Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 26
Tíu ára valdatíð Tonys Blairs er lokið í Bret- landi. Gordon Brown hefur loks fengið ósk sína uppfyllta, hann er orðinn forsætisráð- herra. Davíð Logi Sigurðsson fjallar um þau sögulegu tíðindi sem urðu í gær. G árungarnir hafa kallað brotthvarf Tonys Blairs af valdastóli í Bretlandi lengstu kveðjuathöfn sög- unnar. Það eru nefnilega ekki bara heilar sex vikur síðan hann tilkynnti að hann hygðist segja af sér sem for- sætisráðherra á þessum tiltekna degi, hann tilkynnti í raun sl. haust að hann myndi brátt vera horfinn á braut og meira að segja fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi, sem haldnar voru vorið 2005, var Blair búinn að segja að hann yrði ekki aft- ur í framboði. En nú er stundin loksins runnin upp. Gordon Brown er nýr forsætis- ráðherra í Bretlandi, tíu ára valda- ferill Tonys Blairs er á enda runn- inn. Úti er ævintýri, eins og Blair sagði sjálfur í kveðjuorðum sínum í breska þinginu í gær. Skýrt var frá því í gær að Blair myndi segja af sér þingmennsku og verða sáttasemjari „kvartettsins“ svokallaða – Evrópu- sambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna og Rússlands – í Mið-Austurlöndum, þ.e. í Palestínu. Nýjum manni fylgdi ferskur blær Tony Blair vantaði fjóra daga upp á að fylla 44 ár þegar hann varð for- sætisráðherra í Bretlandi, en það var 2. maí 1997. Hann er því enn ungur maður þegar hann lætur af embætti áratug síðar og Blair á sjálfsagt eftir að láta að sér kveða áfram, hann sest ekki í helgan stein á þessum tímamótum. Með Blair fylgdi ferskur andblær inn í bresk stjórnmál eftir langa valdatíð íhaldsmanna, andblær sem smitaði út frá sér út í allt samfélagið. Hugtakið „svala Bretland“ („Cool Britannia“) varð til og barátta rokk- sveitanna Oasis og Blur um titilinn besta sveit Bretlands rifjast ein- hverra hluta vegna upp í því sam- hengi, kannski af því að yngra fólki þótti Blair standa sér nær en bresk- ir ráðamenn höfðu áður gert. Það reyndi strax á hinn unga for- sætisráðherra þetta sumar, fyrir áratug síðan, en hann þótti fanga betur en nokkur annar andrúms- loftið, sem ríkti í Bretlandi þegar Díana prinsessa fórst í bílslysi í Par- ís. Blair virtist „í takti við tímann“, fáum blandaðist hugur um að hann ætti eftir að ríkja vel og lengi. Blair gat í skjóli stórsigurs Verkamannaflokksins í þingkosn- ingum 1. maí 1997 gengið beint til verka, hann hafði gott umboð frá landsmönnum og eining ríkti innan „nýja“ Verkamannaflokksins, eins og Blair kallaði hann. Hvergi varð þessara „vinda breytinganna“ eins hratt vart og á Norður-Írlandi, þar sem um ára- tugaskeið höfðu geisað átök milli mótmælenda og kaþólikka. Um það getur undirritaður vitnað, enda þá búsettur í Belfast. Í valdatíð íhaldsmannsins Johns Major, forvera Blairs, höfðu að vísu verið uppi þreifingar, sem miðuðu að því að koma formlegu friðarferli á laggirnar, en það var einarður ásetningur Blairs sem skipti sköp- um. Blair lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum eftir að hann varð forsætisráðherra að ferðast til Bel- fast og boða breyttar áherslur, átak sem átti eftir að leiða til frið Norður-Írlandi. Merkilegustu eftirmælin féllu um Blair í gær, þegar síðasta sinn mætti þingheim legum fyrirspurnatíma fors herra, voru því að mörgu le sem féllu af vörum Ians Pai leiðtoga sambandssinna