Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 21 Bæjarbúar og gestir þeirra hafa ekki liðið fæðuskort undanfarin misseri og ekki er hætta á að það breytist. Einn staður hefur bæst við skyndibi- taflóruna; Hlölla-bátar eru nú fáan- legir við Ráðhústorgið, þar sem Borgarsalan var áður til húsa.    Indverskur veitingastaður verður bráðlega opnaður í litla turninum í göngugötunni, líklega sá fyrsti í bænum.    Veitingastaðurinn Friðrik V flytur senn úr Strandgötunni í gamalt hús neðarlega í Kaupvangsstræti, Gilinu. Húsið er í eigu KEA; það var í al- gjörri niðurníðslu þar til fyrir nokkr- um mánuðum og hefur sannarlega tekið stakkaskiptum. Iðnaðarmenn hafa unnið þar baki brotnu í sumar og vitað mál að sælkerar, utan sem innan bæjarmarkanna, hlakka til þegar Freddi kokkur og hans fólk flytur í þetta stórglæsilega hús.    Metod Klemenc, slóvenski kenn- arinn sem var einn stofnenda Al- þjóðleika ungmenna sem fram fóru í Laugardalnum á dögunum, er mikill aðdáandi Jóns Sveinssonar, Nonna. Klemenc, sem nú er þýskur rík- isborgari, las bækur Nonna sem barn og þegar hann kom til Íslands vegna leikanna í Reykjavík gerði hann sér sérstaka ferð til Akureyrar til þess að skoða æskuslóðir Nonna; Klemenc skoðaði Nonnahús og fór einnig að Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem Nonni fæddist og bjó sem drengur.    Sæmundur Ólason, fyrrverandi sjó- maður í Grímsey, er hættur rekstri Sjallans. Hann tók við rekstrinum í fyrra til þriggja ára en samdi við eig- endurna um að hætta nú. Hann segir í samtali við Vikudag að ástæðurnar séu aðallega heilsufarslegar þótt fleira spili inn í.    „Ég hef aldrei þurft að hlusta á neitt nema gargið í múkkanum þegar ég var til sjós og það voru mikil um- skipti að koma inn í þessa úlfahjörð sem er í kring um skemmtistað eins og Sjallann,“ segir Sæmundur í frétt Vikudags. „Það er líka erfitt að láta þetta ganga. Maður hefur ekki fólk í húsinu nema um 6 tíma á viku ef það þá kemur, og það eru engar hljóm- sveitir til í dag á markaðnum sem fylla húsin.“    Hrafnaspark og Grímur Helgason klarínettuleikari leika djass á „Heit- um fimmtudegi“ í kvöld kl. 21.30 í Deiglunni. Tónleikarnir eru hluti af Listasumri.    Tékkneski strengjakvartettinn Pi- Kap heldur tónleika í Ketilhúsinu á morgun, föstudag, kl. 12. Á efnisskrá eru Strengjakvartett no. 5 eftir Martinu og Strengjakvartett í E- dúr, op. 80 eftir Dvoøák. Kvartettinn lék áður á Akureyri haustið 2004 við einstakar viðtökur áheyrenda. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Friðrik V Gamla húsið í Kaupvangs- stræti hefur svo sannarlega tekið stakkaskiptum síðustu mánuði. Gunnar Kristinsson var varð-stjóri í áratugi á Skólavörðu- stíg 9. Um hann orti Kristján Schram: Tukthúsið þig tók í sátt, týndan son mun geyma. Þú hefur, vinur, aldrei átt annars staðar heima. Reynir Hjálmarsson er að ljúka bókmenntafræði við HÍ og er fangavörður á sama stað og Gunnar ömmubróðir hans. Reynir yrkir: Að bókalestri býsna ströngum bý ég löngum lít þó einkum eftir föngum eftir föngum. Árni Grímsson sterki sem uppi var á átjándu öld orti í réttarhaldi í Stykkishólmi, en hann var dæmdur fyrir ýmsan þjófnað: Alltaf heyrist eitthvað nýtt, öl er nóg á gangi. Hvað er í fréttum? Hvað er títt? Hvort er ég orðinn fangi? Anton Pálsson frá Brúarlandi í Skagafirði var annarskonar fangi: Horfi ég tíðum hugfanginn á Hofsósmeyjarnar. Þær eru margar greindar, góðar, glaðar og kurteisar. En aðrar hlæja og hoppa á tánum og hafa pilsin á miðjum hnjánum. Elta tískunnar útlent prjál og allar tala þær bjagað mál. