Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HRANNAR Björn Arnarsson hefur verið ráð- inn aðstoðar- maður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra og hefur störf 1. júlí. Hrannar Björn er 39 ára, stúd- ent frá MH, með diplóma í rekstrar- og viðskipta- fræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og stundar MBA- nám við HÍ. Hrannar var m.a. borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og forseti Skáksambands Íslands. Hrannar Björn er kvæntur Heiðu Björgu Hilmisdóttur næringar- rekstrarfræðingi, forstöðumanni á LSH, og eiga þau þrjú börn. Hrannar að- stoðar Jóhönnu Hrannar Björn Arnarsson Á FUNDI bæjar- stjórnar Hafnar- fjarðar á þriðju- dag var kosið í nefndir og ráð til eins árs. Ellý Erlingsdóttir var einróma kjörin forseti bæjar- stjórnar og tek- ur við af Gunnari Svavarssyni. Hann vék einnig sæti úr bæjarráði, en hann hefur nú tekið sæti á Alþingi sem 2. þing- maður Suðvesturkjördæmis. Vara- forsetar voru kjörnir þeir Guð- mundur Rúnar Árnason og Almar Grímsson. Guðmundur Rúnar Árnason var kjörinn formaður bæjarráðs í stað Ellýjar. Ellý verður forseti bæjarstjórnar Ellý Erlingsdóttir Í TILEFNI aldar- afmælis Kven- réttindafélags Ís- lands hefur verið leitast við að gera dagskrá af- mælisársins sem veglegasta. Eitt af þeim verkum sem stjórn KRFÍ hefur ráðist í er að minnast Bríet- ar Bjarnhéðinsdóttur, eins stofn- anda og fyrsta formanns KRFÍ, með því að reisa bautastein við fæð- ingarstað hennar að Haukagili í Vatnsdal í samvinnu við hrepps- nefnd og eiganda Haukagils. Þykir löngu tímabært að minnast Bríetar á þennan hátt og á sama tíma fjölga þannig minnisvörðum um konur, sem nú eru allt of fáir, segir í tilkynningu. Afhjúpun minn- isvarðans um Bríeti fer fram á morgun, fimmtudag, kl. 16. Margrét Sverrisdóttir, varafor- maður KRFÍ, setur athöfnina og Kristín Ástgeirsdóttir flytur erindi um ævi og störf Bríetar. Að af- hjúpun lokinni verða veitingar í boði KRFÍ. Bautasteinn til að minnast Bríetar Bríet Bjarnhéðinsdóttir Á FYRSTA fundi nýrrar Þing- vallanefndar í vikunni var Björn Bjarnason kjörinn formað- ur og Össur Skarphéðinsson varaformaður. Á fundi Al- þingis á dög- unum var kosið í Þingvallanefnd og voru, auk Björns og Össurar, eftir- farandi alþingismenn kjörnir til setu í nefndinni: Arnbjörg Sveins- dóttir, Kjartan Ólafsson, Lúðvík Bergvinsson, Bjarni Harðarson og Kolbrún Halldórsdóttir. Björn formaður Þingvallanefndar Björn Bjarnason Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „AÐ MÍNU mati eru spilakassar á Íslandi ekki hættulegri spila- mennska en lottó, getraunir eða önn- ur spilamennska.“ Þetta segir Gunn- ar Þorgeirsson, stjórnarmaður og gjaldkeri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem er einn þriggja eigenda Íslandsspila. Aðrir eigendur félagsins eru Rauði krossinn og SÁÁ en Íslandsspil og Happdrætti Há- skóla Íslands eru einu fyrirtækin á Íslandi sem hafa leyfi til reksturs spilakassa. Gunnar gagnrýnir þó löggjöf um mismunandi rekstur spilakassa. Skýr lög gildi um hámarksvinninga hjá Íslandsspilum en Gunnar segir spilakassa á vegum Happdrættisins hafa ótakmarkaða vinningsupphæð. „Þetta er ekkert annað en „casino- mennska“ og hefur ekkert með spila- mennsku að gera. Þeir hafa „tikka“ utan á húsum til að auglýsa fjölda milljóna í pottinum sem er ekkert annað en hvati til frekari spilunar. Spilakassarnir eru í sjálfu sér ekkert hættulegri en önnur spilamennska. En mér finnst mjög óeðlilegt að eitt af fyrirtækjunum sem rekur þessa spilamennsku á Íslandi geti haft ótakmarkaða vinningsupphæð.“ Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir þessi mál vera í nokkuð góðum far- vegi hér á landi. Kassar á þeirra veg- um hafi hins vegar ekki ótakmark- aðar vinningsupphæðir en hann segir vinninga í þeim þó yfirleitt hærri en hjá Íslandsspilum. Vélar á þeirra vegum gefi möguleika á lág- um vinningsupphæðum en einnig vinningum sem hlaupi á nokkrum milljónum. „Það hefur sýnt sig að markaðurinn er mismunandi. Sumir eru mjög ánægðir með að spila upp á lágar vinningsupphæðir og vilja frekar fá marga litla vinninga en fáa stóra. Svo eru aðrir sem líta ekki við lágum vinningsupphæðum. Það er bara önnur tegund af fólki sem vill spila upp á stærri vinninga.