Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 42
Ég hef meira að segja sjálfur gengið framhjá keppendum án þess að þekkja þá. Og þá eru gervin orðin góð… 47 » reykjavíkreykjavík Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is SLEFBERAR og aðrir smjatt- pattar kjamsa þessa dagana á sög- um af meintum samskiptum Bjarkar og Britneyjar Spears. Björk á að hafa sent stöllu sinni kærleiks- þrungið bréf þar sem hún miðlar góðum ráðum varðandi móðurhlut- verkið og býður Britneyju jafnframt að dvelja á heimili sínu á Íslandi, enda þarfnist stúlkan skjóls og hvíldar. Þá staðhæfir breska slúð- urblaðið The Daily Star að Björk hafi jafnvel gengið svo langt að senda Britneyju dagbókarbrot frá þeim tíma er hún bjó í Lundúnum og lenti í svipuðum erfiðleikum. Vafalaust reka flestir upp stór augu við þessi tíðindi. Hvað kemur eiginlega til? Hvaðan sprettur þessi skyndilega samúð Bjarkar með Brit- ney? Og fyrst og fremst: Er nokkuð hæft í þessu? Áskrift að slúðri „Bull. Þetta er algjört bull,“ full- yrðir Einar Örn Benediktsson, tón- listarmaður og fyrrum Sykurmoli. „Björk sagði í viðtali um daginn að hún vissi hvernig fjölmiðlafárið gæti farið með fólk; í því samhengi kvaðst hún svo skilja aðstöðu Britneyjar Spears. Það var allt og sumt. En svo er farið að fabúlera og spinna í kringum þetta.“ Þegar Einar er inntur eftir því hvort hann kannist við aðrar flökkusögur af Björk sem einnig byggist á lygum, útúrdúrum, kjaftæði og útúrsnúningum segir hann að maður verði bara að vera áskrifandi að einhverjum slúðurvaðli til þess að komast að slíku. „En þessi saga er bull,“ áréttar hann. Vitaskuld flögra bullsögur um fræga fólkið og þotuliðið. Skemmst er að minnast þess að nýlega fjölluðu íslensk blöð um partíferð leikkon- unar Kate Winslet á skemmtistaðinn Rex. Þetta gekk svo langt að tals- menn leikkonunnar sendu út til- kynningu þess efnis að stúlkan hefði aldrei stigið fæti á frónska grund. Þá var því nýlega haldið fram að fransk- ur karlleikari væri kona. En hann reyndist karl. Lygasögur af frægu fólki Morgunblaðið/Ómar Fréttir af samskiptum Bjarkar og Britneyjar stórlega ýktar Hjálpfús Má búast við því að Björk greiði í framtíðinni úr vandamálum fræga fólksins með persónulegum stuðningi og vinalegum ráðleggingum?  Breska söng- konan Natasha Bedingfield kem- ur fram á tónlist- arhátíðinni G! sem fram fer í Færeyjum 19.-21. júlí nk. Að sögn Jóns Tyrils, eig- anda G! hátíðarinnar, er Bed- ingfield stærsta poppstjarnan sem heimsækir eyjarnar og er þá með talin norska þungarokkssveitin Eu- rope sem lék á hátíðinni í fyrra. Af íslenskum tónlistarmönnum mun Ultra Mega Tecno bandið Stefán spila á G! auk Dr. Spock og Péturs Ben. Íslendingar geta keypt pakka- ferðir á www.greengate.fo fyrir 34 þúsund kr. Innifalið í verðinu er flug báðar leiðir, flugvallarskattar, helgarpassi og aðgangur að tjald- svæðinu. Verra gæti það verið! Natasha Bedingfield á G! Festival í ár  Þótt ekkert íslenskt lag hafi ennþá gert tilkall til titilsins „sum- arlag ársins 2007“ eru nokkur þeg- ar byrjuð að færa sig upp á skaftið. Eitt af þeim er nýjasta lag Páls Óskars, „Allt