Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR árið1993 að Björn Thor- oddsen gaf út disk með vinsælum íslenskum lögum: Við göngum svo léttir … og var Andrea Gylfadóttir ein af mörgum söngvurum á þeirri skífu. Titillag þeirrar skífu er eitt margra vinsælla laga við íslensk ljóð er finna má á Vorvísum, sem er í sama stíl og Vorvindar með sömu listamönnum er út kom í fyrra; auk Björns og Andreu þeir Jón Rafnsson bassaleikari og Jóhann Hjör- leifsson trommari. Að vísu hefur stíll- inn breyst eilít- ið frá fyrri plötunni. Hún var að mestu létt- djössuð, en hér er rokkskotið raf- magn plássfrekara og meira að segja kántríblær á „Heiðlóarkvæði“ Jónasar, sem mér þykir varla við hæfi; aftur á móti er blústilfinn- ingin í „Kvölda tekur sest er sól“ frábær og að mínu viti er það best heppnaða lag skífunnar. Sveiflan er á fullu í „Vér göngum“ og Jói fimur með burstana en heldur hefði ég kosið að Jón hefði sveiflað kontr- anum. Bæði Dalakofi Davíðs og írska þjóðvísan, sem Jónas Árnason samdi við „Bíum, bíum bambaló“, eru smekklega flutt, en lögin falla misvel að ryþmískri túlkun. Eitt af aðalsmerkjum skífunnar er hinn skýri textaframburður Andreu og því er skífa þessi kjörin eign hverr- ar barnafjölskyldu landsins, ekki síður en leik- og grunnskóla. Það má þakka Birni framlag hans til varðveislu menningaarfsins – sem allir nefndir diskar eru. Fjárlögin endursköpuð Tónlist Geisladiskur Tríó Björns Thoroddsens og Andrea Gylfa- dóttir Vorvísur  Vernharður Linnet ÞAÐ VAR vel við hæfi að hljóm- sveiting Rapture skyldi marka end- ann á jafnfögrum degi og síðast- liðnum þriðjudegi. Sólin hafði skinið allan daginn, krökkt var af fólki víð- ast hvar um bæinn og það lá beinast við að kvöldinu myndi ljúka í brjál- uðu partíi eins og Rapture lofuðu lesendum Morgunblaðsins í viðtali fyrir nokkrum dögum. Sem betur fer stóðu þessir bandarísku herra- menn við orð sín og þeir sem vildu á annað borð láta skemmta sér kom- ust ekki hæglega hjá því þegar sveitin hóf leik sinn í Nasa á þriðju- dagskvöld. Motion Boys sáu um upphitun, en lagið „Hold Me Closer to Your He- art“ hefur notið nokkurra vinsælda í útvarpi upp á síðkastið. Önnur lög eru í svipuðum dúr, þetta er hljóð- gervlapopp sem sækir sterklega í áttatíuogeitthvað-sveitir eins og Human League. Söngvarinn Birgir Ísleifur er með hljómfagra og kraft- mikla rödd og lögin eru virkilega skemmtileg. Það mætti finna að óþarfa nostalgíu og „retro“- tilhneigingu hjá sveitinni – en lögin standa einfaldlega margfalt undir því sem er á herðar þeirra lagt. Þetta voru aðrir tónleikar sveit- arinnar (í raun þeir fyrstu, þar sem frumraunin í lok maí fór út um þúf- ur vegna rafmagnsvandræða) og lof- uðu góðu. Ég hlakka mjög til að heyra meira með þessari áhuga- verðu sveit. Það var nokkur bið eftir Rapture, en þegar þeir stigu loks á svið gladdi blaðamann mjög að heyra lagið „Out of the Races and Onto the Tracks“ af samnefndri stuttskífu frá 2001. Þrátt fyrir heimsókn Rapture á klakann árið 2002 myndu tónleik- arnir greinilega spanna ferilinn all- an. Stórir hlutar af Echoes og Pie- ces of the People We Love voru leiknir og hljómsveitinni tókst smám saman að byggja upp stemmningu sem ég hefði jafnvel talið fyrirfram að væri ómögulegt að skapa á þriðjudagskvöldi. Sólskinið hefur væntanlega hjálpað eitthvað til. Sveitin var í roknastuði, skók sig og hristi, þó á afslappaðan og svalan máta, og gítarleikarinn Luke Jenner sýndi gítarhetjutakta annað slagið. Að lokum fór hann að fordæmi nokkurra tónleikagesta þegar hann steypti sér fram af sviðinu og ofan