Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 19 LANDIÐ Eftir Jónas Erlendsson Skaftárhreppur | Nýtt lífsstílshótel hefur verið formlega opnað í Efri-Vík hjá Kirkjubæjarklaustri. Hefur það fengið nafnið Hótel Laki. „Áður en við byrjuðum að byggja ákváðum við að þetta hótel yrði að verða alveg sérstakt. Það þyrfti að vera öðruvísi og glæsilegt útlits. Við fengum því til liðs við okkur arkitekt- ana frá Yrki hf. og sjáum ekki eftir því. Þemað í kringum hótelið, það sem hótelið stæði fyrir þyrfti helst að selja sig sjálft,“ segir Eva Björk Harðar- dóttir sem er eigandi hótelsins ásamt Þorsteini M. Kristinssyni og foreldr- um sínum, Salome Ragnarsdóttur og Herði Davíðssyni. Fjöldi sérfræðinga til aðstoðar „Við ákváðum fljótt að stefna á úti- vist og heilsu og fengum Sigurbjörgu Árnadóttur ráðgjafa til að hjálpa okk- ur við að byggja upp þemað. Útkom- an varð sú að í dag erum við með fær- ustu sérfræðinga í heilbrigði á líkama og sál á landinu á skrá hjá okkur. Þeir koma til með að bjóða upp á fræðslu og einkatíma eftir því sem við á og byrjum við að krafti aftur næsta haust. Tveir til þrír verða að störfum hverju sinni,“ segir Eva. Yfirskriftin er: Afeitrun og slökun, útivist og hreyfing, borðaðu rétt og lærðu að hreyfa þig, gerðu það sjálf- ur, taktu ábyrgð á mataræðinu. Með- al sérfræðinga eru Þorbjörg Haf- steinsdóttir og Umahro, Sólveig í Grænum kosti, Lilja Oddsdóttir lit- himnufræðingur, Esther Helga Guð- mundsdóttir hjá mfm-miðstöðinni, Sigrún Sigurðardóttir með höfuð- beina- og spjaldhryggsmeðferð, Ósk- ar nuddari og margir fleiri. „Okkur langar til að sinna hverjum og einum gesti betur og vonandi kem- ur heilsuhótelsþemað til með að ganga það vel að með tímanum getum við orðið heilsárs heilsuhótel sem býð- ur fólki upp á aðstoð og aðstöðu til að breyta um lífsstíl og auka lífsgæði sín. Þá fyrst getum við orðið sönn í því sem við erum að gera,“ segir Eva. Nú eru tilbúin sextán hótelherbergi ásamt matsal og setustofu með bar. Byggt yfir heilsulindina Í haust verður byggt glerhýsi fyrir heilsulindarstarfsemi hótelsins. Þar verður hægt að sitja í heita pottinum og virða fyrir sér stjörnurnar á vet- urna og fylgjast með norðurljósunum þjóta um himingeiminn. Einnig er áætlað að halda áfram og steypa upp annan áfanga hótelsins af þremur í haust sem hýsir 24 hótelher- bergi í viðbót á tveimur hæðum. Áætlað er að þau verði tilbúin fyrir næsta sumar. Fyrirtækjum er boðið upp á ráð- stefnu- og fundaraðstöðu. Þá er gjarnan farið með hópana í stuttar óvissuferðir. Kennd stafaganga og ýmsar æfingar gerðar. Þá er boðið upp á árshátíðir og veislur. Hlaðan í Efri-Vík hefur verið gerð upp sem grillstaður og nýtist við ferðaþjónustuna. Þar eru gamlir búmunir til sýnis á veggjum. Starfs- fólkið þjónar gestum í þjóðlegum búningum og kveður rímur. Þá er á staðnum níu holu golfvöllur. Lögð áhersla á heilsu og útivist í Hótel Laka Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heilsuhótel Eigendur Hótels Laka og ráðgjafar, f.v. Hörður Davíðsson, Salóme Ragnarsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt hjá Yrki, og Sigurbjörg Árnadóttir, ráðgjafi hjá Bjálkanum. Hvanneyri | Málaraflokkur hefur unnið við að mála og laga nokkur eldri húsa Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri á undanförnum tveimur mánuðum. Hafa málararnir ekki aðeins not- að málningarsprautur