Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 35 tuga skeið. Mín fyrstu kynni af Hjölla var þegar hann gerðist hús- vörður í Gangfræðaskóla Vest- mannaeyja. Hjölli átti mjög gott með að umgangast börn og fljótlega urðum við krakkarnir vinir hans. Síðar meir gerðist ég félagi í Veiði- félagi Elliðaeyjar þar sem ég kynntist Hjölla enn meir. Við áttum marga góða daga saman í Elliðaey þegar við vorum saman við lunda- veiði. Ég var svo heppinn að njóta leiðsagnar Hjölla við lundaveiði. Ég hafði ekki stundað neina lundaveiði áður, en Hjölli tók af skarið og sagði: „Ívar, nú kemur þú með mér niður í Skribba og ég kenni þér að veiða lunda.“ Og það var úr, Hjölli kenndi mér að veiða lunda. Það var alltaf líf og fjör í kringum Hjölla. Í lok veiðidags voru haldnar kvöldvökur í veiðihúsinu þar sem sungið var eða tekið í spil. Hjölli var hörku söngmaður. Ef ákveðið var að taka í spil og Hjölla fannst vanta líf og fjör í mannskapinn, gat hann tekið upp á því að láta allar spilareglur lönd og leið. Eftir smá tíma var komið líf og fjör í manns- akapinn, Hjölli glottandi og tilgang- inum náð. Eins er mér minnisstætt eitt sinn er við vorum við lundaveið- ar í Elliðaey og vorum þá í gamla veiðihúsinu sem búið er að rífa fyrir mörgum árum. Þar voru engin rúm, aðeins kojur og gardínur fyrir. Um kvöldið hafði verið hörku kvöldvaka hjá okkur veiðifélögunum og mikið fjör. Ég var í efri koju en Hjölli í koju ská á móti. Ég vaknaði um miðja nótt og þurfti að komast á klósett. Til að vekja ekki veiðifélag- ana tók ég mér góðan tíma að læð- ast fram úr kojunni. Þegar ég loks- ins var búinn að koma mér úr kojunni og var að byrja að læðast fram, er gardínunni svipt snöggt frá kojunni sem Hjölli var í og sagt með háum rómi: „Fínt, vinurinn“. Mér brá ofboðslega, og mikill hlátur heyrðist úr kojunni hans Hjölla. Eftir allt fjörið á kvöldvökunni kvöldið áður var Hjölli í vandræð- um með að ná sér niður, hafði fylgst með aðförum mínum við að læðast úr kojunni og ákvað að stríða mér fyrst hann hafði tækifæri til. Góðar minningar um skemmtilegan félaga lifa. Að lokum vil ég votta eigin- konu, börnum og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Ívar Atlason. Í dag kveðjum við einn af þeim mönnum sem sterkastan svip settu á frumbýlingsár Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Hjörleifur Guðnason var húsvörður í gamla Gagnfræðaskólanum, þegar skólinn flutti þar inn árið 1985 og starfaði með okkur allt til vors 1994. Á þess- um árum fór skólinn í gegnum ákveðið mótunarferli að því er varð- ar hefðir og reglur. Í þeim málum reyndist Hjölli ómetanlegur, því hann hafði einstakt lag á fólki á sinn þægilega og áreynslulausa hátt. Bæði starfsmenn og nemend- ur elskuðu hann og virtu, því hann var bara þannig að annað var ekki hægt. Það er eitt af lykilatriðum í rekstri hvers skóla að hafa góðan húsvörð, eða umsjónarmann eins og starfsheitið er í dag. Hjörleifur stóð sína plikt með miklum sóma, var góður félagi, sem tók þátt í starfi og leik með starfsfólkinu og náði ein- staklega vel til nemenda, sem litu upp til hans ekki síður en til kenn- aranna og mörg þeirra tóku örugg- lega mun meira mark á því sem hann lagði til málanna. Hjörleifur var fær iðnaðarmaður og lagði metnað sinn