Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 20
Ljósmynd:Eduardo Sarapura Tangó Helen Halldórsdóttir á tangóstaðnum sínum Bien Pulenta. Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is 35stiga hiti, 97% loftraki,sól, kampavín og suð-ræn menning hljómarekki sem lýsing á stað þar sem íslensk hönnun gæti átt sér- stakt erindi, þaðan af síður ef hönn- unin snertir eitt helsta hugðarefni innfæddra – tangóinn. Þannig er það nú samt í þetta skiptið enda kannski viðeigandi því nú fara í hönd köld- ustu mánuðirnir í höfuðborg Argent- ínu og getur hitastigið verið svipað og á Íslandi á þessum tíma árs. Í Argentínu hefur Íslendingur einn hreiðrað um sig og heillað inn- fædda tangóunnendur með tangó- kennslu sinni og skóhönnun. Tangóinn togaði Helen Halldórsdóttir flutti til Buenos Aires fyrir um tveimur árum eftir að hafa búið í Svíþjóð í 17 ár en hún flutti frá Íslandi 1989. „Upphaflega fór ég til Argentínu vegna áhuga á landinu og Buenos Ai- res en ég var búin að ákveða fyrir sjö til átta árum að flytja til Buenos Ai- res þó að ég hefði aldrei komið þang- að áður. Allt sem ég hafði lesið, séð og heyrt sagði mér að þetta væri mín borg og það mjög skemmtileg borg sem hefur upp á allt að bjóða. Tangó- inn gerði líka sitt í að styrkja mig í að fara.“ Helen er tangókennari og kennir Argentínubúum tangó og hefur verið tekið sérlega vel á móti henni. „Mér finnst eiginlega meira skrítið en Argentínubúunum að ég skuli kenna tangó. Ég rek hér danshús eða skemmtistaði þar sem fólk hittist til að dansa tangó og er ég núna með tvo staði, La Vikinga og Bien Pu- lenta“ en skólína Helen hefur ein- mitt fengið heitið La Vikinga. Það er nafnið sem Helen var gefið strax af innfæddum og festist það einfaldlega við hana þar sem það passaði vel. Hannar skóna sjálf Helen sem er mannfræðingur að mennt hannar skóna sjálf. „Í raun voru það tveir strákar sem eru vinir mínir, báðir dansarar og þriðji vinur þeirra sem er skósmiður, sem byrj- uðu með fyrirtækið Fabioshoes og hófu að framleiða íþróttaskó fyrir dans. Ég lét gera skó þar fyrir mig og var alltaf að koma hugmyndir og það endaði með því að þeir stungu upp á því að ég hannaði mína eigin línu hjá þeim og þannig varð La Vik- inga til. Síðan þróaðist þetta fyrir hálfu ári í það að þá langaði til að framleiða kvenskó og ég hafði verið að hugsa um það líka og því buðu þeir mér að gerast meðeigandi og ég ákvað að slá til. Sú skólína verður líklega tilbúin í byrjum september. Núna er ég er með unga franska stúlku í vinnu sem hefur numið skó- hönnun og hún hannaði fyrir mig 15 módel eftir mínum hugmyndum og sú lína mun verða markaðssett undir nafninu Fabioshoes.“ Argentína hentar vel til skófram- leiðslu enda gott hráefni á boðstólum og mikil hefð fyrir leðurvinnslu. Inn- anlands hefur fatahönnun og tengd- ur iðnaður verið að aukast og að auki er handverk mikils metið. „Buenos Aires er mjög þægileg því íbúarnir eru svo opnir. Það er ekkert mál að koma þarna og opna tangóstað t.d. þó að maður sé kona eða útlendingur og finnst þeim það frekar jákvætt en neikvætt,“ segir Helen sem ber heimamönnum augljóslega vel sög- una. Skórnir í La Vikinga-skólínunni frá Fabioshoes eru handsmíðaðir í Argentínu og fást í mörgum gerðum, ýmist háir eða lágir og bæði fyrir konur og karla. Skórnir kosta 8.590 og 9.490 krónur og henta að sögn Helen í nánast hvað sem er, hvort sem það er í dans, veislur eða göngu- túra. Hannar tangóskó og rekur danshús Úrval Það er mikið úrval af skóm til hjá La Vikinga, fyrir konur og karla. Heitir Háir hælar fyrir tangódansara skilar sér óvenjulegum skóm sem sóma sér ekki bara á dansgólfinu, heldur líka við gallabuxur á göngutúr í bænum. Handsaumað Skórnir í vörulínunni eru allir handsaumaðir í Argentínu. Flottur Skórnir eru líka til á lægri hæl, fyrir bæði konur og karla. http://www.svanak.com/isl/ http://fabioshoes.com/ Óvenjulegt Efnis notkun getur verið nokkuð óhefðbundin enda úrval- ið af gæðahráefni í Arg- entínu mikið. |fimmtudagur|28. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Hvað er umhverfisvænn bíll? Er það sama og grænn bíll? Hvaða bílar geta talist umhverf- isvænni en aðrir? »22 neytendur Tremblant er vinalegur bær ekki langt frá Montreal í Kan- ada. Þar geta flestir fundið af- þreyingu við hæfi. »24 ferðalög Á góðgerðarsamkomu sem formúlukappinn Eddie Jordan og konan hans Marie McCarthy héldu nýlega til styrktar krabba- meinssjúkum börnum var boðinn upp Le Baron hringur hann- aður af Hendrikku Waage. Hringinn hafði hún gefið til styrktar málefninu. Það var Eddie Jordan sjálfur sem keypti hringinn á uppboð- inu handa konu sinni og reiddi fram sjö þúsund pund sem er tæplega ein milljón íslenskra króna. Hringurinn er úr 18 karata hvítagulli með 20 fíngerðum dem- öntum og stórum ametyst. Hendrikka Waage segir að innblást- urinn að þessari skartgripalínu sem hún kallar Le Baron hafi komið frá kar- öflu sem eitt sinn var í eigu barónsins á Hvítárvöllum, Charles Gauldr’ee Boileau. Fallegur Hringurinn er úr 18 karata hvítagulli með demönt- um og stórum ametyst. Hringurinn fór á milljón Eddie Jordan www.hendrikkawaage.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.