann gerði á skólaárum sínum sem var innblásin af Die Hard. Tölvurnar yfir- buga vopnabúrin Handritið er lauslega byggt á grein John Carlin, „A Farewell to Arms,“ þar sem hann leiðir líkum að því að vopnabúr kalda stríðsins muni fljótlega úreldast andspænis tölvu- tækni sem allur almenningur hafi að- gang að. Nokkuð er síðan handritið var tilbúið en tökum var frestað um þónokkur ár eftir árásirnar á Tvíbur- aturnana. Skúrkurinn Thomas Gabriel er leikinn af Timothy Olyphant og að- stoðarkona hans Mai Lihn er leikin af sunddrottningunni fyrrverandi frá Hawaii, Maggie Q, sem áður sinnti illmennsku í Mission: Impossible III. Kevin Smith, sem einu sinni var fín- asti leikstjóri, leikur hakkara sem að- stoðar McClane og þá leikur Mary Elizabeth Winstead dóttur McClane sem lendir í töluverðri hættu. En á endanum snýst þetta auðvit- að allt um Brúsa gamla. Bruce Willis hefur leikið í fjölda forvitnilegra mynda, sumum jafnvel betri en Die Hard – en það breytir engu um það að John McClane er rullan sem allir tengja fyrst við hann enda slitnar ekki naflastrengurinn á milli þeirra félaga. Ljósmynd/Frank Masi Í HNOTSKURN »Justin Long ætti að vera vel undirbúinn fyrir hlutverk tölvuhakk-ara þar sem hann er nýbúinn að leika tölvu. Í nýlegum auglýs- ingum Apple-fyrirtækisins leikur Long Macintosh sem ræðir lífið og tilveruna við PC. Áhugasamir tölvunirðir geta skemmt sér yfir þessu á youtube. »Athygli vekur að titil myndarinnar er annar í Bandaríkjunum enannars staðar, þar heitir hún Live Free or Die Hard en við hin fáum að sjá Die Hard 4.0 í staðinn. Í Frakklandi nefnist myndin hins- vegar Die Hard 4.0: Return to Hell. »Undirtitill myndarinnar, Live Free or Die Hard er breytt útgáfaaf slagorði New Hampshire, Live Free or Die. »Jessica Simpson fór í áheyrnarpróf fyrir hlutverk dóttur BruceWillis en hafði ekki erindi sem erfiði. Í einum raunveruleikaþátt- anna Newlyweds: Nick & Jessica má sjá söngkonuna fara í prófið. »Justin Timberlake kom um tíma til greina í hlutverk sonarMcClane. »Áhætturleikari Willis, Larry Rippenkroeger, slasaðist alvarlegavið hátt fall niður á gangstétt við tökur á myndinni. Willis greiddi hótelreikning fyrir forelda hins slasaða sem komu og heimsóttu son- inn á spítalann. Willis var einnig að sögn duglegur að heimsækja fé- laga sinn. Erlendir dómar: The Hollywood Reporter: 90/100 Variety: 80/100 Teik Brúsi reddar sér fari. Aftur til fortíðar FRUMSÝNING»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.