á N Írlandi og oddvita heimastj héraðinu. Paisley hefur aldrei verið fyrir fagurgala og hann var inheldur framanaf enginn a forsætisráðherrans unga. H þótti Blair t.a.m. alltof reiðu að eiga samskipti við stjórn Írska lýðveldishersins (IRA Féin, og lét nokkur vel valin falla um Blair af þeirri ástæ aði hann um að virða að vet sár sem ódæði IRA höfðu v En Paisley þakkaði Blair in störf á N-Írlandi í gær og honum góðs gengis í nýju st sáttasemjara. „Ég vona að honum takis urtaka það sem gerðist á N Írlandi,“ sagði Paisley en þ mótmælendur og kaþólikka völdum og hryðjuverk IRA sögunni til. Brown stokkar upp Blair baðst formlega laus fundi með Elísabetu II. Bre drottningu laust eftir hádeg Í kjölfarið fór Gordon Brow drottningar og fékk umboð Brown tekinn vi að beita sér fyrir AP Á tímamótum Tony Blair ásamt fjölskyldu sinni í gær, áður en hann fór á fund Elísabetar Englandsdrottningar og baðst lausnar. Á hægri hönd Blairs er sonur hans, Euan. Vinstra meg- in eru dóttir hans, Kathryn, Cherie, eiginkona hans, og synirnir Nicky og Leo (fyrir framan). Nýt stræ röð 26 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLAND OG AFRÍKA Það er vel til fundið hjá Ingi-björgu Sólrúnu Gísladóttur, ut-anríkisráðherra, að sækja leið- togafund Afríkuríkja, sem stendur yfir þessa dagana í Gana. Ástæðan er sú, að ef við Íslendingar eigum að beina þróunaraðstoð okkar í einhverja sérstaka átt, þá er það til Afríkuríkja. Í raun og veru stendur þróunarað- stoð okkar Íslendinga við Afríkuríki bæði traustum og djúpum rótum. Það er öðrum fremur að þakka íslenzkum kristniboðum, sem hafa á undanförn- um áratugum unnið að merkilegu hjálparstarfi í Afríku í kyrrþey og án þess að bumbur hafi verið barðar eins og nú tíðkast um of. Á undanförnum árum hafa bæði op- inberir aðilar og einkaaðilar unnið að hjálpar- og þróunarstarfi í Afríku. Þessi starfsemi byggist á þeim grunni, sem kristniboðarnir lögðu. Þeir lögðu mikið af mörkum og þess vegna m.a. er Íslendingum vel tekið í þeirri heimsálfu, þar sem fátækt er einna mest í heiminum. Þeir tiltölulega litlu fjármunir, sem við Íslendingar leggjum fram til hjálparstarfa og þróunaraðstoðar nýt- ast vel í Afríkuríkjum ef rétt er á hald- ið. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum á þessu sviði. Við erum aðilar að hernaðarað- gerðum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, þótt við höfum engan her. Við höfum samþykkt þessar aðgerðir, sem ein af aðildarþjóðum Atlantshafs- bandalagsins og erum þess vegna ábyrg fyrir þeim. Önnur aðildarríki telja, að við eigum að leggja fram meiri peninga og meiri mannskap í Afganistan. Við höfum hins vegar enga þjálfun í að starfa á ófriðarsvæð- um. Á hinn bóginn vitum við af fenginni reynslu, að við getum gert gagn hjá fátækum þjóðum Afríku. Sú hjálpar- starfsemi greiðir hins vegar ekki að- gangseyri okkar að Atlantshafs- bandalaginu, sem ekki er lengur greiddur með því að veita Bandaríkja- mönnum hernaðarlega aðstöðu á Ís- landi. Með ferð sinni á fund leiðtoga Afr- íkuríkja mun utanríkisráðherra kynn- ast betur en ella þeim vandamálum, sem Afríkuríkin standa frammi fyrir. Afríka á umfram aðra heimshluta að verða sá vettvangur, sem við einbeit- um okkur að í hjálparstarfi. Þess vegna er ferð utanríkisráðherra þang- að bæði tímabær og sérstakt fagnað- arefni. Væntanlega verður ferð