til að fríska upp húsin heldur hafa þeir einnig neglt þúsundir nagla í þök og gluggakarma, lagað göt á þökum og skorið járn af veggjum. Ás- mundur E. Ásmundsson málara- meistari og sjö manna vinnu- flokkur hans hafa ekki slegið slöku við á þessum tíma, unnið alla daga vikunnar, nánast nótt sem nýtan dag. Árangurinn er líka undraverður, byggingarnar hafa gengið í endur- nýjun lífdaganna. Ljósmynd/Áskell Þórisson Gömlu húsin frískuð upp Landsveit | Opnað hefur verið nýtt veitingahús á Leirubakka í Land- sveit, í nýju húsi sem einnig hýsir Heklusetrið. Veitingahúsið tekur um 100 manns í sæti og verður opið alla daga allt árið með fjölbreyttum mat- seðli. Matreiðslumenn eru þau Berglind Gylfadóttir og Sigurður Sigurðsson, og yfirþjónn er Tony Acosta. Auk veitingahússins eru nokkrir salir til funda- og ráðstefnuhalds á staðnum. Á Leirubakka er einnig rekið hótel, Heklusetur með Heklusýningu, tjaldstæði, hestaleiga, verslun og bensínstöð og áætlunarbílar á leið í Landmannalaugar og að Fjallabaki hafa viðkomu þar tvisvar á dag. Þá eru á Leirubakka einnig veittar upp- lýsingar til ferðamanna um nágrenn- ið, svo sem hvernig best er að ganga á Heklu. Nýtt veitingahús opnað í Heklusetrinu SÓPA þarf vegina betur og halda hreinum, sér í lagi við beygjur og gatnamót. Einnig þarf að gera merkingar við hættum markvissari. Kemur þetta fram í áskorun sem Vélhjólaklúbbur Austurlands sam- þykkti á aðalfundi og er beint til Vegagerðarinnar og sveitarstjórna í fjórðungnum. Vakin er athygli á því að lausa- möl og grjótkast skapar mikla hættu fyrir fólk, bæði á vélhjólum og öðrum opnum ökutækjum, ekki síst þar sem halla þarf hjólunum. Sópa þarf vegina betur og hreinsa AUSTURLAND Neskaupstaður | Verknámsskóli Austurlands í Neskaupstað leitaði til fyrirtækja og stofnana á Austur- landi og víðar um fjárhagslegan stuðning til að efla tækjakost málm- iðngreinadeildar skólans. Átaks- verkefnið stóð yfir í tvo mánuði og söfnuðust alls 1,4 milljónir kr. Í verkefninu tóku þátt Glitnir, Seyðisfjarðarbær, Fjarðabyggða- hafnir, Sparisjóður Norðfjarðar og Loðnuvinnsla Fáskrúðsfjarðar. Nýr og betri tækjakostur auð- veldar stofnuninni að mennta áfram hæfa einstaklinga í málm- iðngreinum, austfirskum vinnu- markaði til gagns. Þess er getið að tíu ár eru liðin frá vígslu verk- kennsluhúss skólans og fyrirhuguð er viðbygging sem Fjarðabyggð og menntamálaráðuneytið standa sameiginlega að. Aðsókn í málmiðngreinar fyrir næsta haust er mjög góð, nú þegar eru 12 nemendur skráðir á fyrsta árið og nokkrir á biðlista. Er ljóst að áhugi á málmiðngreinanámi er mikill enda eftirspurn eftir vél- virkjum eystra um þessar mundir. Tækjakostur málmiðnaðar- deildar bættur Fljótsdalshérað | Búist er við tvö til fjögur þúsund manns á Fjórð- ungsmót hestamanna á Austur- landi sem hefst á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði í dag. Auk hefð- bundinna hestasýninga og keppni er mikið lagt í fjölskyldu- og skemmtidagskrá FM07 þar sem Magni Ásgeirsson og hljómsveitin Á móti sól leika stórt hlutverk. Að mótinu standa Hestamanna- félagið Freyfaxi og Hrossaræktar- samband Austurlands. Fjórðungs- mót hafa verið haldin á Austur- landi í fimmtíu ár og eru á fjögurra ára fresti, til skiptis á Héraði og Hornafirði. Nú hefur hestamannafélögunum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verið gefinn kostur á að taka þátt í