í að gera alla hluti eins vel og hægt var og það breyttist ekkert þegar hann skipti um starfs- vettvang og tók við umsjón skólans. Við verðum honum ævinlega þakk- lát fyrir það góða starf sem hann vann og búum að því að hafa fengið að kynnast þessum mæta dreng. Stjórnendur og starfsfólk Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum kveðja Hjörleif með þakklæti fyrir samstarfsárin og það sem þau gáfu okkur. Við sendum Ingu og öllum afkomendum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari. Elsku Susie Rut, Ég hef oft hugsað til þess hvað Guð hefur gefið þér mikið. Horft aðdáunaraugum á þig og fyllst stolti. Það geislaði af þér lífskraftur sem fólk laðaðist að hvar sem þú komst og snerti allt sem þú gerðir. Í gegnum líf þitt hefur þú verið umkringd yndis- legri fjölskyldu og góðum vinum sem hafa fylgt þér í gegnum súrt og sætt. Það mætti ætla að Guð hefði viljað veita þér eins mikið og hann gæti þann stutta tíma sem þú dvaldir hér á jörðu meðal okkar. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran, Spámaðurinn.) Þín vinkona, Viktoría Rós. Susie Rut kvaddi okkur á björtu sumarkvöldi þann 18. júní síðastlið- inn. Fráfall hennar er í senn þung- bært og óraunverulegt. Við horfum í vantrú á orðinn hlut, fáum engu breytt og vitum að orð mega sín lítils. Hún óx upp sólarmegin í tilver- unni, falleg lítil skotta, síkát og hlæj- andi, skörp, sjálfsörugg og athafna- söm. Það vakti jafnan athygli hve bráðger hún var enda var hlúð að þroska hennar af stakri alúð. Fyrir aðeins fáeinum dögum sagði hún bjartsýn og glöð frá framtíðar- áformum sínum og virtist vera að ná sér eftir erfið veikindi. Það var auð- velt að hrífast með og samgleðjast þessari mikilhæfu stúlku. Susie Rut var fróðleiksfús og víðlesin þrátt fyrir ungan aldur og skemmtilegt að eiga við hana samræður um margvísleg málefni. Hún virtist víða heima og kom manni oft á óvart. Við vorum sannfærð um að áform hennar myndu ná fram að ganga og hún ætti eftir að setja mark á umhverfi sitt með afgerandi hætti. Þó hlutskipti hennar hafi orðið annað má merkja spor hennar og áhrif víða. Susie Rut var sannur vinur vina sinna og í gegnum tíðina hafa okkur borist frásagnir af góðvild hennar, ekki síst gagnvart þeim sem á einhvern hátt standa halloka í lífinu. Um það hafði hún sjálf ekki hátt. Þá var oft til þess tekið hve hæfur og vel liðinn starfskraftur hún var alls stað- ar þar sem hún vann. Það er líka gott að eiga minningar um sérstaka vináttu hennar og yngri dóttur okkar á undanförnum misser- um og um fjalla- og fjöruferðir sem farnar voru með „fjórar fræknar frænkur“ og nestispoka í gamla daga. Á hugann leita myndir frá því hún var lítill fallegur fjörkálfur og seinna glæsileg, gáfuð ung stúlka sem fór sínar eigin leiðir, hlæjandi við lífinu þó hún hafi borið betur skyn á alvar- leika þess en margur annar. Þessar myndir munum við varðveita. Elsku Gína og Einar, Diljá, Páll og Sindri. Þið eigið hug okkar allan, dýpstu samúð og fyrirbænir. Ykkar, Stefán og Kristín (Stebbi og Stína). Hversu tregafullt er okkur að skrifa kveðjuorð um elsku frænku mína, Susie Rut. Hæfileikarík og elskuleg stúlka hefur lokið lífsgöngu sinni. Minningar fylla hugann. Pabb- inn og mamman komin heim frá Bandaríkjunum að námi loknu og frumburðurinn á leiðinni í heiminn. Fyrsta barn móðurafa og ömmu, er hlaut nafn ömmu við skírn. Lítil Susie Rut Einarsdóttir ✝ Susie Rut Ein-arsdóttir fædd- ist hinn 14. febrúar 1985 í Reykjavík. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítala mánudaginn 18. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Hallgrímskirkju 26. júní. hnáta sem fljótt sýndi greind og glaðværð. Fjögurra ára gömul hóf Susie Rut nám í fiðluleik í Suzuki-skól- anum. Hún sýndi mikla tónlistarhæfi- leika sem og náms- hæfileika. Árin liðu og stúlkan varð fróðleiks- fúsari með hverju árinu. Hún las óvenju- mikið, svo mikið að bókaverðir veittu und- anþágu í fjölda bóka í útláni, enda enginn venjulegur lesandi á ferð. Við þáðum í mörg ár boð á nem- endatónleika Suzuki-skólans. Hve stolt ég var af frænku minni sem spil- aði svo vel og fagmannlega. Svo falleg með sitt þykka, síða hár í fallegu kjól- unum sem mamman valdi alltaf á telpurnar sínar. Bernskuárin að baki, grunnskólagöngu lokið og unglings- árin með framhaldsskólanámi fram- undan. Þessi brothættu, erfiðu ár. Ský dregur fyrir sólu og sá vágestur er allir foreldrar óttast og ég vil nefna „sendiboða dauðans“, situr um hverja sál. Baráttan stóð í 3 ár. Foreldrarnir, sem elskuðu dóttur sína takmarkalaust, sýndu alla þá umhyggju og stuðning sem í mann- legu valdi stóð. Bænahópur trúaðra vina bað stanslaust fyrir henni. Allt samverkaði til góðs og nýr þáttur hófst í lífinu. Susie Rut hóf störf á röntgendeild Landspítalans. Hún var mjög ánægð á deildinni enda af- bragðs vinnufélagar þar og vil ég sér- staklega nefna góðan vin hennar og „fræðara“ yfirlækninn Einar Jón- mundsson. Susie Rut miðlaði mörgum ung- mennum af reynslu sinni og árangri og hún var „sponsor“ margra sem mátu hana mikils og treystu henni. Hún stefndi að því að nema læknis- fræði eftir að hafa lokið stúdentsprófi af Hraðbraut með fyrstu einkunn. Hugur stóð til hjálparstarfa í þróun- arlöndunum. En fyrst út í heim að læra tungumál í nokkra mánuði. Hún veiktist þar. Mamman sótti dóttur sína til útlanda og hún var lögð inn á sjúkrahús. Oft var tvísýnt um líf hennar. Hún og Páll afi hennar áttu góðar samverustundir á sjúkrahús- inu og lásu Guðs orð. Þar var Susie Rut vel heima eins og í öllu öðru. Meðan hún beið væntanlegrar end- urhæfingar reið ógæfan yfir. Sá sem ég vil nefna „freistara hins illa“ lædd- ist í skjóli nætur að sjúkrabeði henn- ar með eiturlyf. Afleiðingarnar urðu hjartastopp og örvæntingarfull bið foreldra, aðstandenda og vina hófst. Ótrúlegur fjöldi ungs fólks er átti henni svo mikið að þakka og þótti svo vænt um hana, safnaðist saman við sjúkrabeð, hennar, hafði bænastund að beiðni foreldra og Páll afi sá um. Þau vildu sameinast á kveðjustund sem fyrirsjáanlega nálgaðist. Sorgin er mikil en fullvissan um að elsku stúlkan okkar er hjá Guði þar sem himneskir herskarar taka á móti henni er huggun. Hún þekkti sann- leikann. Blessuð sé minning elsku frænku minnar. Gréta og Magnús. Elsku gullið mitt, ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Ég á þá ósk heit- asta að vakna úr þessari martröð, en sama hversu heitt ég óska mér, þá fæ ég þessu ekki breytt. Ég sit og reyni að skrifa minningarorð um fallegu frænku mína, en hjarta