Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 25
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 25 Nýr golfstaður á Flórída Úrval golfferða til Flórída og Englands verður í boði hjá GB Ferðum í haust og verð- ur þá m.a. kynntur til sögunnar nýr áfanga- staður fyrir golfara á Ginn Reunion Resort í Orlando sem er nýtt lúxusíbúðahótel. Hót- elið býður m.a. upp á þrjá veit- ingastaði, þrjá átján holu golfvelli og sundlaugar. Kína og Tíbet í haust Kínaklúbbur Unnar Guðjóns- dóttur efnir til þriggja vikna haust- ferðar til Kína og Tíbet 26. ágúst til 16. september. Hallir, klaustur, hof, torg, borgir og bæir verða sóttir heim auk þess sem farið verður á teekru og á Kínamúrinn. Skarðsganga í Siglufirði Ferðafélag Siglufjarðar efnir til Skarðsgöngu næsta miðvikudag í tilefni af Þjóðlagahátíð. Mæting er kl. 13.00 á Ráðhústorginu og Siglu- fjarðarskarðið gengið og grillað í skógræktinni í Skarðsdal að göngu lokinni. Vítt og breitt www.gbferdir.is www.simnet.is/kinaklubbur Kaupmannahöfn býður uppá ýmislegt fleira fyrirbörn en bara Tívolí. Í alltsumar iðar borgin og ná- grenni af uppákomum sem gætu hitt unga ferðamenn í hjartastað. Tónlistaráhugamenn á öllum aldri gætu notið djasssiglingar við höfn- ina í borginni en lagt er upp frá minnisakkerinu í Nýhöfn hvern fimmtudag kl. 18. Sérstakir barna- djasstónleikar verða haldnir á Sta- tens Museum for Kunst 8. júlí kl. 15 þar sem þekkt barnalög verða tekin með sveiflu. Þar eru líka myndlist- arsýningar í barnahæð. Fyrir börn á aldrinum 0-6 ára er sýningin Haf- meyjuhár og höfuðverkur Neptún- usar en fyrir eldri börn er sýningin 2+2=7 sem snýr hugmyndum þeirra um reglu hlutanna á haus. Höfði víkingar til litla fólksins gæti komið til greina að heimsækja Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu. Þar fá litlir víkingar tækifæri til að rita rúnir, klæða sig upp að vík- ingasið og sigla í eftirlíkingu af ekta víkingaskipi. Ókeypis leiðsögn verð- ur um safnið kl. 14 hvern dag 30. júní til 26. ágúst. Í fornleifaverk- stæðinu á Safnaeyjunni er sýning á gersemum sem fundist hafa á sjáv- arbotni og á vinnutíma má fylgjast með því þegar verið er að rannsaka, hreinsa og mæla flakhluta úr skip- um. Ókeypis dúkkuleikhús er í boði í Kongens Have við Rósenborgarhöll- ina í miðborginni á hverjum degi milli kl. 14 og 15. Sýningin fer fram undir berum himni óháð veðri. Ýmsar furðuverur verða á ferð- inni í Kaupmannahöfn í sumar. Má þar fyrst nefna jólasveinaráðstefnu sem haldin verður á Bakka 23.-25. júlí. Þar koma saman yfir 200 jóla- sveinar og -kellur frá öllum heims- hornum, s.s. frá Venesúela, Japan, Írlandi, Kanada, Ítalíu, Hollandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörk, Eng- landi, Þýskalandi, Spáni og Græn- landi. Ekki er vitað hvort þeir Gilja- gaur, Bjúgnakrækir og bræður þeirra geri sér ferð úr Esjunni. Nokkrum dögum síðar, eða 30. júlí-5. ágúst verður trúðahátíð á sama stað hvar alls kyns trúðar munu troða upp daglega á Frilufts- senunni kl. 15 og 19:30. Litla hafmeyjan ætlar að halda upp á afmæli sitt með pomp og pragt hinn 23. ágúst. Er von á 94 þvottekta hafmeyjum af öllum stærðum og gerðum í veisluna sem munu synda afmælisbarninu til heiðurs. Barnaflóamarkaður verður hald- inn fyrstu laugardagana í júlí og ágúst í Helsingør sem er skammt frá borginni. Þar geta öll börn selt not- uð leikföng og/eða orðið sér úti um spennandi gersemar sem aðrir eru hættir að njóta. Markaðurinn fer fram milli kl. 10 og 14 þessa tvo laugardaga við ráðhúsið í bænum. Barnvænt í kóngsins Köben Reuters Trúðar Kannski þessir geri sér ferð á Bakkann í Köben í byrjun ágúst. Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com B erlín yfir sumartímann á það til að verða ansi heit. Borgin er þó ríku- lega búin öldurhúsum og öðrum stöðum þar sem kæla má sig niður með kaupum á svalameðölum. Þótt það sé góðra gjalda vert þá kann marga að langa til þess að skella sér í vatn og kæla sig þannig niður ... Það verður að segjast eins og er að sundlaugar Berlínarborgar eru oft á tíðum ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þar af leiðandi kann að virka hjákát- legt fyrir Íslending frá miklu og góðu sundlaugalandi að skella sér í berl- ínska laug. Við því er þó lausn. Lausnin felst í að fara á stað sem er einstakur eða þá að prófa eitt af strandböðum borgarinnar. Stökkpallar og keppnislaug Hvað það fyrra varðar á Sommer- bad Olympiastadion eða Ólympíu- sundlaugin vel við. Sú ætti að þjóna þeim tvíþætta tilgangi að sjá eitthvað merkilegt sem og að kæla sig niður. Þessi sundlaug var auðvitað keppn- islaug hinna frægu Ólympíuleika í Berlín 1936 og er staðsett við hliðina á Ólympíuleikvanginum sjálfum. Ein- kenni þessara bygginga er mikilfeng- leiki, enda átti allt að vera innblásið „Wagnerískum“ anda í verðandi Ger- maníu Adolfs Hitlers. Þess utan er að finna þar stökkpalla eða dýfing- arpalla (alveg upp í 10 metra) sem gaman er að stökkva af. Þess má svo einnig geta að hægt er að borga sig inn á Ólympíuleikvanginn til að berja hann augum. Nokkur strandböð Strandböð borgarinnar eru þó nokkur og finna má þau víðsvegar um borgina, enda er talið að meira vatn sé að finna í Berlín en í Feneyjum. Þekktasta strandbaðið er þó líkast til við Wannsee í hverfinu Steglitz- Zehlendorf (Strandbad Wannsee). Það strandbað fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Í Wannsee strandbaðinu er allt til alls að finna; strandblaksvelli, körfuboltavelli, bátaleigu og afgirta strönd fyrir Adamsklæðaunnendur. Hvort tveggja, strandbaðið og Ól- ympíulaugin er vel heimsóknarinnar virði og manni ætti alltént að auðnast að kæla sig þar niður. Að kæla sig í hitanum í Berlín Ljósmynd/ÓSG Svalandi Ólympíusundlaugin í Berlín var keppnislaug Ólympíuleikanna í Berlín árið 1936 www.strandbadwannsee.de www.berlinerbaederbetriebe.de www.olympiastadion-berlin.de Til að komast að Ólympíulauginni, sem er við Olympischer Platz 1, tekur maður U2, S75 eða S9 að Olympiastadion. Athugið að í karlaklefanum þarf að koma með eigin hengilás fyrir skápinn eða kaupa á staðnum. Að Strandbad Wannsee kemst maður með S1 eða S7 að Wannsee og tekur svo strætó 218 að Wannseebadweg. Þaðan er gengið að baðinu. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.