Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÞAÐ má segja að þurrkurinn sé farinn að valda
vandræðum,“ sagði Magnús Eggertsson, bóndi í
Ásgarði í Reykholtsdal, í gær þegar hann var
spurður um hvernig heyskapur gengi í Borgar-
firði.
Almennt þykir ókostur þegar heyi er rúllað í
heyrúllur að það sé of þurrt. Það verkast þá ekki
eins vel og þegar heyið er hálfþurrt, sem kallað er.
Magnús segir að svo miklir þurrkar séu búnir að
vera á Suðvesturlandi að heyið þorni á mjög
skömmum tíma. Þess vegna leggi bændur áherslu
á að slá ekki of mikið í einu.
Magnús er einn þeirra bænda sem tekið hafa
nýja heyskaparaðferð í notkun, en hún byggist á
því að saxa heyið smátt og geyma það í útistæðum
undir plasti. Ef þessi heyskaparaðferð á að virka
eins og henni er ætlað er grundvallaratriði að
heyið sé blautt þegar það er sett í stæðin.
Spretta er sæmileg á Suður- og Vesturlandi og
sumstaðar mjög góð. Kalt var í veðri í maí, en gras
tók vel við sér þegar hlýnaði samfara rigningu í
júní. Nú eru þurrkarnir hins vegar farnir að hamla
sprettu. Staðan er hins vegar verri á Norðurlandi.
„Þetta var þurrasti júnímánuður í manna minn-
um,“ segir Ari Teitsson, ráðunautur og bóndi á
Hrísum í Þingeyjarsýslu. Þar má því fullyrða að
þurrkar hamli heyskap. Ari segir að sprettan sé
víðast hvar léleg. Staðan sé þó eitthvað skárri í
Eyjafirði. Hann segist þó hafa fulla trú á að gras-
vöxtur nái sér vel á skrið ef það rigni. Á þessu stigi
sé því ekki ástæða til að tala um vandræðaástand.
Í gær rigndi smávegis á Norðausturlandi, en
spáin framundan gerir ráð fyrir þurrviðri.
Ari hefur ekki síður áhyggjur af laxveiðiánum.
Hann segir að ef ekki rigni verði orðið mjög lítið
vatn í ánum sem komi niður á veiði.
Magnús í Ásgarði sagði að menn þyrftu einnig
að hugsa um að búfé í úthaga hefði nóg vatn að
drekka. Sumstaðar væru hefðbundin vatnsból að
þorna upp.
Þurrkar tefja heyskap
Þingeyingar muna ekki eftir jafn þurrum júnímánuði Tún eru að skrælna
og lítið vatn er í laxveiðiám Tryggja þarf búfé í úthaga aðgang að nægu vatni
Í HNOTSKURN
»Nokkrir bændur á sunnanverðu land-inu eru að ljúka fyrri slætti.
» Í Þingeyjarsýslu, þar sem þurrkurhamlar sprettu, eru fáir bændur byrj-
aðir að slá.
»Laxveiði hefur verið léleg það sem af ersumri vegna mikilla þurrka. Veiðimenn
fyrir norðan fögnuðu hins vegar í gær þeg-
ar rigndi í fyrsta skipti síðan í maí.
BRESKIR vísinda- og ævintýra-
menn sem ætla í leiðangur þvert
yfir Suðurskautslandið eru nú
staddir hér á landi. Ferðin verður
farin á vegum Corvus-stofnunar-
innar í Sviss í þeim tilgangi að gera
vísindarannsóknir og vekja athygli
á hnattrænni hlýnun og mikilvægi
Suðurskautslandsins fyrir stöðug-
leika í náttúrufari jarðar.
Ferðin verður sú þriðja í sögunni
sem nýtur aðstoðar Íslendinga og
munu tveir sérútbúnir jeppar frá
Arctic Trucks skila hópnum alla
leið.
Íslenskra ökumanna leitað
Leiðangursstjórinn Jason de
Carteret og Chloe Courtauld, verk-
efnisstjóri ferðarinnar, eru nú að
leita að tveimur íslenskum öku-
mönnum sem vilja ganga til liðs við
hópinn, en opið er fyrir umsóknir á
heimasíðu ferðarinnar. Þau verða
aftur á ferðinni í ágúst og leggja þá
hæfnispróf fyrir umsækjendur.