mitt er brost- ið af sorg og tárin renna niður. Síð- ustu dagar hafa verið mér afar erf- iðir, en ég er glöð í hjarta mínu að hafa kysst þig á kinnina og sagt þér hversu mikið ég elska þig. Í huga mér birtast mörg minningarbrot, alveg frá því við vorum litlar prinsessur heima hjá ömmu og afa í Akraselinu og þar til við urðum fullorðnar. Á seinni árum náðum við vel saman og ég naut allra samverustundanna með þér. Það var alltaf svo gaman að vera í kring um þig, hvort sem við vorum að rökræða um stjórnmál eða spjalla um strákamál. Þú hafðir svo mikinn áhuga á mér og mínum framtíðar- plönum og saman ræddum við um há- leita framtíðardrauma okkar. Þinn draumur var að starfa sem læknir, þig langaði að flytja til Danmerkur og læra þar. Við vorum byrjaðar að plana heimsóknir mínar til þín, þar sem við ætluðum að vera duglegar að fara yfir til Svíþjóðar að heimsækja frændur okkar sem þar búa. Við átt- um eftir að gera svo margt saman; manstu þegar að við vorum að skipu- leggja sólarlandaferð til Tyrklands. Vorum búnar að plana að liggja flat- maga í sólinni á daginn og versla svo. Eitt af mörgu sem við áttum sameig- inlegt var næmt auga fyrir fallegum og vönduðum vörum. Elsku frænka mín, ef ég ætti að lýsa þér í fáeinum orðum þá væri það eitt stórt hjarta, svo einstaklega hjartahlýr og fallegur persónuleiki varstu. Ég var ákaflega stolt af þér þegar þú kláraðir Menntaskólann Hraðbraut á síðasta ári og gerðir það með stæl, eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Fékkst toppein- kunnir ásamt því að vera í vinnu, enda alveg með eindæmum gáfuð og kraftmikil. Susie mín, þú snertir mig svo djúpt, enda góð og lífsglöð stelpa sem áttir alla framtíðina fyrir þér. Þú hafðir mikil áhrif á líf mitt með frá- sögnum þínum og lífsskoðunum. Við gátum talað um allt og þú hafðir alltaf svo skemmtilega sýn á hlutunum. Svo var líka svo yndislegt hvað þú varst ættrækin, en þú hafðir svo mikinn áhuga á því hvað allir í fjölskyldunni voru að gera og talaðir oft um frænkukvöldið sem þig langaði svo að við héldum, en því miður varð aldrei neitt úr því. Það verður skrýtið að koma í heimsókn í Hverafoldina og fara ekki beint niður stigann og heilsa upp á þig, Susie mín. Ég á eftir að sakna þess að sjá ekki brosmilda and- litið þitt og hlusta á smitandi hlátur- inn þinn. Ég veit að lífið heldur áfram, en það verður aldrei samt án þín. Þú auðgaðir líf mitt til muna og fyrir það verð ég þér ævinlega þakk- lát. Himnaríki er fallegur staður, elsku engillinn minn, hvíldu í friði. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Þín frænka, Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir. Það er frekar óraunverulegt að vera að hittast undir þeim kringum- stæðum að vera að kveðja þig, elsku Susie okkar. Það er ótrúlegt hvað rifjast upp margar góðar og skemmtilegar minn- ingar. Þrátt fyrir lítið samband und- anfarin ár var alltaf jafn gaman að hitta þig á förnum vegi og rifja upp gömlu góðu tímana og ræða framtíð- aráformin. Við sjáum þig fyrir okkur núna í indjánastellingunni að lesa spennu- sögu eftir Agöthu Christie í mokka- kápunni, köflóttu buxunum, Fila skónum og með fallega síða hárið í tagli. Þú hafðir alltaf sterkar og þroskaðar skoðanir á öllu og það má segja að við höfum