fyrir ástina“, sem er komið í fulla spilun. Lagið er eftir Örlyg Smára, Niclas Kings og Dani- elu Vecchia og herma fregnir að umrætt lag sé það sama og Páll bauð Sjónvarpinu fyrir síðustu for- keppni Evróvisjón en var hafnað á þeim forsendum að lagið væri ekki alíslenskt. Hvort handarbökin uppi í Efstaleiti verða orðin beinaber í lok sumars skal ósagt látið en ef eitthvað er að marka ásókn í lagið á Tónlist.is er ljóst að margir halda enn í þá von að ókrýndur Evr- óvisjón-kóngur Íslands taki aftur þátt. Páll Óskar sendir loks- ins frá sér nýtt lag LJÓTU hálfvitarnir hafa gefið út sína fyrstu plötu sem er samnefnd sveitinni. Snæbjörn Ragnarsson segir sveitina bera nafn með rentu. „Þetta eru vissulega skrautlegir karakterar,“ segir Snæbjörn sem er ófáanlegur til að gefa upp hver sé ljótastur og hver sé mesti hálfvitinn en þeir sem vilja dæma sjálfir geta mætt á útgáfu- tónleika sveitarinnar í Borgarleikhúsinu næsta laugardag eða í Ýdali í Aðaldal laugardaginn 7. júlí. Báða dagana hefst gleðin klukkan níu. Sveitin er upprunin fyrir norðan enda koma allir níu meðlimir sveitarinnar upphaflega frá Húsavík og nágrenni þótt allir búi þeir nú á höf- uðborgarsvæðinu. „Þetta er ákveðinn þver- skurður af hljómsveitarlífi Húsavíkur frá 1985. Elstu menn eru um fertugt og en sá yngsti er að- eins 22 ára og var að skríða í heiminn þegar elstu lög sveitarinnar voru samin, þótt sveitin sjálf sé mun yngri.“ Húsavík: Pönkbær Íslands Húsavík kallar Sveinbjörn tónlistarbæli dauð- ans og pönkbæ Íslands. „Svo eigum við Birgittu og Greifana, þú toppar það ekki.“ Yrkisefnin eru fjölbreytt enda „eru allir í bandinu að semja lög og texta sem er ansi sér- stakt fyrir jafn fjölmennt band. Á plötunni eru nokkrar lygasögur og bjór og fyllerí eru oft of- arlega á baugi. Svo er eitt lag um mömmu mína,“ segir Sveinbjörn sem segir það lag oft misskilið. „Þetta er óður til mömmu minnar, hún er of- boðslega góð kona og samband okkar mömmu er geysilega gott. En oft erum við mjög ósammála en þá eigum við bara góðar rimmur um ágrein- ingsefnið. En eftir að við spiluðum lagið fyrst á Húsavík kom spurnarsvipur á vinnufélaga mömmu þegar hún mætti til vinnu daginn eftir. Einhverjir héldu víst að ég væri að níða mömmu mína en það var alls ekki tilfellið.“ „Ég verð aldrei aflakló“ Þekktust er sveitin fyrir lag sem sjómannason- urinn Arngrímur Arnarsson samdi, en það vann Sjómannalagakeppni Rásar 2 á dögunum þrátt fyrir að vera mikið andsjómannalag. „Arngrímur er af sjómannsættum eins langt aftur og menn þekkja. Þetta er uppgjör hans við ættina sem er búin að pressa mikið á hann að fara á sjóinn.“ En strákinn dreymdi um að vera rokkari og lagið virðist hafa hreinsað loftið og sætt fjölskylduna við rokkstjörnulífernið. Húsvískir hálfvitar Uppreisnargjarnir sjómannssynir, mömmustrákar, áhugaleikarar og aðrir Hús- víkingar sameinast í sameiginlegum hálfvitaskap, bjórdrykkju og spilamennsku Ljósmynd/Jón Örn Bergsson Ljótir Guðmundur, Þorgeir, Eggert, Arngrímur, Baldur, Snæbjörn, Ármann og Sævar. Á myndina vantar Odd Bjarna Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.