Jason segir ökumenn þurfa að hafa
ákveðna kunnáttu á vélar og tækja-
búnað auk reynslu af akstri við
erfiðar aðstæður, en leggur höfuð-
áherslu á tungumálakunnáttu og
samstarfshæfileika, enda ekki auð-
velt að búa með 10 manns í tveimur
bílum í meira en tvo mánuði. Lagt
verður af stað í október og áætlað
er að ferðinni ljúki seint í desem-
ber. Farið verður úr vestri yfir pól-
inn og endað á Ross-eyju við skála
Scotts landkönnuðar sem fór á
suðurpólinn árið 1912.
Ferðin verður ólík fyrri ferðum
vegna tilraunafarartækis sem verð-
ur með í för. Það er snjóbíllinn
Corvus Concept Ice Vehicle.
Fisléttur tilraunabíll
Tilgangurinn með snjóbílnum er
tvíþættur. Annars vegar mun hann
bera radarbúnað sem sýnir sprung-
ur í íshellunni og þannig finna leið
fyrir íslensku jeppana til að komast
klakklaust á leiðarenda, en þeir
vega á sjöunda tonn hvor. Corvus-
inn er léttur og fer því greiðlega
um sprungusvæðin. Hins vegar er
ætlunin að sýna fram á ágæti líf-
ræns eldsneytis, en bíllinn gengur
fyrir olíu sem unnin er úr korni og
er síður skaðleg umhverfinu en
hefðbundið jarðefnaeldsneyti.
Jason segir að hægt sé að nota slíka
olíu hvar sem er ef þetta tekst, en
að jafnaði verður 20 til 45 gráða
frost í ferðinni.
Leita að Íslendingum til að
aka yfir Suðurskautslandið
Léttur Tilraunabíllinn Corvus CIV vegur minna en 300 kíló og rennur um á
skíðum, knúinn áfram af hreyfli. Hönnuður hans hefur einnig hannað
formúlu eitt-kappakstursbíla fyrir Lotus-bílaframleiðandann.
Ætla yfir afskekktustu svæði veraldar á tilraunabíl
TENGLAR
..............................................
http://corvusexpedition.com BÖRNUM undir átta ára aldri er
óheimill aðgangur að sundstöðum
nema í fylgd með syndum ábyrgð-
armanni sem er 14 ára eða eldri, en
þetta kemur fram í reglum um
öryggi í sundlaugum sem mennta-
málaráðuneytið gaf út árið 1999.
Þetta bendir slysavarnafélagið
Landsbjörg á, en vegna tíðra slysa í
sundlaugum undanfarið minnir
félagið á öryggisatriði varðandi
sundferðir.
Í reglunum sé tekið fram að
ábyrgðarmaður beri ábyrgð á þeim
börnum sem hann er með í sundi og
eigi að fylgjast með þeim. Ósynd
börn eigi alltaf að hafa armkúta,
líka í vaðlaugum, og ábyrgðar-
menn megi ekki missa þau úr aug-
sýn.
Jafnframt sé laugarvörðum skylt
að fylgjast með ósyndum börnum,
sem og öðrum sundlaugargestum.
Foreldrar, forráðamenn og aðrir
eru hvattir til að fylgjast vel með
börnum meðan á sundferðinni
stendur og forráðamenn sundlauga
að vera með öryggisatriði sín á
hreinu, segir í tilkynningunni.
Yngri en átta
ára börn ekki
ein í sund
ÓLAFUR Ragn-
ar Grímsson, for-
seti Íslands, sem
staddur er í
Tyrklandi, ræddi
í gær við Recep
Tayyip Erdogan,
forsætisráðherra
Tyrklands. Á
fundinum ræddu
þeir möguleika á
samvinnu við Ís-
lendinga um nýtingu jarðhita, bæði
á sviði rannsókna og framkvæmda.
Erdogan lýsti áhuga á að í kjölfar
komandi þingkosninga í Tyrklandi
kæmi sendinefnd til Íslands til við-
ræðna við orkufyrirtæki, sér-
fræðistofnanir og fjármálafyrir-
tæki, að því er segir í tilkynningu
frá skrifstofu forseta Íslands.
Ólafi Ragnari var boðið til Tyrk-
lands til þess að sækja ráðstefnu um
framfarir þjóða, en hún hófst í Ist-
anbúl í gær og stendur fram á laug-
ardag. Forsetanum var boðið að
flytja erindi um loftslagsbreytingar
og orkumál og taka þátt í um-
ræðum á ráðstefnunni, en hana
sækja um 900 sérfræðingar og
áhrifamenn frá 120 löndum.
