Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 23
urlöndum hafa sett skýrar reglur til að tryggja að upplýsingar um um- hverfismál í auglýsingum séu ekki villandi fyrir viðskiptavini og þar eru í gildi skýrar reglur um hvað megi kalla umhverfisvænt og grænt. Með aukinni umhverfisvitund í samfélaginu eru að opnast alveg ný markaðstækifæri fyrir visthæfar vörur og þjónustu. Um leið aukast líka kröfur fólks um skýrar og gagn- sæjar upplýsingar um þessi mál. Því er mikilvægt að fyrirtæki og aðrir noti hugtök rétt og styðjist við skil- greiningar, sem löndin í kringum okkur nota til að upplýsingarnar misskiljist ekki, að sögn Birnu. Hvaða bílar á íslenska mark- aðnum eru þá visthæfir? „Það væri auðvitað gott að geta flett því upp á einfaldan hátt. Ég er einmitt að leita að litlum fólksbíl fyr- ir fjölskylduna mína núna og vil auð- vitað að hann sé eins visthæfur og mögulegt er. Það reyndist hinsvegar frekar erfitt að finna þessar upplýs- ingar hjá bílaumboðunum. Það end- aði með því að ég setti fram skilyrði, byggð á skilgreiningu Reykjavík- urborgar á visthæfum bílum og sendi fyrirspurn til bílaumboðanna. Ég fékk mjög góð og skjót viðbrögð og ég tel að flest bílaumboðin séu tilbúin að koma til móts við auknar kröfur fólks um visthæfa bíla. Ég fann þrettán bíla á markaðnum sem uppfylltu kröfurnar, níu litla dís- ilbíla, tvo bensínbíla, einn tvinnbíl og einn metanbíl. Því miður var lítið um litla fólksbíla, sem nota rafmagn eða vistvænt eldsneyti á borð við metan og etanól. Við Íslendingar, sem erum þekkt fyrir hreina orku, ættum að taka forystuna í að bjóða upp á slíka bíla hérlendis. Met- angasframleiðslan á Álfsnesi nægir t.d. til að knýja þrjú til fimm þúsund bíla og við höfum nóg af góðu raf- magni til að knýja bílana okkar,“ segir Birna. Vistvænir bílar leggja ókeypis Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að fyrir árslok 2012 verði 35% af bílum ráðuneyta og rík- isstofnana knúin vistvænu eldsneyti. Reykjavíkurborg hefur einnig ákveðið að bráðlega verði ókeypis fyrir visthæfa bíla að leggja í bíla- stæði í miðborginni. Í Svíþjóð hafa visthæfir bílar not- ið ýmissa forréttinda svo sem lægri álögur. Nýjasta útspilið í Svíþjóð er 100 þúsund króna styrkur til allra sem kaupa bíl, sem telst vera vist- hæfur. Þá hafa tryggingafélög einn- ig boðið lægri iðgjöld fyrir visthæfa bíla og sveitarfélög hafa lagt niður þrengslagjöld og bílastæðagjöld fyr- ir slíka bíla. Talið er að þessir hag- rænu hvatar séu ástæða þess að nú hefur orðið algjör sprenging í sölu visthæfra bíla í Svíþjóð, að sögn Birnu Helgadóttur. til MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 23 Illa frágengið rafmagn ogröng notkun rafmagnstækjaer orsök um 3.000 bruna-tjóna á hverju ári í Dan- mörku að sögn danska dagblaðsins 24 Timer. Vandamálið er það alvar- legt að talið er að um sé að ræða leynda galla í raflögnum í allt að 70% húsnæðis í einkaeigu. Vanda- málið er alvarlegra eftir því sem íbúðir eru eldri og verst er hús- næðið þar sem eigendurnir hafa unnið við að leggja raflagnir eða hafa sjálfir haft með höndum end- urbætur á húsnæðinu. Ekki tengja of mikið í fjöltengi Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri ör- yggissviðs Neytendastofu, segir að á Íslandi hafi Neytendastofa eftirlit með rafverktökum og þeir séu með gæðastjórnunarkerfi sem fylgst sé mjög vel með. „Þær athugasemdir sem við sjáum eru meira tengdar merk- ingum á töflubúnaði og við fáum ekki athugasemdir um að illa sé dregið í eða menn séu að misnota mikið fjöltengi,“ segir Jóhann og vísar þar í niðurstöðurnar frá Dan- mörku en þar kemur fram að hættulegt geti verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi sem svo er tengt við eina innstungu. Þetta get- ur verið sérstakt vandamál í eldri húsum; „Í barnaherbergi í dag geta verið t.d. 20 rafmagnstæki en fyrir 20 ár- um voru kannski 2-3 tæki. Ef inn- stungan er ofhlaðin tækjum og fjöl- tengjum er alltaf hætta á ofhitnun og þar með brunahættu. Fyrir árið 2005 voru 78 rafmagnsbrunar skráðir hjá okkur á Neytendastofu og eru það bara alvarlegustu til- fellin sem er áætlað að séu um 12% allra rafmagnsbruna á landinu. Það er því meiri hætta á að rafmagns- tenglar séu misnotaðir í eldri hús- um en nýjum þar sem mun færri tenglar eru í hverju herbergi og er mælt með því af Neytendastofu að dregið sé fyrir nýjum tenglum í eldra húsnæði fremur en að stóla á fjöltengin. Lagnirnar ekki aðalvandamálið á Íslandi Af orðum Jóhanns má álykta að rafmagnsmál séu í nokkuð góðum farvegi á Íslandi og tala tölurnar sínu máli og eru talsvert frábrugðn- ar dönsku tölunum. „Það er ekki mikið um bruna í fastalögnum því langstærsti hluti bruna er vegna rafmagnstækjanna sjálfra eða rúm 70% og nærri helmingurinn af því er tæki sem fólk er ekki að nota rétt eins og t.d. eldavélar þegar fólk gleymir að slökkva á þeim. Annars eru fastalagnir um 16% af brunum. Þetta er þvert á dönsku niðurstöð- urnar þar sem meginvandamálið virðist vera slæmar lagnir. Jóhann segir að dregið hafi úr bruna vegna sjónvarpstækja og það má kannski þakka tilkomu LCD og plas- maskjáa. Áfram eru smábrunar af völdum brauðrista og álíka tækja algengir þó að oftast sé tjón af þeim sem betur fer lítið. Jóhann telur að hluti vandamáls- ins í Danmörku geti verið sá að þar- lendum leyfist meira þegar kemur að eigin vinnu í rafmagni og slíkt geti hæglega komið niður á gæðum raflagnanna þegar ekki er um að ræða fagmenn sem vinna vinnuna. Færri fjöltengi og fleiri innstungur Flókið Flækjur sem þessar eru sjaldgæfari á Íslandi en í Danmörku en aug- ljóst er að frágangur sem þessi er ekki til eftirbreytni. Ljósmynd/Neytendastofa + Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní–13. júlí. Ferðatímabil: 17. júlí–10. desember. Takmarkað sætaframboð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 66 61 0 6 /0 7 Fr á 9 .90 0 k r. a ðr a l eið ina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.