Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR REKTOR Háskólans á Bifröst, dr. Ágúst Einarsson veitti sl. miðvikudag viðtöku styrk til skólans að upphæð 20 milljónir króna. Styrkurinn kemur frá Eignar- haldsfélagi Samvinnutrygginga. Þór- ólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og formað- ur stjórnar eignarhaldsfélagsins, af- henti styrkinn og flutti kveðju stjórn- ar. Í máli hans kom fram að á meðal markmiða stjórnarinnar er að styrkja og efla menningar- og félagslega starfsemi í landinu. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga hafi viljað sýna stórhug í verki með því að styrkja Háskólann á Bifröst með svo mynd- arlegu fjárframlagi og vænti þess að það verði öðrum fyrirtækjum hvatn- ing til þess að sýna menntastofn- unum stuðning með svipuðum hætti. Dr. Ágúst Einarsson flutti þakkir fyrir hönd Háskólans á Bifröst og tók undir þá ósk Þórólfs að gjöfin mætti verða öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að styrkja menntun í landinu. Andrés Magnússon, varaformaður stjórnar Háskólans á Bifröst, flutti þakkir stjórnar og kvaðst líta á styrk- veitinguna sem viðurkenningu fyrir það góða starf sem nú er unnið í Há- skólanum á Bifröst. Styrkur Þórólfur Gíslason afhendir Ágústi Einarssyni styrkinn. 20 milljóna króna styrkur til Háskólans á Bifröst HÓPUR ungra Amnesty-félaga stendur fyrir uppákomu á Austurvelli laug- ardaginn 30. júní kl. 13-17 þar sem vakin verður at- hygli á þeim pyntingar- aðferðum sem beitt er í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ en teljast, samkvæmt endurskilgreiningum ýmissa ríkja á hugtakinu, yfir- heyrsla. Í fréttatilkynningu segir að gest- ir og gangandi geti kynnt sér að- ferðirnar og þann skaða sem þær valda og gripið til aðgerða gegn pyntingum og illri meðferð. Arnar Grant einkaþjálfari, Ás- geir Kolbeinsson sjónvarpsmaður og Lóa Fatumata Touray fyrirsæta hafa gengið til liðs við hópinn til að vekja athygli á pyntingum og hlut- skipti þolenda. Þau sitja fyrir í sár- um á plakötum sem nú prýða strætóskýli víða um bæinn. Ein þeirra áskorana sem mann- réttindasamtök standa nú frammi fyrir eru tilraunir sumra ríkja til að grafa undan skilyrðislausu banni gegn pyntingum og annarri illri meðferð, t.d. með þeirri rökfærslu að slík meðferð sé nauðsynlegt vopn í „stríðinu gegn hryðjuverk- um“. Þessar staðhæfingar hafa mætt mikilli andstöðu en þá hafa ríkisstjórnir gripið til orðaleikja og reynt að túlka og skilgreina hugtök upp á nýtt, segir m.a. í frétta- tilkynningu. Til varnar fórnarlömbum pyntinga ALLS brautskráðust 35 nemendur með MPM-gráðu, 25 konur og 10 karlar, þegar fyrstu brautskráningu MPM- náms við Háskóla Íslands var fagnað laugardaginn 23. júní. Í fréttatilkynningu segir að Sigurður Brynjólfsson, for- seti verkfræðideildar, hafi afhent kandídötum skírteinin. Tveir nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, þær Arnhildur Ásdís Kol- beins og Hildur Helgadóttir. Þær hlutu báðar 9,0 í með- aleinkunn. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands, flutti hvatningarræðu til hópsins í tilefni dagsins. Í ræðu sinni sagði hann m.a. „að MPM-námið væri með bestu nýsköpunaráföngum í seinni ára sögu skólans því að verkefnastjórnun er svo mikilvægur hlekkur í að koma kenningum, teoríum og áætlunum frá pappír að mannvirki, vöru eða þjónustu“. Ennfremur að „þegar tækni og orku þrýtur þá má með verkefnastjórnun flytja fjöll. Og þegar tækni og orku nýt- ur þá má með verkefnastjórnun framkvæma stórvirki“. Háskóli Íslands Alls brautskráðust 35 nemendur með MPM-gráðu, 25 konur og 10 karlar. Fyrsta brautskráning MPM-náms við HÍ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Rauðamýri 1 Mosfellsbæ íbúð 106 Glæsileg 143 fm 4ra herbergja íbúð á 1 hæð með stæði í bílskýli í fjölbýli á einstökum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðher- bergi með baðkari,sturtu,flísalagt í hólf og gólf. Eldhús með vandaðri eikarinn- réttingu Rúmgóð stofa með útgengi á afgirta verönd. Þvottahús innan íbúðar. Geymsla í sameign, ásamt bílastæði. Glæsilegt útsýni. Verð 30,9 millj. Nánari upplýsingar veita Svenni í síma 866-0160. Í MARSMÁNUÐI voru liðin 150 ár frá mannskaðanum á Mosfellsheiði þegar sex vermenn úr Árnessýslu urðu þar úti en átta björguðust við illan leik. Vermennirnir voru á leið frá Þingvöllum yfir heiðina þegar blindbylur skall á með þessum skelfilegu afleiðingum. Séra Magnús Grímsson jarðsöng sexmenningana á Mosfelli í Mos- fellsdal og hvíla þeir þar í kirkju- garðinum. Næstkomandi laugar- dag, 30. júní, verður afhjúpaður bautasteinn um þá á Mosfelli en af- komendur og venslafólk vermann- anna áttu frumkvæðið að uppsetn- ingu steinsins í samvinnu við Sögufélag Kjalarnesþings. Athöfnin á Mosfelli hefst kl. 14. Séra Jón Þorsteinsson sóknar- prestur sér um helgistund og Magnús Guðmundsson sagnfræð- ingur mun segja frá mannskaðan- um 1857. Öllum er velkomið að vera viðstaddir athöfnina á Mos- felli. 150 ár frá mannskaðanum á Mosfellsheiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.