Fundaði með
Erdogan
Ólafur Ragnar
Grímsson
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur
lokið við að bora nýja vinnsluholu
fyrir Grímsnesveitu OR. Á vefsíðu
Orkuveitunnar segir að borunin
hafi heppnast gríðarvel og gefi hol-
an, sem er í landi Öndverðarness,
meira en 30 sekúndulítra af um 120
gráðu heitu vatni. Það svari til allt
að 20 megavatta af varmaorku og
sé þetta því ein af gjöfulli borhol-
um á lághitasvæði sem boruð hafi
verið síðustu ár. Holan er um 900
metra djúp og er talið að vatnið úr
henni geti annað heitavatnsþörf
um 450 sumarhúsa. Unnið er að ná-
kvæmari mælingu á afköstum hol-
unnar.
OR á tvær borholur fyrir í Önd-
verðarnesi en á vef OR segir að
mikil uppbygging frístundabyggð-
ar í Grímsnesinu kalli á aukin af-
köst. Tryggi nýja borholan að hægt
verði að svara þeirri eftirspurn.
Nú heyri orðið til undantekninga
að byggð séu ný sumarhús án þess
að við þau sé heitur pottur auk
þess sem fjöldi þeirra er settur upp
við eldri bústaði.
Jarðhitaleit á vegum Orkuveitu
Reykjavíkur hófst í Öndverðarnesi
árið 2001 og hefur Grímsnesveita
verið starfandi frá 2003, segir á vef
Orkuveitunnar.
Ný borhola í
Grímsnesinu
UMBOÐSMAÐUR Alþingis beinir í
úrskurði þeim tilmælum til sam-
gönguráðuneytisins að það taki til
meðferðar að nýju kæru Vélstjóra-
félagsins vegna úrskurðar mönnunar-
nefndar fiskiskipa, óski félagið eftir
því. Í janúar á þessu ári vísaði ráðu-
neytið frá stjórnsýslukæru félagsins
vegna úrskurðar mönnunarnefndar-
innar, en hún hafði veitt útgerðar-
félagi heimild til þess að fækka vél-
stjórum um borð í einu skipa
félagsins úr þremur í tvo.
Í úrskurði ráðuneytisins var vél-
stjórafélaginu játuð kæruaðild, en
samkvæmt stjórnsýslulögum er hún
fengin aðila máls. Þar sem
formaður félagsins átti sæti í
mönnunarnefnd taldi ráðuneytið hins
vegar að vélstjórafélagið væri „van-
hæft“ til að kæra úrskurð nefndarinn-
ar til ráðuneytisins og var málinu því
vísað frá.
Umboðsmaður taldi ekki þörf á að
fjalla um kæruaðild, þar eð sam-
gönguráðuneytið hefði fallist á hana.
Hann benti á að kærandi málsins
hefði verið Vélstjórafélag Íslands en
ekki formaður þess eða mönnunar-
nefnd skipa. Reglur 3. gr. stjórnsýslu-
laga um vanhæfi til meðferðar máls
giltu um starfsmenn og nefndarmenn
stjórnsýslunnar sem fjallaði um eða
leysti úr málum. Vélstjórafélag Ís-
lands hefði stöðu kæranda en kæmi
ekki að meðferð eða úrlausn málsins á
kærustigi sem stjórnvald. Því gætu
reglur um sérstakt hæfi ekki tekið til
félagsins á kærustigi. Ráðuneytið
hefði byggt niðurstöðu sína á reglum
um hæfi og því teldi umboðsmaður að
taka ætti kæruna til meðferðar.
Taki fyrir mál
vélstjóra á ný
Samgönguráðuneytið vísaði frá kæru
Heimsferðir bjóða frábær kjör á flugi og bílaleigubíl til Trieste á Ítalíu 1. júlí. Nú er
rétta tækifærið til að leggja þetta stóra land að fótum sér. Óhætt er að segja að
Ítalía býður endalausa möguleika, hvort sem leitað er eftir strandlífi, náttúrufegurð,
verslun, mannlífi eða matarmenningu. Gríptu tækifærið núna og kynnstu öllu því
sem þetta einstaka land hefur að bjóða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Ítalía
1. júlí
Flug og bíll
frá aðeins kr. 24.315
Örfá sæti í boði
Munið Mastercard
ferðaávísunina Verð kr. 24.315
Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 1. júlí, og fjóra
saman í bílaleigubíl í B-flokki í viku. Netverð
á mann.