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Tukthús og bókalestur inn ekki gefið Víkverja sundurliðaða kostn- aðarkvittun fyrir þess- ari innheimtu? x x x Um daginn var Vík-verji að rekja raunasögu vinar síns, sem hafði ætlað að fá sér matar á ferðum sínum um þjóðveginn norðanlands um dag- inn endaði á Hólum í Hjaltadal aðsetri ferðamálaháskóla þjóð- arinnar, eftir ábend- ingu frá veitingaskilti við Hólaafleggjarann. Að Hólum var ekkert að fá nema kleinur, en engan mat. Það sem hvorki Víkverji né vinur hans vissu þá, var að ferðamáladeild Hóla- skóla - Háskólans á Hólum, hefur frá því árið 2003 unnið að sérstöku þróunarverkefni sem heitir Matar- kistan Skagafjörður, og snýst sam- kvæmt vef skólans um að efla mat- armenningu í héraðinu samhliða ferðaþjónustu, með því fjölbreytta úrvali matar sem unnin er þar. Víkverja fannst þetta napurt í ljósi þess hve erfitt reyndist svöngum ferðalöngum að finna sér mat þennan júnídag í Skagafirðinum. Víkverji verður urr-andi argur í hvert skipti sem hann þarf að borga fyrir plastpokana úti í búð. Hvers vegna þarf neytandinn að greiða fyrir að auglýsa versl- unina sem hann skipt- ir við? Er hann kannski að greiða fyr- ir kostnaðinn við að prenta búðarnafnið á pokann? Af hverju er Víkverji einn að urra um þetta? Þegar Vík- verji vill vera góður og styrkja gott mál- efni, þá gerir hann það. Hann þarf ekki pokasjóð til að hjálpa sér við það. En þegar það hendir að skjóðan gleymist heima, eða er ekki tiltæk, þá er ekki um annað að ræða en að kaupa poka. Enn annað sem getur gert Vík- verja viðþolslausan af pirringi, eru þjónustuskattar bankanna. Hvers vegna í ósköpunum kostar það hundrað kall að leggja pening inn á reikninginn í SPRON ef maður er óvart staddur í Glitni? Í hverju felst sá kostnaður, þegar viðskiptin eru í sama rafræna forminu og ef hann væri að leggja inn á reikning í Glitni? Og af hverju getur bank-       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is                     !   "#$# %&      ' ()$(* + , $( -$#  .  &  $  # #/  Kanarí 01 212 . 34& 56  #$ 31                       !  "#    $$$$   %&##  01 61 . + #( #)&        %'%(   )#% *)()   % &         "#    $$$$   %&##   $  #$7  ( 2 )($  & 1 1 # )( (7           #               MasterCard Mundu ferðaávísunina! #+ & $ 212 18 01  12 . +* +  %%)    ,   !)%         "#     $$$$   %&##  01 91 .  ( $$# & - #   #  ,%         )#% .  / # + 0 %)    1 %%   %(2 "#    $$$$   %&##  :(4 (             !"          #  $    %    "       " & ' (    )         (       *+ , $( -$#   & ;   3  % %4%  5#6   # %%# % %   7 '   8% ( ) '  (##  ' #&   9 % - )0  / (   3#  )  ' # %) )  %   %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.