lært ansi mikið af þér, en þú áttir þó í stökustu vand- ræðum með að velja á milli hvort þú ætlaðir að verða fornleifafræðingur, bókmenntafræðingur eða lögfræð- ingur. Þér varð aldrei orða vant og þú lést hvorki vaða yfir þig né þína nán- ustu. Við eyddum ófáum stundum í vid- eokvöld og náttfatapartý á Tjarnar- götunni þar sem allir regnbogans litir fengu að njóta sín á andlitum okkar. Það voru farnar óteljandi strætóferð- ir í Kringluna og göngutúrar niður Laugaveginn þar sem við keyptum okkur smáskífur og Subway með skinku, osti og majónesi, og ef við fengum ríflegan vasapening var splæst í augnskugga eða naglalakk. Það var planið að hittast þegar við værum allar næst á landinu en nú sitjum við saman án þín, með söknuð og sorg í hjarta og vildum að þú værir hér hjá okkur. Elsku Einar, Regína, Diljá, Páll og Sindri og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þínar æskuvinkonur, Guðrún Harðardóttir, Ragn- heiður Helgadóttir og Sig- urbjörg Erna Halldórsdóttir. Ég hitti þig einu sinni og vil þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Mig langaði að sýna þér að það er hægt að lifa edrú. Í staðinn deildir þú sögu þinni með mér, reynslu þinni af edrú lífi og túrnum sem leiddi þig að dauðans dyrum. ,,Þetta er ekkert grín, þessi sjúk- dómur drepur!“ Þetta sagðir þú við mig af ákafa, af hverju þurftirðu að hafa svona rétt fyrir þér? Einn í viðbót var allt sem þurfti til að slökkva þitt fallega ljós. Ég bið að þú sért hætt að leita og þjást, ég bið að þú hvílir í friði, ljúfa ljós. Helga Jenný „Manstu þegar við hittumst fyrst? Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Við náðum varla andanum á milli hláturskasta. Mér leið eins og við hefðum alltaf þekkst. Síðan eru liðin átta ár og ég veit að við verðum vinkonur um ókomna tíð.“ Þessi yndislegu orð eru úr bókinni sem þú skrifaðir og gafst mér á tví- tugsafmælinu mínu. Bókinni sem er það dýrmætasta sem ég á. Þú varst alltaf sú sem mundir allt, og ég sú sem öllu gleymdi en þegar ég las bókina fyrst fannst mér eins og ég hefði skrifað hana sjálf. Í dag á ég óteljandi minningar um okkur sem eru mér ómetanlegar og ég mun geyma í hjartanu mínu að ei- lífu, ástin mín. Þú varst fyrirmyndin mín á svo ótrúlega margan hátt, engillinn minn, og fáir hafa kennt mér jafn margt og þú hefur gert. Þú varst sannur vernd- ari og alltaf sástu til þess að mér og öllum sem þér þótti vænt um liði vel. „Vinur er fyrsti maðurinn sem kemur þegar heimurinn hefur snúið við okkur baki“ og vinur varstu, ástin, og minn allra besti. Enginn skildi mig eins og þú skildir mig, og fáir þekktu mig eins vel og þú. Hvernig ég mun takast á við fram- haldið án þín, elsku Susie mín, veit ég ekki, en ég veit að þú verður alltaf með mér í hjartanu mínu og það gef- ur mér styrk. Engillinn minn, við þurfum engu að kvíða því eins og þú sagðir við mig einu sinni hafa hvorki haf, sjúkdómar né erfiðleikar getað slitið okkar vin- áttubönd og í hjartanu mínu mun yndisleg minning þín lifa þar til við hittumst aftur. Megi vindurinn blása að baki þér, elsku ástin mín, sólin skína í andlit þitt og stjörnurnar vísa þér veginn. Þín vinkona að eilífu. Sandra.  Fleiri minningargreinar um Susie Rut Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.