utanríkis- ráðherra til Gana til þess að hjálpar- starf og þróunaraðstoð við Afríkuríki verði tekin fastari tökum og stefnu- mörkun á þessu sviði verði markviss- ari. Við eigum að inna þetta starf af hendi í anda kristniboðanna. Vinna vel, nýta þá fjármuni sem við höfum yfir að ráða en gera það af hógværð og án yfirborðsmennsku. Afríkubúar þurfa ekki á að halda fjölmennum sendinefndum frá Íslandi heldur raunverulegri aðstoð. ÖRYGGI Í SUNDLAUGUM Eftirliti við sundstaði er ábóta-vant. Í sumum laugum úti á landi er starfslið of fámennt og þess eru dæmi að einn starfsmaður sé við vinnu á sundstað þar sem mörg hundruð manns fara um á dag. For- eldrar fylgjast ekki alltaf nógu vel með börnum sínum í sundlaugum. Þetta kemur fram í samtali við Her- dísi Storgaard, forstöðumann For- varnarhúss Sjóvár, í Morgunblaðinu í dag. Á þessu ári hafa fjögur börn verið nærri því að drukkna í sundlaugum á Íslandi. Herdís segir að í kjölfar þess- ara óhappa hafi starfsfólk sundstaða haft samband við sig til að benda á skort á öryggi. Sund er holl hreyfing og mikil skemmtun fyrir börn, en slysin gera ekki boð á undan sér. Þess vegna þarf öryggisgæsla að vera fyrsta flokks. Herdís segir að iðulega gangi aðeins einn starfsmaður í öll störf í sund- laugum á landsbyggðinni, þótt reglur kveði á um að einn starfsmaður eigi að sinna laugargæslu við svokallaðar kennslulaugar og engu öðru. Settar hafa verið skýrar reglur um öryggi á sundstöðum og það á að fara eftir þeim. Fólk syndir ekki aðeins í sundlaugum, sumar þeirra eru nánast orðnar að skemmtigörðum þar sem er að finna rennibrautir af öllum stærð- um og gerðum. Um rennibrautir gilda ákveðnar reglur rétt eins og laugarn- ar sjálfar. Þær geta verið hættulegar ungum börnum og yngstu börnin eiga ekki að fá að fara í þær nema í fylgd með fullorðnum. Upp á þetta þurfa starfsmenn að passa, en foreldrar bera einnig ábyrgð í þessum efnum. Herdís Storgaard leggur áherslu á skyldur þeirra, sem reka sundstaði, í öryggis- og eftirlitsmálum, en hún horfir líka til foreldra og segir að þeir bregðist of oft eftirlitsskyldu sinni. „Ef það kemur í ljós að ábyrgðin er ekki hjá rekstraraðila sundstaðarins, heldur sé við foreldra að sakast þá er barnaverndarnefnd tilkynnt um mál- ið,“ segir Herdís og vísar til þess hvernig málum er háttað á Bretlandi og á Norðurlöndunum. „Það er þetta sem ég kalla á,“ segir hún. Herdís hefur þegar tekið þetta mál upp við umboðsmann barna, Ingibjörgu Rafnar, og hyggst gera það að nýju þegar Margrét María Sigurðardóttir tekur við starfinu um mánaðamótin. Hér á landi rannsaka sérstakar nefndir bílslys og sjóslys. Ætti sama máli að gegna um slys í sundlaugum? Hlutverk þessara nefnda er fyrst og fremst að fyrirbyggja að slys endur- taki sig. Sundlaugaslysin á þessu ári bera því vitni að aðgerða er þörf. Það þarf að fara yfir öryggismálin, tryggja að farið sé eftir settum reglum og skoða hvernig rannsókn slíkra atvika eigi að fara fram. Það þarf einnig að brýna fyrir foreldrum að þeir beri ábyrgð á börnum sínum í sundlaugum rétt eins og í umferðinni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Andstaðan Mynd af hermanni sem féll í Írak hafði verið hengd u ir framan Downing-stræti 10 þar sem andstæðingar Íraksstríðsi vaktina í gær og minntu á ábyrgð Tonys Blairs á stöðu mála í Íra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.