Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÞEIRRI barnslegu trú að jafnrétti væri á næsta leiti, lagði ég niður vinnu og gekk ásamt fjöl- mörgum kvenkyns verum niður Lauga- veginn 1976. Þá skorti mig margt sem til þurfti; menntun, þekkingu, reynslu, sjálfstraust og áræði, en smám saman náðist það. Það átti hins vegar eftir að verða mér Þrándur í Götu að hafa valið það starf sem lá hjarta mínu næst; í hefðbundinni kvennastétt. Konum hefur verið núið því um nasir að þær hvorki sæktu fram né mætu sjálfar sig að verðleikum. Sjálf hef ég staðið í deilu við LSH um laun allt frá sameiningu spítalanna upp úr síðustu aldamót- um og þrátt fyrir mikla vinnu af hálfu stéttarfélags míns hafa ekki náðst sættir. Tilboð sem ég fékk var mér ómögulegt að samþykkja þar sem ég var sannfærð um að á mér væri brotið. Umleitanir milli stéttarfélagsins og LSH héldu áfram, en skilaboðin sem ég fékk voru alltaf: „Þetta þýðir ekkert, Ebba.“ Eftir u.þ.b. árs þóf fékk ég tilboð um launakjör sem voru lakari en þau sem ég upphaflega hafði hafnað. Sam- kvæmt þessu tilboði LSH hefði ég haft sömu laun og næsti undirmaður, svo ég hafnaði því. Mér leið eins og verið væri að refsa mér fyrir að leggjast ekki eins og hundur í gólfið og dilla rófunni. Skömmu síðar fæ ég vitneskju um að karlmaður í sambæri- legu starfi við LSH fái um hundrað þúsund krónum hærri laun en ég og að munurinn felist nær eingöngu í fastri yfirvinnu og aksturssamningi. Þetta eru einmitt sporslur sem viðurkenndar eru sem ein helsta orsök launamunar kynjanna. Þáverandi lögfræðingur BHM benti mér þá á að láta reyna á mál mitt sem jafnréttismál. Á meðan ég er í leyfi frá LSH er svo gerð starfslýsing fyrir starf mitt. Þar er starfinu ekki lýst eins ég hafði sinnt því til þessa. Dregið er úr ábyrgð og umfangi starfsins, m.ö.o. starfið verðfellt. Ég hefði haldið að góðir stjórnunarhættir fælu í sér að starfslýsing yrði gerð í einhverju samráði við mig, eða ég allavega látin vita. Sérstaklega er athugavert að LSH hafi látið gera starfslýsinguna á meðan ég stóð í launadeilu við spítalann. Þegar ég kom úr leyfinu og frétti af þessu framtaki, gerði ég því skóna að starfslýsingin hefði fyrst og fremst verið gerð í þeim tilgangi að „búa til sönnunargagn“. Þess skal getið að LSH hefur enn ekki kynnt mér þessa starfslýsingu þótt eitt og hálft ár sé frá gerð hennar. Nú liggur fyrir niðurstaða úr- skurðarnefndar jafnréttismála í þessu máli. Nefndin telur að ekki hafi verið brotið gegn jafnrétt- islögum, þar sem ekki sé um sam- bærileg störf að ræða. Eitthvað er undarlegt við það því störfunum var raðað í sama launaflokk og eru samhliða í skipuriti. Launamun- urinn helgast af fastri yfirvinnu og aksturssamningi. Úrskurð- arnefndin byggir niðurstöðu sína í meginatriðum á samanburði starfslýsinga. Ég benti nefndinni á að sökum þess að starfslýsingin fyrir „mínu“ starfi hefði verið gerð undir vafasömum kringumstæðum yrði hún að teljast ótæk gögn í málinu. Ég bjóst við að nefndin féllist á þessi sjónarmið, og til að málið yrði nægilega upplýst léti hún gera mat á störfunum sem höfð væru til samanburðar, til að hið rétta kæmi í ljós. Eftir að niðurstaða kærumálsins varð ljós hefur framkoma LSH versnað enn frekar. Engu er líkara en að vinnuveitandi minn hafi fengið „veiðileyfi“ á mig. Nú hafa yfirmenn mínir tekið upp á því að ganga fram hjá mér í málum sem heyra undir mitt verksvið. Nefna má ráðningu iðjuþjálfa, en það hef- ur hingað til verið í verkahring forstöðuiðjuþjálfa. Það kann að vera vænisýki, en ég get ekki lesið annað úr þessu en að einhverjum hjá LSH sé mikið í mun að koma mér frá. Allar hugsanlegar leiðir verður að reyna til að uppræta kynja- bundinn launamun. Nú þurfa Konur á niðursettu verði Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um kjaramál » Það átti eftir aðverða mér Þrándur í Götu að hafa valið það starf sem lá hjarta mínu næst; í hefðbundinni kvennastétt Elín Ebba Ásmundsdóttir SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. SÝNUM Í DAG EINSTAKA EIGN Nýlegt einlyft 144 fm einbýlishús með bílskúr (hefur verið breytt í hesthús f/6 hesta með sérgerði). Húsið er með kjallara og stendur á 1,930 fm mjög fallegri lóð sem gefur óendanlega mikla og skemmtilega möguleika á bæði stækkun íbúðarhúss, byggingu sér hesthúss og fl. því lóðin er þannig í laginu með mjög góðu aðgengi og fallegu útsýni. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM Í EIGNINA. Ólafur B Blöndal löggiltur fasteignasali sýnir eignina í dag kl. 18-19 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18-19 GRUNDARHVARF 15, EINBÝLI VATNSENDASVÆÐIÐ Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIN HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.30-19 FÁLKAGATA - RIS SAFAMÝRI - BÍLSKÚR Afar sjarmerandi og falleg 4ra herb. risíbúð á þessum vinsæla stað. Íbúðin er 73 fm (gólfflötur 95 fm). Íbúðin skiptist í þrjú svefnherb., bjarta stofu. baðherb og rúmgott eld- hús. Falleg og sjarmerandi eign sem vert er að skoða. Gólfefni er parket og flísar, á stiga er teppi. Hús og sameign í góðu standi. ÞESSI ÍBÚÐ ER TILVALIN FYRIR NÁMSFÓLK AÐEINS SPÖLKORN FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS. Verð 21,9 millj. Verið velkominn í dag milli 17.30-19. Kristbjörg tekur á móti gestum. Traust þjónusta í 30 ár Björt og vel skipulögð 4.herbergja. endaíb. á 1.hæð að Safamýri. Íbúðin er 100,4 fm. ásamt 20,5 fm. sérstæðum bílskúr. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús með góðri innrétt- ingu, bjarta stofu m.útg. á svalir, þrjú góð svefnh. tvö með skápum. Ný uppgert flísal. baðherb. Á gólfum er parket og flísar. Nýtt rafmagn. Sérgeymsla í sameign ásamt þvotta- húsi og hjólageymslu. Bílskúrar ný viðgerðir að utan. Mjög góð staðsetning. Stutt í góð- an skóla og íþróttaaðstöðu. Verð 25,3 millj. Verið velkominn í dag milli 17.30-19. Gísli og Anna taka á móti gestum. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) Sími 513 4300 Ný íbúð, ekki hefur verið búið í henni (seld vegna flutning til Danaveldis) Mikil lofthæð í stofu. Stæði í bílageymslu. Sér þvottahús innan íbúðar. Baðherbergi með glugga, baðkari og sturtu. Endaíbúð á efstu hæð. Eikarparket á gólfum. Verð 29,8 m. Ný og glæsilega 4ra til 5 herbergja 114 fm endaíbúð á efstu hæð í nýju húsi við Þórðarsveig 21 í Reykjavík Vilhjálmur Bjarnason lögg. fast.sali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Rauðamýri 3 Mosfellsbæ íbúð 103 Glæsileg 108 fm 3ja herbergja íbúð á 1 hæð með afgirtri verönd í fjölbýli á ein- stökum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með baðkari,sturtu,flísalagt í hólf og gólf. Eldhús með vandaðri eikarinn- réttingu.Þvottahús innan íbúðar Geymsla í sameign. Glæsilegt útsýni. Verð 23,9 millj Nánari upplýsingar veita Svenni í síma 866-0160. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS STRANDVEGUR 7 - Garðabæ Glæsilegt útsýni Í einkasölu stórglæsileg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 4. hæð (efstu) í fallegu lyftuhúsi, ásamt stæði í bílageymslu. 2 góð svefnherbergi með skápum í báðum. Rúmgott baðherbergi með kari, innrétting, flísar í hólf og gólf. Eldhús með vand- aðri innréttingu, stáltæki, ísskápur og uppþvottavél fylgja með í kaupunum. Hátt til lofts í borðstofu. Rúmgóð stofa með frábæru óhindruðu útsýni til sjávar, út- gengt á svalir með frábæru útsýni í vestur og norður. Gólfefni; parket og flísar. Stæði í bílageymslu. Góð bílastæði við húsið. Vönduð eign á frábærum stað. V. 42,5 m OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG MILLI KL. 18-20. Sigurður og Guðrún á bjöllu. . Traust þjónusta í 30 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.