í ólgandi mannhafið – í tvígang. Það fór allt saman vel, hann flaut um í fá augnablik þar til honum var skilað aftur á sviðið skælbrosandi. Spila- gleðin smitaði út frá sér og þótt það væri ofsögum sagt að Nasa hafi öll hoppað og skoppað eins og stærstur hluti gólfsins framan við sviðið, þá kinkuðu þeir allra fúlustu í það minnsta kolli í takt við æsilegt dans- pönkið. Ég spurði vinkonu mínu að tón- leikunum loknum hvernig henni hefði þótt. „Mér fannst þetta ekkert svo frábært. Mér fannst eins og þetta væri einhvern veginn… búið,“ svaraði hún. En hvernig getur eitt- hvað sem höfðar með svona sterkum hætti til frumstæðustu hvata mannsins verið „búið“? Rapture höfðu vit á að skilja ballöðurnar sín- ar eftir í New York og þeirra í stað buðu þeir upp á taktfasta dansveislu sem stigmagnaðist eftir því sem á leið og snerti einhverja ætt- bálkataug. Sífelldur slátturinn var í algjöru lykilhlutverki á þessum tón- leikum; hann var kjarninn, ekki síð- ur en taktfast hjartað er kjarni mannsins. Við taktinn bættist fátt annað; söng Luke Jenners væri nær að kalla öskur eða væl, hvorutveggja mjög frumstæðar leiðir til tjáningar, og einn eða tveir hljómar eru oft látnir duga. Þegar hraði tónlistar- innar eykst er eins og hjartað fari að slá hraðar, eins og þegar við elsk- umst, óttumst eða gleðjumst. Sigur Rós kann kannski á tilfinningaskal- ann, en Rapture skipa útlærðir djassistar í skölum líkamans. Á þriðjudagskvöld sló hjartað í stórum hluta Nösugesta í sameiningu eins og einn risavaxinn vöðvi sem barðist við að pumpa blóði þegar gleðin færðist yfir. Orð duga skammt á slíkum stundum og það eina sem ryðst upp í gegnum hálsinn er „Whoo! Alright - Yeah… Uh huh.“ Hjartað er ekki tískubóla Atli Bollason TÓNLIST Nasa Þriðjudagurinn 25. júní. Rapture ásamt Motion Boys  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 28. júní kl. 12.00 Guðmundur Sigurðsson, orgel 30. júní kl. 12.00 Harri Viitanen, orgel 1.júlí kl. 20.00 Harri Viitanen, dómorganisti í Helsinki, leikur verk eftir Bach, Pál Ísólfsson, Dubois og sjálfan sig. www.listvinafelag.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 UPPS. Síðasta sýning LJÓTU HÁLFVITARNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR LAU 30/6 KL. 21 MIÐAVERÐ KR. 1.800 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS OG DÚNDURFRÉTTIRUP PS EL T! AU KA TÓ NL EIK AR STÓRTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLL Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL.19.30 LAUS SÆTI FÖSTUDAGINN 29. JÚNÍ KL.19.30 UPPSELT TRYGGÐU ÞÉR MIÐA SEM ALLRA FYRST Á WWW.SINFONIA.IS miðaverð ::: 5.000 / 4.500 kr. Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson Miða skal sækja í miðasölu SÍ í Háskólabíói á milli 9 og 17 fimmtudag og föstudag. Eftir klukkan 18 verður hægt að sækja miða í Laugardalshöll. Útsala Kjólar fyrir brúðkaupið Áður 7.990 kr. Nú 4.990 kr. Laugavegi 54 sími 552 5201 H im in n o g h af / S ÍA Aukaferðir hjá Herjólfi Herjólfur fer næturferð á mikilvægum ferðadögum í sumar og fer þá alls 3 ferðir á milli lands og eyja. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 23.00 og frá Þorlákshöfn kl. 2.00 eftir miðnætti. Fimmtudaginn 28. júní Sunnudaginn 1. júlí Fimmtudaginn 5. júlí Föstudaginn 6. júlí Næstu aukaferðir verða eftirtalda daga: Bókun og ítarlegar upplýsingar á www.herjolfur.is. Einnig í síma 481-2800 og 525-7700. SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 29/6 kl 20 uppselt, 1/7 kl 15 uppselt, 1/7 kl 20 uppselt, 5/7 kl 20 uppselt, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.