mótinu svo og öllum ræktendum á þeim svæð- um. Er því allt Norðausturkjör- dæmi undir auk Austur-Skafta- fellssýslu. Stefnir því í enn stærra mót en venjulega. Jens Einarsson framkvæmdastjóri segir keppnis- hross verða á bilinu 250 til 300 og skráningar séu alls orðnar á fimmta hundrað. Úrslit í tölti fara fram á laugar- dagskvöldið en önnur úrslit eru flest á sunnudeginum. Mikil dagskrá Auk hinnar hefðbundnu dag- skrár Fjórðungsmóts er mikið lagt í skemmtidagskrá. Þannig hefur verið komið upp stóru skemmti- og veitingatjaldi þar sem dansleikir verða haldnir, tónleikar og skemmtidagskrá. Í tjaldinu verður komið fyrir sviðsvagni sem er útbúinn góðum hljóð- og ljósabún- aði. Þá verður starfrækt útvarps- stöð alla helgina og sett upp leik- tæki fyrir börn. Skemmtidagskrá er á föstudags- og laugardagskvöld og dansleikir bæði kvöldin. Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Allt að smella saman Jens Einarsson og Bergur Hallgrímsson á móts- svæðinu í Stórhólma sem yfirleitt gengur undir nafninu Iðavellir. Búist við 2-4 þúsund gestum á FM07 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Fljótsdalshérað | Vefaraættin svo- nefnda hefur látið gera við minning- artöflu um forfeður sína, Jón vefara Þorsteinsson og Þóreyju Jónsdóttur, og verður taflan afhent Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum til varð- veislu í tengslum við niðjamót sem þar verður haldið um helgina. Talið er að Jón Þorsteinsson, sem nefndur var vefari, hafi átt mikinn þátt í því að útbreiða vefnaðarkunn- áttu á Austurlandi, einkum á Fljóts- dalshéraði. Við hann er kennd mikil ætt. Á lífi eru líklega 7 þúsund niðjar þeirra hjóna, báðum megin Atlants- hafs. Varðveitt á Minjasafni Að þeim hjónum látnum, um 1850, var gerð minningartafla til heiðurs þeim og geymd hefur verið í Val- þjófsstaðarkirkju í Fljótsdal. Hún hékk uppi á kórgaflinum í gömlu kirkjunni en þegar ný kirkja var tek- in í notkun á árinu 1966 var minning- artaflan sett upp á kirkjuloftið. Þar hefur hún verið geymd og var ástand hennar orðið slæmt. „Menn vissu um þessa töflu og okkur rann til rifja hvernig ástand hennar var orðið,“ segir Jón Hálfdanarson, formaður Vefaraættarinnar, samtaka niðja Jóns og Þóreyjar sem stofnuð voru í þeim tilgangi að láta gera við minn- ingartöfluna. Vel gekk að afla fjár til verksins, lögðu 360 manns í púkkið. Viðgerð er lokið og hefur verið ákveðið að af- henda Minjasafni Austurlands töfl- una til varðveislu við athöfn sem fram fer næstkomandi laugardag. Taflan er í eigu Valþjófsstaðarkirkju og hefur sóknarnefndin og Þjóð- minjasafn Íslands samþykkt þessa ráðstöfun. Jón og Þórey giftu sig á Valþjófs- stað 28. júní 1797 og fer athöfnin því fram nærri 210 ára giftingarafmæli þeirra. Af þessu tilefni koma um 150 niðjar þeirra hjóna saman til niðja- móts á Egilsstöðum, auk þess sem farið verður að Valþjófsstað og Hjaltastað en þar voru hjónin jarð- sett, Þórey sextán árum á eftir Jóni. Segja má að þau hafi sameinast aftur með minningartöflunni en þar eru skráð vers um þau bæði, hvort í sínu lagi, en upphafið er svona, eftir að greint hefur verið frá dánardegi þeirra og hvar þau voru jarðsett: Þó lögð væru þannig lík í moldu aðskilin um árin segstán ástarband þeirra aptur á himnum öflugur knýtti hinn ástríki Guð. „Ástarband þeirra aptur á himnum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.