“ Brynj- ólfur bendir á að allar upphæðir séu samþykkar af dómsmálaráðuneytinu og nauðsynlegt sé að sækja um leyfi fyrir því vilji þeir hækka eða lækka vinningsupphæðirnar. Mikið hagsmunamál Gunnar og Brynjólfur eru sam- mála um að bæði fyrirtækin leggi sig fram við að stunda svokallaða ábyrga spilamennsku. Mikil ábyrgðartilfinn- ing sé hjá báðum aðilum sem geri sér grein fyrir því að fólk geti orðið spilasjúkt og því sé afar lítið gert til þess að hvetja fólk til þess að spila. Spilakassar séu ekki auglýstir og reynt sé að gæta þess að unglingar hafi ekki aðgang að kössunum. Að sögn Brynjólfs eru sérstakir eftirlitsmenn og vaktmenn á spila- stofum sem gæta þess að enginn undir lögaldri komist inn. Þó verði að viðurkennast að samkvæmt nýlegum rannsóknum virðist það ekki hafa gengið fullkomlega eftir. „Við erum að vinna í því núna að setja enn strangari reglur í sambandi við allt sem lýtur að þessum rekstri til að reyna að koma í veg fyrir að fólk bíði tjón af þessu.“ Spurður um hagn- aðinn af kössunum segir Brynjólfur hann fara til þjóðþrifamála hér á landi. Tekjur Íslandsspila fari til Rauða krossins, SÁÁ og björg- unarsveita og tekjur Happdrættisins fari til húsbygginga og kaupa á rann- sóknartækjum fyrir Háskóla Ís- lands. Gunnar segir rekstur spila- kassanna vera mikið fjárhagslegt hagsmunamál og það megi ekki van- meta. „Við rekum þessar stofnanir með stolti og samfélagið er jákvætt út í það sem við gerum og ef við verð- um af þessum tekjum þá þurfum við að finna aðrar leiðir. Það er spurning hvaða leiðir það væru.“ Noregur ekki sambærilegur Skýrt var frá því í Morgunblaðinu á þriðjudag að stjórnvöld í Noregi hefðu ákveðið að ríkisvæða spila- kassa þar í landi. Að mati Brynjólfs er óþarfi að taka upp slíkt fyr- irkomulag hér á landi þar sem hér sé allt annað og betra fyrirkomulag en það sem var í Noregi. Undir það tek- ur Jóhannes Rúnar Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsspila. „Að- stæður í Noregi hafa verið mjög ólík- ar því sem gerist á Íslandi. Í fyrsta lagi eru mun fleiri kassar þar og rekstraraðilar gríðarlega margir. Kassar hafa verið settir upp alls staðar, án eftirlits, m.a. af einkaað- ilum sem þurftu að skila ákveðinni prósentu til líknarfélaga þar í landi. Það sem Norðmenn eru í raun að gera er að þurrka upp þennan mark- að og koma honum í svipaðan farveg og á Íslandi, með þeirri breytingu þó að ríkið sjálft eða ríkisfyrirtæki sjá um reksturinn en ekki líknarfélögin. Í raun er verið að þjóðnýta þessa tekjulind algerlega, líkt og er á Ís- landi.“ Að sögn Brynjólfs leiddi viða- mikil rannsókn í ljós árið 2005 að 0,5% Íslendinga eru haldin spilafíkn en í flestöllum löndum sýna rann- sóknir að það eru 0,5-2% sem ekki þola að umgangast spilakassa. „Og þá kemur upp stóra spurningin í þessu máli. Á að banna hinum 98% að leika sér í þessum tækjum út af þessum 2%?“ Óþarfi að ríkisvæða spila- kassa hér líkt og í Noregi Morgunblaðið/Árni Sæberg Spilakassar Rannsókn Háskóla Íslands frá árinu 2005, fjármögnuð af Happdrættinu, leiddi í ljós að 0,5% Íslendinga eru haldin spilafíkn. Spilakassar ekki hættulegri en lottó, segir stjórnarmaður í Landsbjörgu Í HNOTSKURN »Frá og með næstu mán-aðamótum mun norska ríkið eiga einkarétt á rekstri spila- kassa þar í landi. Þetta er gert til að sporna við vaxandi spilafíkn. »Aðstæður í Noregi eru mjögólíkar þeim íslensku, segir stjórnarformaður Íslandsspila. Í raun séu Norðmenn nú að þurrka upp markaðinn og koma honum í svipaðan farveg og hér á landi. »Rekstur spilakassa er mikiðfjárhagslegt hagsmunamál, segir stjórnarmaður Lands- bjargar. Verði stofnanir af tekj- unum þurfi að finna nýjar leiðir. »Dómsmálaráðuneytið sér umleyfisveitingu til veðleikja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.